Morgunblaðið - 24.01.1996, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ha, ha, ha, okkur tókst að plata ykkur einu sinni enn.
Fyrsti dagur umferðarkönnunar
lögreglunnar á Suðvesturlandi
Rúmur fimmtung-
ur vissi ekki um
hámarkshraða
Rúmur tug-
ur innbrota
tilkynntur
lögreglu
LÖGREGLUNNI í Reykjavík
var tilkynnt um nokkum íjölda
innbrota á mánudag og þriðju-
dagsmorgun.
Brotist var inn í bíl við
Hrísateig og úr honum stolið
hátölurum. Farið var inn í vinn-
uskúr við Kiapparstíg og stolið
borvélum og fleiru. Ur númers-
lausum bíl við Eirhöfða var
stolið útvarpstæki. Talstöð,
slökkvitæki og fleiru var stolið
úr bíl við Viðarhöfða. Úr bíl
við Bollagarða var stolið
geislaspilara og geisladiskum.
Farið var inn í bíl við Ármúla
og stolið innkaupatösku með
um 5.000 krónum og greiðslu-
kortum. Brotist var inn í bóka-
búð við Amtmannsstíg.
Úr ólæstum bíl við Holta-
garða var stolið ýmsum vörum.
Brotist var inn í hús við Skip-
holt og stolið peningum og
fleiru auk þess sem skemmdir
voru unnar á hurð. Úr bíl við
Langholtsveg var m.a. stolið
geislaspilara. Brotist var inn í
bíl við Frostafold og stolið
ýmsum verkfærum.
Umferðar-
óhöpp á Höfn
Hornafirði. Morgunblaðið.
TVÖ umferðaróhöpp urðu í
fyrradag á þjóðveginum í ná-
grenni Hafnar.
í öðru tilfellinu var um útaf-
akstur að ræða og var ökumað-
ur fluttur suður með farþega-
flugi. í hinu tilfellinu varð bíl-
velta þar sem tveir voru í bíln-
um en ekki urðu slys á fólki,
en bíllinn er talinn ónýtur.
Launhálka hefur verið á veg-
um sem stafar af því að hita-
stig hefur verið að rokka yfir
og undir frostmarki og hefur
verið að myndast hálka og hana
tekið upp oft á sama sólar-
hringnum.
LÖGREGLAN á Suðvesturlandi hóf
í gær þriggja daga sameiginlegt
umferðarátak sem felst i því að
ökumenn eru stöðvaðir og spurðir
nokkurra spurninga.
Magnús Einarsson, yfirlögreglu-
þjónn í Kópavogi, sagði að könnun-
in hefði farið vel af stað en búið
var að spyija 48 ökumenn í Kópa-
vogi þegar Morgunblaðið talaði við
hann síðdegis í gær.
31 ökumanni var kunnugt um
að lögreglan á Suðvesturlandi hefði
með sér samstarf í umferðarmálum
en 17 ekki. Aðspurðir um hvort
ökumönnum fyndist að lögreglan
ætti að auka umferðareftirlit frá
því sem verið hefur sögðu 30 að
þeim fyndist það hæfilegt, 18 sögðu
að það mætti vera meira. 29 fannst
DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti á
ríkisstjómarfundi í gær sérstakt átak
í ávana- og fíkniefnavömum sem
hann hyggst hleypa af stokkunum.
Verkefnisstjóri átaksins verður
Dögg Pálsdóttir hrl. og í verkefnis-
stjórninni verða með henni Bjöm
Halldórsson, lögreglufulltrúi, Erlend-
ur Baldursson afbrotafræðingur, Jón
Hákon Magnússon, bæjarfulltrúi,
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðar-
yfíriögregluþjónn auk tveggja ung-
menna sem tilnefnd verða af Félagi
framhaldsskólanema annars vegar
og samtökum ungmenna sem farið
hafa í meðferð vegna áfengis- eða
vímuefnaneyslu hins vegar.
viðurlög við umferðarlagabrotum
nægjanlega þung, 19 sögðu að þau
mættu vera þyngri. Fjórða spurn-
ingin var um leyfilegan hámarks-
hraða á götunni sem ekin var. 37
svöruðu rétt til um hámarkshraða
en 11 voru ekki vissir. 18 könnuð-
ust við að lögreglan hefði þurft að
hafa af þeim afskipti vegna umferð-
arlagabrota en 30 sögðu að það
hefði aldrei þurft.
. Magnúsi fannst merkilegt hversu
mörgum var ekki kunnugt um leyfi-
legan hámarkshraða en hann væri
50 km á klst. í þéttbýli. Þar sem
hann væri meiri eða minni væri það
merkt sérstaklega. Hann væri
minni á sumum íbúðargötum og
meiri á sumum stórum umferðar-
götum.
Verkefnisstjóm skilar dómsmála-
ráðherra áliti sínu og tillögum eigi
síðar en 1. júní nk. en hún skal m.a.
athuga hvort herða beri viðurlög við
dreifingu ávana- og fíkniefna og
hvort endurskoða þurfi meðferð
ákæruvalds og dómstóla á brotum
vegna ávana- og fíkniefna. Einnig
skal hún huga að því að efla iög-
gæslu og önnur úrræði gegn dreif-
ingu og neyslu ávana- og fíkniefna
og forvamir á sviði ávana- og fíkni-
efna og skoða meðferðarúrræði fyrir
ungmenni sem í tengslum við ávana-
og fíkniefnaneyslu hafa leiðst út í
afbrot og fengið refsidóma vegna
þeirra.
Átak í ávana- og
fíkniefnavörnum
Vinnuvernd barna
Viðhorfin eru
að breytast
MARÍA segir kann-
anir sýna að um-
talsverð launa-
vinna unglinga undir 16
ára aldri sé ekki lengur
algeng hér á landi. Það
ætti því að vera tiltölulega
auðvelt að koma á sömu
reglum hér og í grannlönd-
unum, einna helst gætu
ákvæði um takmarkanir á
vinnutíma að sumarlagi
valdið vanda. Helstu al-
þjóðasamningar um þessi
efni eru samningur AJ-
þjóðavinnumálastofnunar-
innar (ILO), félagsmála-
sáttmáli Evrópuráðsins,
Bamasáttmáli Sameinuðu
þjóðanna og loks löggjöf
Evrópusambandsins
(ESB). Hið síðastnefnda
tengist þátttöku landsins í
Evrópska efnahagssvæð-
inu og nefnd á vegum félagsmála-
ráðuneytisins er að kanna þau mál.
„ILO-samningurinn fjallar um
lágmarksaldur barns í vinnu, hann
er frá 1973 og ætlunin er að við
fullgildum hann á þessu ári,“ seg-
ir María. „Við fullgiltum félags-
málasáttmála Evrópu 1976 en
gerðum fyrirvara við 7. grein hans
sem fjallar um vinnuvemd bama
og ungmenna. Ætlunin er að bæta
úr því á þessu ári eða næsta.
Bamasáttmáli SÞ tók gildi hér
1992. Loks er það tilskipun ESB
um vinnuvemd bama og ung-
menna frá 1994, hana höfum við
ekki tekið upp ennþá. Það stendur
hins vegar til á árinn og jafnframt
7. grein félagsmálasáttmálans."
-Hvers vegna vargerð undan-
þága í sambandi við sáttmálann?
„Það virðist sem menn hafí ekki
talið nauðsynlegt að festa slík
ákvæði í lög en annars er erfitt
að fá svör við því. Menn hafa tal-
ið að löggjöfín sem var fyrir hendi
væri nógu góð og hentaði vel,
Skýringin gæti einfaldlega verið
önnur viðhorf íslendinga til vinnu
bama. Það var ekki farið að hugsa
svo mikið út í þessi mál um þetta
leyti. Börn voru ekki talinn hafa
mikinn rétt sem einstaklingar,
ekki litið á þau sem sérstakan
minnihlutahóp með sinn eigin rétt
eins og gert er nú. Þetta er mikið
að breytast núna, allt er að opnast
og við erum farin að taka meira
tillit til þjóðréttar."
-Röksemdirnar hafa verið að
tilskipun ESB kæmi í veg fyrir
blaðsölu bama á götunum o. fl.
Hvað segirðu um þetta?
„í tilskipuninni kemur fram sú
meginregla að börn yngri en 15
ára megi ekki stunda launavinnu.
Frá þessu eru svo margar undan-
tekningar. Bömum er heimilt að
starfa við leiksýningar og ýmsa
aðra menningarlega starfsemi,
iðnnemar og aðrir slíkir fá undan-
þágu.
Akvæði eru um að 13 og 14 ára
böm megi vinna en ekki þegar þau
eru í skóla. Þau mega vinna en
þá eingöngu hættulítil -----------
störf allt að tvo tíma á
dag með skóla og alls
12 tíma á viku.
Á sumrin mega þau
vinna allt að 35 stundir " ”
í viku, hámark sjö tíma á dag. Þau
verða að fá frí einn dag vikunnar
og ef þau vinna í sumarfríum verða
þau að fá frí í eina eða tvær vikur
áður en skólinn byrjar á ný. Þetta
á við 13 og 14 ára unglinga og í
vinnuskóla Reykjavíkurborgar er
farið eftir sams konar reglum.
Vinnueftirlit ríkisins hefur gefíð
út bækling þar sem tilgreint er
hvað ýmis störf fela í sér. Annars
vegar er sagt hvað teljist létt,
hættulítil störf og hins vegar hvað
María Erla Marelsdóttir
► María Erla Marelsdóttir er
26 ára gamall lögfræðingur, í
sambúð en barnlaus. Hún lauk
námi sl. vor og hefur unnið að
ýmsum verkefnum er snerta
barnavernd og ákvæði um hana
í þjóðrétti, m.a. fyrir Umboðs-
mann barna og Mannréttinda-
skrifstofu íslands. Einnig var
hún fulltrúi Rauða kross íslands
á ráðstefnu í Póllandi um alþjóð-
leg mannúðarlög. Sl. haust vann
María að verkefni fyrir Gunnar
G. Schram prófessor um vinnu-
vernd barna og ungmenna og
fékk til þess tveggja mánaða
styrk úr nýsköpunarsjóði náms-
manna. í verkefninu, sem unnið
var að nokkru í London, ber
María saman ákvæði þjóðréttar-
samninga um þessi mál við ís-
lensk ákvæði.
Viðhorf tii
vinnu barna
eru misjöfn
teljist vera hættulegar vélar og
aðstæður. Þar er að fínna leiðbein-
andi reglur. Æskilegt væri að gef-
in væri út reglugerð um þessi efni,
það væri í samræmi við alþjóða-
samningana.“
-Stundum er talað um reglu-
gerðafargan. Er aldrei hægt að
treysta því að fullorðið fólk beiti
eigin skynsemi og siðgæði?
„Ef upp koma ágreiningsmál er
æskilegt að geta vísað til reglu-
gerða. Dómgreind flestra ætti að
duga en ef vafi kemur upp finnst
mér að einstaklingar eigi að geta
séð með skýrum hætti hvað teljist
hættuleg störf og hver teljist
hættulítil, mat fólks er alltaf mis-
jafnt. Þá kæmust menn ekki upp
með að láta börn vinna hættuleg
störf.
Á hinum Norðurlöndunum
gegnir vinnueftirlit einnig þvi hlut-
verki að fara í skóla og kynna
bömum og unglingum réttarstöðu
sína í vinnu og fleira tengt vinnu-
markaðnum. Þetta þyrfti að gera
hér og það stendur til að Vinnueft-
irlit ríkisins geri það.“
-Er kynbundið launamisrétti í
barnavinnu?
--------- „Ég hef undir hönd-
um skýrslu sérfræðinga
Evrópuráðsins þar sem
gerður er samanburður
á barnavinnu á Norður-
_ löndunum og í öðrum
löndum. í skýrslunni er sagt að
reglum um launajafnrétti, sömu
laun fyrir sömu vinnu, sé yfirieitt
fylgt hér á landi nema í frystihús-
unum. Þar komi fram launamis-
munur milli pilta og stúlkna og
notaður sé sá fyrirsláttur að um
ólík störf sé að ræða. Piltar sjái
um að frysta en stúlkur að snyrta
og pakka en skýrsluhöfundar líta
á þetta sem fyrirslátt. Það er ansi
hart að launamisrétti byrji strax
hjá börnum.“