Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 17 VIÐSKIPTI Áfram aðhald íDanmörku Kaupmannahöfn. Reuter. DANIR ætla að fylgja áfram- haldandi aðhaldsstefnu í ríkisfjár- málum 1997 og stefna að því að útgjöld verði ekki meiri en sem svarar 0,5% af vergri landfram- leiðslu að sögn Mogens Lykketoft íjármálaráðherra. „Ef við teldum að 1997 yrði erfitt ár mundum við varla fylgja frekari aðhaldsstefnu í ríkisfjár- málum,“ sagði Lykketoft við Ritz- au-fréttastofuna. „Við erum sann- færðir um að umsvif muni aukast á þessu ári.“ Ríkisútgjöld voru 0,5% af landframleiðslu 1995 og 1996. Ummæli Lykketofts voru svar við fréttum í fjármálablaðinu Börs- en um að stjómin hygðist slaka á efnahagsstefnunni á næsta ári, ef efnahagsstöðnun héldi áfram. Lykketoft kvað óraunhæft að ætla að hægari vöxtur yrði langvinnur. Hann sagði að auðvitað væri nauðsynlegt að stilla stjórnar- stefnuna vandlega í samræmi við VONIR um_ að takast megi að bjarga hollenzku Fokker-flugvéla- verksmiðjunum hafa aukizt vegna frétta um að flugiðnaðarfyrirtæki í Suður-Kóreu kunni að koma þeim til bjargar og hlutabréf í verksmiðj- unum hafa hækkað í verði. Talsmaður Fokker sagði að fyrir- tækið Samsung Aerospace Industri- es í Suður-Kóreu væri eitt þeirra fyrirtækja sem tækju þátt í viðræð- um um framtíð Fokkers. Fokker hefur tekið þátt í rann- sóknaráætlun undir forystu Sams- ungs, FAX, um smíði á fullkom- inni, asískri farþegaþotu. Fréttin varð til þess að verð hlutabréfa í Fokker hækkuðu um 0,70 gyllini, eða 22%, í 3,90 gyll- efnahagsþróunina áður en fjár- lagafrumvarp yrði lagt fram í ág- úst. En hann sagði að „ekkert í dönskum eða evrópskum efna- hagsmálum benti til þess að hag- vöxtur mundi minnka til lang- frama.“ Vextir væru lægri nú en áður þegar eins hefði staðið á og það væri jákvætt. „Það táknar að við getum von- andi leyst vandann sjálfir á skömmum tíma,“ sagði Lykketoft. Vergar landstekjur Dana jukust um 4,4% 1994 og efnahagsráðu- neytið gerði ráð fyrir í desember að þær hefðu aukizt um 3,1% 1996 og að þær mundu aukast um 2,7% í ár. Lykketoft ítrekaði að komið yrði á jöfnuði í ríkisútgjöldum fyr- ir 1997. Gert er ráð fyrir 28.8 milljarða danskra króna halla í dönsku fjárlögunum 1996 saman- borið við 36.4 milljarða króna halla 1995. inni í líflegum viðskiptum í Amster- dam. í síðustu viku lækkuðu bréfin í 1,75 gyllini þegar þýzka móðurfyr- irtækið Daimler Benz AG hætti fjárhagsstuðningi sínum. Taiwanskt fyrirtæki nefnt Brezka blaðið Independent on Sunday hermir að flugiðnaðarfyrir- tækið Taiwan Aerospace Corporati- on kunni einnig að bjóða í Fokker. Kanadíska flugiðnaðarfyrirtækið Bombardier hefur neitað því að það hafi áhuga, en sérfræðingar eru enn þeirrar skoðunar að tilboð frá Norð- ur-Ameríku kunni að koma til greina. Boeing fær stórpöntun Seattle. Rcuter. DEILD General Electric Co., GE Capital Aviation Services, hefur pantað allt að því 259 Boeing þotur að verðmæti að minnsta kosti 4 milljarðar Bandaríkjadala. Pantaðar voru fimm nýjar Boeing 777 og 102 Boeing 737. Afhending á að hefjast síðla árs 1996 og verða um 25 þotur afhentar á ári. Samkvæmt samningnum var tryggður kaupréttur á 76 Boeing 737 til viðbótar eftir. afhendingu þeirra sem þegar hafa verið pantað- ar og réttur til að kaupa aðrar 76 þotur síðar meir. háþróaður stillibúnaður á HITAKERFI j KÆLIKERFI1 VATNSKERFI 0LÍUKERFI Allar upplýsingar j og leiðbeiningar ; til staðar. Marg- þætt þjónusta. = HÉÐINN = IVERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 | Bjargar Sam- sung Fokker? Amsterdam. Reuter. Opið virka daga kl. 9-18 551 9400 Skipholti 50b 2.hæð BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN! • Blómabúð (12043) Þessi blómabúð er staðsett í góðum verslunarkjarna, fallega innréttuð og með góða viðskiptavild. Hlýleg búð i fallegu umhverfi. • Gistiheimili á landsbyggðinni (16009) Erum með í sölu gott gistiheimili á Vesturlandi. Góð staðs. • Veitingastaður (13023) Um er að ræða veitingastað sem sérhæfir sig í nokkuð óvenjulegri matargerð. Þar sem þessi er staðsettur, eru miklir möguleikar. Á sama stað er söluvagn til sölu. • Matvöruverslun í Vestmannaeyjum (11014) Verslunin er starfrækt í eigin húsnæði. Mikið og gott vöruúrval, góð staðsetn- ing ásamt góðri viðskiptavild. • Hreingerningarfyrirtæki (16020) Um er að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinsun á ruslarennum ásamt almennri hreingerningu. • Trésmíðaverkstæði (19009) Sérsmíði er þeirra fag ásamt allri almennri smíðavinnu. Þarna er á ferðinni upplagt tækifæri fyrir laghenta smiði að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. • Pöbb(13046) Á besta stað í Reykjavík erum við með mjög góðan pöbb til sölu þar sem möguleikarnir eru nánast ótæmandi fyrir fólk með hugmyndaflugið i lagi. • Bakarí „suður með sjó“ (15019) Erum með á skrá gott bakari á Suðurnesjum á mjög góðum stað. Um er að ræða bakari í 5.000 manna bæjarfélagi. Falleg og góð verslun. • Erum með mikið úrval af fyrirtækjumá skrá, m.a.: Bílaverkstæði, verslun með símtæki o.fl., sólbaðsstofu, matvöruverslun, partasölur, þakpappalagnir, prentsmiðju, snyrtivöru verslanir, heilsuræktir, tískufataverslanir, framköllunafyrirtæki, gæludýraverslun, skóverslanir, matvælaframleiðslu, gjafavöruverslun, blómabúðir, saumastofur, hárgreiðslu- og rakarastofur, kjötvinnslu. trésmíðaverkstæði, fiskbúðir, heildverslanir, bakarí, hannyrðaverslanir, veitingastaði og söluturna. Þetta er aðeins brot af því sem við erum með á skrá. Látið nú drauminn rætast og gerist eiginn atvinnurekendur. Kíkið í heimsókn til okkar á Hóli og við aðstoðum ykkur alla leið í leit að rétta fyrirtækinu. Eitt blab fyrir alla! -kjarni málsins! Þægileg þjónusta Meðan við setjum eldsneyti á tankinn geturðu litið inn og kannað úrvalið í búðinni. Þar færðu margs konar snarl og sælgæti, brauð og mjólk, blöð og tímarit og alls kyns vörur til heimilisins. SBBMHB (0) ■■ Olíufélagið hf —50ára — ESSO ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.