Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Arafat sigraði með yfirburðum í leiðtogakjöri Gaza, Jerúsalem. Reuter. FYRSTU kosningar á svæðum Palestínumanna, Gaza og Vesturbakkanum, til 88 manna löggjafarráðs fóru fram á laugardag. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sigraði með yfirburð- um leiðtogakjöri og samtök hans fengu öflugan meiri- hluta í löggjafarráðinu. Samkvæmt bráðabirgða- YASSER Arafat fagnar sigri á laugardag. þrír sjálfstæðir frambjóð- endur úr röðum helstu and- stæðinga Arafats, heittrú- arsamtakanna Hamas, í ráðið. Hamas bauð að öðru leyti ekki fram í kosningun- um og hvatti lengst af al- menning til að hundsa þær. Um 600 eftirlitsmenn tölum hlaut Arafat 88,1% í kosning- um til leiðtogaembættis, lítt kunn kona, Samiha Khalil, fékk 9,3% og ógild atkvæði voru 2,6%. Titill Ara- fats verður raís eða leiðtogi Palest- ínumanna. ísraelar sættu sig ekki við að kjörinn yrði forseti Palestínu- ríkis þar sem þá væru þeir í reynd að samþykkja stofnun þess með formlegum hætti. Einn af helstu samningamönnum Palestínumanna í friðarviðræðunum við ísraela, Ma- hmoud Abbas, öðru nafni Abu Maz- en, sagðist í gær halda að hægt yrði að stofna ríki Palestínumanna áður en þriggja ára kjörtímabil ný- kjörins löggjafarráðs rynni út. Fatah, hreyfing Arafats, hreppti um 60 af 88 sætum í löggjafarráðinu en öflugir stjórnarandstæðingar eða sjálfstæðir frambjóðendur náðu kjöri. Nefna má Hanan Ashrawi, fyrrver- andi talsmann samninganefndar Frelsisamtaka Palestínu, PLO, í frið- arviðræðunum og Haidar Abdel- Shafi, sem var formaður samninga- nefndarinnar. í Gaza-börg komust Erlendir eftirlitsmenn voru um 600, þ. á m. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti. Sögðu þeir flestir að kosning- arnar hefðu að mestu farið vel og lýðræðislega fram en í nokkrum til- vikum hefðu komið upp vandamál. Ljóst er að ýmsir andstæðingar Ara- fats áttu erfitt uppdráttar, fengu t.d. ekki sama aðgang að fjölmiðlum og valdhafarnir. Einnig benti Hamas á að Palestínumenn sem ekki eru búsettir á hernumdu svæðunum hefðu ekki haft kosningarétt. ísraelskir mannréttindasinnar sögðu að lögfræðingur, sem mót- mælti meintum kosningasvikum í Hebron hefði verið handtekinn. Bróðir mannsins var í framboði í kosningunum. Embættismenn Pal- estínumanna sögðu lögfræðinginn hafa hvatt til spellvirkja. ísraelskir ráðamenn sögðu að úr- slitin sýndu almennan stuðning Pal- estínumanna við friðarsamningana. Shimon Peres forsætisráðherra hringdi í Arafat er úrslit í.leiðtoga- kjörinu voru ljós og óskaði honum til hamingju. Ný ríkisstjórn tekur við í Grikklandi Áhersla á endumýj- un og framtíðina Aþenu. Reuter. RÍKISSTJÓRN Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, tók við völdum í gær. Grísk stjórn- völd hafa verið nær lömuð undan- farna mánuði vegna veikinda Andreas Papandreou, fráfarandi forsætisráðherra, og verða meg- inverkefni nýju stjórnarinnar að koma efriahagslífinu í gang á ný og gera Grikki virka innan Evr- ópusambandsins, ESB. Simitis er 59 ára gamall lög- fræðing og hagfræðingur. í ríkis- stjórninni eiga sæti jafnt eldri og reyndari menn innan Sósíalista- flokksins (PASOK) er áður hafa gegnt ráðherraembætti og yngri menn sem leggja mikla áherslu á umbætur í grísku þjóðlífi og stjórnmálum. Óbreytt stjórn efnahagsmála Yannos Papandoniou gegnir áfram embætti efnahagsmálaráð- herra og Alexandros Papadopoul- os embætti fjármálaráðherra en þeim er þakkaður sá mikli árang- ur er náðst hefur í baráttunni við verðbólgu. Verðbólga er nú komin innan við 10% í fyrsta skipti frá árinu 1973. Það að þeir halda embættum sínum er talið til marks um að Simitis hyggist leggja áherslu á aðhaldsstefnu í efnahagsmálum og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Simitis sagði á fundi með blaðamönnum eftir að stjórn hans tók við að hún markaði upphaf nýs ferlis er myndi færa Grikkland inn á 21. öldina. Ríkis- stjórnin myndi funda einu sinni í viku og tók forsætisráðherrann fram að hann væri þeirrar skoð- unar að Grikkir væru orðnir þreyttir á að bíða. Því yrði að grípa til aðgerða ef PASÖK ætti að geta unnið kosningasigur á ný á næsta ári. Breyttar áherslur „Þetta verður stjórn sem mun leggja hart að sér,“ sagði Simit- is. Hann hrósaði Papandreou en gerði þó jafnframt ljóst að hann myndi breyta um áherslur. Pap- andreou var talinn nokkuð einráður við stjórn landsjns, hann hélt sjaldan ríkisstjórnarfundi og lagði traust sitt á fáa nána ráð- gjafa og samstarfsmenn, þeirra á meðal eiginkonu sína Dimitra Liani. Þá vakti það athygli að enginn af nánustu stuðningsmönnum Papandreous heldur stöðu sinni í stjórninni. Meðal þeirra sem fara úr stjórninni eru Karolos Papoul- ias utanríkisráðherra og Antonis Livanis og George Katsifaras. Umdeildur utanríkisráðherra Nýr utanríkisráðherra Grikk- lands er Theodor Pangalos sem áður var Evrópuráðherra. Hefur skipan hans í embætti vakið upp blendin viðbrögð meðal annarra Evrópusambandsríkja enda móðgaði Pangalos jafnt ítali sem Þjóðveija er Grikkir fóru með formennsku í ráðherraráðinu á síðasta ári. Þá hefur ráðuneytum iðnaðar, viðskipta og ferðamála verið steypt saman í risavaxið þróunar- ráðuneytis undir stjórn Vasso Papandreou, sem setið hefur í framkvæmdastjórn ESB fyrir hönd Grikkja. Hélstu keppinautar Simitis um leiðtogaembættið í Pasok, þeir Gerassimos Arsenis og Akis Tso- hatzopoulos, gegna áfram emb- ættum varnar- og innanríkismála. Simitis mun gera frekar grein fyrir stjórnarstefnunni í þriggja daga þingumræðum er hefjast á mánudag í næstu viku en að henni lokinni verða greidd atkvæði um stjórnina. ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 í glæsilegri '96 árgerðinni frá ARCTIC CAT er að finna fjölda athyglisverðra nýjunga sem allir áhugamenn um vélsleða kunna að meta. Dæmi um verð Teg.: Phanther Liquid .......... Bearcat 550 Widetrack .... EXT 580 EFI .............. Pantera .................. ZRT600 ................... Wildcat EFI Touring ...... Thundercat ............... Stgr.verð 758.000 849.000 839.000 897.000 929.000 997.000 1.098.000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.