Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Verkfall hjá Boeing setur strik í reikninginn hjá Flugleiðum
Komu leiguflugvélar
seinkar um átta vikur
VERKFALL í Boeing-flugvélaverksmiðjunni í Se-
attle i Bandaríkjunum fyrir jólin seinkar afhend-
ingu nýrrar Boeing 757-leiguflugvélar til Flugleiða
um átta vikur. Leigusamningur Flugleiða við ILFC,
eitt stærsta flugvélaleigufyrirtæki í heimi, gerði
ráð fyrir að flugvélin yrði afhent í janúar.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi, segir að belgísk
leiguflugvél sömu gerðar hafi verið leigð í stað
hinnar til febrúarloka. Hann segir að fyrst og
fremst sé um óhagræði fyrir fyrirtækið að ræða.
Einar sagði að með nýrri leiguflugvél væri ver-
ið að mæta fjölgun ferða, t.d. vegna flugs til
Halifax og Boston og meiri tíðni tii New York
og Evrópu. Flugleiðir gerðu ráð fyrir að um 15%
aukning yrði í farþegaflutningum á árinu. Tölu-
verðri aukningu væri spáð í fraktflutningum vegna
fiskflutnings til Boston og flutninga milli Halifax
og Evrópu.
Ekki bótaréttur
Einar sagði að gert hefði verið ráð fyrir að
nýja Boeing-vélin kæmi til landsins í janúar. Vegna
frestunarinnar hefðu Flugleiðir hins vegar gripið
til þess ráðs að leigja aðra flugvél og hefði belg-
ísk flugvél sömu gerðar verið tekin á leigu til
febrúarloka. Belgíska vélin hefði komið til landins
10. janúar og hefði aðallega verið í Ameríku-
flugi, fyrst og fremst til og frá Flórída. Hin leigu-
vélin er væntanleg síðla marsmánaðar.
Um afleiðingar seinkunarinnar sagði Einar að
hér væri fyrst og fremst um að ræða óhagræði
fyrir félagið. Leiguverð belgísku vélarinnar væri
væntanlega hærra en hinnar vélarinnar, en ekki
væri um háar upphæðir að ræða. Hann sagðist
gera ráð fyrir að ákvæði um óviðráðanlegar ástæð-
ur væri í leigusamningi og því ætti fyrirtækið
varla heimtingu á bótum vegna seinkunarinnar.
Nýja leiguflugvélin frá Boeing-verksmiðjunni
er væntanleg hingað til lands um mánaðamótin
mars/apríl. Flugleiðir hafa gert langtímaleigu-
samning um hana við ILFC sem er alþjóðlegt flug-
vélaleigufyrirtæki með aðsetur í Kaliforníu.
Mikil eftirspurn eftir peningabuddum við tilkomu 100 krónu myntar
Morgunblaðið/Ásdls
ANNA Pálsdóttír fy’á íslandsbanka við Háaleitísbraut við peningatalningarvél bankans sem flokkar
og leggur saman mynt sem viðskiptavinir leggja inn.
Talsvert
um skipti
yfír í seðla
MIKIL eftirspurn hefur verið eft-
ir peningabuddum eftir að 100
króna mynt kom á markaðinn og
hafa fyrirtæki á því sviði vart
annað eftirspurn. Berglind Ólafs-
dóttir, framkvæmdastjóri Atson-
leðuriðjunnar, segir að á síðasta
ári hafi fyrirtækið framleitt og
selt 1.110 slíkar buddur, þar af
tæpan helming eftir tilkomu 100
krónu peningsins í lok síðasta árs.
„Eg myndi segja að eftirspurn-
in hafi aukist um helming á síð-
ustu vikum miðað við það sem
áður var, og við erum nú að fram-
leiða 300 pyngjur sem eru seldar
fyrirfram. Þetta byijaði í lok.nóv-
ember og desember, og við skrif-
um aukninguna alfarið á 100
króna peninginn," segir hún. „Um
leið og ný mynt er slegin verður
sveifla á þessum vettvangi. Pant-
anir berast bæði frá bönkum,
sparisjóðum og verslunum og frá
einstaklingum í búðinni hjá okk-
ur.“
Vilja frekar seðla
Maður sem hafði samband við
Morgunblaðið sagðist ekki alls
kostar sáttur við 100 króna pen-
ingana, en hann hefur um þriggja
vikna skeið tæmt vasa sína reglu-
lega af smápeningum, aðallega
100 krónu peningum, og safnað
þeim í skál. Fyrir fáeinum dögum
settí hann peningana í poka og fór
með í banka, þar sem samantalið
reyndist um ríflega 13 þúsund
krónur að ræða. Þór Símon Ragn-
arsson útibússtjóri Landsbanka
við Háaleiti segir talsvert um að
viðskiptavinir biðji um að fá seðla
frekar en mynt eða viþ'i skipta 100
SVARTA Pannan ehf., rekstraraðili
Southem Fried Chicken við Tryggva-
götu, hefur kært Boston kjúklinga
við Grensásveg til Samkeppnisstofn-
unar vegna auglýsinga sem birtar
hafa verið í Sjónvarpshandbókinni
og á dreifimiðum. Gísli Gíslason, lög-
maður Svörtu Pönnunnar, segir að
upplýsingar um verð á kjúklingum
frá Southern Fried Chicken sem fram
komi í téðum auglýsingum séu al-
rangar og hafi skaðað rekstur fyrir-
tækisins.
Gísli segir að verði ekki þegar í
stað hætt að notast við þá verðkönn-
un sem fram komi í auglýsingunni
verði krafist lögbanns á auglýsing-
una. Svarta Pannan áskilji sér rétt
til þess að krefjast skaðabóta vegna
króna peningum í seðla. „Fólk
tekur bæði klink úr vösunum og
biður um seðla eða vill frekar
seðla þegar gefið er til baka, þó
svo að ekki sé um yfirþyrmandi
faraldur að ræða,“ segir Þór Sím-
on.
„Við höfum ekki metið hversu
mikið þetta er, en mörgum finnst
myntin greinilega þung í vasa eða
þeir kunna ekki við hana ennþá.“
Hann segfir reynslu bankastofnana
vera þá að tíma taki fyrir almenn-
ing að venja sig við breytingar í
þessa veru, þ.e. að seðlum sé skipt
út fyrir mynt eins og gerst hafí
bæði í tilviki 10 króna seðilsins
og 50 króna seðilsins á undanföm-
um áratug.
tjóns sem fyrirtækið telji sig hafa
orðið fyrir vegna auglýsingarinnar.
Verðkönnun sú sem Boston kjúkling-
ar studdist við var gerð af dagblað-
inu DV í desember sl.
Svarta Pannan bauð, að sögn Gísla,
kjúklingabita á 98 krónur hvern bita
frá 1. október 1995 til 12. janúar
1996 en frá þeim degi á 125 kr. bit-
ann. í auglýsingu í 1. tbl. 4. árg.
„Þetta er þó misjafnlega langur
meðgöngutimi og ég hugsa að 100
króna peningurinn sé þyngri í
vasa þannig að viðskiptavinur sem
fær t.d. fjóra slíka peninga finnur
áþreifanlega fyrir þeim. Auk þess
taka sjálfsalar almennt ekki við
þessum peningum, sem komið er,“
segir hann.
Utibússtíórar hjá Landsbanka í
Vesturbæ og íslandsbanka við
Laugaveg kváðust hins vegar ekki
hafa tekið eftir miklum önnum
gjaldkera við móttöku 100 krónu
peninga, eða að viðskiptavinir
veigruðu sér sérstaklega við því
að fá þá í hendur.
„Aðalkvartanir sem okkur hafa
borist em þess efnis að eldra fólki
Sjónvarpshandbókarinnar eru kjúkl-
ingabitar frá Southem Fried Chicken
sagðir á 175 kr. hver biti og sex bit-
ar ásamt meðlæti á 1.640 krónur.
Þarf að skipta um nafn
Gísli segir að Sjónvarpshandbók-
inni sé dreift í öll hús á höfuðborg-
arsvæðinu og því sé Ijóst að auglýs-
ing sem þessi hafi veruleg áhrif.
finnst erfitt að sjá hvort um er
að ræða 100 krónu pening eða 10
krónu pening, og við höfum verið
á svipaðri skoðun," segir Kristín
Rafnar hjá Landsbanka.
Tregða í upphafi
„Það er alltaf einhver tregða
til að byija með þegar hlunkur
kemur í staðinn fyrir seðil, en
menn venjast þessu síðan. Við
höfum hins vegar ekki orðið vör
við að fólk komi í stríðum straum-
um til að skipta eða biðja um seðla,
nema að það sé komið með svo
marga peninga að þeir jafngilda
500 krónum eða 1.000 krónum,"
segir Þorsteinn Bryiyólfsson hjá
íslandsbanka.
Einnig hafi komið í Ijós að auglýsing
þessi sé einnig notuð á miðum sem
dreift er í fyrirtæki í nágrenni veit-
ingastaðarins.
Bjami Þór Þórhallsson, eigandi
Boston kjúklinga, segir að sjálfsagt
sé að hætta að notast við verðkönnun
DV sé hún ekki rétt. Hann kveðst
ekki hafa kynnt sér verð á kjúklinga-
bitum Southem Fried Chicken sjálfur.
Veitingahúsakeðjan Boston Chick-
en í Bandaríkjunum hefur krafist
þess að fyrirtæki Bjama Þórs hætti
að nota nafnið Boston. Bjami Þór
sagði að náðst hefði samkomulag í
þessu máli. „Við þurfum að breyta
nafninu í BK kjúklinga og það verður
gert um næstu mánaðamót," sagði
Bjami.
Halldór
ræðir við
ESB-menn
í Brussel
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra, sem fer nú með
formennsku í EFTA-ráðinu,
mun á morgun, fimmtudag,
eiga fundi með þremur fram-
kvæmdastjórnarmönnum Evr-
ópusambandsins í Brussel.
Halldór mun ræða tvíhliða sam-
skipti íslands við sambandið
og samskipti EFTA og ESB,
einkum á sviði samningsins um
EE_S.
Á fundi með Hans van den
Broek, sem fer með utanríkis-
mál í framkvæmdastjórninni,
ræðir Halldór samskipti EFTA
og ESB yfírleitt og ýmis tví-
hliða samskipti ESB og EFTA-
ríkjanna. Hann ræðir við Sir
Leon Brittan, sem fer með ut-
anríkisviðskiptamál, um verzl-
unar- og viðskiptamál, sem
snúa að Islandi og öðrum
EFTA-ríkjum. Fundur Halldórs
með Emmu Bonino, sem fer
með sjávarútvegsmálin, mun
hins vegar einkum snúast um
samskipti Íslands og Evrópu-
sambandsins.
Rætt um bókun 9
Sennilegt er að á meðal
umræðuefna Halldórs og fram-
kvæmdastjórnarmannanna
verði deila EFTA og ESB um
gildi bókunar 9 við EES-samn-
inginn og túlkun öryggis-
ákvæða, sem ESB hefur nýtt
til að setja lágmarksverð á inn-
fluttan lax frá EFTA-ríkjum.
Þá má búast við að ESB reki
á eftir samþykkt löggjafar, sem
taka á upp í EES-samninginn,
til dæmis tilskipana ESB um
vinnuvemd og vernd barna og
unglinga.
FIH sendir sr.
Flóka bréf
BJÖRN Th. Árnason, formaður
Félags íslenskra hljómlistar-
manna, segir að í bréfi til sr.
Flóka Kristinssonar, sóknar-
prests í Langholtskirkju, verði
farið fram á að hann fari ekki
aftur út fyrir verksvið sitt.
Sr. Flóki fékk annan organ-
ista í stað Jóns Stefánssonar
til að leika á orgel Langholts-
kirkju sl. sunnudag.
Jón leitaði til FIH á mánu-
daginn. í framhaldi af því sat
hann fund með Bimi, Láru V.
Júlíusdóttur, lögfræðingi FÍH,
og Kjartani Siguijónssyni, for-
manni Félags organista, í gær.
Björn kvaðst vona að sr.
Flóki sæi að sér. Nú væri í
hans höndum hvað ganga
þyrfti langt. Presturinn hefði
brotið ráðningarsamning Jóns
og félagið myndi gæta hags-
muna organistans.
Elduríbíla-
geymslu
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík
var síðdegis í gær kallað að
bílageymslu í Selási.
Þegar að var komið kom í
ljós að eldur var í timburaf-
göngum og rusli á gólfi bíla-
geymslunnar, sem er ný og
ekki farið að nota sem slíka.
Eldurinn var slökktur og bíla-
geymslan síðan reykræst. Sam-
kvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu varð lítið tjón á
húsnæðinu.
Southern Fried Chicken kærir Boston kjúklinga til Samkeppnisstofnunar
Segja rangt verð
í auglýsingum