Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 47 fannst svo gaman að vera heima hjá henni og henni fannst svo gaman heima hjá mér að við urðum eins og ein úr fjölskyldunni hvor hjá annarri. Það er margs að minnast í gegn- um öll þessi ár og í raun væri hægt að skrifa heila bók um þessi 47 ár. Þrátt fyrir að ég gifti mig og eign- aðist börn en Edda ynni alltaf úti og var laus og liðug lengi vel, var alltaf afskaplega náið samband milli okkar. Það var eins og við fyndum á okkur ef eitthvað var að hjá hinni. Oft kom það fyrir að við hringdum hvor í aðra á sama tíma. Edda var svo lánsöm að eignast son, hann Pétur Þóri, sem er nýkvæntur in- dælli konu, og á hann einn son með henni og tvö stjúpbörn. Þau hafa stutt og hjálpað Eddu í gegnum veikindi hennar af mikilli ástúð og umhyggju. Eddu þótti af- skaplega vænt um að eignast þessa fallegu fjölskyldu, sem henni fannst hún eiga fyrir sig. Edda var mjög ákveðin í skoðun- um og gat enginn fengið hana til að skipta um skoðun ef hún var búin að ákveða eitthvað. Þegar hún fór að vinna eftir skóla byrjaði hún hjá Feldinum, sem var stórt og myndarlegt fyrirtæki þá. Það var ekki langt þangað til hún var gerð að gjaldkera, sem hún sinnti af stakri prýði. Þar vann hún í mörg ár. Þá bauðst henni gjaldkerastarf hjá varnarliðinu, sem var bæði vel borgað og spennandi fyrir hana, þar sem hún talaði góða ensku. Eftir að hún eignaðist Pétur fór hún að vinna sem gjaldkeri hjá Borg- arsjóði Reykjavíkur og nú síðustu árin sem borgargjaldkeri eða þangað til hún þurfti að hætta í september 1994 vegna veikinda sinna. Elsku Edda mín, ég veit að mamma þín og pabbi og systur þfn- ar tvær hafa tekið vel á móti þér þegar þú komst til æðri staðar. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og það verða skemmtilegir endurfundir. Elsku Pétur, Sigga og börnin ykk- ar, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Megi guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar og fylgja ykkur alla tíð. Hvíl í friði, elsku Edda mín. Tíminn læknar. Tíminn græðir. Tár í kyrrþey mýkir lund. Lífsins innstu leyniþræðir leiða huggun á þinn fund. (Brynjólfur Ingvarsson.) Anna R. Einarsdóttir. Enn einu sinni hefur krabbamein- ið lagt að velli mæta konu langt um. aldur fram. Edda Tryggvadóttir fyrrverandi borgargjaldkeri er látin eftir skamma sjúkrahúsvist á sex- tugasta og fyrsta aldursári. Edda hafði gengist undir aðgerð fyrir tæpum tveimur árum og fengið viðeigandi meðferð, sem því miður náði ekki tilætluðum árangri, því sjúkdómurinn tók sig upp að nýju og varð hún af hans völdum að láta af störfum á síðastliðnu ári. Við Edda störfuðum saman á skrifstofu borgarstjóra í 25 ár. Hún var lengst af aðstoðarmaður borg- argjaldkera, en hin síðari ár gegndi hún starfi borgargjaldkera. Þessu I ábyrgðarmikla og oft erilsama starfi I sinnti hún af stakri prýði, samvisku- | semi og nákvæmni. Einn af hennar helstu kostum var að vilja fullvissa sig um rétt væri að máium staðið, áður en til afgreiðslu kæmi til að forðast vandræði og leiðréttingar síðar meir. Hún var föst fyrir og ákveðin og vildi hafa allt sitt á hreinu eins og góðum gjaldkera ber. Ég kynntist líka umhyggjusamri móður og viðkvæmri konu sem lét sér annt um menn og málefni. A gamlársdag kom Edda við heimili mínu á leið í fjölskyldusam- kvæmi, til að óska mér og fjölskyldu minni gleðilegs árs og við þökkuðum hvort öðru samvinnuna á undanförn- um árum. Þrátt fyrir að ég vissi hversu alvarleg veikindi hennar væru hvarflaði ekki að mér að að- eins hálfum mánuði síðar væri hún 811, slík var reisn hennar og andleg- ur styrkur. Ég og fjölskylda mín sendum einkasyni hennar og fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Óskar G. Óskarsson. í dag er til moldar borin Edda Tryggvadóttir, en hún lést á Land- spítalanum 16. þ.m. Fregnin um andlát Eddu varð okkur, samstarfsfólki hennar á borg- arskrifstofunum, mikið áfall. Öll vissum við, að hún hafði átt við al- varleg veikindi að stríða um nokkurt skeið, en ekki hvarflaði að okkur, að hún ætti svo skammt eftir ólifað sem raun varð á. Edda var heldur ekki vön að kveinka sér þótt eitt- hvað blési á móti og sinnti störfum sínum hjá borginni af stakri prýði, hvernig sem á stóð. Edda var fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Tryggva Gunnarssonar smiðs og vörubílstjóra og Guðrúnar Guðmundsdóttur konu hans. Að Eddu stóðu sterkir stofn- ar, en faðir hennar var öflugastur glímumanna sinnar tíðar, og hún ólst upp í stórum systkinahópi. Sjálf eignaðist Edda einn son, Pétur Þóri Hugus, sem fæddur er 7. maí 1962. Kona hans er Sigríður Hafdís Sig- urðardóttir og eiga þau einn son saman, og Pétur auk þess tvö fóstur- börn. Edda vann borginni af heilindum í meira en þrjátíu ár, nú síðast sem borgargjaldkeri og segir það meira en mörg orð um það traust sem hún naut. Sjálf varð ég þess ekki aðnjótandi að starfa með henni nema skamma hríð, en þó nógu lengi til að ég nyti góðs af hlýju viðmóti hennar og langri reynslu. Þegar ég kom til starfa í ráðhúsinu fyrir hálfu öðru ári reyndist hún mér bæði góð og hollráð og fyrir það vil ég nú þakka. Samstarfsfólk hennar í ráðhúsinu vottar öllum aðstandendum Eddu einlæga samúð sína og biður þess að guð gefi henni raun lofi betri. F.h. samstarfsfólks, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, INGA WÍUM HANSDÓTTIR, Brekkulandi 3, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu aðfaranótt 20. janúar. Bjarni Hólm Bjarnason, Arnþór H. Bjarnason, Lovísa Guðmundsdóttir, Anna Hlfn Bjarnadóttir, Berglind H. Bjarnadóttir, Þórarinn Gestsson, Kristín Bjarnadóttir, Jónmundur Kjartansson og barnabörn. Elskuieg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna ÁRNÝ INGVALDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, veröur jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 24. janúar kl. 13.30. Jóna Fríða Leifsdóttir, Birgir Guðmannsson, Svanhildur Leifsdóttir, Þorvaldur S. Hallgrfmsson, Kristján I. Leifsson, Margrét Björnsdóttir, Halldór Leifsson, Anna Rósa Sigurgeirsdóttir, Ásta Sólrún Leifsdóttir, Gestur Ó. Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður dg ömmu, ÞURÍÐAR SVÖVU, ÁSBJÖRNSDÓTTUR, Mávabraut 8d, Keflavfk. Gústav A. Bergmann, Gunnar Gústavsson, Sigurbjörn S. Gústavsson, Laufey Auður Kristjánsdóttir, Hjalti Gústavsson, Margrét Þóra Einarsdóttir, Ásdfs Gústavsdóttir, Helgi Bragason og barnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu. KRISTENSU (Stellu) ANDRÉSDÓTTUR frá Risabjörgum, Hellissandi, Lyngbrekku 20, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks hjartadeildar B-7, Borgarspítala, fyrir góöa umönnun. Sigurður Þorkelsson, Björgvin Andri Guðjónsson, Sigrún A. Júlíusdóttir, Sveinbjörg Hrólfsdóttir, Birgir Sigurðsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og fósturbörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda faðir og afi, ÁSGEIR JAKOBSSON rithöfundur, andaðist á heimili sínu 16. janúar. Útför hans verður gerð frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 25. janúar kl. 13.30. Bergrós Jóhannesdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Guðrún fris Þórsdóttir, Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jón Ólafsson, Jóhannes Asgeirsson, Kolbrún K. Karlsdóttir, Bergrós Ásgeirsdóttir, Jakob F. Ásgeirsson og barnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR GEORGSSON trésmfðameistari, Holtsgötu 8, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala að morgni 21. janúar sl. Bjarni Kristmundsson, Birgit Sonnenberger, Valdfs Kristmundsdóttir, Jens Jónsson, Ásdís Kristmundsdóttir, Guðbrandur Óli Þorbjörnsson, Guðleifur M. Kristmundsson, Hildur Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Minningarathöfn um föður minn, afa okkar og langafa, JÓHANNES JÓNSSON, dvalarheimilinu Hlff, ísafirði, verður í Fossvogskapellu þriðjudaginn 23. janúar kl. 13.30. Útförin fer fram frá ísafjarðarkirkju laug- ardaginn 27. janúar kl. 14.00. Agnes Jóhannesdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir, Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Guðbjartur Þórarinsson, Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir, Valtýr Helgi Diego og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BALDURS P. SNÆLAND vélstjóra. Aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, ESTHERARPÉTURSDÓTTUR, Reynimei 26, Reykjavík. Þórhallur T ryggvason, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Helgi Björnsson, Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Björn Þorsteinsson, Tryggvi Þórhallsson, IdaTalling og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför SIGURGEIRS JÓNATANSSONAR frá Skeggjastöðum, Bergstaðastræti 28, Reykjavík. Lára Inga Lárusdóttir, Hafdfs Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Stefánsson, Sævar Þór Sigurgeirsson, Unnur Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.