Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKU DAGUR 24. JANÚAR 1996 27 UNGLINGAR OG VÍMUEFNI BEKKURINN var þétt setinn á fundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga um unglinga og fikniefni. Meðalaldur neytenda 121/? ár eftir áratug? UMMÆU OG VIÐHORF „EFTIR tíu ár gæti meðalaldur þeirra, sem byija að drekka, verið kominn niður í 12V2 ár. Fyrir tíu árum var meðalaldurinn 15 ár, nú er hann 14 ár. Hver segir að botninum sé náð?“ spurði Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur og deildarstjóri forvarnadeildar SÁA, í erindi sínu á fundi Sjálfstæðisfé- lags Seltirninga. Einar Gylfi sagði að áfengis- neysla unglinga hefði aukist mjög eftir að bjórsala var leyfð, framboð vímuefna væri fjölbreytt og þau væru nú hluti af veruleika ungl- inga. „Bjórinn bættist ekki bara við fyrri drykkju, heldur jókst drykkja á sterku áfengi einnig. Hálfu ári eftir að bjórinn var leyfð- ur drukku 13-19 ára unglingar 40% meira en áður. Sú þróun hef- ur svo haldið áfram.“ Einar Gylfi sagði að eitt sinn hefði hassneysla verið bundin við fáa háskólanema, en dópsalarnir, líkt og fataframleiðendur, hefðu fljótlega uppgötvað unglinga sem neytendahóp. „Nú hefur ecstacy (E-tafla) bæst í hópinn og ungl- ingar hafa ótrúlegar ranghug- myndir um skaðleysi efnisins. Það er stórhættulegt. Aðgengi ungl- inga að áfengi og fíkniefnum er með ólíkindum, því þeir geta nálg- ast þetta á öllum tímum sólar- hringsins." Einar Gylfi sagði að unglingar nú væru ekkert verri en næsta kynslóð á undan hefði verið. „Fyr- ir einni kynslóð þurftu fæstir 16 ára un'glingar að taka afstöðu til þess hvort þeir vildu fíkniefni. Þau voru almennt ekki í boði. Og ef við gætum hækkað aftur meðalald- ur þeirra sem byija að drekka og nota önnur fíkniefni um tvö ár, þá leystum við mikinn vanda.“ Félagarnir mesti áhrifavaldurinn „Félagarnir eru mikilvægasti áhrifaþátturinn, þegar unglingur byijar neyslu. Það er áberandi, að unglingur í neyslu telur neysluna almennt miklu útbreiddari en hún er, telur hana almennt viðurkennda meðal unglinga, er sannfærður um að aðrir félagar neyti, eða að þeir neyti enn meira en þeir gera. Það eru einnig áhættuþættir ef foreldrar nota áfengi eða önnur vímuefni, eða eru umburðarlyndir gagnvart neyslu unglinga. Ofgar í uppeldi, annað hvort ofstjórn eða linkind, veldur einnig áhættu, en jafnframt er slæmt ef samverustundir foreldra og barna eru fáar.“ Vísað úr skóla vegna drykkju Einar Gylfi segir viðhorf samfé- lagsins ýta undir neyslu unglinga. Hann nefndi dæmi frá eigin æsku, þar sem þremur skólafélögum hans var vísað úr skóla, vegna þess að þeir voru ölvaðir, þótt það hefði verið utan skólalóðar og skólatíma. „Þetta myndi ekki ger- ast í dag og fullorðið fólk skiptir sér ekki af ölvuðum unglingum, þótt það séu börn nágranna eða kunningja. Við þurfum að efla vitund skólanna, félagsmiðstöðv- anna og íþróttafélaganna, svo þar sé ekkert umburðarlyndi gagnvart neyslunni og áhrifamáttur þessi aðila nýtist í baráttunni gegn vímuefnanotkun. Við þurfum einnig að efla umræðu unglinga í 7. og 8. bekk grunnskólans, þar sem enn er mjög sterk mótstaða gegn neyslu og foreldrar þurfa að fá fræðslu." I svari við fyrirspurn úr sal, eft- ir að framsöguerindum lauk, sagði Einar Gylfi að misnotkun áfengis væri almennt undanfari vímuefna- notkunar. Hann lýsti óánægju með þær hugmyndir að lækka áfengis- kaupaaldur og sagði að þar sem það hefði verið gert, til dæmis í Bandaríkjunum, hefði aldurinn verið hækkaður á ný vegna slæmr- ar reynslu. Brýnna væri að hækka forræðisaldur í 18 ár en lækka áfengiskaupaaldur. Mikilvægt að bjóða unglingum sérstaka meðferð Einar sagði einnig að hér á landi væru hlutfallslega fleiri sjúkrarúm undir áfengissjúklinga en hjá ná- grannaþjóðum. Hins vegar hefðu það verið mikil vonbrigði þegar Tindum, meðferðarheimili fyrir unglinga, var lokað. Aðspurður hvort skaðlegt væri fýrir unglinga að vera í meðferð með mun eldra fólki svaraði hann, að mjög mikil- vægt væri að bjóða unglingum upp á sérstaka meðferð. Það væri þó athyglisvert, að á meðan Tindar störfuðu hafi jafn margir ungling- ar leitað þangað og til SÁÁ. Með- ferðin hjá SÁÁ hentaði sumum unglingum vel. Einar Gylfi sagði að unglingar í neyslu gætu leitað hjálpar víða, til dæmis hjá Rauða krossinum, Vímulausri æsku, ráðgjöfum SÁÁ, göngudeild Tinda og Félagsmála- stofnun. ■ „EF allir unglingarnir, sem eiga í vanda vegna vímuefna- neyslu, væru í hrakningum á Vatnajökli væri ekkerttil sparað að koma þeim til hjálpar. Eg sé í anda sjálfboðaliðana streyma út úr hveiju húsi og allar fjár- hirslur opnast. En þessir ungl- ingar eru ekki svo sýnilegir og því er auðvelt að loka augunum. Þetta kemur ekki fyrir minn ungling, heldur einhvern annan. Og það er endalaust hægt að spara á þessu sviði og engin ástæða til að senda út björgun- arlið. Ráðamenn sneiða bara hjá miðbænum á kvöldin og um helgar. Ef þeir sjá ekki vandann, er ekki vandi.“ ■ „ÞAÐ er gífurlegt magn af hassi í umferð. Þegar framboðið er svo mikið skyldi maður ætla að verðið lækkaði. Það hefur ekki gerst, heldur leggja dópsal- arnir áherslu á að stækka mark- aðinn. Þess vegna eiga þrettán ára börn allt í einu greiðan að- gang að hassi, alveg jafn greiðan og að landanum. Og dópsalarnir eru jafnaldrar þeirra.“ ■ „ÞAÐ hefur verið afneitun á hassi, en núna, þegar E-taflan bætist við, þá er eins og menn vakni. Ég þekki marga sem hafa veikst mikið af að taka eitthvað, sem þeir hafa haldið að væri E-pillur. Þeim hefur verið selt rottueitur." ■ „ÞRETTÁN ára strákur sem ég þekki segir hiklaust að það sé ekkert mál að reykja hass. Það sé náttúruefni og beinlínis hollt, alla vega miðað við tóbak, sem valdi krabbameini og krans- æðastíflu. Það þýðir ekkert að benda honum á að tóbakið er auðvitað náttúruefni líka, þótt það geti drepið þig. Svona rang- hugmyndir um hassið eru regla fremur en undantekning hjá unglingum." ■ „ÁTJÁN ára dóttir mín kom til mín fyrir nokkrum dögum og sagði mér að hún væri að fara í meðferð. Hvorki ég né pabbi hennar höfðum hugmynd um að hún ætti í vanda. Hún hafði allt- af staðið sig mjög vel í skóla og var óskadóttirin á allan hátt. Samt lenti hún í þessu og núna er hún á Vogi. Það geta allir lent í þessu.“ ■ „MAÐUR nokkur ætlaði að útvega sér spíra til að nota út í kokteilinn í fímmtugsafmælinu. Vinur hans tannlæknirinn, sem var vanur að útvega slíkt, átti engan sþíra. Nú voru góð ráð dýr, enda afmælisdagurinn runn- inn upp, laugardagur og vínbúðir lokaðar. Unglingurinn á heimil- inu lyfti símanum og skömmu síðar var landinn kominn, afhent- ur við dyrnar. Það var jafn mikið mál fyrir unglinginn að panta landa og að panta sér pizzu.“ ■ „FYRIR tveimur árum kom fulltrúi fíkniefnalögreglunnar á fund með okkur foreldrum ungl- inganna. Þá var ekki minnst einu orði á E-pillu, hún þekktist varla, en núna eru þessi krakkar okkar komnir í menntaskóla, þar sem E-pillan tröllríður öllu. Hvernig eiga foreldrar að geta varast þetta, ef alltaf koma nýjar teg- undir? Verður eitthvað allt annað vinsælast eftir önnur tvö ár? Kannski heróín eða krakk, sem þekkist varla núna?“ ■ „ÞAÐ hefur verið svo mikið af E-töflum undanfarið að það ganga sögur af unglingum sem fara niður í bæ um helgar og tína upp pillur, sem aðrir hafa misst. Þessir unglingar eru með fullar lúkur af dópi eftir kvöldið. Þetta eru nútíma þjóðsögur, sem unglingarnir okkar skemmta sér við að segja hver öðrum á kvöld- in og þykir ekki tiltökumál." ■ „VINKONA mín vinnur á skemmtistað í Reykjavík. Hún sagði mér að þar væri farið að selja vatnið, af því að enginn keypti lengur áfengi. Það væru allir á E-töflum. Ég trúði þessu varla, svo ég fór einu sinni með manninum mínum á þennan skemmtistað. Við vorum þar í næstum tvo tíma, en sáum varla neinn kaupa áfengi. Það var vatnslaust í krönum á baðher- bergi og krakkarnir keyptu vatn á barnum. Sala ÁTVR á áfengi til þeirra staða, þar sem E-taflan er vinsælust, hlýtur að hafa hrunið. Er ekki hægt að kanna þetta og ráðast beint að þessum stöðum?“ FélagLöggh.tra Bifreiimsai.a BÍLATORG FUNAHÖFDA V S: SS7-7777 Félag Löggiltra Bifreioasala Cadillac Eldorado árg. '81, gulur. Einn virðulegur með öllu. Verð 930.000, Ford Econoline 250 4WD árg. '90, hvít- ur, 30" dekk, svefnbekkur.6 cyl. 300 EFI. Bíll með mikla möguleika, Verö 2.180.000. Skipti. Mercedes Benz 260E árg. '92, blásans., ríkulega útbúinn bíll, ek. 80 þús. km. Verð 3.750.000. Skipti. Hyundai Pony 1500 GLSi árg. '93, grænsnans., ek. 28 þús. km. Verð 690.000. Peugeot 205 árg. '95, rauður, ek. 25 þús. km. Verð 860.000. MMC Pajero Superwagon árg. '91, grásans./blásans., sjálfsk., sóllúga, 31" dekk, álfelgur, ek. 86 þús. km. Verð 2.100.000. Skipti, ástandsskoðun. Chevrolet Blazer árg. '91, blásans., sjálfsk., álfelgur, ABS. Gullfallegur bíll. Verö 2.180.000. Skipti á dýrari. Ástandsskoöun. Toyota Landcruiser GX árg. '95, vínrauður/grár, sjálfsk., 33" dekk, álfelg- ur, ek. 36 þús km. Verð 4.600.000. Skipti á ódýrari. Opel Omega 3.0 árg. '95, blásans., bill meö öllum aukahlutum sem, hægt er að fá. Sjón er sögu ríkari. Ek. 16 þús. km. Verð 3.950.000.1.000 I. af bensíni fyigja Subaru Legacy 2000 Artic árg. '92, hvítur, álfelgur, sjálfsk. Gullfallegur blll. Verð 1.590.000. Skipti, góð kjör, ástandsskoöun. MMC Galant 2000 GLSi 4WD árg. ‘92, hvítur. Gullfallegur bíll, ek. 89 þús. km. Verð 1.330.000. Skipti á dýrari. Ástandsskoöun. Toyota 4Runner árg. '91, rauður, 35" dekk, upphækkaður. ek. 85 þús. km. Verð 2.250.000. Fallegt eintak. Skipti á ódýrari. MIKIÐ URVAL AF BILUM - GREIÐSLUKJOR EÐA SKIPTI VIÐ ALLRA HÆFI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.