Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Friðarpottlok á suðupottinn IDAG SKAK Umsjðn Margeir' Pétursson Hvítur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á Ho- ogovens stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi, sem nú stendur yfir, í viður- eign tveggja ungra stór- meistara. Rússinn Sergei Tivjakov (2.625) var með hvítt og átti leik, en Mich- ael Adams (2.660) hafði svart. Svartur var að enda við að fórna hrók á c3, lék 32. - Hc8xc3!? en það kom krókur á móti bragði: 33. Hxd5! (Það mátti alls ekki þiggja hróksfórn- ina: 33. bxc3?? — Dxa3+ 34. Kbl - Ba2+ og hvítur er sjálfur mát í þriðja leik) 33. — exd5 34. Df6. (Svartur er nú fastur í gam- aldags mátneti og á nú ekkert eftir að reyna annað en að skáka á hvíta kóng- inn með öllum ráðum) 34. — Hxa3+ 35. bxa3 — Dxa3+ 36. Kbl - Db4+ 37. Kcl - Del+ 38. Kb2 og Adams gafst upp. Með morgunkaffinu VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Erfitt að fá fuglafóður MÉR hefur gengið afar illa að fá keypt fuglakom undanfarið því það fæst ekki í verslunum núna. Gætu innkaupastjórar verslana ekki haft litlu fuglana í huga og pantað kom fyrir þá þegar snjóar. Fuglavinur Þýðandi óskast ÓSKA eftir aðstoð við að þýða norskt pijóna- blað. Upplýsingar í síma 557-2889. Matta. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 3.202 krónur. Þau heita Eva Dröfn, Sif og Steinn Einar. Hann verður alveg brjálaður ef þú meiðir mig. Þið verðið að þola þetta, því fiðlan hans er í við- gerð. Það er farið að rigna. Við verðum að Ijúka samræðunum gegnum síma. ... Og svo er það þurri hóstinn, verkir í hrygg- jarliðum og þessir und- arlegu bleftir... Reikningur frá snyrti- og fegrunarstofunni. Fyrir hvað viltu að ég borgi, með leyfi að spyija? Ég fann ekki kústinn áður en ég fór út. -TAS'* Ég spurði hvort þú vild- ir meira kaffi. Víkveiji skrifar... Frá Ástþórí Magnússyni: í ÞJÓÐLÍFSÞÖNKUM Morgun- blaðsins sunnundaginn 7. janúar, veltir Uuðrún Guðlaugsdóttir því fyrir sér hvers vegna Ísléndingar séu friðsöm þjóð. Guðrún bendir réttilega á að ýmsar aðstæður hér á landi hafí komið í veg fyrir blóðug átök manna á meðal, en hún veður einnig þá villu að halda því fram að ein megin- ástæðan sé einangrun okkar á eyju þar sem fátt sé til að deila um. íslendingar hafa ekki síður ágreiningsefni í sínu veraldarlífí en aðrir heimsbúar. Munurinn er hins vegar sá, að við höfum í nær þús- und ár verið vopnlaus þjóð og ekki kennt ungmennum okkar hemað eins og hefðin er hjá öðrum þjóð- um. Það er vopnleysið sem lagði grundvöllinn að því blómlega lífí sem nú þrífst hér á landi. Við erum vel upplýst þjóð og okkur því Ijóst að það er fyrst þegar vitið þrýtur að hnefamir taka við. í stað þess að taka sér vopn í hönd og van- virða verk skapara síns, tömdu ís- lendingar sér þann góða sið að útkljá deilumál með umfjöllun á Alþingi og fyrir dómstólum. Menn þurfa ekki að vera af mis- munandi þjóðflokkum til að drepa hver annan í blóðugum bardögum eins og Guðrún virðist halda fram í grein sinni. Fyrrverandi Júgósla- var hafa dregið upp margra alda gamlar eijur til að ala á stríðslöng- un fárra valdagráðugra einstakl- inga. Við íslendingar gætum fullt eins vel dregið upp slíkar erjur og til dæmis farið í stríð við alla bann- settu afkomendur Dana hér á landi. Ég tala nú ekki íraskrattana. Og svo geta Reykvíkingar að sjálf- sögðu tekið Akureyringa alvarlega í karphúsið. íslendingar vaxnir upp úr stríðsrekstri Sem betur fer erum við íslend- ingar vaxnir upp úr slíkum barna- skap. Við emm löngu hættir að ala á sundmng manna á meðal, og notum frekar kraftinn til efling- ar samhugar og kærleika meðal landsmanna. Við höfum líka áttað okkur á því að stríðsrekstur er óþarfur og óæskilegur atvinnuveg- ur. Ef við Iétum þetta ljós okkar skína um heimsbyggðina væri ekki ólíklegt að það kæmi alvarlega niður á útflutningstekjum Banda- ríkjamanna af vopnasölu. En sá spónn, sem félli úr þeim aski, yrði vafalaust kærkomin gjöf milljón- um bama og aðstandenda þeirra sem era hin saklausu og sveltandi fórnarlömb hringavitleysunnar sem viðgengst í pólitískri refskák stórveldanna. Komið hafa út bæk- ur sem hafa greint frá því hvernig bandaríska leyniþjónustan CIA hefur skipt sér af innanríkismálum utan heimalandsins og jafnvel komið á stað blóðugum byltingum til „að gæta hagsmuna Bandaríkj- anna“. Það þurfti reyndar aðeins einn bijálæðing til að koma á stríðinu í Júgóslavíu. Slobodan Milosevic var sem útsmoginn eitursnákur þegar hann með klókindum svið- setti þjóðarrembinginn í nýjum búningi endurvakningar með að- stoð fjölmiðla. Fyrirmyndina fékk hann líklegast frá Adolf Hitler sem gerði ekki síðri sviðsetningu til ofsóknar gyðingum. Það er alveg á hreinu, að lítill vandi væri að koma öllu í bál og brand á fleiri stöðum með slíkri misnotkun á fjölmiðlatækninni. Ekki hægt að sjá þjóðerni af útliti Það er enginn möguleiki að sjá það af ytra útliti manna af hvaða þjóðarbroti fólk er komið í fyrrver- andi Júgóslavíu. Ekkert frekar en hægt er að þekkja afkomendur Dana á Islandi. Þetta er allt orðið meira og minna blandað. Það búa t.d. júgóslavnesk hjón á íslandi sem flúðu stríðið fyrir rúmum tveimur ámm. Þau hjónin era tal- in af hvort af sínu þjóðarbrotinu og því ólíft í heimaborg sinni Sarajevó. Það -er eins með frá- skilda foreldra ungs drengs sem ég þekki sögu af. Hvoragt foreldr- ið getur haft drenginn sem hefur farið huldu höfði, því hann hefur átt yfír höfði sér að verða drepinn af hvoram ættliðnum um sig. Þar sem ekki er hægt að þekkja sauðina af útlitinu, er sú aðferð sem allra helst viðgengst í Bosníu að þekkja sauðina af ættarnafni viðkomandi. Það er alveg ótrúlegt að enginn hafí enn lagt það til að þessu fólki verði gefinn kostur á að leggja niður ættamöfnin eins og íslendingar hafa upp til hópa gert. Nú hafa leiðtogar Vesturlanda enn frekar dýpkað kviksyndið und- ir alþjóðastofnuninni Sameinuðu þjóðunum sem varð að hverfa með skömm frá Bosníu. Enginn stuðn- ingur af viti gat fengist frá að- ildarþjóðunum. Nú skyldi skipt um hatt, og senda NATO á staðinn með bandaríska fánann í fárar- broddi til að vinna friðinn. Ein- hvern veginn gleymist það alveg að til að koma á friði þarf að vinna hjörtu fólksins í landinu. Það verð- ur einfaldlega ekki gert með enda- lausum vopnaflutningum á stað- inn. Miðað við það sem á undan er gengið, kom það mér því ekki á óvart að einhveijir Serbar hafa lagst svo lágt að ræna nokkram bílstjórum sem voru með rangt ættarnafn. Ég var þó feginn að þeir gátu skilað þeim aftur og enginn var drepinn með köldu blóði eins og hefur verið daglegt brauð á staðnum undanfarin ár. Fyrir nokkru fóra sögur af fjölda- morði þar sem öllum karlmönnum eins bæjarfélags var safnað saman á fótboltavelli staðarins, sjö þús- und talsins, og þar skotnir niður á tuttugu mínútum. Mikið átak þarf til að koma á friði Það þarf gífurlegt átak til sálu- hjálpar fólkinu í fyrrverandi Júgó- slavíu til þess að þar komist á friður. Slíkt má vinna með já- kvæðri fjölmiðlun, og hópfundum jafnt fyrir skólafólk svo og þá fullorðnu. Sendum kennara, sálu- hjálpara og fjölmiðlafólk til Bos- níu í stað vopnaðra hermanna. Að öðrum kosti er hætt við að friðarpottlokið springi af suðu- pottinum áður en langt um líður. Friður 2000 vinnur að því að koma á fót jákvæðri fjölmiðlun og kennslu til friðar. Þess er ósk- að að þetta geti orðið samstarfs- verkefni almennings, fyrirtækja og opinberra aðila. Nokkrir frið- arboðar á vegum íslands til Bos- níu geta öragglega skotið 60.000 NATO herrnönnum ref fyrir rass með því að taka af suðuna og vinna friðinn með mætti orðsins. Þá gæti mönnum loks orðið það ljóst að framleiðsla og notkun vopna til að limlesta og drepa menn er álíka úrelt og fáránlegt fyrirbæri eins og einvígi breskra snobbhænsna voru á síðustu öld. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. UM FÁTT er meira talað manna á meðal en forsetakosningar og hugsanlega frambjóðendur. ís- lendingur, sem lengi hefur verið búsettur erlendis og m.a. fylgzt með glæsilegri framgöngu núver- andi forseta á erlendum vettvangi, lýsti í samtali við Víkveija áhyggj- um yfir því, hvað talað væri um forsetaembættið af miklu virð- ingarleysi í tengslum við væntan- legar kosningar. Það er vafalaust rétt, að lítillar virðingar gætir í umræðum fólks um væntanlega frambjóðendur. Ástæðan er sú, að það verkar hlægilega á marga, þegar einstak- ir áhugamenn um forsetaframboð lýsa því, að þeir íhugi framboð vegna þess, að svo margir hafi komið að máli við þá og hvatt þá til þess að gefa kost á sér. Fólk veit sem er, að mönnum er í sjálfsvald sett að lýsa því yfir, ef nöfn þeirra eru nefnd, að fram- boð komi ekki til greina af þeirra hálfu. Það er hins vegar umhugs- unarefni, hvort hægt er að koma aðdraganda forsetaframboða í annan farveg en þann, sem við kynnumst þessar vikurnar og höf- um raunar áður séð að nokkru leyti. Umræðurnar í þeim farvegi, sem þær eru nú, eru frekast til þess fallnar að ýta undir sjónarmið þeirra, sem telja, að embættið eigi að leggja niður og fela forseta Alþingis að sjá um helztu skyldu- störf þjóðhöfðingja. XXX • • ONNUR meginstofnun þjóðfé- lagsins er í hættu vegna al- manna umtals en það er sjálf þjóð- kirkjan. Deilurnar í Langholts- kirkju eru ekki fyrstu deilur af þessu tagi, sem vekja upp spurn- ingar um þroska og umburðarlyndi kirkjunnar manna. Þær hafa hins vegar leitt til slíkra umræðna um kirkjuna og helztu forsvarsmenn hennar, þ.e. prestana, að það mun taka langan tima að fyrnast yfir þær. Svo virðist að því oftar sem kirkjunnar menn tjá sig um málið, þeim mun verri verði staða þjóð- kirkjunnar. Og ekki sér fyrir end- ann á þessum deilum. Ef prestarn- ir geta ekki leyst sín innri mál er þess ekki að vænta, að sóknarbörn þeirra hafi mikla trú á ráðlegging- um þeirra um úrlausn á vanda sóknarbarnanna. xxx AÐ VERÐUR fróðlegt að sjá, hver niðurstaðan í útboði FIB á bílatryggingum verður. Ef það stenzt, sem forráðamenn samtak- anna sögðu sl. föstudag, að tilboðin frá tveimur aðilum leiði til 15-30% lækkunar á iðgjöldum má búast við, að ný viðhorf skapist á trygg- ingamarkaðnum hér vegna þess, að tæplega geta þau tryggingafé- lög, sem fyrir era, setið auðum höndum, komi slík staða upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.