Morgunblaðið - 24.01.1996, Page 23

Morgunblaðið - 24.01.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 23 Morgunblaðið/Ámi Sæberg VERK eftir Kaffe Fassett sem getur að líta 1 Hafnarborg. Góð aðsókn að sýningu Kaffe Fassetts Brúar kynslóðabilið ÓVENJU góð aðsókn hefur verið að sýningu bandariska prjónahönnuðarins Kaffe Fassetts í Hafnarborg, að sögn Petrúnar Pétursdóttur for- stöðumanns safnsins, en um sjö þúsund manns stungu þar við stafni á fyrstu tveimur vikum sýningarinnar. Henni lýkur 19. febrúar. Að sögn Petrúnar stefnir í aðsóknarmet í Hafnarborg, en sýningin hefur farið mikla sig- urför um heiminn og hlotið metaðsókn, hvarvetna sem hún hefur verið sett upp, að Ástral- íu undanskilinni. „Fólk prjónar víst ekki mikið á þeim slóð- um,“ segir Petrún. Höfðar til breiðs hóps Petrún telur að þessar góðu viðtökur stafi öðru fremur af því að sýning Fassetts höfði til breiðari hóps en flestar listsýn- ingar. „Sýningargestir eru að stórum hluta konur en annars virðist fólk á öllum aldri hafa áhuga á handavinnu sem þess- ari. Það komu meðal annars fjórir ættliðir saman að skoða sýninguna nýverið, þannig að hún virðist brúa kynslóðabilið. Síðan vekur það vissulega at- hygli að verkin skuli vera unn- in af karlmanni." Leikfélag Reykjavíkur Manna- og skipulags- breytingar verða gerðar LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur auglýst lausar stöður leikara og leikstjóra á föstum samningum frá og með næsta leikári en um er að ræða samninga til tveggja ára sem framlengj- ast um ár í senn sé þeim ekki sagt upp sex mánuðum fyrir upphaf nýs leik- árs. Viðar Egg- ertsson, verð- andi leikhús- stjóri, sagði í samtali við blaðamann viðbúið að það yrðu ein- hveijar mannabreytingar þegar hann tæki við hjá leikfélaginu á næsta leikári. „Það verða vissulega mannabreytingar með nýjum áherslum en hvetjar þær verða eða hversu miklar get ég ekki sagt um að svo komnu máli. Það hafa þegar verið gerðar ákveðnar skipulags- breytingar í húsinu. Ég hef ráðið aðstoðarleikhússtjóra, leiklistar- ráðunaut og markaðsstjóra. Einnig hafa verið gerðar ákveðnar breyt- ingar í daglegri stjórn hússins sem eiga að miða að því að gera hana skilvirkari. Einnig verða breytingar í listrænni stjórn hússins sem eru óhjákvæmilegar með nýjum leik- hússtjóra. Að öðru leyti er lítið um þessar breytingar að segja á þessu stigi málsins.“ Þau þijú sem hafa verið ráðin til leikhússins í fyrrnefndar stöður eru Sigrún Valbergsdóttir, aðstoðar- leikhússtjóri, Bjarni Jónsson, leik- listarráðunautur, og Álfrún G. Guð- rúnardóttir, makaðsstjóri. ------» ♦ ♦---- Viðar Eggertsson Nýjar hljómplötur • NÝLEGA kom út geisladiskur- inn Sortner du skyí Danmörku með hljómsveitinni Klakka. í Klakka eru Maria Bisgaard, Nína Björk Eliasson, Martin Brenghej og Hasse Poulsen. Hljómsveitin var stofnuð fyrir þremur árum. Leikur hennar ein- kennist af blandaðri tónlist: klass- ík, djass og þjóðlögum meðal ann- ars. Lögin eru flutt bæði á ís- lensku og dönsku. Nína Björk Eliasson hefur samið lög við ljóð nöfnasinnar Nínu Bjarkar Arna- dóttur. Að auki eru íslensk þjóðlög á disknum. Dönsku lögin eru eftir Hasse Poulsen samin við ljóð eft- ir Simon Grotrian og Lene Henningsen. Sigrún Guðbrandsdóttir hann- aði umbúðir geisladisksins. Útgef- andierAV-ARTrecords, en bóka- forlagið Borgen dreifir disknum í bókabúðir. Hér á landi fæst hann hjá Japis. MARAÞON EXTRA sannar sig BEST í þvottavélum íslendinga! Kröfuharðir lslendingar vita að Maraþon Extra þvær framúrskarandi vef7 Hlutlausar samanburðarprófanir hafa mælt það og sannað. Maraþon Extra er framleitt með hliðsjón af eiginleikum íslenska vatnsins til að uppfylla ströngustu gæðakröfur og það er auk þess svo drjúgt að einn pakki dugar í allt að 50 þvotta. Maraþon Extra er sannarlega jafngott og ódýrara en leiðandi erlent þvottaefni á markaðinum. Láttu Maraþon Extra sanna sig í þvottavélinni þinni! 4fi!í!s) ^EIGIHLEIKA^ ÍSLENSKA VATNSINS YDDA F45.29/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.