Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 41
GZJÐLA UG
HÓLMFRÍÐUR
JÓNASDÓTTIR
+ Guðlaug Hólmfríður Jónas-
dóttir fæddist á Bakka í
Fljótum 10. október 1901. Hún
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 16. janúar síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Akureyrarkirkju 23. janúar.
PERSÓNA Guðlaugar ömmu var
stórbrotin og einkenndist af kjarki
og heiðarleika. Hún hafði mikil og
góð áhrif á okkur systkinin, enda
ólumst við upp í nánu samneyti við
hana og var sjaldan eitthvað um
■ að vera án þess að hugsað væri um
I hvort Guðlaug amma gæti verið
með okkur. Okkur langar að minn-
ast hennar með örfáum orðum, en
minningarnar hrannast upp núna
þegar hún er látin og engan veginn
hægt að gera þeim tæmandi skil í
minningargrein.
Guðlaug amma og Þórhallur afi
kynntust í Eyjafirði og hófu búskap
| á Hrafnagili í Eyjafirði. Einnig
j bjuggu þau á Grund í Eyjafirði og
á Völlum í Svarfaðardal, en fluttu
' til Akureyrar 1946 og byggðu sér
hús í Glerárgötu 18. Bar það hús
og allt umhverfi þess glöggt vitni
um myndarskap ömmu, enda eyddi
hún ófáum stundum í ræktun á
garðinum við húsið. Var þetta einn
af best hirtu görðum bæjarins og
minnumst við þess að fólk dáðist
að hve mikil rækt var í blómum hjá
( henni bæði utan dyra og innan. Hún
( kenndi okkur að bera virðingu fyrir
umhverfinu og að skemma hvorki
eigur okkar né annarra. Þegar Þór-
hallur afi lést 1959 seldi amma
neðri hæðina í Glerárgötu og keyptu
foreldrar okkar hana og varð því
mikill samgangur milli okkar og
ömmu.
Guðlaug amma var húsmóðir
lengst framan af og sagði hún okk-
ur margar sögur af því hvernig
1 húsmóðurstarfið var hjá henni í
i sveitinni og hvernig lífsbaráttan var
I háð „í gamla daga“. Þegar raf-
magnið var rétt að verða sjálfsagð-
ur hlutur á hverju heimili og engin
„galdra-rafmagnstæki“ voru til. Við
barnabörnin og seinna okkar börn
sóttumst eftir að heyra þessar sög-
ur og vildum við gjarnan heyra þær
aftur og aftur. Þær einkenndust
allar af því að kenna okkur vinnu-
semi og það að enginn væri meiri
en sá sem legði sitt af mörkum til
1 heimilisins og allir ættu að hjálpast
að við það. Guðlaug amma gerði
miklar kröfur til sín og einnig til
annarra, enda varð vinnudagurinn
oft langur því börnin hennar voru
mörg og heimilið stórt. Seinna, þeg-
ar þau voru flutt að heiman og
höfðu stofnað sín heimili, var amma
alltaf tilbúin að hjálpa til ef á þurfti
að halda og taldi aldrei eftir þann
tíma sem fór í það.
Seinna hóf Guðlaug amma að
starfa við saumaskap í verksmiðju
Sambandsins og starfaði þar fram
til sjötugs. Meðan amma starfaði
þar var hún trúnaðarmaður hjá Iðju,
félagi verksmiðjufólks, og tók með-
al annars þátt í samningaviðræðum
um kaup og kjör. Ninna amma
starfaði líka við saumaskap í verk-
smiðju Sambandsins og er ánægju-
legt að minnast þess hve þær voru
samrýndar og góðar vinkonur þó
þær væru mjög ólíkar persónur.
Báðar voru þær yndislegar ömmur
og samtaka um að leiðbeina okkur
systkinunum og hjálpa okkur á all-
an þann hátt sem þær gátu. Þær
voru báðar komnar á Dvalarheimil-
ið Hlíð þegar þær létust núna í jan-
úar með minna en viku millibili og
er það skrýtin tilhugsun fyrir okkur
systkinin að núna eru engar ömmur
á Akureyri sem hafa ánægju af að
fá okkur til sín. Því ætíð hefur ver-
ið mjög ofarlega í huga okkar að
sýna þeim umhyggju og ræktarsemi
og gera það sem við höfum getað
fyrir þær.
Guðlaug amma hafði mikla
ánægju af hannyrðum og kom það
sérstaklega í ljós þegar hún hætti
að vinna úti og hafði meiri tíma til
að sinna sínum hugðarefnum. Kom
þá í ljós mikið listfengi hjá henni
og breytti hún gjarnan munstrum
og litum eftir sínum smekk. Hún
gaf gjarnan ættingjum sínum hann-
yrðaverkin og eru mörg þessara
verka hrein listaverk og dýrgripir
fyrir þá sem þau eiga. Amma hafði
líka mikið yndi af að ferðast og
þekkti landið mjög vel. Við systkin-
in buðum ömmu gjarnan með okkur
ef farið var í ferðalög og/eða sum-
arbústaði. Mjög minnisstæðar eru
allar vikurnar á Illugastöðum með
ömmu, en oft var farið þangað þeg-
ar við vorum lítil. Síðan var sá hátt-
ur tekinn upp aftur síðustu árin og
hittumst við systkinin og okkar fjöl-
skyldur þá í sumarbústaðnum og
buðum ömmunum með. Þessar
samverustundir í sumarbústaðnum
eru ógleymanlegar, mikið var skraf-
að, spilað og leikið sér, en hannyrð-
imar voru ekki langt undan hjá
ömmu, því aldrei féll henni verk úr
hendi. Síðasta ferðalagið sem amma
fór í var ferð í Bárðardalinn síðast-
liðið sumar, en amma hafði lengi
talað um að hún hefði ekki komið
þangað. Aðdáunarvert var hve
amma var dugleg að framkvæma
hluti sem hana langaði til þó oft
væri það frekar af vilja en mætti
síðustu árin.
Guðlaug amma var mjög ættræk-
in og minnug á öll ættartengsl og
sagði okkur gjarnan hver væri
skyldur hveijum og hvernig. Hún
vildi halda góðu sambandi við ætt-
ingja bæði náskylda og fjarskylda
og vildi gjaman að við heimsæktum
frændfólk sem við höfðum aldrei
séð til að kynnast því. Mjög ánægju-
legt var að geta farið með henni á
ættarmót síðastliðið sumar og hitta
ættingjana.
Guðlaug amma var stórglæsileg
kona og bar sig á allan hátt með
mikilli reisn og var sérstaklega tal-
að um hve íslenski búningurinn fór
henni vel. En það var alveg sama
hveiju amma klæddist, nýju eða
gömlu, hún var alltaf jafn fín.
Amma var metnaðarfull kona, bæði
fyrir sína hönd og annarra og þar
á meðal okkar. Hún kenndi okkur
að vera iðjusöm og að njóta lífsins
en ekkert væri eðlilegra en að hafa
þyrfti fyrir hlutunum.
Guðlaug amma var afar sátt við
sitt hlutskipti í lífinu þótt líf hennar
hefði ekki alltaf verið auðvelt.
Amma og afi misstu tvö barna sinna
og við það myndast sár sem aldrei
gróa. Gott var að eiga ömmu að
þegar Helgi bróðir dó, því hún
þekkti vel til sáranna sem myndast
við að missa ástvin.
Elsku Guðlaug amma, við þökk-
um þér fyrir allar yndislegu sam-
verustundirnar, alla góðvildina og
umhyggjusemina og allt sem þú
kenndir okkur að lifa eftir. Við
þökkum fyrir að fá að hafa þig
svona lengi hjá okkur. Far þú í friði.
Sölvi, Ásta, Gunnlaug,
Þórhallur, Kristín,
Vilhelm og fjölskyldur.
Að þú sért dáin amma mín er
skrýtin tilhugsun. Þótt við vitum
að enginn sé eilífur og árin þín orð-
in mörg þá varstu alltaf þarna og
manni fannst að þannig yrði það
alltaf.
Fyrir mörgum árum þegar ég
kom inn í fjölskyldu þína sem
tengdadóttir Auðar, dóttur þinnar,
spurði ég þig hvort ég mætti ekki
kalla þig ömmu og þó að þú ættir
mörg ömmubörn fyrir var það sjálf-
sagt, Síðan hefur þú verið mín eina
amma með allri þinni hlýju og visku
sem ömmur hafa.
Þú hafðir frá svo mörgu að segja
og miðla af þinni löngu ævi. Þú
fylgdist svo vel með okkur öllum,
hvað við værum að gera, hvað böm-
in okkar væru að gera og hvernig
okkur liði. Þú varst kannski ekki
alltaf sammála því sem við, yngra
fólkið, vorum að gera en þú lést
það bara í ljós á þinn hátt.
Alltaf varst þú að gera eitthvað,
ekki þýddi að sitja aðgerðarlaus og
horfa út í loftið. Oft várstu að
ptjóna eða hekla og þá gjarnan að
nýta afganga, en nú síðustu árin
fórstu að mála og sauma út dúka
og myndir sem eru hreinustu lista-
verk. Alveg er ég viss um það,
amma mín, að ef þér hefðu boðist
öll þau tækifæri sem okkur bjóðast
í dag, þegar þú varst ung, þá hefð-
ir þú orðið einhvers konar listakona.
Aldrei man ég eftir að þú segðir
við mig styggðaryrði, en ýmislegt
sem þú sagðir mér um líf og sam-
skipti fólks hefur reynst rétt. Elsku
amma mín, ég mun geyma minning-
una um kærleik þinn og hlýju alla
tíð og það munu Kári og strákarnir
mínir líka gera.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Hrafnhildur.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON
vélstjóri,
Framnesvegi 63,
lést á heimili sínu 9. janúar sl.
Að ósk hans fór útförin fram í kyrrþey.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Unnur Fjóla Jóhannesdóttir,
Þorgeir Þorsteinsson, Tanja Þorsteinsson,
Jóhannes Þorsteinsson, Valgerður Einarsdóttir,
Oddfríður Halla Þorsteinsdóttir, Christopher Evans,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vin-
áttu við andlát og útför
HARALDAR TÓMASSONAR,
Hvammsgerði 13,
Reykjavík.
Kristján Ingi Jónsson,
Sóley Sveinsdóttir,
Guðrún Tómasdóttir,
Sigursveinn Tómasson,
Sigríður Tómasdóttir,
Anna Tómasdóttir.
t ^
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÁSGEIR JAKOBSSON
rithöfundur,
andaðist á heimili sínu 16. janúar.
Útför hans verður gerð frá Hallgríms-
kirkju fimmtudaginn 25. janúar
kl. 13.30.
Bergrós Jóhannesdóttir,
Ásgeir Ásgeirsson, Guðrún íris Þórsdóttir,
Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jón Ólafsson,
Jóhannes Asgeirsson, Kolbrún K. Karlsdóttir,
Bergrós Ásgeirsdóttir,
Jakob F. Ásgeirsson
og barnabörn.
t
Við þökkum innilega öllum þeim, sem
auðsýndu okkur vináttu og samhug við
fráfall og útför föður okkar,
ÓLAFS PÁLSSONAR
fyrrv. mælingarfulltrúa,
Hrafnistu í Reykjavík.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki
Hrafnistu fyrir hlýhug og einstaka um-
hyggju.
Jón Ólafsson,
Jóhanna Ólafsdóttir,
Helga Ólafsdóttir
og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móð-
ur okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR,
Vogatungu 87,
Kópavogi.
Bergur Lárusson,
Kristfn J. Harðardóttir, Sigurður Konráðsson,
Hörður Á. Harðarson,
Elín Bergsdóttir,
Brynja Bergsdóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRBJÖRN AUSTFJÖRÐ
JÓNSSON,
Maríubakka 12,
Reykjavfk,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 30. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim,
sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag Islands.
Guðmunda Árnadóttir,
Birgir Þórbjarnarson, Guðrún Garðarsdóttir,
Guðrún Þórbjarnardóttir, Sigurður Óli Sigurðsson,
Ásdfs Þórbjarnardóttir, Guðbrandur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ömmu minnar,
BJARNVEIGAR HELGADÓTTUR,
Dalbraut 27,
Reykjavík.
Kristfn Bjarnveig Reynisdóttir.
Lokað
Lokað verður í dag frá kl. 11.30 vegna jarðarfarar
ÁRNÝJAR INGVALDSDÓTTUR.
Málmsteypan Hella hf.,
Kaplahrauni 5,
Hafnarfirði.