Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 2 7 Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir. Selma og Sigrún í Carnegie Hall SIGRÚN Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, og Selma Guðmundsdóttir, píanóleik- ari, héldu nýlega tónleika í Weill Recital Hall í Carnegie Hali í New York þar sem þær fluttu íslensk lög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar og verk eftir Vitali, Beethoven, Chausson og de Faila/Kreisler. Selma hefur leikið oft áður í New York en þetta var í fyrsta skipti sem Sigrún kemur fram þar. Selma Guðmundsdóttir sagði í samtali við blaðamann að hátt á annað hundrað manns hefðu sótt tónleikana sem sé gott miðað við það að margt var á seyði í New York- borg þetta kvöld. „Við fengum mjög góðar undirtektir meðal áhorfenda sem voru fiestir bandarískir en einn- ig voru nokkrir landar okkar komnir til að hlusta.“ Selma segir að tónleikar í Carnegie Hall hafi óneitanlega nokk- uð auglýsingagildi, „menn frá Was- hington-borg komu til dæmis að máli við okkur um að halda tónleika þar. Það má kannski líka segja að þetta sé viss áfangi að hafa spilað í þessu fræga húsi, það er gott að hafa þetta á ferlinum sínum.“ -----» ♦ ♦---- Islenski dansflokkurinn og Þjóðleikhúsið Staða listdans- stjóra laus til umsóknar ÍSLENSKI dansflokkurinn og Þjóð- leikhúsið hafa auglýst stöðu listdans- stjóra lausa til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 20. febrúar næstkom- andi en ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 1996 til þriggja ára. Samkvæmt reglugerð á að ráða listdansstjóra til þriggja ára í senn en að sögn Vilborgar Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra íslenska dans- flokksins var sú breyting gerð í fyrra að hann var ráðinn til eins árs. „Það var gert til þess að við ættum mögu- leika á að auglýsa stöðuna betur, erlendis en verið hefur gert. Að þessu sinni auglýsum við tímanlega til að kanna hvað markaðurinn hefur upp á að bjóða.“ María Gísladóttir hefur gegnt stöðu iistdansstjóra hjá íslenska dansflokknum undanfarin fjögur ár og kveðst Vilborg vona að hún verði meðal umsækjenda að þessu sinni. „Það verður hins vegar stjórnar ís- lenska dansflokksins að vinna úr umsóknum og það kemur í ljós í byijun mars hver verður ráðinn í stöðuna.“ -----♦ ♦ ♦---- Steinvör sýnir í Lóuhreiðri ÞESSAR vikurnar stendur yfir sýn- ing Steinvarar Bjarnadóttur í Lóu- hreiðri, Kjörgarði við Laugaveg. Á sýningunni eru vatnslitamynd- ir úr íslenskri náttúru. Steinvör hefur haldið sýningar víðsvegar undanfarin ár. Gleði, vonleysi, reiðiog sátt TONLIST Bústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Bemardelkvartettinn flutti verk eft- ir Beethoven, Shostakovitsj og Brahms á tónleikum Kammermúsik- klúbbsms, sunnudaginn 21. janúar, 1996. AÐ hlusta á tónlist er í raun margbrotin „athöfn", þ.e. að vinna úr þeim hljóðum sem 'berast tii eyr- ans og þar í er fólgin ráðgátan varðandi mismunandi tónlistar- áhuga manna. Því einfaldari sem tónlistin er, því auðveldari er úr- vinnslan og að hlusta á flókna tón- list útheimtir ekki aðeins næma tilfinningu fyrir samröðun tón- anna, heldur þarf bæði að koma til þekking og þjálfun í hlustun. Þeir sem vilja og ná því að njóta t.d. kammertónlistar, þurfa að gefa sér góðan tíma í hlustun og hefur því verið haldið fram, að þá nálg- ist menn það sem kalla mætti djúpa íhugun. Við fyrstu heyrn liggur ekki allt ljóst fyrir í kvartettum Beethovens og alls ekki fyrr en hlustandinn hefur lært að sundurgreina marg- brotið tónferlið, þ.e. beinlínis að heyra allt sem er að ske. Sjöundi kvartettinn, sá fyrsti af svonefnd- um Rasoumovsky kvartettum, sem oft er nefndur sellókvartettinn, er glæsileg tónsmíð og var um margt vel leikinn af Bernardelkvartettin- um, sérstaklega annar og einnig þriðji þátturinn, sem er í flokki þeirra meistaraverka, sem margir af hægu þáttunum í verkum Beet- hovens eru. í fjórða þættinum, þar sem Beethoven vinnur úr rússnesku þjóðlagi, vantaði meiri hrynskerpu. Sjöundi kvartettinn eftir Shos- takovitsj er einkennileg tónsmíð, mjög tilfinningaþrungin, glaðleg og gsimansöm, svolítið stíðnisleg í upphafi og þá tekur vonleysið völd- in og síðan ofsaleg reiði en verkinu lýkur samt með tregafullri sátt. Þetta stutta og áhrifamikla verk var mjög vel leikið og andstæður tónmálsins vei útfærðar. Tónleikunum lauk með þriðja kvartettinum, eftir Brahms, glæsi- legu kammerverki sem var að mörgu leyti vel leikið, með skýrum andstæðum. Bernardelkvartettinn er á góðri leið hvað snertir samspil og túlkun en það sem bæta mætti til að leikurinn verði sem næst óað- finnanlegur, er inntónunin og merk- ir það meira en að leika hreint, einn- ig að tónn hljóðfæranna sé sam- stæður í blæ og tóngerð. Þetta er helst áberandi þegar leikið er sterkt og kom stundum fyrir í Brahms, meira en í fyrri verkunum. Því veld- ur trúlega að tónbreytingar eru örari hjá Brahms, en t.d. Beethoven en hækkaðir og lækkaðir tónar hafa ekki sömu sveifluvirkni, þó umrita megi sem sama tónheiti. Þegar fengist er við inntónun er samspilsvinnan komin á „æðra“ stig, stig algjörrar fágunar. Guðmundur Kristmundsson lág- fiðluleikari átti fallega leiknar stróf- ur í Brahms, bæði í þriðja og fjórða þættinum. Zbigniew Dubik er frá- bær leiðari en var á einstaka stað of hljóðlátur eða hlédrægur og til- litssamur við samleikara sína. Það er orðið gott samspilið á milli hans og Gretu Guðnadóttur. Guðrún Th. Sigurðardóttur opnaði tónleikana með fallegum leik í upphafi selló- kvartettsins. í heild var gott styrk- ieikajafnvægi á milli hljóðfæranna og samspilið gott, þó nokkuð vant- aði á hrynskerpuna í lokaþætti Be- ethovens. Shostakovitsj var sérlega vel leikinn og sama má segja um fyrsta þáttinn í Brahms, sem er yndisleg tónsmíð. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Þorkell ÞAU koma fram annað kvöld: Richard Korn, Kristinn Sigmunds- son, Olafía Hrönn, Gerrit Schuil og Atli Heimir Sveinsson. Lögin úr leikhúsinu Kristinn á leikhúskvöldi Atla í Kaffileikhúsinu FJÓRÐU tónleikarnir í tónleika- röð Kaffileikhússins sem helguð er íslenskri leikhústónlist verður á morgun, miðvikudag 24. janúar kl. 21. Þá mun Atli Heimir Sveinsson tónskáld kynna leik- hústónlist sína og fær hann til liðs við sig eftirtalda listamenn: Kristin Sigmundsson söng- vara, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur leikkonu og söngkonu, Örn Árna- son leikara og söngvara og fé- laga úr Caput-hópnum, sem eru þeir Gerrit Schuil píanóleikari, Kolbeinn Bjarnason flautuleik- ari, Pétur Grétarsson slagverks- leikari og Richard Korn kontra- bassaleikari. Á dagskránni verða sönglög sem Atli hefur samið fyrir hinar ýmsu leiksýningar í gegnum árin og spanna þau 25 ára tímabil. Fluttir verða söngvar úr Ieik- ritunum Bubba kóngi eftir Alf- red Jarry, textar eftir Þórarin Eldjárn, Dimmalimm eftir Helgu Orgel vígt með frumflutningi tónverks eftir Jónas Tómasson Kostnaður greiddur af tveim útgerðum ísafirði. Morgunblaðið. ORGELIÐ í nýrri ísafjarðarkirkju var vígt að viðstöddu miklu ijöl- menni síðastliðið fimmtudagskvöld. Flutt var verkið Dýrð Krists eftir Jónas Tómasson tónskáld, en hann samdi verkið sérstaklega af þessu tilefni. Hörður Áskelsson lék á org- elið, en það er tuttugu og tveggja radda smíðað af P. Bruhn og Sön Orgelbyggeri í Aarselv í Danmörku. Tvær útgerðir og dótturfyrirtæki þeirra gáfu féð til kaupanna, um 20 milljónir króna. Útlit orgelsins er að nokkru hannað af Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekti kirkjunnar og er allt tré- verk úr eik. Það voru útgerðar- mennirnir Ásgeir Guðbjartsson og Guðmundur Guðmundsson, aðaleig- endur Guðbjargar ÍS, sem 15. nóv- ember 1990 afhentu kirkjunni 10 milljónir, sem minningargjöf um foreldra þeirra, hjónanna Jónínu Guðbjartsdóttur og Guðbjarts Ás- geirssonar og Jónu Salómonsdóttur og Guðmundar Stefáns Guðmunds- sonar, og skyldi fénu varið til orgel- kaupa. Um tveimur og hálfu ári seinna afhenti svo Jóakim Pálsson í Hnífsdal 5 milljónir til sjóðsins frá Mjölvinnslunni í Hnífsdal og eina milijón frá Hraðfrystihúsinu hf. og Miðfelli hf., sem gerir út togarann Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson MERKISDAGUR í sögu ísafjarðarkirkju: Jónas Tómasson, Sig- rún Guðmundsdóttir, Hulda Bragadóttir, Hörður Áskelsson, sr. Magnús Erlingsson og Björn Teitsson. Pál Pálsson. Þetta fé með vöxtum hefur svo dugað til að kaupa orgel- ið, sem er meðal 10 stærstu orgela í landinu. . Samningar um smíði og uppsetn- ingu stóðust og var orgelið fyrst notað við jólaguðsþjónustu á að- fangadagskvöld. Þá lék Hulda Bragadóttir, orgelleikari ísafjarðar- kirkju og kórstjóri, á hljóðfærið. Sóknarnefnd samdi við Jónas Tómasson, tónskáld á Isafirði, um að semja kirkjulegt orgelverk til flutnings á víxlutónleikunum. Verk- ið nefnir hann Dýrð Krists - sjö hugleiðingar fyrir orgel og er það með tilvitnunum í jafnmarga ritn- ingartexta. Sigrún Guðmundsdótt- ir, kennari á ísafirði, las ritningar- textana, en Hörður Áskelsson, or- gelleikari Hallgrlmskirkju, flutti tónverkið. Björn Teitsson, formaður sóknar- Egilson, Ofvitanum eftir Þór- berg Þórðarson í leikgerð Kjart- ans Ragnarsonar, Land míns föð- ur eftir Kjartan Ragnarsson og Eg er gull og gersemi eftir Svein Einarsson. Þeir Sveinn Einars- son, Kjartan Ragnarsson og Þór- arinn Eldjárn munu vera við- staddir leikhústónlistarkvöld Atla Heimís og segja frá verkum sínum. nefndar, gat þess í upphafi vígslu- tónleikanna að lagður yrði niður sá siður sem ávallt hefur verið virtur í ísafjarðarkirkju að ekki mætti klappa. Óhætt er að segja að kirkju- gestir tóku þessari nýlundu vel og fögnuðu tónskáldi og flutningsfólki með dynjandi lófataki. Auk frum- flutningsins söng kirkjukór ísa- fjarðarkirkju tvö sálmalög, annað við lag Jónasar Tómassonar eldri, við undirleik Huldu Bragadóttur. Síðan lék Hörður Áskelsson Toccötu og fúgu eftir Jóhann Sebastian Bach. Að lokum sungu allir kirkjugest- ir í faðmi fjalia blárra við lag Jónas- ar Tómassonar eldri. Að lokinni athöfninni færði Guð- mundur Guðmundsson kirkjunni að gjöf málverk eftir Jónas heitinn Guðmundsson, sem sýnir gömlu kirkjuna og nágrenni hennar. Styrkur úr sjóði Marinós í ÁR verður veittur í annað sinn styrkur úr Söngmennta- sjóði Marinós Péturssonar. Úmsóknarfrestur er til 10. febrúar næstkomandi. Stofnfé sjóðsins er dánargjöf Marinós Péturssonar sem var um ára- bbil kaupmaður í Reykjavík. Árið 1978 hætti hann fyrir- tækjarekstri og flutti tii æsku- stöðva sinna á Bakkafirði þar sem hann var trillukarl síðust tólf ár ævinnar. Marinó lést árið 1991. Marinó var alla tíð tónlistar- unnandi og spilaði sjálfur á píanó. Síðustu árin á Bakka- firði veitti hann börnum á staðnum ieiðsögn í tónlist. Stofnfé sjóðsins var um 16 milljónir. Honum er ætlað að styrkja unga og efnilega söngvara til náms. I stjórn sjóðsins eru Guð- mundur Eiríksson, Haukur Björnsson og Stefán Arn- grímsson. Sjóðurinn er í umsjá Islensku óperunnar. Ljóðakvöld á Mömmu Rósu LJÓÐAVINIR í Kópavogi halda mánaðarlegt ljóðakvöld á veitingastaðnum Mömmu Rósu, Hamraborg 11 í Kópa- vogi, næstkomandi fimmtudag kl. 20.30. Þessi ljóðakvöld „síðasta fimmtudag hvers mánaðar" hafa verið haldin reglulega frá því síðastliðið haust og hafa meðal annars komið fram Steinþór Jóhannsson, Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson, Böð- var Guðlaugsson, Jón úr Vör, Sveinn Sæmundsson, Valdi- mar Lárusson, Elín E. Guð- mundsdóttir; Erlingur Gísla- son, Einar Ólafsson, Marteinn Götuskeggi, Jón frá Pálmholti, Jón Óskar o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.