Morgunblaðið - 24.01.1996, Page 2

Morgunblaðið - 24.01.1996, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegurinn í heild rekinn með 4,5% hagnaði af tekjum Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag Miklir erfiðleikar eru enn í botnfiskvinnslu Þjóðvaki vill ræða samvinnu AFKOMA sjávarútvegsins í heild er með allra bezta móti samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar á rekstrar- skilyrðum nú í upphafi árs. Hagnað- ur í heild er metinn 4,5% af tekjum, sem er töluverður bati frá því í ágúst, er hagnaðurinn var metinn 2%. Rækjuveiðar og -vinnsla skila 22% hagnaði og veiðar og vinnsla á loðnu 26%. Botnfiskvinnslan er hins vegar rekin með 6,5% tapi að meðaltali. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra og Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslu- stöðva, segja báðir að þessi niður- staða staðfesti mikla erfíðleika í botnfiskvinnslu. Þorsteinn segir að það sé greinarinnar sjálfrar að leysa þann vanda. „Þetta staðfestir það sem Samtök fiskvinnslustöðva héldu fram fyrr á þessu ári, að miklir erfiðleikar væm Einmimatíð fyrir gróður- snyrtingu ÞESSI vélvæddi runnasnyrtir var vígalegur fyrir utan Borgarleik- húsið í gær, en að sögn Steinþórs Einarssonar skrúðgarðyrkju- meistara viðrar nú vel til að snyrta runna, limgerði og tré. „Nú er allur gróður í dvala þannig að aðstæður eru eins hentugar og hugsast getur, auk þess sem veðr- áttan hefur verið með ágætum. Þessi árstími er líka hentugur fyr- ir garðyrlgumenn, því að lítið ann- að er að gera,“ segir hann. Garðyrkjuskóli ríksins plantaði nokkur hundruð trjám 11. janúar sl., sem er mjög óvenjulegt á þess- um árstima, að sögn Steinþórs. Hann segir vinnu við snyrtingu gróðurs að hefjast, og fari hún vaxandi með birtunni. „Það er ein- munatíð og eflaust má meðal ann- ars skýra heldur minna atvinnu- leysi með tíðarfari, því að það er hægt að vinna úti. Þetta er allt annað en í fyrra, þegar ég skrif- aði í dagbókina 14. mars að loks væri byrjað að hlána, og menn þurftu lengi vel að moka snjó frá trjám og runnum til að komast að þeim.“ Sjálfstæðisflokkur Dagsetning landsfundar enn óákveðin FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálf- stæðisflokksins hefur verið falið að leggja fram tillögu um hvenær lands- fundur flokksins verður haldinn á þessu ári, en fundinum var frestað á síðasta ári vegna snjóflóðsins á Flat- eyri. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra flokksins, var ákveðið á fundi miðstjórnar um síð- ustu helgi að feia framkvæmdastjóm- inni að leggja til nýjan fundartíma. Þegar landsfundinum var frestað í haust var miðað við að hann yrði haldinn í vor. Innan flokksins mun nú hafa verið rætt hvort rétt sé að fresta fundinum fram á næsta haust, vegna forsetakosninganna sem fara fram í júní. JÓHANNA Sigurðardóttir, for- maður Þjóðvaka, segir að flokkur hennar vilji láta verkin tala og láta á það reyna hvort grundvöllur sé fyrir samstarfí og sameiningu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Þjóðvaka. Hún fagni frum- kvæði Alþýðuflokksins í þessu máli. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, kveðst ánægður með afstöðu Þjóðvaka og býst við að viðræður hefjist á næstunni. Jóhanna segir að flokkur henn- ar vilji viðræður við Alþýðuflokk- inn um samstarf á þingi og að hún telji eðlilegt að Alþýðubandalagið komi einnig inn í myndina. „Sú hugmynd hefur m.a. komið upp, að þingflokkarnir starfí saman, en haldi sjálfstæði sínu. Vinna verður að þessu með jákvæðu hugarfari, því mikill vilji er innan flokkanna til samstarfs og hugsanlegrar sameiningar,“ segir Jóhanna. Jón Baldvin lýsti því yfír í sam- tali við Alþýðublaðið í síðustu viku að samstarf við þingmenn Þjóð- vaka hefði gengið ágætlega og málefnaleg samstaða væri með þeim í ýmsum stórmálum. Hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir sameinuðu krafta sína á þingi. Viðræður við Alþýðubandalag annað mál „í viðtalinu við mig, sem var upphaf þessa máls, sagði ég að fyrsta skrefið ætti að vera að sam- eina þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka," sagði Jón Baldvin, þeg- ar hann var inntur eftir því hvort hugmyndir hans og Jóhönnu um samstarf færu saman. Aðspurður hvort hann vildi einnig viðræður við Alþýðubanda- lag sagði Jón Baldvin, að hann hefði orðað það svo í viðtalinu, að samkvæmt yfirlýsingum Alþýðu- flokks og Þjóðvaka væri markmið beggja flokka að sameina jafnað- armenn og málefnaleg samstaða væri mikil. Viðræður við Alþýðu- bandalagið væru annað mál, en hann útilokaði ekki slíkar viðræð- ur. í botnfískvinnslunni, þótt þessar tölur sýni mun minni halla en þá var verið að tala um. Á hinn bóginn er ljóst að afkoma sjávarútvegsins í heild er mjög góð og með allra bezta móti í mörg ár. Þess vegna er ljóst að mismunandi afkorna ein- stakra greina innan sjávarútvegsins er verkefni greinarinnar sjálfrar," segir Þorsteinn Pálsson. Fiskveiðistefnan hefur nýtzt til meiri hagræðingar „Þetta sýnir að sú efnahags- stefna, sem fylgt hefur verið, hefur styrkt samkeppnisstöðu útflutn- ingsatvinnuveganna. Fiskveiði- stefnan hefur nýtzt sjávarútvegin- um til að ná fram meiri hagræðingu og árangri í rekstri. Það er líka ljóst að þrátt fyrir miklar þrengingar í þorskveiðum, hefur rækjuveiðin aukizt og loðnuveiðar og vinnsla á loðnuafurðum gengið mjög vel. Þeir tveir þættir bera uppi þennan heild- arhagnað í greininni," segir Þor- steinn ennfremur. „Þessi niðurstaða Þjóðhagsstofn- unar staðfestir útreikninga Samtaka fiskvinnslustöðva frá því í nóvember og janúar um versnandi afkomu í botnfiskvinnslu," segir Arnar Sigur- mundsson, formaður SF. Hann segir að þá sé tekið tillit til þess að Þjóð- hagsstofnun geri ráð fyrir því í sín- um útreikningum að afkoma í síldar- frystingu á vertíðinni sem nú sé að ljúka, loðnufrystingu í vetur og hum- arvinnslu næsta sumar verði betri en áður var gert ráð fyrir. „Skýringamar á þessu mikla tapi í botnfiskvinnslu er, eins og áður hefur komið fram, að fínna í óhag- stæðri þróun gjaldmiðla þeirra þjóða sem sjávarútvegurinn selur mest til,“ segir Arnar Sigurmunds- son. Hann segir að í annan stað hafi hráefnisverð farið hækkandi og í þriðja lagi hafí aðrir liðir, s.s. launakostnaður, hækkað í takt við kjarasamninga. Munu ræða stöðuna við ráðherra Hann heldur áfram: „Þegar við höfum farið nánar yfír þessa nýju útreikninga Þjóðhagsstofnunar munum við ræða við sjávarútvegs- ráðherra um málið. Fyrirtækin sjálf munu nú eins og áður gera allt sem þau geta til að draga úr halla- rekstri. Þá staðfesta þessir útreikn- ingar einnig að fyrirtæki sem em í ijölbreyttum rekstri koma mun betur út en önnur. Erfiðust er staðan hjá þeim sem em eingöngu í hefðbund- inni vinnslu botnfisktegunda.“ ■ Afkomaí útveginum/Cl IJorgunblaðið/Þorkell Lausn náðist í deilu röntgentækna í gærkvöldi eftir sjö vikna vinnustöðvun SKRIFAÐ var undir samning á milli röntgentækna og Ríkisspítala síðdegis í gær sem felur í sér að þeir fái að halda 15 yfirvinnutímum sem var sagt upp 1 desember sl., gegn upptöku á vaktafyrirkomulagi og hagræðingu annarri innan röntg- endeildar. Röntgentæknarnir, sem lögðu niður störf 1. desember, sam- þykktu síðan samninginn á fundi í gærkvöldi. í athugun er hjá Rík- isspítölunum að höfða prófmál til að fá úr því skorið hvort starfshóp- ar geti hætt störfum vegna óánægju með að hluta af starfskjörum sé sagt upp. Samningurinn verður nú sendur stjórn Röntgentæknafélags íslands, sem þarf að samþykkja hann áður en röntgentæknar geta snúið aftur til starfa. Sigrún M. Magnúsdóttir, talsmaður röntgentæknanna, kveðst vonast til að samningurinn tryggi þeim nokkurn veginn óbreyttar tekj- ur, og á þeim forsendum sé hún sæmilega sátt við hann. Samþykki stjórn félagsins, eigi hún von á að röntgentæknar hefji störf á fimmtu- dag eða föstudag. I gegnum vaktasamninginn er röntgentæknum tryggð nokkur yf- Ríkisspítalamir íhuga möguleika á málssókn irvinna, þannig að launakjör þeirra skerðast mun minna en í upphafi, að sögn Péturs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra stjórnunarsviðs Landspítala. „Einnig má búast við að röntgen- tæknum fækki á deildinni, þannig að það næst sparnaður og hagræð- ing þótt laun einstakra röntgen- tækna lækki ekki mikið. Við tökum upp tvískipt vaktakerfi, þannig að í stað þess að röntgentæknar vinni dagvinnu frá 8-16 og eftir það í yfirvinnu, vinna þeir á vöktum frá 8-16 og 16-24. Skerðingin felst í því að möguleikar röntgentækna á yfirvinnu minnka og það hverfur að spítalinn verði beittur refsiákvæðum kjarasamninga vegna þess að hann láti fólk vinna lengur en 16 tíma á sólarhring," segir Pétur. Hann segir ekki liggja enn fyrir hversu mikil hagræðing fylgi þessum aðgerðum í krónum talið, en þær þýði betri þjónustu fyrir sjúklinga þar sem föst viðvera röntgentækna er tryggð í stað þess að þurfi að kalla þá út, auk þess sem gera megi ráð fyrir umtalsverðum sparnaði í kjölfarið. Óánægja meðal stjórnenda Deilan hófst þegar Ríkisspítalar sögðu upp 15 föstum yfirvinnutím- um röntgentækna, en þær ráðstaf- anir túlkuðu þeir sem svo að verið væri að segja upp ráðningarsamn- ingi þeirra og fengu stuðning BHMR við það sjónarmið. Ríkisspítalar töldu hins vegar að hægt væri að segja upp hluta af kjörum án upp- sagnar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talsverð óánægja á með- al stjómenda Ríkisspítala með að svo fámennur hópur starfsmanna hafi getað haldið sjúkrahúsinu í herkví vegna óánægju með að hluta kjara var sagt upp. Því sé í athugun að hefia málssókn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvor skilningurinn sé réttur. Líklegt sé að þessi leið verði farin, enda mat manna að um prófmál sé að ræða. „Þetta myndi ekki vera gert til að krefia röntgentækna um skaða- bætur, heldur til að athuga hvort ríkinu sé heimilt að segja upp hluta ráðningarkjara eða ekki. Sé ríkinu það óheimilt, má ekki hreyfa við vinnutíma nokkurs manns án þess að reka hann fyrst, sem er óþolandi þegar reynt er að ná fram verulegum breytingum í rekstri,“ sagði einn viðmælanda blaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.