Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D 22. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Suður- skautíð breytist London. The Daily Telegraph. ÝMSIR vísindamenn telja, að hlýnandi veðurfar eða gróðurhúsaáhrifin svoköll- uðu hafi valdið því, að fimm miklar ísbreiður eða hafþök við suðurheimskautið hafa brotnað sundur á siðustu 50 árum. Vegna þessa hafa út- línur þessa meginlands breyst mikið enda náði ísinn yfir svæði á stærð við Kýp- ur. David Vaughan og dr. Chris Doake við bresku suð- urskautsstofnunina í Cam- bridge segja frá þessu í vís- indatímaritinu Nature, en fyrir skömmu kom út skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem segir, að liklega eigi umsvif mann- anna mikinn þátt í loftslags- breytingunum. „Það leynir sér ekki, að hér er um ákveðna þróun að ræða og bendir til, að aukinn lofthiti sé farinn að liafa áhrif,“ sagði Vaughan. Breytingarnar hafa aðeins átt sér stað þar sem lofthiti er mestur við suðurskautið. Spáði rétt Síðasta dæmið um þetta er Larsen-íshellan, sem brotnaði upp í febrúar sl., en bandarískur jarðfræð- ingur, John Mercer, sagði fyrir um það árið 1978. Mercer spáði því líka, að þiðnaði ísinn við vesturhluta suðurskautsins myndi það valda því, að sjávarborð hækkaði um fimm metra. Vaughan segir, að sú verði þó ekki raunin því ísinn ryðji frá sér sjó, sem svari til rúmtaksins. Sjávarborð hækki því lítið þótt hann bráðni en öðru máli gegndi ef ísheilan á sjálfu suður- skautslandinu bráðnaði. Eldflaug- um skotið í Kashmír Islmnab.'id. Rcutcr. TALSMAÐUR varnarmálaráðu- neytisins í Pakistan sagði að 18 menn hefðu týnt lífi og 20 slasast er indverski herinn hefði skotið tveimur eldflaugum á mosku í þorp- inu Kahut.a í þeim hluta Kashmír sem Pakistan hefur á valdi sínu. Eldflaugaárásin var sögð hafa átt sér stað meðan á hádegisbænum stóð í moskunni. Onnur flaugin mun hafa hæft moskuna og hin komið niður á markaði við hlið hennar og splundrast þar. Af hálfu indverskra stjórnvalda var ekki minnst á atburðinn í gær. NATO til verndar í A-Slavoníu Forsetafrúin ætlaði að segja allt sem hún vissi Washington. Reuter. HILLARY Clinton forsetafrú Bandaríkjanna bar í gær vitni fyrir alríkisdómstól í Washington vegna rannsóknar á Whitewater-málinu. Er það í fyrsta sinn sem bandarísk forsetafrú ber vitni við réttarrann- sókn á meintu sakamáli. Forsetafrúin sat fyrir svörum í rúmar fjórar klukkustundir og var spurð í þaula af allt að 24 dómur- um. Var hún enn í dómhúsinu er blaðið fór í prentun. Óvenjumikil öryggisgæsla var viðhöfð við dómhúsið sem er við hlið þinghússins í Washington. Fylgdist herskari fjölmiðlafólks með er forsetafrúin kom brosandi og yfirveguð til réttarins. Ávarpaði hún fréttamennina fyrir vitnaleiðsl- una og sagðist ætla að segja „allt sem hún vissi“. „Það er mér sönn ánægja að svara spurningum alríkisdómstóls- ins og mun segja allt sem ég veit í þeirri von að það geti. orðið til þess að auðvelda réttinum rannsókn sína,“ sagði forestafrúin. Stefnt sem vitni Hillary Clinton var m.a. spurð um hvernig á því stóð að skjöl, s.s. reikningar hennar fyrir lögfræði- störf í Arkansas-ríki fyrir áratug, komu skyndilega í ljós í forsetaíbúð- inni í Hvíta húsinu. Aðilar sem vinna að rannsókn Whitewater- málsins höfðu krafist gagnanna með stefnu fyrir tveimur árum en tilraunir til þess að hafa upp á þeim reynst árangurslausar. Forsetafrúin var sögð hafa haldið því fram fyrir réttinum, að hún hafi ekki haft neina hugmynd um skjöl- in, hvarf þeirra eða fund. Henni var einungis stefnt fyrir réttinn sem vitni og hefur ekki verið sökuð um að hafa brotið neitt af sér í tengslum við Whitewater-málið. Brussel. Reuter. NORÐUR-Atlantshafsráðið sam- þykkti í gær, að friðargæslusveitir Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Bosníu muni veita sveitum Samein- uðu þjóðanna í Austur-Slavoníu hervernd. Samþykkt var að NATO-sveitirn- ar muni koma sveitum SÞ í Austur- Slavoníu til hjálpar óski þær þess. Lýtur það að aðstoð í bardögum bæði á láði og úr lofti. SÞ fer með yfirráð í A-Slavoníu til bráðabirgða. Verður 5.000 manna her sendur þangað í því skyni. Gert er ráð fyrir að sveitirn- ar verði komnar til héraðsins í apríl og verði þar í lengsta lagi í tvö ár. Reuter HERSKARI fjölmiðlafólks, blaða- og fréttamenn, Ijósmyndarar og kvikmyndatökumenn, biðu komu Hillary Clinton í dómhús alríkisdóm- stólsins í Washington í gær. Forsetafrúin ávarpaði skarann og sagðist vonast til að geta hjálpað til við rannsókn Whitewater-málsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn óttast að hægt verði á umbótum Hóta að fresta lán- veitingn til Rússa Washington. Reuter. TALSMENN Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, IMF, hóta að fresta því að veita Rússum láns- ábyrgð er nemur níu milljörðum Bandaríkja- dollara, nær 600 millj- örðum króna, nema Borís N. Jeltsín forseti og stjórn hans sýni og sanni að áfram verði haldið á braut efna- hagsumbóta og aðhalds í ríkisfjármálum. í frétt Washington Post kem- ur fram að Bandaríkja- stjórn sé reiðubúin að styðja IMF í þessum efnum. Fyrir skömmu var Anatolíj Tsjúbajs aðstoðarforsætisráðherra að víkja en hann var síðasti ein- dregni markaðshyggjumaðurinn í ríkisstjórn Víktors Tsjernomýrdíns forsæt- isráðherra. Vegna óánægjunnar með breytt viðhorf í Moskvu er nú talið ólíklegt að tekin verði ákvörðun um lánveitinguna á stjórnarfundi IMF um miðjan febrúar. Jeltsín hefur stokkað upp í stjórninni að und- anförnu og hafa um- bótasinnar og markaðs- hyggjumenn vikið fyrir mönnum sem taldir eru hallir undir ráðamenn í gömlum stór- fyrirtækjum. Þau eru mörg gjald- þrota í reynd enda gengið illa að laga sig að breyttum aðstæðum. Reyna þau ákaft að fá aukna ríkisstyrki og vernd fyrir samkeppni við innfluttar vörur. Forsetinn fullyrti í gær að umbótum yrði haldið áfram og sagði aðspurður að „mikilvægustu manna- breytingum" í stjórninni væri lokið. Eftirlaun hækkuð Fullvíst þykir nú að Jeltsín hyggi á endurkjör í júní, hann tjáði rúss- neska sjónvarpinu í gær að hann væri búinn að ná sér alveg eftir hjartaáfall í fyrra. Jeltsín heitir að auka fjárframlög til félagsmála en margir eiga um sárt að binda vegna umskiptanna frá miðstýrðum efnahag í markaðs- búskap og einkarekstur. Á fimmtudag ákvað Jeltsín að stórhækka eftirlaun en kommúnistar fengu mikinn stuðning hjá gömlu fólki í þingkosningunum. Eftirlaun eru svo lág að þau nægja ekki fyrir lágmarksþörfum. Borís Jeltsín Rcuter Snúningur FRANSKA skautadrottningin Surya Bonaly í snúningi á Evr- ópumeistaramótinu i skautalist. í dag kemur í ljós hvort hún verður meistari sjötta árið í röð. ■ Rússar meistarar/D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.