Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 FRÉTTIR MENN lenda víðar út á Guð og gaddinn en á íslandi... Heilbrigðisstofnun sjófarenda Talsmenn sjómannasam- taka styðja hugmyndina FORMENN Sjómannasambands íslands og Vélstjórafélags íslands styðja hugmyndir um heilbrigðis- stofnun sjófarenda sem læknarnir Brynjólfur Mogensen og Sigurður Á. Kristinsson hafa sett fram. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að sambandið sé reiðubúið að koma að þessu máli og sé jákvætt gagn- vart því að hugmyndinni verði hrundið í framkvæmd. „Ég velti því þó fyrir mér hvaða rök séu að baki því að hagsmuna- aðilar greiði kostnað af heilbrigðis- stofnuninni. Ég næ ekki alveg samhenginu í því hvers vegna sjó- menn eigi frekar að greiða fyrir heilbrigðisþjónustna en aðrar stétt- ir. Mér finnst að það hljóti að vera á verksviði þjóðarinnar að tryggja þessum mönnum svipaða aðkomu að heilbrigðismálum eins og öðrum stéttum," sagði Sævar. Hann sagði að enn skorti mikið á að hagsmunaðilum hafi verið kynntar þessar hugmyndir. Þó kvaðst hann fullviss um að með aukinni menntun sjófarenda, meiri upplýsingum og með ítarlegri skráningu megi ná fram sparnaði á þessu sviði. „Ef slysin eru skráð nákvæmar og jafnframt sé skráð hvernig slys- in verði þá er það besta leiðin til þess að fyrirbyggja það að annað eins slys gerist aftur,“ sagði Sæv- ar. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, segir að hann styðji framkomnar hugmyndir um heilbrigðisstofnun sjófarenda. „Málið snýst um það að þetta er á mörgum höndum í dag og ég segi fyrir mitt leyti að slík starf- semi ætti að vera undir einum hatti,“ sagði Helgi. Hann kveðst hins vegar mótfall- inn því að hagsmunaaðiiar standi undir rekstri stofnunarinnar. „Rík- ið greiðir sjúkrakostnað annarra á íslandi í dag og óeðlilegt væri að velta kostnaðinum aðeins yfir þessa stétt manna.“ Kristján Ragnarsson um greiðslur í slysatryggingasjóð Tryggingastofnun færi bókhald samkvæmt lögum „ÞAÐ KEMUR mér mjög á óvart þegar íjarmálaráðherra kveðst ekki taka tillit til ríkisendurskoð- unar og kallar ríkisendurskoðanda sérvitring. Ríkisendurskoðandi tel- ur að þessir ijármunir, 1.373 millj- ónir króna, séu í eigu atvinnulífsins og byggir það á lögum frá 1993. Fjármálaráðherra getur ekki skot- ið sér undan því að ríkisendurskoð- andi geri kröfur um að Trygginga- stofnun færi bókhald samkvæmt gildandi lögum," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Frið- rik Sophusson, fjármálaráðherra, sagði í Morgunblaðinu sl. föstudag að það sem Kristján telji vera inn- eign atvinnulífsins vegna ofgreidds tryggingagjalds vegna lífeyris- og slysatrygginga sé talnaleikur út í bláinn. Kristján segir að niðurstaða rík- isendurskoðanda undirstriki það að ekkert tilefni sé til þess að afla nýrra tekna í sjóð sem í eru 1.373 milljónir króna. „í lögum frá 1973 segir að Tryggingastofnun skuli gera áætl- un um gjöld slysatryggingadeildar og deildin skuli hafa tekjur, í sam- ræmi við þá áætlun, af þessu tryggingagjaldi. Út úr því hefur hins vegar komið umtalsverður hagnaður sem í árslok 1994 var kominn upp í 1.373 milljónir kr. Ef fjármálaráðherra ætlar svo að afla nýrra tekna í þennan sjóð með nýjum álögum þá munum við láta á það reyna. Miðað við reiknings- skil ríkisendurskoðunar er alveg ljóst í eigu hverra þessir fjármunir eru,“ sagði Kristján. Kristján benti á að atvinnu- leysistryggingarsjóður hefði verið stofnaður með lögum 1955. „Þá varð að samkomulagi að ríkið borgaði helminginn inn í sjóðinn, sveitarfélögin fjórðung og at- vinnureksturinn fjórðung. Þessu samkomulagi hefur ekki verið breytt. Nú á sér stað endurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar og þar hefur ekki orðið samkomu- lag um að atvinnureksturinn eigi að borga ailar tekjur atvinnuleysis- tryggingarsjóðs. Þegar hann held- ur því fram að atvinnureksturinn hafi fengið meira út úr atvinnu- leysistryggingarsjóði en honum bar þá er það bara talnaleikur út í bláinn, svo ég noti orð hans sjálfs,“ sagði Kristján. MORGUNBLAÐIÐ Abendingar ríkisendurskoðanda Kerfið opnara en áður var Sigurður Þórðarson A THUGASEMDIR JLl Ríkisendurskoð- anda í skýrslu til Alþingis hafa verið mikið til umræðu að undanförnu. Þar kemur margt fróðlegt fram um stjórnsýsluna. Hlýtur að vakna sú spurn- ing í hve ríkum mæli sé tekið tillit til athugasemda Ríkisendurskoðunar og farið eftir ábendingum. Með þá spurningu á vörun- um var gengið á fund Sig- urðar Þórðarsonar ríkis- endurskoðanda. „Segja má að þessar at- hugasemdir séu í meginatr- iðum tvíþættar,“ svaraði hann. „Annars vegar enj þær tæknilegar, athuga- semdir sem varða bókhald og umhirðu með bókhalds- skjölum og fjárreiðum. Þar heid ég að menn taki tillit til þess- ara athugasemda sem við gerum. Þegar horft er á þennan þátt í opinbera kerfinu koma auðvitað að því fjölmargir. Hópur þessa fólks hefur ekki fengið neina sér- menntun á þessu sviði. Meðan leið- beiningar og fræðsla eru ekki betri en nú er, verða menn að átta sig á að hlutirnir eru kannski ekki eins og þeir ættu að vera. Við höfum viljað taka þessar stofnanir til djúprar endurskoð- unar á þriggja ára fresti og erum að ljúka því. Höfum tekið fyrir allar stofnanirnar og endurskoðað þar nokkuð vel að okkar mati. Þegar við förum að endurskoða þær aftur, ættum við að geta séð hvernig hefur til tekist. Einmitt nú ætlum við að líta á þennan þátt og meta hvernig hefur verið farið eftir þeim athugasemdum sem við höfum verið að gera.“ Og hinn þátturínn? „Hitt meginatriðið er að við erum að gera athugasemdir um ráðstöfun á íjármunum ríkisins og þar getur mönnum auðvitað sýnst sitt hvað. Þá erum við fyrst og fremst að meta hvort menn hafi haft heimildir fyrir því sem þeir hafa verið að gera og hvort þeir hafi ráðstafað þessum fjár- munum eins og við teljum skyn- samlegt og best nýtist fyrir skatt- greiðendur þessa lands. Þær at- hugasemdir höfum við sett fram í endurskoðunarskýrslum okkar, sem eru sendar til Alþingis. Þar hefi ég auðvitað sett fram þær skoðanir mínar að skort hafi á eitthvert verklag innan þingsins, þar sem tekið hafi verið á þessum málum, fjallað um þau og Alþingi sjálft ályktað." Að vanti fyrírmæli eða hvað? „Að það vanti eftirrekstur Al- þingis í þessum efnum. Það mál hefur verið og er enn til umijöll- unar í forsætisnefnd þingsins. Nú eru yfir- skoðunarmenn hættir störfum með þeirri skipan sem verið hef- ur. Síðasti reikningur- inn fyrir 1994 er í endurskoðun. Þessvegna er framtíðarskipan mála um umfjöllun á skýrslum Ríkisendurskoðunar núna til með- höndlunar hjá forsætisnefndinni." Er þetta þá alveg í lausu lofti? „Það er ekki komin nein skipan á þessi mál. Skýrslurnar hafa farið inn í Alþingi og til nefnda þar. Má segja að ekki hafi nema 1 -2 svona skýrslur fengið umljöll- un og ályktanir í nefndum. Fle- stallar hafa komið til umræðu í nefndum, en án niðurstöðu. Víða erlendis eru í þessu hefðir. Þar fá skýrslurnar tilteknar nefndir ►Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi er löggiltur endurskoðandi. Hann er Hafn- firðingur. Byrjaði sín störf hjá Skýrsluvélum ríkisins, vann svo hjá Loftleiðum í tölvumál- um og var í tvö ár hjá IBM í Danmörku. 1973 kom hann svo inn í stjórnsýsluna hjá Ríkis- endurskoðun. Frá 1981 vann hann í fjármálaráðuneytinu, eftir 1983 skrifstofustjóri. 1987 flutti Sigurður sig aftur til Rík- isendurskoðunar, þá sem vara- endurskoðandi, þar til hann á árinu 1992 var skipaður ríkis- endurskoðandi. Kona Sigurðar er Hinrika Halldórsdóttir bankastarfs- maður og eiga þau þrjú upp- komin börn. eða nefndir sérstaklega skipaðar í þinginu til að fj'alla um þetta og afgreiða þær með ályktunum. Ég held að það mundi styrkja starf Ríkisendurskoðunar.“ Hafa komið nokkur viðbrögð við skýrslunni sem mest er í aI- mennri umræðu í fjölmiðlum? „Nei, enda ekki kominn tími á það, því Alþingi hefur ekki komið saman. Fjárlaganefnd tekur þessa skýrslu til skoðunar stax og þing kemur saman. Þegar Rík- isendurskoðun var sett undir Al- þingi var henni gert að gera grein fyrir sínum störfum til þingsins í skýrsluformi. Þær upplýsingar sem þar koma fram eru auðvitað opinberar. Með því var verið að opna þetta kerfi. “ Ekki kvarar Sigurður undan umfjöllun fjölmiðla. „Auðvitað er feiknamikið efni í þessari skýrslu, sem hlýtur að vekja athygli. Ég tel að sú umíjöllun sem þessi mál fá í ljölmiðlum, burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa, veiti geipimikið aðhald inn í þetta kerfi. / hvað eruð þið að fara núna? „Við erum að bytja nýtt ár og förum í að endurskoða ríkis- reikninginn frá 1995. Þá erum við í rauninni að Ijúka þessari þriggja ára skoðun. í skýrslunni með ríkisreikningi 1994 má segja að sé dálítið sérstakt verkefni. Við tókum öll ráðuneytin og skoð- uðum þar tiltekna þætti og á sama tíma. Við hugsum okkur að gera meira af því að taka samskonar rekstrareiningar og skoða þær á sama tíma til að gera samanburð milli aðila. Ég held að þar séu upplýsingar sem eru mjög þarfar í þessu dæmi og gefa góða mynd af stjórnsýslunni hvað varðar fjárhagsráðstöfun.“ Vantar eftirrekstur Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.