Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Arafat sigraði með yfirburðum í leiðtogakjöri Gaza, Jerúsalem. Reuter. FYRSTU kosningar á svæðum Palestínumanna, Gaza og Vesturbakkanum, til 88 manna löggjafarráðs fóru fram á laugardag. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sigraði með yfirburð- um leiðtogakjöri og samtök hans fengu öflugan meiri- hluta í löggjafarráðinu. Samkvæmt bráðabirgða- YASSER Arafat fagnar sigri á laugardag. þrír sjálfstæðir frambjóð- endur úr röðum helstu and- stæðinga Arafats, heittrú- arsamtakanna Hamas, í ráðið. Hamas bauð að öðru leyti ekki fram í kosningun- um og hvatti lengst af al- menning til að hundsa þær. Um 600 eftirlitsmenn tölum hlaut Arafat 88,1% í kosning- um til leiðtogaembættis, lítt kunn kona, Samiha Khalil, fékk 9,3% og ógild atkvæði voru 2,6%. Titill Ara- fats verður raís eða leiðtogi Palest- ínumanna. ísraelar sættu sig ekki við að kjörinn yrði forseti Palestínu- ríkis þar sem þá væru þeir í reynd að samþykkja stofnun þess með formlegum hætti. Einn af helstu samningamönnum Palestínumanna í friðarviðræðunum við ísraela, Ma- hmoud Abbas, öðru nafni Abu Maz- en, sagðist í gær halda að hægt yrði að stofna ríki Palestínumanna áður en þriggja ára kjörtímabil ný- kjörins löggjafarráðs rynni út. Fatah, hreyfing Arafats, hreppti um 60 af 88 sætum í löggjafarráðinu en öflugir stjórnarandstæðingar eða sjálfstæðir frambjóðendur náðu kjöri. Nefna má Hanan Ashrawi, fyrrver- andi talsmann samninganefndar Frelsisamtaka Palestínu, PLO, í frið- arviðræðunum og Haidar Abdel- Shafi, sem var formaður samninga- nefndarinnar. í Gaza-börg komust Erlendir eftirlitsmenn voru um 600, þ. á m. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti. Sögðu þeir flestir að kosning- arnar hefðu að mestu farið vel og lýðræðislega fram en í nokkrum til- vikum hefðu komið upp vandamál. Ljóst er að ýmsir andstæðingar Ara- fats áttu erfitt uppdráttar, fengu t.d. ekki sama aðgang að fjölmiðlum og valdhafarnir. Einnig benti Hamas á að Palestínumenn sem ekki eru búsettir á hernumdu svæðunum hefðu ekki haft kosningarétt. ísraelskir mannréttindasinnar sögðu að lögfræðingur, sem mót- mælti meintum kosningasvikum í Hebron hefði verið handtekinn. Bróðir mannsins var í framboði í kosningunum. Embættismenn Pal- estínumanna sögðu lögfræðinginn hafa hvatt til spellvirkja. ísraelskir ráðamenn sögðu að úr- slitin sýndu almennan stuðning Pal- estínumanna við friðarsamningana. Shimon Peres forsætisráðherra hringdi í Arafat er úrslit í.leiðtoga- kjörinu voru ljós og óskaði honum til hamingju. Ný ríkisstjórn tekur við í Grikklandi Áhersla á endumýj- un og framtíðina Aþenu. Reuter. RÍKISSTJÓRN Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, tók við völdum í gær. Grísk stjórn- völd hafa verið nær lömuð undan- farna mánuði vegna veikinda Andreas Papandreou, fráfarandi forsætisráðherra, og verða meg- inverkefni nýju stjórnarinnar að koma efriahagslífinu í gang á ný og gera Grikki virka innan Evr- ópusambandsins, ESB. Simitis er 59 ára gamall lög- fræðing og hagfræðingur. í ríkis- stjórninni eiga sæti jafnt eldri og reyndari menn innan Sósíalista- flokksins (PASOK) er áður hafa gegnt ráðherraembætti og yngri menn sem leggja mikla áherslu á umbætur í grísku þjóðlífi og stjórnmálum. Óbreytt stjórn efnahagsmála Yannos Papandoniou gegnir áfram embætti efnahagsmálaráð- herra og Alexandros Papadopoul- os embætti fjármálaráðherra en þeim er þakkaður sá mikli árang- ur er náðst hefur í baráttunni við verðbólgu. Verðbólga er nú komin innan við 10% í fyrsta skipti frá árinu 1973. Það að þeir halda embættum sínum er talið til marks um að Simitis hyggist leggja áherslu á aðhaldsstefnu í efnahagsmálum og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Simitis sagði á fundi með blaðamönnum eftir að stjórn hans tók við að hún markaði upphaf nýs ferlis er myndi færa Grikkland inn á 21. öldina. Ríkis- stjórnin myndi funda einu sinni í viku og tók forsætisráðherrann fram að hann væri þeirrar skoð- unar að Grikkir væru orðnir þreyttir á að bíða. Því yrði að grípa til aðgerða ef PASÖK ætti að geta unnið kosningasigur á ný á næsta ári. Breyttar áherslur „Þetta verður stjórn sem mun leggja hart að sér,“ sagði Simit- is. Hann hrósaði Papandreou en gerði þó jafnframt ljóst að hann myndi breyta um áherslur. Pap- andreou var talinn nokkuð einráður við stjórn landsjns, hann hélt sjaldan ríkisstjórnarfundi og lagði traust sitt á fáa nána ráð- gjafa og samstarfsmenn, þeirra á meðal eiginkonu sína Dimitra Liani. Þá vakti það athygli að enginn af nánustu stuðningsmönnum Papandreous heldur stöðu sinni í stjórninni. Meðal þeirra sem fara úr stjórninni eru Karolos Papoul- ias utanríkisráðherra og Antonis Livanis og George Katsifaras. Umdeildur utanríkisráðherra Nýr utanríkisráðherra Grikk- lands er Theodor Pangalos sem áður var Evrópuráðherra. Hefur skipan hans í embætti vakið upp blendin viðbrögð meðal annarra Evrópusambandsríkja enda móðgaði Pangalos jafnt ítali sem Þjóðveija er Grikkir fóru með formennsku í ráðherraráðinu á síðasta ári. Þá hefur ráðuneytum iðnaðar, viðskipta og ferðamála verið steypt saman í risavaxið þróunar- ráðuneytis undir stjórn Vasso Papandreou, sem setið hefur í framkvæmdastjórn ESB fyrir hönd Grikkja. Hélstu keppinautar Simitis um leiðtogaembættið í Pasok, þeir Gerassimos Arsenis og Akis Tso- hatzopoulos, gegna áfram emb- ættum varnar- og innanríkismála. Simitis mun gera frekar grein fyrir stjórnarstefnunni í þriggja daga þingumræðum er hefjast á mánudag í næstu viku en að henni lokinni verða greidd atkvæði um stjórnina. ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 í glæsilegri '96 árgerðinni frá ARCTIC CAT er að finna fjölda athyglisverðra nýjunga sem allir áhugamenn um vélsleða kunna að meta. Dæmi um verð Teg.: Phanther Liquid .......... Bearcat 550 Widetrack .... EXT 580 EFI .............. Pantera .................. ZRT600 ................... Wildcat EFI Touring ...... Thundercat ............... Stgr.verð 758.000 849.000 839.000 897.000 929.000 997.000 1.098.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.