Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAtíUR 23. JANÚAR 1996 53 4 i 4 i I 4 i i i i i i i i < i i i l I I BRÉF TIL BLAÐSINS Um mengun á Grundartanga og á Rás 2 Frá Jóni Sigurðssyni: ÞAÐ ER mikið hlustað á mas-rásir útvarpsstöðvanna, ekki síst á Rás 2. Þar gengur starfsfólk hart fram í að finna efni til flutnings, sem iðu- lega er áhugavert og vel fram reitt. Þeir, sem hlusta í alvöru eftir efni af þessu tagi, finna stundum tii- hneiginguna hjá útvarpsfólkinu að reyna að gera efnið meira spennandi en það er, með brögðum sem ein- hverjum gæti komið í bobba og helst að fá menn í einhvern opinberan hanaslag á vegum fjölmiðlanna og fyrir þeirra milligöngu. Stundum má eindregið í þeirri viðleitni merkja skoðanir og jafnvel fordóma útvarps- fólksins í efnistökum þess á málum. Við járnblendifélagsmenn lentum í þessari tegund af myllu á Rás 2 15. og 16. janúar. Fyrri daginn var útvarpað símaviðtali við ónafn- greindan starfsmann járnblendi- verksmiðjunnar, þar sem hann sagði frá rykmengun á sínum vinnustöðum í verksmiðjunni. Á eftir fór viðtal við vinnueftirlitsmann. Bæði voru þessi viðtöl greinargóð af hálfu við- mælendanna, en tilhneiging konunn- ar, sem viðtölin tók, með áréttingum, athugasemdum og leiðandi spurn- ingum, var ljós. Hún vildi fá efni í eitthvert uppistand milli starfs- manna og stjórnenda verksmiðjunn- ar eða við eftirlitið. í afkynningu starfsmannsins lét hún þess að auki getið, að starfsmaðurinn hafi ekki viljað koma fram undir nafni, með því að „þá óttast hann um starf sitt“. Næsta skrefið í viðleitni til að koma hanaslagnum á var, að út- varpskonan náði símasambandi við mig undirritaðan, þar sem ég var bundinn á fundi yfir öðru og ætlaði að fá mig til að ræða málið undirbún- ingslaust og að því er virðist án þess að ég vissi hvað um málið hefði verið sagt. Ég tók það ekki í mál, en lofaði viðtali næsta dag. Það við- tal var svo boðað ótal sinnum á Rás 2 þann dag og daginn eftir. Óheiðarleg vinnubrögð Tilraun var gerð til að taka þetta viðtal. Útvarpskonan hóf það með formála, sem var kynntur sem yfir- lit um helstu atriði viðtalanna, sem útvarpað var deginum fyrr, og spurði mig um viðbrögð mín. Mér var nokk- uð brugðið. Eg hafði sérstaklega hlustað á viðtölin ásamt mínum starfsmönnum og inngangur út- varpskonunnar var greinilega úr þeim viðtölum, sem hún vildi hafa tekið, en ekki úr þeim, sem raun- verulega fóru fram. Skoðun textans eftir á leiðir í ljós, að öll helstu ly- kilorðin, sem hún notaði í formál- ann, voru úr hennar eigin innskotum í viðtölin, en ekki úr texta viðmæ- lendanna. Þetta voru mjög óheiðarleg vinnu- brögð, ekki aðeins gagnvart mér, sem hafði búið mig undir að ræða þessi viðtöl efnislega, heldur ekki síður gagnvart fyrri viðmælendum konunnar, þegar hún afflutti þeirra málflutning, greinilega til að búa til ágreining við mig sem stjórnanda fyrirtækisins. Þar á ofan ætlaði kon- an að segja hlustendum ósatt um efni viðtalanna. Mín viðbrögð voru því að sjálfsögðu að lýsa þessum staðreyndum um framsetningu út- varpskonunnar, áður en ég sneri mér að efni málsins. Á daginn kom, að þessi sannleikur um vinnubrögð var ekki leyfilegur á Rás 2. Viðhorf útvarpskonunnar var einfalt. Hún átti að mega vaða yfir mig og minn starfsmann, búin til fótanna eins og hún kaus, en mér var ekki leyfilegt að nota útvarpið til að bera hönd fyrir mig og starfs- manninn. Fyrir bragðið varð ekkert af viðtalinu. Mengaðir fjölmiðlar Þessi saga er sögð til að vekja athygli á þessari óværu, að ég segi ekki mengun, í fjölmiðlun, því að dæmin éru fleiri. Þessi umgengni fjölmiðlafólks um annað fólk og um staðreyndir er óhafandi. Staðreyndirnar um mengun á Grundartanga, sem skipta máli í þessu sambandi, eru einfaldar. Framleiðsla á kísiljárni er óþrifa- iðnaður um allan heim og baráttan við mengun innanhúss og utan er sífelld. Þar verður engu „kippt í lag“, eins og útvarpskonan orðaði það í vanþekkingu sinni. Með þessari mengun hefur verið fylgst, bæði af hálfu opinberra aðila og fyrirtækisins sjálfs og þess eru þó nokkur dæmi, að ryk í lofti hafi mælst yfir settum mengunarmörk- um. Þess ber að geta í þessu sam- bandi, að mengunarmörk og hættu- mörk eru tvö ólík hugtök. Um þetta hefur farið fram opinská umræða í fyrirtækinu og allir eru um það sammála, að núverandi ástand, einkum í ofnhúsi, er ekki viðunandi. Þess vegna hefur mjög verulegt fjármagn verið tryggt til að bæta hér urn. Leit að leiðum til úrbóta með aðstoð erlendra sérfræð- inga stendur yfir, sem og val á nýj- um búnaði, sem ákveðið hefur verið að kaupa í þessu skyni. Þrennskonar ryk Rykið, sem við er að fást er aðal- lega þrenns konar, kísilryk, kísil- járnryk og kvartsryk. Af þessu er kvartsrykið hættulegt. Þótt mengun sé af og til mikil í ofnhúsi verksmiðj- unnar, er nánast ekkert af því kvartsryk, heldur kísilryk og kísil- járnryk. Það er til óþæginda, en ekki talið heilsuspillandi eins og kvartsryk sannanlega er. Forráðamenn verksmiðjunnar vænta þess, að það átak, sem nú er hafið muni næstu misseri bæta mikið vinnuumhverfið á staðnum. Allt þetta er í fullu samræmi við það, sem starfsmaður járnblendi- félagsins sagði á Rás 2 15. janúar. Á því viðhorfi starfsmannsins, sem útvarpskonan lýsti, að hann vildi ekki koma fram undir nafni vegna ótta um starf sitt, kunna hvorki stjórnendur né þeir trúnaðarmenn sem í hlut eiga, neina skýringu. Ákvæði kjarasamninga, starfs- mannahandbók fyrirtækisins, þar sem starfsmannastefna er skráð og sautján ára hefð í fyrirtækinu, mæl- ir allt gegn því, að nokkur starfs- maður þess eigi að hafa slíkt viðhorf. JÓN SIGURÐSSON, framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins. TÓNLEIKAR TON LISTARSKÓLAN S í REYKJAVÍK OG SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS I HASKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 25. JANÚAR KL. 20.00. EINLEIKARAPRÓF: ÁSA BRIEM, PÍANÓLEIKARI. EINAR JÓNSSON, BÁSÚNU- LEIKARI OG GÚSTAV SIGURÐSSON, KLARÍNETTULEIKARI. STJÓRNANDI: BERNHARÐUR WILKINSON, Miðaverð kr. 1.000 og kr. 500 fyrir nemendur og eldri borgara. Sala aðgöngumiða á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar íslands, Háskólabíói við Hagatorg, og við innganginn. Hafa skal það sem sannara reynist Frá Ragnari Fjalari Lárussyni: ÉG GET ekki lengur setið hjá án þess að stinga niður penna í sam- bandi við svonefnda Langholts- kirkju-deilu, þó að slíkt væri ekki ætlun mín. Ég þekki vel forsögu þessa máls, þar sem ég var sátta- semjari í því á síðasta ári og tókst eftir mikil fundahöld og sáttafundi að fá undirskriftir undir sáttargjörð í Langholtssöfnuði, allra þeirra sem hlut áttu að máli. Upp úr sauð svo að nýju rétt fyrir síðustu jól, svo sem alþjóð er kunnugt. Ég gaf biskupi skýrslu um afskipti mín af þessum deilum og taldi rétt að hann leitaði nýrra leiða þar sem sáttatilraunir virtust vonlausar eftir yfirlýsingum máls- aðila í fjölmiðlum að dæma. Biskup hafði eftir nýárið fund með kirkju- málaráðherra, Þorsteini Pálssyni, en hann hefir verið kirkjunni mjög vinveittur og var alls ekkert óeðli- legt við það að kynna honum málið og leita álits hans, þar sem sættir virtust ekki fyrir hendi. Síðan fékk biskup virtan lagaprófessor, Eirík Tómasson, til að kynna sér mála- vöxtu og gefa skýrslu til sín. Um þessa ákvörðun hefir verið deilt bæði af lærðum og leikum, og er slík ádeila sem biskup hefir orð- ið fyrir vegna þess með öllu óskilj- anleg og ekki sæmandi skynsömum og velviljuðum mönnum. Fremur dettur manni í, hug að það sé gert til að koma höggi á biskup, en það get ég fullyrt að hann hefír aldrei gert annað í þessu máli en að reyna að leysa það farsællega, deiluaðilum og kirkjunni til sem minnsts vansa. Tilefni þessara skrifa er grein sem kom í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins undir nafninu Af sjónar- hóli leikmanns eftir Þorstein Sig- laugsson. í greininni er marghátt- aðan misskilning og rangfærslur að finna. M.a. segir þar: „Afskipti biskups magna deiluna. Milli jóla og nýárs lýsti biskup í fjölmiðlum þeirri ætlan sinni að ganga til ráð- herra og fá hann til að skipa nefnd er rannsaka ætti prestinn þar.“ Þetta er rangt. Það var ekki presturinn einn sem átti að rann- saka, eins og greinarhöfundur orðar það, heldur skyldi reynt að gera sér grein fyrir stöðu mála, hjá presti, organista, kirkjukór, sóknarnefnd og starfsfólki kirkjunnat. Engum sérstökum rannsóknum skyldi beint gegn prestinum. Þetta hefir biskup allt útskýrt í fjölmiðlum, en það virðist vera ýmislegt sem menn vilja ekki heyra og vilja ekki skilja. Síð- ar í sömu grein segir: „Biskup lét ekki nægja að reyna að koma höggi á prestinn með yfirlýsingu um lé- lega kirkjusókn. Nei, hann gekk lengra og hótaði brottrekstri.“ Þetta eru rakalaus ósannindi sem höfundi greinarinnar eru ekki sæmandi að láta frá sér fara. Biskup hefír ekk- ert vald til þess að reka sóknar- prest, sem ekki hefir af sér brotið, það veit hann vel og hefir margsinn- is lýst því yfir. „Þetta dugði þó ekki biskupi heldur hefir hann að auki ráðist með fáheyrðum dóna- skap að formanni prestafélagsins.“ Það má um það deilda hvor hafi ráðist á hvom, en víst er um það, að formaður prestafélagsins hóf aðfínnslur sínar við biskup í fjöl- miðlum milli jóla og nýárs og af fullum þunga þegar eftir nýárið og biskup hlaut að svara þeim. Ég vísa því öllu umtali um „fá- heyrðan dónaskap biskups" heim til föðurhúsanna og sé einhver dóni í þessu máli þá er það greinarhöf- undur sjálfur. í lok máls síns segir hann: „Oll framganga biskups í þessu máli er með ólíkindum og hæfir ekki æðsta manni kirkjunnar. Ég hvet því biskup til að íhuga þann vanda sem hann hefir komið sjálfum sér og kirkjunni í.“ Ég vísa þessum orðum einnig til föðurhúsanna. Þetta eru órökstudd- ar dylgjur og ósannindi. Biskup ís- lands, hr. Ólafur Skúlason, liefir í þessu viðkvæma máli gert það sem í hans valdi hefír staðið til að leysa það farsællega og hann hefur leitt íslensku kirkjuna á erfiðum og umbrotasömum tímum með miklum myndarbrag. Eigi einhveijir að biðjast afsök- unar á skrifum eða umræðum um þessa deilu þá eru það þeir, sem ráðist hafa á biskup íslands að ósekju. RAGNAR FJALAR LÁRUSSON, prófastur. Rosenthal _ þegnr K<wllir gi°f Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Verð við cillra hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. ___ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Þriðjudagstilboð Kuidaskór - Verð 2.995 Verð: ádurýjmí Verð: áðurJ^S" Verð: áðurýJ>9S' Tegund: 7621. Stærðir: 36-42. Litur: Brúnn. Efni: Leður. Tegund: Rockstone. Stærðir: 28-39. Litur: Svartur. Efni: Leður. Tegund: Freeway. Stærðir: 36-41. Litur: Svartur. Efni: Leður. STEINAR WAAGE / STEINAR WAAGE/ SKOVERSLUN SÍMI568 9212 ' SKÓVERSLUN / / SIMI 551 8519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.