Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, um aukna fíkniefnaneyslu hérlendis á síðasta ári Höfum misst tök á vandamim Framboð og eftirspum ólöglegra vímuefna hér á landi hefur aldrei verið jafn mikið og á síðasta ári. Margir sprauta efnunum í æð og auka hættumar enn frekar. Stómeytend- ur ólöglegra vímuefna voru því veikari árið 1995 en nokkru sinni fyrr, og fjöldi þeirra meiri en verið hefur í átta ár. Morgunblaðið/Ásdis ÞÓRARINN Tyrfingsson, formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, kynnir tölulegar upplýsingar úr sjúkraskrám Vogs fyrir árið 1995 og samanburð við fyrri ár á fundi með fréttamönnum. AF ÞEIM 1.617 einstakling- um sem komu á Vog árið 1995 höfðu 905 aldrei not- að ólögleg vímuefni, eða 56%. Með- alaldur þeirra var rúm 41 ár. Þann- ig höfðu 712 einstaklingar því notað ólögleg vímuefni, eða 44%. Af þeim sem voru yngri en 20 ára höfðu aðeins 22 þá sögu að segja að þeir hefðu ekjri notað ólögleg vímuefni, eða 16%. Það sem helst einkennir árið 1995 er að amfetamínfíklum fjölgar verulega, sprautufíklum hef- ur fjölgað stöðugt í 5 ár, vart verð- ur við E-töflur (ecstasy) í fyrsta sinn og þá í miklum mæli, hass-, LSD- og sveppaneysla eykst og 217 sprautufíklar hafa sýkst af lifrar- bólgu. Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, sagði á fundi með fréttamönnum, þar sem hann kynnti tölulegar upplýsingar úr sjúkraskrám Vogs fyrir árið 1995, að amfetamínfaraldur hafi verið hér á landi frá árinu 1983. í þessum faraldri hefur fyrst orðið vart sprautufíkla á íslandi og þeir hefðu aldrei verið eins margir og nú. „Þessi faraldur er í mörgu svipaður faraldri sem hefur átt sér stað erlendis og einkennist af fjölda sprautufíkla og lifrarbólgum í kjöl- far þess með auknum vanda fyrir heilbrigðisstarfsmenn og líka aukningu á grófum ofbeldis- og auðgunarbrotum sem eykur vanda löggæslunnar,“ sagði Þórarinn. Stórneytendum amfetamíns fjölgaði verulega Stórneytendum amfetamíns fjölgaði verulega árið 1995 og þótt þeir hafi verið hlutfallslega fleiri árið 1985 er flöldi þeirra sami og þá og miklu fleiri sprauta sig nú með þessum efnum í æð. Þórarinn sagði að amfetamín væri í sjálfu sér engu betra efni en kókaín. Það sem oft hefði ruglað menn í þessu sambandi væri að efnið væri notað sem lyf, en ekki mætti rugla því saman við það þegar verið væri að markaðssetja efn- ið ólöglega, og þá beinlínis leitað eftir einstaklingum sem væru veikir fyrir og reynt að gera þá að fíklum. Við þessar aðstæður væri efnið mjög hættulegt vímuefni. Hann sagði að það sem vekti athygli í aukningu á amfetamínfíkl- um væri hversu margir af þeim sem séu að leita sér meðferðar í fyrsta sinn greinist amfetamínfíklar, en 1985 hafi amfetamínfíklarnir fyrst og fremst verið „gamlir viðskipta- vinir" sem hafi verið að finna sér nýtt efni. Hlutfall stórneytenda f hópi ungra sjúklinga á Vogi (yngri en 20 ára) '86 '87 '88 ‘89 ‘90 '91 '92 ‘93 '94 '95 Hlutfall sprautufíkla meöal sjúklinga á Vogi 1984-1995 % 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 i f* **■*> / f- -\a. etiai 198 7-19 90 y\ Virkir sprautufíklar i i r '84 ‘85 '86 ‘87 '88 '89 '90 ‘91 '92 '93 '94 ‘95 Hlutfall stðrneytenda kannabls- efna meðal sjúklinga á Vogi % 201 10 10 ~ fi I m 5 -J 1 r T u,84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Sjúklingar á Vogi 1995 sem notað höfðu Ecstacy Hlutfall af Aldur Karlar Konur Alls aldurshópi Yngri en 20 9 22 31 22,6% 20-24 ára 16 34 50 19,1% 25-29 ára 7 10 17 8,4% Eldri en 29 0 5 5 2,2% Samtals: 32 72 103 Afþessum 103 höfðu: 98 nolað önnur ólögieg vímuefni 71 greinslstórneylenduramletamins og/eða hass 58 greinst stórneytendur amtetamíns og 52 stórneytendur hass 34 sprautað sig í æð og þar at21 sprautað sig reglulega í æð Af þessum 103 voru 52 að leita sér meðferðar í fyrsta sinn Af 35 „reglulegum neytendum“ ecstacy voru 20 í fyrstu meðferð Amfetamín í sjálfu sér engu betra efni en kókaín Af þeim einstaklingum sem komu á Vog í fyrra höfðu 15% sprautað sig einhvern tíma, en 1983 reyndust 1,5% sjúklinganna hafa sprautað sig. Á árunum 1991 til 1995 komu á Vog 520 einstakl- ingar sem höfðu sprautað sig í æð, og hjá þessum einstaklingum greindust 217 tilvik af lifrarbólgu C. Um 150 þessara einstaklinga höfðu veiruna enn í þlóðinu og eru því að sögn Þórarins með íangvinna og smitandi lifrarbólgu. Þórarinn sagði að allir þessir sprautufíklar hafi byrjað í amfet- amínneyslu og ljóst sé að helming- ur stórneytenda amfetamíns verði sprautufíklar sem sprauti sig reglulega. Hin seinni ár hafi sprautufíklar sótt í vaxandi mæli í sterk verkjastillandi lyf sem ávís- að sé af læknum. Um 20% af þeim 118 einstaklingum sem sprauta sig reglulega og komu á Vog 1995 notuðu þessi efni reglulega. 35 reglulegir neytendur E-töflu Af þeim sem komu á Vog 1995 höfðu 103 einstaklingar reynt E- töflur og af þeim voru 35 regluleg- ir neytendur, þ.e. höfðu notað efnið 10 sinnum eða oftar á síðustu þrem- ur mánuðunum fyrir innlögn á Vog. Árið 1994 töluðu innan við 10 ein- staklingar sem lögðust inn á Vog um að hafa notað E-töflur, en á síðasta ári kom efnið skyndilega inn á markað hér, og þá líklega mest á miðju ári. Efnið í E-töflum er efnafræðilega náskylt amfetamíni og því framleitt í sömu ólöglegu efnaverksmiðjun- um. Það hefur mjög áþekka verkun og amfetamín en auk þess breytir það skynjun manna. Nokkuð er s’íð- an farið var að framleiða E-töflur fyrir ólöglega amfetamínmarkaðinn erlendis, en með tilkomu'efnisins er höfðað til fleiri en áður, og flest- ir sem nota þetta efni oftar en 10 sinnum eru verðandi stórneytendur amfetamíns, að sögn Þórarins. Hann sagði að með tilkomu E- töflunnar til íslands í fyrra hafi ástandið því versnað verulega frá því sem áður var. Af þeim hópi sem kom á Vog hafi neytendur E-töflu ekki verið óvanir fíkniefnaneytend- ur, en af þeim 103 sem notað höfðu efnið höfðu 98 notað önnur ólögleg vímuefni. ________ „Það sem bendir til þess að þarna sé verið að mark- aðssetja efnið á nýjan hóp er í fyrsta lagi það sem við sjáum, þ.e. hversu margir sem notað hafa ecstasy eru að leita sér meðferðar í fyrsta sinn, en meira en helming- urinn af þessum 103 er fólk í þeim sporum. Af reglulegu neytendunum voru 20 að leita sér meðferðar í fyrsta sinn,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þó E-töflur væru framleiddar í sömu verksmiðjum og ólöglega amfetamínið sem er á markaðnum, og komi að öllum lík- indum frá Hollandi og séu liður í þessum ólöglega amfetamínmark- aði sem íslendingar séu í miðjum, þá sé líklega verið að stefna á stærri hóp með þessu efni og við aðrar aðstæður. Líklega versta árið „Umræðan í þessu og það sem maður heyrir um þetta efni minnir mjög á þegar við vorum að bytja að sjá kannabisefnin. Þótt ég vilji alls ekki bera þessi efni saman, því ég tel ecstasy vera miklu hættulegra efni, þá eru svona tvískipt skilaboð. Annars vegar það að gamlir neyt- endur sem eru vanir neytendur segja að það sé kannski ekki svo mikið varið í efnið, en það er alls ekki algilt og sumir vanir neytendur hrósa þessu efni í hástert. Það er greinilegt af þessum tölum að það hefur eitthvað mikið gerst á síðasta ári og okkar skýrsla á næsta ári verður mjög svört. Ég tel að það séu beinlínis tölulegar upp- lýsingar um það að við höfum misst tök á vandanum á síðasta ári. Við vorum með tölulegar upplýsingar um að við kannski héldum í horfínu oft á tíðum þótt við sæjum slæm merki eins og það að sprautufíklum fjölgaði og fólk var að verða veik- ara á vissan hátt, þá samt sem áður eru það þessar tölulegu upp- lýsingar sem segja okkur að við höldum ekki í horfinu. Líklega er þetta versta árið, þótt við höfum séð fleiri neytendur ólöglegra vímu- efna, líklega á árunum 1985-1987 þegar kannabisneyslan var sem mest í landinu. Þá voru menn að nota kannabis, en nú eru þeir að nota önnur efni og þeir nota þau á annan hátt, en það eru mjög marg- ir sem sprauta í æð. Við erum því með miklu veikara fólk nú,“ sagði Þórarinn. Þörf á breiðu og alhliða átaki Kannabisneytendum fjölgaði á nýjan leik í nær öllum aldurshópum í fyrra, en þó mest í aldurshópnum 20 ára og yngri. Þórar- inn sagði að menn hefðu verið að gera því skóna að kannski mætti skýra nokkra minnkun á notk- un ólöglegra vímuefna á árunum 1992-1994 út frá miklu umfangi og ólöglegri sölu á landa sem kannski hefði ýtt frá verslun með þessi efni. Hún hefði svo skyndilega opnast aftur og sömu aðilarnir verið í dreifingunni. Þórarinn sagði að það sem af væri þessu ári hefði enn bæst í hóp ecstasy-neytenda sem komið hefðu til meðferðar á Vogi og engin ástæða væri til að ætla annað en að aukning yrði á því nema til kæmi mjög breitt og alhliða átak í þjóðfélaginu gegn þessari þróun. Neytendum kannabisefna fjölgaði á nýj- an leik í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.