Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný þjónusta í stafræna símkerfinu PÓSTUR og sími hefur auglýst nýja þjónustu í stafræna sím- kerfinu sem felst í því að þegar hringt er í símanúmer sem er á tali er unnt að leggja á og fá síðan hringingu þegar við- komandi hefur lokið símtali sínu. Þetta er gert með þeim hætti að ýtt er á tölustafinn 5 og lagt á, ef símanúmer sem hringt er í er upptekið. Þegar símtali A er lokið hringir síminn hjá B sem var að reyna að ná sambandi við hann og þegar B tekur upp símtólið, hringir hjá A. Óljóst um tekjur Þessi þjónusta kostar tæpar 10 krónur í hvert skipti, eða þrjú skref, og stendur öllum þeim sem hafa tónvalssíma til boða. Þessi þjónusta er hins vegar ekki til staðar í farsíma- kerfinu og ekki þegar hringt er í eða úr símkerfi hjá t.d. stórfyrirtækjum, auk þess sem erlend símanúmer eru undan- þegin þessari þjónustu. Guðbjörg Gunnarsdóttir blaðafulltrúi P&S segir óljóst hversu miklum tekjum gert er ráð fyrir að þessi þjónusta skili, en hún eigi von á að margir fagni henni. „Talsvert er um liðið síðan þessi hugmynd fæddist og búnaðurinn var fyr- ir hendi, en það vantaði þó ákveðna tækni sem nú er hins vegar til staðar," segir hún. Líkamsárás 4 unglingsstúlkna á Akranesi Sextán ára stúlka á gjörgæsludeild með höfuðáverka Klukku- strengir skornir LÖGREGLUNNI í Reylqavík var aðfaranótt sunnudags tilkynnt um skemmdarverk við Lang- holtskirkju. Einhver hafði lagt á sig mikið erfiði og skorið í sundur kaðla úr kirkjuklukkunum, en þær hanga í klukknaporti fyrir fram- an kirkjuna. Ekki er vitað hveijir þarna voru að verki. Morgunblaöið/Þorkell SEXTÁN ára stúlka iiggur á gjör- gæsludeild Borgarspítalans með al- varlegan höfuðáverka eftir líkams- árás á Akranesi aðfaranótt laugar- dags. Fjórar stúlkur, þijár fæddar 1980 og ein fædd 1977,P voru á sunnudag úrskurðaðar í gæsluvarð- hald vegna málsins. Að sögn Viðars Stefánssonar, rannsóknarlögreglumanns á Akra- nesi, var árásin gerð á milli klukkan tvö og hálfþijú aðfaranótt laugar- dags. Stúlkurnar þijár réðust á fjórðu stúlkuna á Kirkjubraut. Þær héldu síðan yfir á Suðurgötu, eftir Suðurgötu og niður Akratorg. Þar skildu þær stúlkuna eftir. Einu sinni á leiðinni tókst að skilja þær að en þær eltu stúlkuna uppi og héldu árásinni áfram. Fannst meðvitundarlaus Vinkona stúlkunnar kom að henni og fór með hana í bíl á sjúkrahúsið. Þar var hún skoðuð en henni sagt að fara heim. Hún fór þá með vin- konu sinni, sem er aðkomumann- eskja og búsett á heimavist Fjöl- brautaskóla Vesturlands, á herbergi hennar og sofnaði þar. Vinkonan skildi hana þar eftir og fór út aftur. Um klukkan hálfsex um morgun- inn komu fjórir unglingar í bíl að heimavistinni og fundu þá stúlkuna meðvitundarlausa á dyrapallinum fyrir framan innganginn að heima- vistinni. Móðir hennar var kölluð til og kom hún stúlkunni á sjúkrahúsið með aðstoð unglinganna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti síðan stúlkuna og lenti með hana við Borgarspítalann kl. 9.05 á laug- ardagsmorguninn. Að sögn Björns Tryggvasonar, vakthafandi læknis á gjörgæslu- deild, er stúlkan nær eingöngu með áverka á höfði. Hann orsakaði blæð- ingu utan við heila sem þrýsti á hann. Aðgerð var gerð á stúlkunni strax á laugardagsmorgun og bblóð- inu hleypt út, en að sögn Bjöms eru afleiðingar árásarinnar enn ófyrir- séðar. Stúlkan var í gær meðvitund- arlítil. Tíu daga gæsluvarðhald Viðar Stefánsson segir rannsókn málsins hafa miðað vel. Hún hófst strax á laugardagsmorgun og leiddi til handtöku stúlknanna fjögurra þann sama dag. Strax var gerð krafa um gæsluvarðhald og voru stúlkum- ar úrskurðaðar á sunnudag í tíu daga gæsluvarðhald til 31. janúar. Elsta stúlkan er vistuð í fangelsi en hinar þijár eru í gæslu á vegum lög- reglu undir eftirliti barnaverndaryf- irvalda. Allar stúlkurnar fimm eru búsettar á Akranesi. Að sögn Viðars var árásin tilefn- islaus, eftir því sem næst verður komist. Ólafur Jóhann hættir hjá Sony Fengið tilboð frá stórfyrirtækjum Stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur fundar með heilbrigðisráðherra Kynna ráðherra afleið- ingar niðurskurðar ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hyggst láta af störfum hjá Sony og er reiknað með að fyrirtækið tilkynni um afsögn hans í dag. Ólafur Jó- hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði kynnt Michael Schulhof, þáverandi forstjóra Sony í Bandaríkjunum, hug- leiðingar í þessa veru snemma á seinasta ári en setið áfram fyrir orð hans. Schulhof réði Ólaf Jóhann til starfa fyrir tíu árum. Ólafur segir Schul- hof í raun vera ástæðu þess að hann hafi verið hjá fyrirtækinu jafn- lengi og raun ber vitni. „Ég féllst á að vera áfram og koma Sony Electronic Publishing fram á við, uns Play- Station leikjatölvan væri komin á markað. Ég hugðist ljúka því verkefni, ráða menn sem ég treysti, meðal annars nýjan forstjóra, og taka síðan við stjórnarformennsku. Þetta gekk eftir en síðan hætti Schulhof í byijun desember og þó fóru málin áð stokkast upp,“ segir Ólafur Jóhann. Vill ekki í daglegan rekstur Margmiðlunarfyrirtæki Sony, Sony Electronic Publishing, sem Ólafur Jóhann hefur veitt forstöðu og tók þátt í að stofna árið 1991, veltir á þessu ári yfir einum millj- arði dollara. í byijun október vék Ólafur úr stöðu forstjóra og tók við stjórnarformennsku í fyrirtæk- inu og sæti í stjórn Sony í Banda- ríkjunum. Eftir afsögn Schulhof vildu japanskir stjórnendur fyrir- tækisins skipta Sony í Bandaríkj- unum í tvennt, í stað þess að vera í fjórum hlutum, og átti Ólafur að veita öðrum helmingnum forstöðu. Þetta hefði þýtt að að Ólafur færi aftur inn í daglegan rekstur, fyrst og fremst vegna þess hve yfir- stjórnin _er fámenn; að sögn Ólafs. „Þetta myndi þýða endalausa vinnu. Ég sagðist ætla að hugleiða hvort ég vildi gera þetta yfir jólin og tilkynnti það svo endanlega í sein- ustu viku að ég myndi hætta.“ Ólafur Jóhann segir að um jólin hafi full- trúar Sony komið hingað til lands til að reyna að telja honum hughvarf en ákvörð- unin hafi verið endan- leg. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hafa nokkur umfangsmikil bandarísk fjölmiðla- fyrirtæki á borð við Universal, Disney og Time-Warner kannað möguleikana á að fá Ólaf Jóhann til starfa, og sama máli gegnir um ónefnt útgáfufyrirtæki ytra og fjár- festingafyrirtæki. Aðspurður um þessi mál, kvaðst Ólafur Jóhann ekki hafa viljað ræða um nýjan starfsvettvang meðan hann væri enn í þjónustu Sony. Hann geti þó vart hugsað sér að fara út í dagleg- an rekstur hjá öðru fyrirtæki. Hann viðurkennir ennfremur að Schulhof hafi rætt við hann um að taka upp samstarf að nýju á öðrum vettvangi. „Við erum miklir mátar og það er líklegt að við munum allavega tala saman um þá hluti.“ STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur sendi frá sér ályktun í gærmorgun í framhaldi af umræðu um hug- myndir til lækkunar útgjalda, þar sem segir m.a. að stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir afleiðingum sparnaðaráforma og svara því hvort þau vilji að farið verði í þann niður- skurð sem við blasi. Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að hugmyndir stjómar séu trúnaðarmál að svo stöddu en þær verði kynntar ráðherra á morgun. „Þarna er verið að tala um sam- drátt í heilbrigðisþjónustunni og bent á að ekki aðeins við erum að vinna út frá fjárlögum til sparnað- ar, heldur einnig hitt aðalsjúkrahús landsins. Það hljóta að verða ein- hver áhrif af slíkum aðgerðum út í samfélagið," segir Kristín. Vantar 380 miiyónir „Fólk verður að átta sig á því að til þess að halda sambærilegum rekstri og var á þessum tveimur sjúkrahúsum, Borgarspítala og Landakoti, á seinasta ári, vantar okkur 380 milljónir í fjárlögin. Hver maður sér að þegar þessi upphæð er á milli 7% og 8% af rekstrar- kostnaði spítalans, hlýtur að verða að grípa til mjög mikilla aðgerða ef á að mæta kröfum fjárlaga. Það þarf að lækka kostnað mjög mikið og menn finna fyrir því á einhvern hátt þegar þarf að draga saman rekstrarkostnað um jafnvel 7-8%.“ Kristín segir sjálfsagt að heil- brigðisráðherra fái upplýsingar um hvemig stjórn Sjúkrahúss Reykja- víkur telji að verði að haga málum, til að mæta kröfum fjárlaga, og að stjórnin geri um leið ráðherra grein fyrir hvernig hún meti afleiðingarn- ar. „Stjórnendur hafa unnið mjög samviskusamlegá seinustu vikur í leit að leiðum til að mæta kröfum fjárlaga og við erum með ákveðnar leiðir sem við teljum að verði að fara, eigi að mæta þessum kröfum. Við viljum gera ráðherra grein fyr- ir í hverju þessar leiðir felast og hveijar afleiðingar þeirra em.“ Kristín kveðst ekki þora að spá fyrir um viðbrögð ráðherra, en í hans sporum teldi hún nauðsynlegt að fá meira fé til þessa málaflokks. „Við værum sæmilega sátt ef við fengjum sambærilegt rekstrarfé og við fengum í fyrra, því að við emm nú að glíma við stórt og mikið verk- efni, þ.e. að vinna úr sameiningu tveggja spítala.“ Svar þarf að fást í ályktuninni segir að stjórn SR samþykki að kynna þessar „Ieiðir fyrir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra og kanna viðbrögð hans. Svar þarf að fást frá ríkisvaldinu, meðal annars um framkvæmdafé til þeirra breytinga sem reiknað er með í fyrirliggjandi leiðum. Brýnast er þó að kynna yfirvöldum þær af- leiðingar sem sparnaðurinn hefur í för með sér, ekki síst I Ijósi þess að hitt aðalsjúkrahús landsins, Rík- isspítalar, undirbýr einnig sparn- aðaraðgerðir sem leiða til mikillar fækkunar sjúkrarúma. Áður en stjóm SR afgreiðir tillögur um að- gerðir verður að liggja fyrir hvort ríkisvaldið vill að farið verði í þann samdrátt í heilbrigðisþjónustunni sem hér blasir við. I því sambandi er mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld meti afleidd áhrif þeirra aðgerða sem hér er bent á, áður en til þeirra er gripið." Ólafur Jóhann Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.