Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 43 FRÉTTIR Breytingar á erfðaefni í brjóst- krabbameini SIGURVEGARI Frístæl-keppninnar 1995 í einstaklingsdansi, Ragndís Hilmarsdóttir frá Sauðárkróki. Frístæl-danskeppni 1996 JÚLÍUS Guðmundsson, líffræð- ingur, flytur fyrirlestur um MS- verkefni sitt: Kortlagning á brenglunum í erfðaefni litnings 11 í brjóstkrabbameini og BRCA2- genið í íslenskum bijóstkrabba- meinsfjölskyldum, mögulegur sameiginlegur uppruni, stökk- breytingar og fjölbreytileiki í æxl- isgerðum. í fréttatilkynningu frá Háskóla íslands segir að verkefnið hafi verið unnið á vegum raunvísinda- deildar Háskólans. Kortlagðar voru erfðabreytingar í litningi 11 sem eiga sér stað í bijóstvefnum SÍMSÖLUDEILD Bókaútgáfunn- ar Skjaldborgar efh. bryddaði á síðasta ári upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum sínum að taka þátt í getraunaleik. Þann 15. janúar sl. var síðan dregið í annað skipti í leiknum, sem er fólginn í því að viðskiptavinir fyrirtækisins svara einni léttri spurningu og senda svarið til Skjaldborgar. Vinningurinn í getraunaleikn- við myndun æxlisins. Einnig var leitað að tengslum við erfðan áhættuþátt í sjö íslenskum fjöl- skyldum. Stærstur hluti íslenskra fjölskyldna með aukna áhættu á bijóstkrabbameini virðist hafa kímlínubreytingu í BRCA2-geni. Kortlagning á erfðamunstri í ís- lenskum bijóstkrabbameinsættum var mikilvægt skref í einangrun (klónun) BRCA2-gensins er lýst var í desember síðastliðnum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Eirbergi við Eiríksgötu í dag, mið- vikudaginn 24. janúar, kl. 16. um er helgarferð fyrir tvo til París- ar eða London að verðmæti 70.000 kr. Upp kom miði nr. 2325 en hann á Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Lágafelli 2, Felisbæ, og verður henni sent gjafabréf frá Flugleið- um þessu til staðfestingar. Næst verður dregið í getrauna- leiknum 15. júlí nk. og verður vinn- ingurinn þá einnig ferð með Flug- leiðum að verðmæti 70.000 kr. ÍSLANDSMEISTARAKEPPNIN í frjálsum dönsum (Freestyle) fer fram í Tónabæ í febrúar. Undankeppni fyrir stór-Reykja- víkursvæðið fyrir unglinga 13-17 ára verður haldin 9. febr- úar. Kynnir verður Anna Sig- urðardóttir. Úrslitakeppnin fyrir allt land- ið verður síðan föstudaginn 16. febrúar í Tónabæ, þar sem kynn- ir verður Magnús Scheving. Keppt verður í tveimur flokkum, einstaklings- og hópdansi. Frístæl-keppnin fyrir 10-12 ára fer fram 24. febrúar í Tónabæ, þar sem kynnir verður Magnús Scheving. Skráning fyrir alla aldurs- hópa fer fram í Tónabæ. Lýst eftir bílstjóra LÖGREGLAN á Hvolsvelli óskar eftir að hafa tal af ökumanni rauðr- ar eða rauðbrúnnar jeppabifreiðar sem fór um Suðurlandsveg á mánu- dagsmorgun og lenti utan í fólksbif- reið án þess að nema staðar. Málavextir eru þeir að jeppabif- reið og fólksbifreið var ekið austur Suðurlandsveg og við afleggjarann að Gunnarsholti gaf fólksbifreiðin stefnuljós til hægri og ætlaði að beygja inn á veginn. Áður en hann beygði tók jeppinn fram úr en í sömu andrá kom önnur fólksbifreið á móti sem jeppinn straukst hressi- lega við. Á vinstri hlið þess bíls sést talsvert, en jeppinn hafði ekki fyrir því að stöðva ferðina. Lögreglan óskar þess að bílstjóri jeppans gefi sig fram hið fyrsta. Gengið suður í Skerjafjörð HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir kvöldgöngu í kvöld, miðvikudagskvöldið 24. janúar, frá Hafnarhúsinu kl. 20 suður í Skeija- fjörð með Tjörninni og um Vatns- mýrina og til baka um Melana. Farið verður í stutta heimsókn í byijun ferðar. Þegar komið er suður í Sketjafjörð gefst þátttakendum kostur á að finna út kjörgöngu- hraða sinn í hópi í stuttri göngu eftir strandstígnum. Allir velkomn- ir. Samkirkjulega bænavikan Yann Parísarferð í getraunleik „SS naggar ekki það sama og Naggar“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ásgeiri Baldurs, markaðs- stjóra Kaupfélags Þingeyinga: „Athugasemd var birt í Morgunblaðinu 20. janúar frá Sláturfélagi Suðurlands, sem er gerð við Nagga auglýsingu Kjötiðju KÞ sem birtist í Morgunblaðinu 19. janúar. í athuga- semdinni er því haldið fram að í auglýsingu Kjötiðju KÞ sé farið með rangt mál og eru staðreyndir málsins, að mati Sláturfélags Suðurlands, raktar. Ennfremur er reynt að gera lítið úr vöruþróunarstarfi Kjötiðju KÞ og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, sem vann ötullega að vöruþróun á Nöggunum og öðrum vörum úr endurmótuðu kjöti, sem við reyndar kjósum að kalla formað kjöt. í athugasemd Sláturfélags Suðurlands er farið með rangt mál og skal það leiðrétt hér með. Sláturfélag Suðurlands sakar Kjötiðju KÞ um að orðið Naggar sé ágæt samsvörun við erlenda orðinu „Nuggets" sem McDonalds fyrirtækið selur. Það er rétt, og skarplega athugað hjá Sláturfélagsmönnum. Hins vegar var það sem við lögðum til grundvallar Nagga nafninu lögun okkar vöru og fannst nafnið Naggar eiga vel við lítinn og samanrekinn hlut sem Naggar eru, en það sama á ekki við um vöru Sláturfélags Suðurlands sem þeir kalla nagga. Þeirra vara líkist meira fiskiputtum sem eru vel þekktir í Bretlandi. Naggar - lítill klettur Sláturfélag Suðurlands tekur í athugasemd sinni dæmi um að ekki sé hægt að sækja um einkaleyfaskráningu á nafni sem er lýsandi orð úr málinu sem öllum er heimil notkun á, og tekið dæmi um orðið reiðhjól. Það er á engan hátt hægt að segja að orðið Naggar hafi verið lýsandi orð um forsteikta tilbúna kjötbita fyrr en Kjötiðja KÞ fór að nota orð- ið um framleiðsluvöru sína. Samkvæmt Orða- bók Háskóla íslands er skýringin á orðinu naggur-naggar „lítill klettur" eða „smávax- inn harðskeyttur maður“. Samkvæmt Orðs- ifjabók Háskóla íslands er til skýring á orð- Svar við athugasemd Sláturfélags Suðurlands inu naggur sem er biti eða afbitið stykki. í athugasemdum sínum sem Sláturfélag Suður- lands hefur sent til Einkaleyfastofu iðnaðar- ráðuneytisins vísa þeir til þessarar skýringar, þ.e.a.s. að naggur sé lítill biti. Þess má geta að varla er hægt að segja að sú vara sem Sláturfélag Suðurlands kallar nagga sé lítill biti og held ég að flestum neytendum finnist þetta vera heldur stór biti. Fumið og fátið hjá Sláturfélagi Suðurlands við að koma eftir- líkingu á Nöggunum á markað var slíkt að þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að verða sér úti um rétt mót svo bitarnir yrðu eðlileg- ir að stærð í samræmi við þessa „litlu bita“ nafngift sem þeir byggja málflutning sinn á. Sláturfélag Suðurlands sakar Kjötiðju KÞ um að taka upp óhróður í fjölmiðlum, en ræðst síðan ómaklega ekki bara að vöruþró- unarstarfi KÞ, heldur líka að því góða starfi sem Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hef- ur unnið í sambandi við endurmótun á kjöti og möguleika á því að.vinna tilbúna rétti úr lambakjötshlutum. Sláturfélag Suðurlands fékk afrit af skýrslu RALA Sláturfélag Suðurlands státar af því að það hafi liðið þtjár vikur frá því að ákvörðun var tekin um framleiðslu þessa vöruflokks þar til hægt var að hefja framleiðslu. Ekki vekur það mikla aðdáun hjá þeim sem þekkja þetta mál, því .að allar upplýsingar um vöruþróun Nagganna hjá Kjötiðju KÞ voru gerðar opin- berar f skýrslu Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins um þetta verkefni, og var Slátur- félag Suðurlands fyrst fyrirtækja til að biðja um afrit af þeirri skýrslu. Það kemur því dálítið spánskt fyrir sjónir að Sláturfélag Suðurlands nýtir sér afrakstur þessarar vöru- þróunar Kjötiðju KÞ og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins en sér síðan ástæðu til að gera lítið úr starfi hinna sömu aðila í fjölmiðl- um. Framkvæmdastjóri Sláturfélags Suður- lands sér líka ástæðu til að setjast í dómara- sæti og segja að þeirra vara sé í hæfilegum umbúðum en vara Kjötiðju KÞ í stórum um- búðum. Þetta er vægast sagt mjög skrýtin fullyrðing, því Naggar Kjötiðju KÞ eru í 400 g umbúðum, en umbúðir Sláturfélags Suður- lands eru um 396 g. Þetta er ekki mikill munur en samkvæmt þessu skilja 4 g að stór- ar umbúðir og hæfilegar umbúðir. Naggarnir frá Kjötiðju KÞ eru gæðavara úr lambakjöti sem eru tilbúnir beint í ofn eða á pönnu og eru matreiddir á innan við 10 mínútum. Naggar eru frystivara þannig að þú getur átt þá til og gripið til þeirra þegar þér hentar, en vöru Sláturfélags Suðurlands verður að borða innan skamms tíma frá því að hún var keypt, annars verður hún óneyslu- hæf. Skaðar ímynd Nagga nafnsins Við hjá Kjötiðju KÞ erum ekkert að amast við vöru Sláturfélags Suðurlands sem slíkri, en við getum ekki sætt okkur við að þeir setji vöru á markað undir okkar nafni, sem við höfum sótt um einkaleyfi á og við notum sem sérnafn. Ennfremur inniheldur vara Slát- urfélags Suðurlands minna af kjöti og meira af hjúpefnum og raspi en okkar Naggar. Teljum við að það komi verulega niður á gæðum vörunnar, sem þeir kalla nagga. Þar með er ekki einungis verið að stela okkar nafni heldur líka að skaða ímynd Nagga nafnsins. Samkvæmt skilgreiningu Kjötiðju KÞ eru Naggar beinlausir, tilbúnir lamba- kjötsbitar, þeir eru ekki svínakjötsbitar, nau- takjötsbitar eða kjúklingabitar. Eg tek undir það sem Sláturfélag Suður- lands segir í lok sinnar athugasemdar og hvet neytendur til að dæma um ágæti var- anna, en minnist þess að hinir einu sönnu Naggar eru frá Kjötiðju KÞ.“ Samkoma í Kristskirkju í kvöld NÚ stendur yfir samkirkjuleg bænavika og verður samkoma í kvöld, miðvikudag 24. janúar, í Kristskirkju í Landakoti, og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður verður hinn nýi bisk- up Kaþólsku kirkjunnar á Islandi, herra Jóhannes Gijsen. Allir eru hjartanlega velkomnir. ■ FUNDUR verður haldinn hjá Neistanum, aðstandendafélagi hjartveikra barna, fimmtudaginn 25. janúar nk. kl. 20.30 í Selja- kirkju. Á dagskrá verður kynning á störfum landssöfnunarnefndar, lögð verður fram til samþykktar skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð hjartveikra barna og loks verða rædd önnur mál sem félaga varða. Námskeið fyrir þá sem vilja lengra: NútímaForkitun VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur gemr verið án þekkingar á VisualBasic! 36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr. Námskeið á fimmtudögum og laugardögum ■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráögjof • námskeið • utgáfa Grensásvegi 16 • simi 568 8090 hk 960219 Raögrciöslur FAiro/VISA | -leikur að lœra! Vinningstölur 23. jan. 1996 1 «4*5® 6 »22 «28* 30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.