Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.01.1996, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Friðrik Pálsson, forstjóri SH, um fjölgun starfa á Akureyri Tvívegis handteknir á tæpri viku Morgunblaðið/Kristján Hestakonur á leið í heimsókn RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Ak- ureyri handtók tvo menn um tvítugt með fíkniefni á mánudag. Þetta eru sömu mennirnir og handteknir voru í síðustu viku vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli. Þá viðurkenndu þeir að hafa ætlað að verða sér úti um fíkniefni til neyslu og sölu og einnig að hafa neytt fíkniefna fyrir skömmu. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu og málið talið upplýst. I fórum mannanna nú fundust um 4 grömm af amfetamíni en við yfir- heyrslu viðurkenndu þeir að hafa farið til Reykjavíkur og keypt amfet- amín og E-töflur til eigin neyslu og sölu. Málið telst þar með upplýst og mennimir því látnir lausir öðru sinni á tæpri viku. I framhaldi málsins í síðustu viku var ungur maður handtekinn á föstu- dag og í fórum hans fundust um 12 grömm af hassi og 3 E-töflur. Alls hafa komið upp 4 fíkniefnamál á Akureyri í þessum mánuði en allt árið í fyrra kom upp 21 slíkt mál. Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi, segist vissulega hafa áhyggjur af þróun fíkniefnamála í bænum. „Við hvetjum fólk til þess að vera vel á verði og hafa samband ef það býr yfír einhverjum upplýsingum. Eins að fóreldrar fylgist með bömum sín- um og í hvaða félagsskap þau eru,“ sagði Daníel. VINKONURNAR Diljá og Vala voru að viðra sig og hestana Leikni og Bjart í góða veðrinu í gær. Þær riðu ofan úr hest- húsahverfinu í Breiðholti og voru á leið í heimsókn til kunn- ingja sinna í Lækjagili. Diljá á sjálf Leikni, en Vala hafði fengið Bjart lánaðan, en báðar sögðust þær hafa tekið hesta- bakteríuna ungar að árum. „Við erum búnar að vera í þessu nánast frá því við mun- um eftir okkur,“ sögðu þær. „Það er alveg frábært að vera úti í svona góðu veðri, það er eiginlega líkara því að sé apríl en janúar." FULLTRÚAR Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna eru væntanlegir til Akureyrar á morgun til fundar við bæjarráð um stöðu mála varðandi samning SH um flutning 80 starfa til bæjarins. Á þessari stundu er óvíst hvort af flutningi á hluta starf- semi Umbúðamiðstöðvarinnar til Akureyrar verður, eins og upphaf- lega var rætt um. Hins vegar hefur verið ákveðið að flytja sælgætisgerð á vegum Nóa-Síríusar norður en þeirri starfsemi fylgja um 20 störf. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, seg- ir að fyrirtækið hafi lofað 80 störfum og á fundi sem SH óskaði eftir með bæjarráði verði farið yfir hvernig þau mál standa. „Við erum mjög ánægðir með það sem hefur verið gert hingað til og erum á áætlun að okkar mati. Málefni Umbúðamið- stöðvarinnar eru enn í skoðun en við erum hins vegar alveg sannfærð- GUÐMUNDUR Stefánsson bæjar- fulltrúi Framsóknarflokks lagði á fundi bæjarstjórnar í gær fram til- lögu þar sem bæjarstjórn mótmæl- ir um það, hvað sem aðrir kunna að segja, að störf á vegum jafn ágæts fyrirtækis og Nóa-Síríusar eru jafn mikilvæg fyrir Akureyringa og störf á vegum Umbúðamiðstöðv- arinnar." Friðrik segir að SH hafi alla tíð lagt áherslu á að þau störf sem fyrir- tækið stofni til á Ákureyri séu varan- leg en ekki að þeim fylgi það mikið óhagræði að óvissa verði um framtíð þeirra. Aðalfundur SH á Akureyri Aðalfundur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna verður haldinn í íþróttahöllinni á Akureyri um mán- aðamótin apríl/maí nk. Aðalfundur SH er oftast haldinn í Reykjavík en hann var síðast haldinn á Akureyri fyrir 10 árum. Fundinn sækja um 200 manns og stendur hann í tvo til þijá daga. ir þeirri ákvörðun íjármálaráð- herra að krefjast staðgreiðslu vegna fjárhagsaðstoðar við ein- stakiinga. „Bæjarstjórn telur óeðlilegt að innheimt sé staðgreiðsla af þessum greiðslum, enda þær beinlínis mið- aðar við raunverulegar þarfir við- komandi og koma ekki að þeim notum sem að er stefnt ef stað- greiðsla er dregin af. Bæjarstjórn bendir á að eðlilegra sé að skatt- leggja þessar greiðslur við álagn- ingu skatta, eftir á. Þá telur bæjar- stjórn að sveitarfélög hafi ekki setið við sama borð í þessum efnum þar sem ljóst er að ekki hefur ver- ið gengið eftir staðgreiðslu hjá öll- um sveitarfélögum," segir í tillögu bæjarfulltrúans og einnig að ekki séu rök fyrir því að innheimta stað- greiðslu af fjárhagssaðstoð fyrr en fengist hefur niðurstaða úr viðræð- um þeim sem nú fara fram milli fjármálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þetta málefni. Morgunblaðið/Kristján ANTON Sölvason var ásamt félögum sínum að steypa plötu á hæfingarstöð við Þrastarlund í blíðviðri í gær. Staðgreiðslu verði ekki krafist Fjögur fíkniefnamál komið upp á árinu Störfin sem stofnað er til séu varanleg Tíðin alveg einstök Akureyrarbær tekur þátt í rekstri Skólaþjónustu Eyþings Forðast ber að búa til nýja yfirbyggingu „ÞETTA er alveg einstök tíð og við reynum að nýta okkur hana,“ sagði Sigurgeir Arngrímsson framkvæmdastjóri SJS verktaka sem ásamt mönnum sínum var önnum kafinn við að steypa plötu á hæfingarstöð við Þrastarlund í ágætis veðri í gærdag. „Það hefur verið alveg kolvit- laust að gera síðustu vikur, við höfum reyndar verið heppnir og alltaf haft næg verkefni,“ sagði Sigurgeir. Fjöldi manns vann að uppsteypunni í gær og sagði hann að veðurblíðan undanfarna daga gerði að verkum að hægt væri að hafa allan mannskapinn úti við. 500 fermetra hús Hæfingarstöðin er um 500 fer- metrar að stærð og buðust þeir hjá SJS verktökum til að vinna verkið fyrir um 52 milljónir króna en því á að vera lokið næsta haust. Þá eru starfsmenn SJS að ljúka við stórt verkefni í Krónunni, en þangað á að flytja starfsemi Náttúrfræðistofnunar, náttúru- gripasafnið, embætti veiðimála- stjóra, auk þess sem í húsnæðinu verða læknastofur og fleira. BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær að verði af flutningi á rekstri grunnskólans til sveitarfélaganna verði Akureyrar- bær aðili að rekstri Skólaþjónustu Eyþings, samtaka -sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Miklar umræður urðu um tillög- ur Eyþings um stofnun Skólaþjón- ustunnar á fundi bæjarstjórnar og komu fram hörð mótmæli við þær. Einkum beindust þau að því að verið væri að búa til nýtt og óþarft bákn kringum rekstur Eyþings og einnig þóttu bæjarfulltrúum áhrif Akureyrarbæjar í rekstri Skóla- þjónustunnar of lítil. Sigurður J. Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir til- lögu þess efnis að sú starfsemi sem færist frá menntamálaráðuneyti og fræðsluskrifstofu við tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna verði unnin af Skólaskrifstofu Ak- ureyrar og verði hún hluti af fé- lags- og fræðslusviði bæjarins. Fram kemur í tillögunni að ekkert sé því til fyrirstöðu að veita öðrum sveitarfélögum þjónustu á þessu sviði. Mikilvægt að varðveita þekkinguna Einnig kom fram hjá Sigurði að það þjónaði ekki hagsmunum íbúa á svæðinu að byggja upp nýtt stjórnkerfi sem gengi þvert á hug- myndir um hlutverk og verksvið Eyþings eins og til þess var stofnað. I tillögu sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar og byggist að mestu á bókun frá fulltrúum Al- þýðubandalagsins segir að mikil- vægt sé að varðveita þá þekkingu sem áunnist hefur með starfsemi fræðsluskrifstofunnar, en forðast beri að búa til nýja yfirbyggingu á vegum Eyþings. Bæjarstjórn beini því þeim tilmælum til stjórnar Ey- þings að fjármál og bókhald skrif- stofunnar heyri beint undir for- stöðumann hennar sem heyri aftur milliliðalaust undir aðalfund Ey- þings. Björn Jósef Arnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, taldi tillögurnar fela í sér verulegt framsal valds og skyldna og jafnvel eigna. Þá var hann ósáttur við að bærinn ætti tvo af fimm fulltrúum í stjórn en væri gert að greiða um 55% af kostnaði við reksturinn. Heimir Ingimarsson sagði þetta arfleifð frá dögum Fjórðungssam- bands Norðlendinga, Akureyringar hefðu borgað mest en minnstu fengið að ráða. Allir hefðu verið sammála um að leggja sambandið niður fyrir fáum árum, en nú væru menn á góðri leið með að stofna nýtt bákn á borð við gamla fjórð- ungssambandið. Ásta Sigurðardóttir, Framsókn- arflokki, og Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðuflokki, viðurkenndu bæði að vera ekki að fullu sátt við tillögurn- ar, en til að tefja ekki framgang málsins og yfirfærslu á rekstri grunnskólans til sveitarfélaganna væri farsælast að samþykkja þær og sjá hvernig mál þróuðust á næstu tveimur árum þegar til end- urskoðunar kæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.