Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 FRÉTTIR; EVRÓPA Herferð til að kynna Evrópumyntina Reuter Stuðningur almenn- ings við evró eykst Brussel. Reuter. MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jarðflug Reuter FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hóf í vikunni herferð til að kynna almenningi áform um sam- eiginlega mynt aðildarríkjanna, evró, sem á að taka upp 1. janúar 1999. Herferðin hefst með ráðstefnu í Brussel, en þar voru kynntar niður- stöður tveggja skoðanakannana,. sem sýna að stuðningur almennings við upptöku sameiginlegrar mvntar hefur vaxið, eftir að leiðtogar ESB völdu Evrópumyntinni nafn í desember síð- astliðnum. Samkvæmt símakönnun, sem náði til 15.500 manna úrtaks um allt Evr- ópusambandið, eru 54% ESB-borgara hlynntir upptöku evró, en 37% andvíg- ir. Niðurstöður annarrar könnunar, byggðar á persónulegum viðtölum við 31.600 manns, sýna að 47% eru hlynntir nýju myntinni en 33% á móti henni. Báðar kannanir sýndu þó að í sex aðildarríkjum er meirihluti almenn- ings andvígur myntbandalagi. Þetta eru Austurríki, Þýzkaland, Finnland, Svíþjóð, Bretland og Danmörk. Síð- astnefndu ríkin tvö eru undanþegin þátttöku í Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópuríkja (EMU) og hyggst framkvæmdastjómin sneiða hjá þeim í herferð sinni. ÞYSKA þingkonan Leni Fischer var á mánudag kjörin forseti Evr- ópuráðsins í Strassborg. Er hún fyrsta konan sem gegnir því emb- ætti en 38 ríki eiga nú aðild að ráðinu. Fischer tók við embættinu af spænska sósíalistanum Miguel Angel Martinez og mun gegna því Meirihluti svarenda í hveiju aðild- arríki telur evró „viðunandi" nafn á nýju Evrópumyntina. Á heildina litið sögðust 69% svarenda telja að við nafnið mætti una. Almenningsálit meiri hindrun en Maastricht? Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, sagði í ræðu á ráðstefnu framkvæmdastjómarinnar að nauð- synlegt væri að sannfæra almenning um kosti hinnar nýju myntar. „Helzta hindrunin í vegi EMU gæti orið al- menningsálitið, fremur en skilyrði Maastricht-sáttmálans," sagði Deha- ene. í tengslum við ráðstefnuna efndi framkvæmdastjómin til myntsýning- ar, þar sem rakin er þróun gjaldmið- ils í Evrópu í aldanna rás. Á miðju góifi sýningarsalarins stendur risa- vaxið stundaglas, sem sýnir mynt aðildarríkja ESB — líka danskar krónur og brezk sterlingspund — sogast niður í belg, sem á stendur „1 _evró“. Á sýningunni eru hins vegar engar tillögur um útlit nýju Evrópumyntar- innar. Það var talið of pólitískt við- kvæmt mál. í þijú ár. Hún er sextug að aldri og hefur setið á þýska þinginu fyrir flokk kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU) frá árinu 1976. Hér tekur Fischer við árnaðar- óskum Ernst MUhlemann frá Sviss. Bretinn Sinsburg lávarður fylgist með. Fyrrum ráðherra óttast um líf sitt Bogota. Reuter. FERNANDO Botero, fyrrverandi vamarmálaráðherra Kólumbíu og kosningastjóri Emesto Sampers for- seta, segist óttast um líf sitt og fjöl- skyldu sinnar. Botero hefur sakað Samper um að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína með gróða af fíkniefnasölu. í bréfi, sem skrifað er til þjóðar- innar og birtist í Bogota-blaðinu E1 Tiempo í gær, skýrir Botero frá því að hann hafi sent yngstu böm sín úr landi þar sem hann teldi sig, fjölskyldu sína og aðra vandamenn í lífshættu vegna uppljóstrananna. „í landinu okkar er útilokað að tryggja öryggi fjölskyldu minnar, náinna vina og lögmanna minna,“ ritaði Botero. „Mig langar ekki til þess að verða næsta fómarlamb ofbeldisins en hef þó ákveðið að taka áhættuna svo að þjóðin megi loks vita sannleikann," bætti hann við; í bréfinu ítrekar Botero ásakanir, sem fram komu í viðtölum við hann sem birt vom á tveimur sjónvarps- stöðvum í fyrradag. Þar sagði hann, að Samper hefði ítrekað logið að þjóðinni er hann hefði neitað því að hafa haft nokkra vitneskju um að peningar frá Cali-fiknieftiahringn- um hefðu verið notaðir til að fjár- magna kosningabaráttu sína. Botero heldur því fram, að Hum- berto de la Calle varaforseti, sem er sendiherra á Spáni, hafi hvergi komið nálægt þessum þætti kosn- ingabaráttunnar. Botero lét af embætti varnar- málaráðherra í ágúst sl. Hann var bendlaður við fjármálahneyksli er tengdist kosningabaráttunni og hef- ur setið í fangelsi í herstöð í Bogota frá í ágúst í fyrra. FRAMTÍÐARFARARTÆKI séð með auguni japansks lista- manns. Um er að ræða nokkurs- konar flugvél, eða öllu heldur flugvélaskrokk, sem fer eftir brautum neðanjarðar. Fujita- fyrirtækið japanska kynnir nú þessa nýstárlegu hugmynd sem tálsmenn þess nefna, jarðflug“. Vonast fyrirtækið eftir fjár- hagsstuðningi svo að hægt verði að þróa þessa hugmynd áfram. Samkvæmt henni yrðu byggð göng, um 50-60 metrar í þver- mál, á milli Tókýó og Osaka sem er um 550 km leið. Farartækið, sem knúið yrði túrbóhreyflum, fær á um 600 km hraða á klukkustund og gæti borið um 400 manns. O.J. sakaður um að bera ljúgritni Los Angeles. Reuter. O.J. SIMPSON, leikari og fyrrver- andi íþróttahetja, var í fyrsta sinn yfirheyrður sem eiðsvarið vitni í Los Angeles á mánudag vegna morðsins á fyrrverandi eiginkonu hans, Nicole Brown Simpson, og vini hennar, Ronald Goldman. Mic- hael Brewer, lögfræðingur móður Goldmans, sagði Simpson hafa orðið tvísaga „í nokkrum veiga- miklum málum“ og taldi hann hafa borið ljúgvitni. „Ég hef ekki talið neitt af því sem Simpson hefur sagt hingað til trúverðugt og skoðun mín hefur ekki breyst eftir þennan vitnis- burð,“ sagði Brewer. Simpson var sýknaður af morð- ákærunni fyrir sakadómi í fyrra og hefur alltaf haldið fram sak- leysi sínu en þurfti ekki að bera vitni í réttarhöldunum. Fjölskyldur Nicole Brown Simpsons og Ron- alds Goldmans hafa hins vegar höfðað einkamál á hendur honum og sönnunarbyrðin er þá ekki jafn þung og í opinberri saksókn. í einkamáli er hægt að dæma hinn ákærða sekan ef taldar eru „yfir- gnæfandi líkur“ á sekt hans. Ekki verður þó hægt að dæma Simpson í fangelsi verði hann sakfelldur en hann gæti þurft að greiða fjöl- skyldunum sem svarar hundruðum milljónum króna í skaðabætur. Yfirheyrslumar eru liður í undir- búningi réttarhaldanna og þau hefjast 2. ápríl. Brewer spáði því að yfirheyrslumar tækju fimm til sjö daga. Uppsögii ritarans áfall fyrir Díönu London. The Daily Telegraph. PATRICK Jephson, ritari Díönu prinsessu, sagði upp starfi sínu á mánudag en hann hefur verið nánasti ráðgjafi hennar um átta ára skeið. A sama tíma bíða lög- fræðingar Tiggy Legge-Bourke, bamfóstru sona Díönu og Karls Bretaprins er þeir dvelja hjá föður sínum, svara frá lögfræðingum prinsessunnar vegna kvörtunar Legge-Bourke um að Díana hafí dreift „ósönnum sögusögnum" um hana. Að mati sérfræðinga verður það forgangsverkefni fyrir Díönu að ráða sem fyrst nýjan ritara í stað Jephsons þar sem að viðræð- ur um skilnað við Karl og framtíð- arhlutverk prinsessunnar munu brátt komast á mikilvægt stig. Þetta er annar starfsmaður prinsessunnar er lætur af störfum á skömmum tíma en blaðafulltrúi Díönu, Geoff Crawford, sagði starfi sínu lausu á síðasta ári eft- ir að prinsessan lét BBC taka við sig sjónvarpsviðtal að honum for- spúrðuin. Þegar er búið að finna nýjan blaðafulltrúa og verður greint opinberlega frá ráðningu hans irman skamms. Það gæti þó orðið erfiðara að ráða nýjan rit- ara. Jephson sagði á mánudag að „engin ein ástæða" Iægi að baki uppsögninni og Díana sagði í yfir- lýsingu að henni þætti það „mjög leitt“ að Jephson léti af störfum. Jephson hefur staðið við hlið Díönu í hveiju erfiðu málinu á fætur öðru en hann er sagður hafa íhugað uppsögn eftir sjón- varpsviðtalið þar sem honum var ekki heldur sagt frá því fyrirfram. Uppsöfnuð óánægja „Þetta hefur verið að safnast upp,“ segir heimildarmaður. „Það kom að því að Patrick taldi nóg komið. Hann hefur verið prinsess- unni einstaklega traustur um margra ára skeið og það er mik- ið áfall að hann hætti." Á sama tíma hafa lögfræðing- ar Legge-Bourke farið þess á leit að prinsessan dragi ummæli um hana til baka. Ummælin á Díana að hafa látið falla jafnt í símtölum sem beinum samtölum. Mun vera um mjög persónulegar ásakanir að ræða er Legge-Bourke er sögð hafa tekið afar nærri sér. „Þetta voru mjög óþægilegar ásakanir og algjör þvæla," sagði einn vina hinnar þrítugu barnfóstru. Legge-Bourke er sögð hafa leitað ráða hjá lögfræðingum eft- ir að bresk dagblöð fengu upplýs- ingar um ásakanimar. Ritaði lög- fræðingur hennar, Peter Carter- Ruck, þá helstu ritstjórum blaða bréf. Lögfræðingum Díönu mun einnig hafa verið sent bréf þar sem hún er beðin um að draga ásakanimar til baka en ekkert svar mun enn hafa borist. Ef ummælin verða ekki endurtekin er talið víst að Leggc-Bourke muni láta málið niður falla frekar en að höfða mál. Reuter Fischer forseti Evrópuráðsins Strassborg. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.