Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 14
14 ÞRJÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Sæluvikuundirbúningur Skagfirðinga
Dægurlagakeppni
í fullum gangi
Sauðárkróki - Árleg Sæluvika Skagfirðinga hefst 28. apríl nk. og verður
eins og oftast áður vel til hennar vandað og mikið um að vera víða um
héraðið. Kvenfélag Sauðárkróks hefur nú fest í sessi árlega dægurlagakeppni
í.tengslum við Sæluvikuna og verða úrslit keppninnar fimmtudaginn 2. maí.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
HLUTI af félögnnum ásamt leiðbeinendum í Útskeifi á Selfossi ánægðir með vinnuna.
Mor^unblaðið/Atli Vigfússon
AÐSTÖÐUSKÚR Garð-
ræktarfélags Reykhverf-
inga hefur stækkað um
nær 100 fm.
Garðræktarfélag
Reykhverfinga
Viðbygging
við að-
stöðuskúr
Laxamýri - Framkvæmdum
við viðbyggingu Garðræktar-
félags Reykhverfinga við að-
stöðuskúr fyrirtækisins er nú
senn að ljúka, en í haust var
ákveðið að stækka það hús-
rými sem ætlað er til flokkun-
ar á grænmeti. Til stendur að
kaupa nýja og afkastameiri
flokkunarvél og þarf hún mun
meira pláss en sú eldri sem
fyrir er.
Þá mun rýmkast mjög á
umbúðageymslu og kæli auk
þess sem aðstaða fyrir starfs-
fólk batnar, en oft hefur verið
þröng á þingi á mestu anna-
dögum sumarsins þegar upp-
skera er mikil.
Á síðustu árum hafa verið
miklar framkvæmdir hjá fé-
laginu og mörg hús byggð, en
fyrirtækið framleiðir um 20%
af ölium tómötum í landinu
auk mikils magns af öðrum
tegundum grænmetis.
Útskeifur vinnur að
hestamennsku unglinga
Selfossi
ÚTSKEIFUR er heiti á ungl-
ingaklúbbi sem starfar við Sói-
vallaskóla og á vegum félags-
miðstöðvar Selfoss. Klúbburinn
samanstendur af unglingum sem
hyafa áhuga á hestamennsku og
vinnur ötullega að því áhuga-
máli sínu. í klúbbstarfinu er
kennd meðferð og hirðing hesta
ásamt því sem farið er í útreið-
artúra þegar líður að vori og
mót haldin. Til að fjármagna
einn af lengri túrunum tóku
unglingarnir sér það fyrir hend-
ur að bjóða hestamönnum á Sel-
fossi upp á þrif á reiðtygjum
fyrir ákveðna þóknun. Góð við-
brögð fengust hjá hestafólki og
nóg var að gera hjá krökkunum.
Eftir daginn lágu síðan glans-
andi hnakkar og vel smurðar
ólar.
Fyrirkomulag keppninnar er með
þeim hætti að öllum er heimil þátt-
taka en aðeins koma til álita þau lög
og þeir textar sem ekki hafa áður
birst opinberlega og skal þeim skilað
inn undir dulnefndi fyrir 1. febrúar.
Kvenfélagið hefur fengið til liðs við
sig Magnús Kjartansson, hljómlistar-
mann, sem mun annast útsetningar
á þeim tíu lögum sem komast í úrsli-
takeppnina, en einnig mun Magnús
stjórna hljómsveitinni sem lögin flyt-
ur og annast frágang laganna til
upptöku á geisladisk og hljómsnældu
sem kemur út úrslitakvöldið.
Glæsileg verðlaun eru í boði og
má því vænta mikillar þátttöku, en
á síðasta ári þegar bárust 37 lög til
keppninnar sigraði lagið Þegar sólin
sest eftir Geirmund Valtýsson í flutn-
ingi Ara Jónssonar.
Þá mun Leikfélag Sauðárkróks
frumflytja verk eftir Jón Ormar
Ormsson, gamanleik með söngvum
sem gerist í Skagafírði á bannárun-
um og nefnist Sumarið fyrir stríð og
er höfundurinn að leggja lokahönd á
verkið þessa dagana. Leikstjóri verð-
ur Edda Vilborg Guðmunsdóttir og
munu æfingar hefjast í byijún febr-
úar.
í ’ Safnahúsinu verður listsýning
svo sem hefð er fyrir og mun Sælu-
vikan hefjast með opnun hennar, en
þar verða einnig kynnt úrslit vísna-
keppni Safnahússins.
Að sögn Páls Kolbeinssonar, for-
manns Bifrastarstjórnar, sem annast
undirbúning og skipulag Sæluvik-
Akranesi - íþrótta- og æskulýðs-
nefnd Akraness heiðraði á dögun-
um ungt íþróttafólk sem unnið
hafði til Islandsmeistaratitils í
íþrótt sinni á síðasta ári, alls 42
einstaklinga.
Það hefur tíðkast á undanförnum
árum að slík viðurkenning hafi ver-
ið veitt ungu afréksfólki í íþróttum
á Akranesi. íþróttafólkinu var boðið
til kvöldverðar og þar afhenti Sig-
ríður Guðmunsdóttir, formaður
íþrótta- og æskulýðsnefndar, viður-
kenningamar. Gísli Gíslason, bæj-
arstjóri og Jón Runólfsson, formað-
ur í A, ávörpuðu viðstadda og hvöttu
unnar, verður vikan í nokkuð svipuðu
formi og undanfarin ár, en stefnt
hefur verið að því að ná sem mestri
breidd í dagskráratriðum þannig að
allir finni eitthvað við sitt hæfi. Ekki
sagði Páll enn komna endanlega
mynd á dagskrána en sagði Ijóst að
kórarnir í héraðinu myndu eins og
alltaf setja mikinn svip á vikuna með
söng og gamanmálum.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
ÍÞRÓTTAFÓLKIÐ sem vann til viðurkenninga á Akranesi ásamt Gísla Gíslasyni, bæjarsljóra, Jóni
Runólfssyni, formanni ÍA, Guðbjarti Hannessyni, formanni Bæjarráðs og Sigríði Guðmunsdóttur,
formanni íþrótta- og æskulýðsnefndar Akraness.
íþróttafólk heiðrað á Akranesi
afreksfólkið til frekari afreka. Að
þessu sinni kom íþróttafólkið úr
fimm íþróttagreinum, þrír úr bad-
minton, fimm eru sundmenn, þrír
úr karate, tveir íþróttamenn fatl-
aðra og 29 knattspyrnustúlkur sem
urðu meistarar í 2.-3. flokki
kvenna.
Morgunblaðið/Hilmar Siguijónsson
INGVAR Friðriksson,
umsjónarmaður ungl-
ingadeildarinnar.
Björgunar-
sveitin Ársól
Líflegt
starf í
unglinga-
deildinni
Reyðarfirði - Fyrir skömmu
tóku 19 unglingar á aldrinum
14-18 ára þátt í skyndihjálp-
arnámskeiði í húsi björgunar-
sveitarinnar Þórðarbúð. Nám-
skeiðið nefndist Skyndihjálp 1
og leiðbeinandi var Bjarni
Halldór Alfreðsson. Nám-
skeiðið hófst snemma á laug-
ardag og því lauk seint á
sunnudag með verklegri æf-
ingu þar sem slys var sviðsett.
Ingvar Friðriksson er um-
sjónarmaður unglingadeildar-
innar og hann var ánægður í
lok námskeiðsins. Hann sagði
mikinn áhuga hjá krökkunum
en yfir 20 ungiiðar eru í sveit-
inni. Starf sveitarinnar felst í
fundum sem haldnir eru með
jöfnu millibili, námskeiðahaldi
og útiveru. Fyrir áramót var
námskeið í meðferð áttavita
og nú er beðið eftir snjónum
svo hægt sé að byggja snjóhús
og fara í gönguferðir með
olríAí f\Cr ÍCÍIYIP