Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
UNGLINGAR OG VÍMUEFNI
• Refsing mest 10 ára fangelsi • Lögreglan þarf þjálfun • Vísir að skipulagðri
glæpastarfsemi® Bjór jók unglingadrykkju • Sérmeðferð fyrir unglinga mikilvæg
aðgerðum, ört vaxandi fíkniefnavanda sem
tortími lífí fjölda íslenskra ungmenna. Ragn-
hildur Sverrisdóttir var á fundinum, þar
sem frummælendur voru þeir Jón Friðrik
Sigurðsson, sálfræðingur hjá Fangelsismála-
stofnun, Bjöm Halldórsson, yfírmaður fíkni-
efnalögreglunnar og Einar Gylfí Jónsson,
deildarstjóri forvamadeildar SÁÁ.
„Látum ekki fíkniefni tortíma bömum okk-
ar“ var yfírskrift fundar, sem Sjálfstæðisfé-
lag Seltiminga hélt í síðustu viku. Pjölmennt
var á fundinum, en Seltimingar hafa áður
látið þessi mál til sín taka. Þannig sam-
þykkti bæjarstjómin ályktun í desember, þar
sem skorað er á ríkisstjómina að mæta þeg-
ar í stað, með kröftugum og raunhæfum
Dæmi um heimsend-
ingu á fíkniefnum
„REFSING í fíkniefnamálum er
mest 10 ára fangelsi. Þá er miðað
við stærstu brot, stórfelldan inn-
flutni'ng og dreifingu," sagði
Björn Halldórsson, lögreglufull-
trúi og yfirmaður fíkniefnalög-
reglunnar, á fundinum á Seltjarn-
arnesi.
Björn sagði að fíkniefni hefðu
fyrst skotið upp kollinum hér á
landi um 1970 og þá voru það
kannabisefni og LSD. Á árunum
1980-1983 hefði amfetamínið fest
sig í sessi, kókaíns hefði orðið
vart fyrst á árunum 1985-1987
og árið 1992 hefði E-taflan
(ecstacy) fyrst komið á íslenskan
markað. „Kókaín er dýrt efni og
mest notað af hópum, sem lög-
reglan hefur lítil afskipti af,“
sagði Bjöm. „LSD kemur í sveifl-
um, hverfur stundum nær alveg,
en kemst í tísku þess á milli.“
Björn segir að lögreglumenn,
sem séu sérþjálfaðir til rannsókn-
ar fíkniefnamála, starfi aðeins í
Reykjavík. „Það þarf að þjálfa
menn sérstaklega til starfa, því
fíkniefnamálin koma ekki í ljós
af sjálfu sér. Það þarf að leita
þau uppi og safna upplýsingum
frá þeim sem eru í þessum heimi.“
Vantar stefnumörkun
Björn sagði að skilgreina þyrfti
þann vanda sem við væri að kljást.
„Það vantar stefnumörkun að of-
an, plagg frá Alþingi, ríkisstjórn
eða ráðuneytum, þar sem vandinn
er skilgreindur, hveijir eigi að
taka á honum og hvernig. Nú lít-
um við mjög til nýrra lögreglu-
laga, en frumvarp þess efnis er í
smíðum. Við vonum að nýju lögin
auðveldi okkur að samræma lög-
reglustarf um allt land. Dóms-
kerfinu hefur þegar verið breytt,
svo það er hraðvirkara en áður
og vonandi tryggja nýju lögreglu-
lögin einnig breytingar í þá veru.“
Björn sagði að fíkniefna-
markaðurinn hefði breyst undan-
farin ár. „Neytendur, seljendur
og innflytjendur verða æ yngri.
Salan hefur líka breyst og núna
eru meira að segja dæmi um
heimsendingu á fíkniefnum. Sölu-
mennirnir eru með símboða og
farsíma, svo alltaf sé hægt að ná
í þá og að þessu leyti er kominn
upp vísir að skipulagðri glæpa-
starfsemi. Þá hefur áhugi útlend-
inga á íslandi sem stað fyrir
brotastarfsemi aukist, líkt og hjá
þjóðunum í kring, og það gæti
breytt fíkniefnamarkaðnum enn
frekar."
í svari við fyrirspurn sagði
Björn, að fíkniefnalögreglan næði
ERINDI frummælendanna þriggja vöktu mikla athygli fundargesta.
Fylgir hvorki
stétt né stöðu
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BJORN Halldórsson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, sagði að
þjálfa þyrfti fleiri lögreglumenn til að vinna að fíkniefnamálum.
„NEYSLA fylgir hvorki stétt né
stöðu. Það er mjög undarlegt að
verða vitni að því þegar venjulegur
unglingur frá góðu heimili leiðist út
í neyslu. Það er eins og að sjá flugu
festast í kóngulóarvef. Unglingarnir
ætla sér auðvitað ekki að ánetjast,
en fá ekki við neitt ráðið,“ sagði Jón
Friðrik Sigurðsson, sálfræðingur hjá
Fangelsismálastofnun, í framsögu-
erindi sínu.
„stórlöxum" í fíkniefnaheiminum
af og til, en ekki bara „senditík-
um“. Stórlaxarnir veltu milljónum
eða tugum milljóna á ári, en það
fé væri forgengilegt og nýttist
þeim ekki endilega til eignamynd-
unar. Því væri ekki víst að
hugsanleg samvinna skattrann-
sóknarstjóra og fíkniefnalögreglu
skilaði árangri að þessu leyti. Þá
væri oft mjög erfitt að sanna fjár-
mögnunartengsl í fíkniefnaheim-
inum og sönnunarbyrði gjarnan
erfiðari í þessum málum en mörg-
um öðrum.
E-taflan ekki eftir dópmunstri
Aðspurður um hugsanlegar
skýringar á vinsældum E-töflu
hjá unglingum, sem aldrei myndu
neyta annarra fíkniefna, svaraði
Björn að e.t.v. væri skýringin sú
að E-taflan líkist hveiju öðru lyfi,
en ekki því dópmunstri þegar
kokkað væri í pípu, amfetamín
skorið o.s.frv.
Björn sagði að upplýsingar
fíkniefnalögreglunnar hnigu allar
í þá átt, að E-tafla, sem er ná-
skyld amfetamíni, væri ekki fram-
leidd hér á landi, heldur eingöngu
flutt inn. Einhverjar sögur gengju
um framleiðslu hér á landi, en þar
væri ekkert fast í hendi.
JAFNINGJA-
FRÆÐSLA
JAFNINGJAFRÆÐSLA í
framhaldsskólum er sam-
vinnuverkefni Félags fram-
haldsskólanema og mennta-
málaráðuneytis. Jafningja-
fræðslan er tilraunaverkefni
um fíknivarnir í framhalds-
skólum og felst í því að nem-
endur vinna sjálfir að við-
horfsbreytingu meðal fram-
haldsskólanema til neyslu
tóbaks, áfengis og annarra
fíkniefna.
Auk þess markmiðs að
breyta viðhorfi og draga úr
neyslu tóbaks, áfengis og
annarra fíkniefna er jafn-
ingjafræðslunni ætlað að
efla vitund framhaldsskóla-
nema um áhættu áfengis- og
fíkniefnaneyslu og auka
þekkingu þeirra á skaðsemi
hennar. Stuðla á að því að
framhaldsskólar setji sér
stefnu í áfengis- og fíkni-
efnamálum og leitað verður
leiða til þess að aðstoða nem-
endur sem eiga í erfiðleikum
vegna áfengis- og fíkniefna-
neyslu.
Kostir Jafningjafræðsl-
unnar eru taldir þeir, að
jafnaldrar eða skólafélagar
geti oft haft meiri trúverð-
ugleika gagnvart félögunum
en t.d. foreldrar. Vinahópur
hafi mikil áhrif á lífsstíl
unglinga og þar á meðal á
áfengis- og fíkniefnaneyslu.
Jafningjafræðslan stend-
ur fram að komandi vori,
en þá verður reynt að meta
árangur verkefnisins. Ef
sýnt þykir að það beri
árangur verður unnið að
fræðslunni áfram.
Jón Friðrik byijaði erindi sitt á
að vitna til könnunar um tengsl af-
brota og vímuefnanotkunar. „Afbrot
verða æ algengari eftir því sem fíkni-
efnaneysla er meiri. Samkvæmt
könnunum hafa 75% fanga á aldrin-
um 16-25 ára neytt flkniefna,“ sagði
Jón Friðrik. Hann benti á að kannan-
ir sýndu einnig að 5% grunnskóla-
unglinga, 15 og 16 ára, neyttu fíkni-
efna, en 20% 16-20 ára framhaids-
skólanema.
Talið við unglinga sem
jafningja
Jón Friðrik gaf foreldrum nokkur
ráð um hvemig ætti að bregðast
við, ef unglingurinn sýndi þess merki
að vera að fara inn á braut vímuefna-
notkunar. „Talið við unglinginn sem
jafningja, setjið ykkur í hans spor,
notið spurningar í stað fullyrðinga
um hvað sé- rétt eða rangt og leggið
áherslu á það sem er jákvætt í fari
hans.“
Jón Friðrik sagði að unglingur í
neyslu væri gagntekinn af reiði, sem
beindist gegn foreldrum sem ekki
skildu hann. „Unglingurinn er upp
á kant við allt og alla og reiðin er
mjög erfið, flókin og illviðráðanleg
tilfínning. Hún getur brotist út í
ofbeldi gagnvart öðrum, eða gagn-
vart unglingnum sjálfum, sem skað-
ar sig. Viðbrögð við reiði eru oft
óraunsæ og óréttlát. Reiði unglings-
ins kemur fram í námserfiðleikum,
skrópi, gagnrýni á foreldra,
skemmdarverkum, ofbeldi og fíkni-
efnaneyslu.“
Jón F’riðrik sagði mikilvægt að
benda unglingnum á að það hafí
fleiri neikvæðar hliðar en jákvæðar
að missa stjórn á skapi sínu. „Það
þarf að kenna unglingnum að hugsa
áður en hann framkvæmir, gefa sér
tíma til að hafa stjórn á sér ef hann
reiðist og hugsa um hvað er honum
sjálfum fyrir bestu."