Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 24. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Umbót- um haldið áfram Washington. Reuter. VÍKTOR Tsjernomýrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, segir að um- bótum í efnahagsmálum verði hald- ið áfram þótt „vissar leiðréttingar“ verði gerðar á stefnunni. Hann er í heimsókn í Bandaríkjunum og ræddi í gær við A1 Gore varafor- seta. Tsjernomýrdín varaði við því að vegna forsetakosninga í ríkjunum báðum á þessu ári væri hætta á því að ýmsir atburðir yrðu mistúlk- aðir. „Kosningarnar í desember í Rússlandi sýndu okkur að þrátt fyrir alla erfiðleikana sem við stöndum frammi fyrir eru umbæt- urnar ekki í hættu. Markaðsumbót- um mun verða haldið áfram. En fundin verður lausn á vandamálum sem koma upp,“ sagði ráðherrann. Ný skoðanakönnun í Rússlandi sýnir að ijórir menn hafa meira fylgi en Borís Jeltsín forseti. For- setakosningar verða í júní. Könnunin var gerð rétt eftir blóð- baðið í Pervomaískoje þar sem rússneskir hermenn börðust við gíslataka úr röðum Tsjetsjena. For- setinn fékk aðeins 5,4% atkvæða en hæstur var Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, með 11,3%. ■ Jeltsín á erfitt verk/20 Reuter SERBNESKUR piltur brosir til tveggja bandarískra hermanna skammt frá bænum Lopare, norðaustur af Tuzla í Bosníu. Her- mennirnir voru á eftirlitsferð og höfðu stansað í þorpinu til að spjalla við íbúa. Stríðsfangar enn í haldi Stjórnin í Belgrad býst til að viður- kenna sjálfstæði Makedóníu Sarajevo, Belgrad. Reuter. FULLTRUI Alþjóða Rauða krossins sagði í gær, að Serbar, Króatar og múslimar hefðu enn ekki sleppt 112 stríðsföngum og væri um að ræða skýlaust brot á Dayton-samkomu- laginu hvað varðaði að minnsta kosti 49 þeirra. Stjórnin í Belgrad sam- þykkti í gær drög að samningi, sem felur í sér fulla viðurkenningu á sjálfstæði Makedóníu. Beat Schweizer, fulltrúi Alþjóða Rauða krossins í Sarajevo, sagði á fréttamannafundi, að samtökin hefðu miklar áhyggjur af því fólki, sem ekki hefði verið sleppt, en af þessum 112 væri 63 haldið eftir vegna hugsanlegra ásakana um stríðsglæpi. Samkvæmt friðarsamkomulaginu er leyfilegt að hafa stríðsfanga í haldi „í eðlilegan tíma“ meðan mál þeirra eru könnuð en Króatar halda 50 Serbum, Bosníustjórn þremur Króötum og sjö Serbum og Serbar þremur múslimum, sem grunaðir eru um stríðsglæpi. Af hinum 49, sem ekki hefur verið sleppt, halda Serbar 39 á Banja Luka-svæðinu og Bosníu- stjórn er enn með sex manns í haldi í Gorazde. Að auki eru nokkur „sér- stök tilfelli" til athugunar hjá Rauða krossinum. Bosníu-Serbar slepptu þrettán múslimum úr haldi í gær. Bannar aðgang að herfangelsi Bosníustjórn neitar enn að veita fulltrúum Rauða krossins aðgang að herfangelsi í Tuzla en talið er, að þar séu nokkrir tugir Serba í haldi. Hefur hún enga skýringu gef- ið á neituninni en Rauði krossinn hefur fengið að kynna sér allar aðr- ar stríðsfangabúðir í Júgóslavíu fyrr- verandi. Leighton Smith, yfirmaður herliðs NATO í Bosníu, átti í gær fund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Washington, þar sem hann fór yfir stöðu mála. Að fundinum loknum sagði Smith við fréttamenn að hann væri bjartsýnn á stöðuna. Deiluaðil- ar hefðu að mestu virt Dayton-sam- komulagið. Búist er við, að stjórnvöld í Serbíu og Svartfjallalandi, Júgóslavíu, sem nú heitir, og í Makedóníu gangi form- lega frá gagnkvæmri viðurkenningu á næstunni. Mun það aftur ryðja brautina fyrir viðurkenningu Evrópu- sambandsins á stjórninni í Belgrad. Frakkar hætta öllum kj arnorkutilraunum París, Washington. Reuter. Reuter. JACQUES Chirac Frakklandsforseti greinir frá ákvörðun sinni í sjónvarpsávarpi frá forsetahöllinni í gærkvöldi. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, greindi frá því í gærkvöldi að Frakkar myndu ekki sprengja fleiri kjarnorkusprengjur í Kyrra- hafi í tilraunaskyni. Sjötta og síð- asta sprengjan var sprengd um helgina. I stuttu sjónvarpsávarpi frá for- setahöllinni Elysée sagði forsetinn að Frakkar myndu á næstu vikum taka frumkvæðið í afvopnunarmál- um og varðandi sameiginlegar evr- ópskar varnir. Upphaflega var áformað að sprengja átta sprengjur og hafði verið boðað að sú síðasta yrði sprengd í júní á þessu ári. Spreng- ingarnar vöktu hins vegar mun meiri reiði en búist hafði verið við og hefur þeim verið harðlega mót- mælt um allan heim, ekki síst af ríkjum í Asíu og Kyrrahafi. Francois Mitterrand, fyrrver- andi Frakklandsforseti, hafði hætt kjarnorkutilraunum Frakka árið 1992 en Chirac sagði hins vegar nauðsynlegt að hefja þær á ný vegna þróunar nýs kjarnaodds sem notaður verður í kafbátaflaugum Frakka. í október á síðasta ári gaf hann í skyn að hugsanlegt væri að ein- ungis yrðu gerðar sex tilraunir og að því búnu mýndu Frakkar undir- rita samkomulag þar sem þeir skuldbyndu sig til að gera aldrei aftur kjarnorkutilraunir. Chirac sagði í sjónvarpsávarpi sínu að tilraunirnar, sem vissulega hefðu reitt marga til reiði, myndu tryggja „öruggar og nútímalegar" varnir og tryggja framtíð yngri kynslóða. Fyrr um daginn hafði Charles Millon varnarmálaráðherra greint frá því að allar tilraunirnar hefðu heppnast einstaklega vel frá vís- indalegu sjónarmiði og að hann treysti því að franskir vísindamenn gætu innan nokkurra mánaða bytj- að að líkja eftir áhrifum kjarnorku- sprenginga á tilraunastofum. Auðveldar Bandaríkjaför Chirac heldur til Bandaríkjanna á miðvikudag og mun þar ávarpa Bandaríkjaþing og eiga fund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Er talið að hann hafi viljað ljúka til- raununum fyrir Bandaríkjaferðina svo að hann gæti lagt áherslu á afvopnunarmál. Ef ekki hefði verið hætt við tilraunirnar fyrir heim- sóknina hefði Clinton forseti verið í erfiðri stöðu því hann hefur harð- lega fordæmt kjarnorkutilraunir og barist fyrir banni við þeim. Mike McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta, fagnaði í gær ákvörðun Chiracs og spáði því að hún myndi auðvelda vinnu við að ljúka allsheijarsáttmála gegn kjarnorkutilraunum, sem til stend- ur að undirrita síðar á árinu. Sátta- tillaga ótímabær Jerúsalem. Reuter. EHUD Barak utanríkisráðherra ísraels dró í gær úr væntingum þess efnis að tímamót væru í nánd í friðarumleitunum við Sýrlend- inga. Hann sagði ennfremur að mál væru ekki komin á það stig að þörf væri á að biðja Bandaríkja- menn að leggja fram sáttatillögu. Barak er nýkominn af fundi með Bill Clinton Bandaríkjafor- seta í Washington. Hann sagði ótímabært að Bandaríkjamenn reyndu að brúa bilið í friðarumleit- ununum, það þyrfti að minnka mikið áður en tímabært væri að freista þessa. Aðspurður sagði Barak, að Israelar vildu ná friðarsamningum við Sýrlendinga sem fælu í sér opnun landamæra, full stjórn- málatengsl, gagnkvæm viðskipti og heitstrengingar Sýrlendinga um að beita sér fyrir friði i suður- hluta Líbanons. Barak sagði að ísraelar myndu ekki gefa frá sér vatnsréttindi við Gólanhæðirnar fyrir friðarsamn- inga við Sýrlendinga. Barak tengdi ennfremur viðræð- ur um endanlegt samkomulag við Palestínumenn um stöðu Vestur- bakkans og Gaza við ákvörðun um að uppræta þau ákvæði stofnskrár Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO) sem fjalla um tortímingu Israelsríkis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.