Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 23 LISTIR Myndbrot flatarins MYNPLIST Listhús B9 MÁLVERK Þórdís Amadóttir. Ópið virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 12-18, suunud. kl. 14-18 til 19. febrúar. Aðgangur ókeypis. ÞVÍ hefur stundum verið haldið fram, að sú afstraklist sem tengist helst geometríunni (flatarmáls- fræðinni) sé í raun ein beinskeytt- asta tilraunin sem gerð hefur ver- ið til að samþætta myndlist og vísindi. Stærðfræðin er óumdeild- ur grunnur þessarar myndgerðar, og útkoman í fletinum minnir oft- ar en ekki á það niðurbrot rýmis- ins, sem stærðfræðin mælir fyrir um eftir lögmálum horna og lína. Þetta kann að vera áhorfandan- um efst í huga þegar hann nálg- ast málverk Þórdísar Árnadóttur. Við nánari athugun kemur fljótt í ljós að slík einföldun stenst ekki. Sumar línur myndanna reynast ögn sveigðar, litfletir og einkum áferð þeirra vísa á stundum til þriðju víddarinnar fremur en að raðast hlið við hlið, og litaspjaldið í heild býður upp á fjölbreytni, sem erfitt er að tengja við hreinræktuð vísindin ein saman. Þórdís stundaði nám í Mynd- listaskóla Reykjavíkur, en fór síðar til Danmerkur og útskrifaðist þar úr Listaakademíunni á Pjóni 1990. Hún er hér að halda sína fjórðu einkasýningu, auk þess sem hún hefur tekið þátt í tveimur samsýn- ingum. Sýningunni hefur lista- konan gefið yfirskriftina „Heila- brot“, en í málverkunum gengur hún einkum út frá hvössu þríhyrn- ingaspili, sem sem bjartir litir tak- ast á í fletinum. Það er mikill leikur í þessum verkum, sem njóta sín ágætlega í rýminu. Myndbyggingin er mjög þétt, þar sem bjartir gulir, rauðir og hvítir fletir takast á við dekkri litbrigði af grænum og bláum. Þessi átök eiga ásamt áferðinni sjálfri mestan þátt í að skapa þá tilfinningu fyrir dýpt í fletinum, sem kemur fram við nánari skoð- un. Þannig vísar leikurinn inn í flötinn, fremur en að liggja ein- vörðungu á yfirborðinu. Þessi myndbrot flatarins virka vel á augað, og eru þannig ágæt byijun á myndmáli Þórdísar. Listin er vissulega í sífelldri þróun, en hér á landi átti geometrísk af- straktlist sinn blómatíma fyrst og fremst á sjötta og sjöunda ára- tugnum, og hefur ekki risið upg af áberandi krafti hin síðari ár. í ljósi þessa verður áhugavert að sjá með hvaða hætti listakonan mun halda áfram að þróa þetta mynd- mál nú undir lok aldarinnar. Eiríkur Þorláksson Nýjar bækur • SIÐFERÐI og stjórnmál hefur að geyma sjö erindi sem flutt voru á ráðstefnu Siðfræðistofnunar um sið- ferði stjórnmála. í ritinu eru eftirtald- argreinar; Samdráttur og siðbót eftir Halldór Reynisson; Stjórnmál, frjálslyndi og siðprý’ði eftir Gunnar Helga Kristinsson; Tæknileg tök á siðferðislegu viðfangsefni. Draumsýn og veruleiki eftir Sigríði LiIIýju Baldursdóttur; Hvaða siða- reglur telur þú mikilvægast að stjómmálamaður haldi í heiðri? eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur;Um siðferði í stjómmálum eft- ir Arna Sigfússon; Stjómmál, lög og siðferði eftir Sigurð Líndal og Siðvæðing stjórnmála eftir Vil- hjálm Árnason. Ennfremur ritar Páll Skúlason inngang. Ritstjóri er Jón A. Kalmansson. Siðferði og stjórnmál er 85 bls. að stærð. Bókin er til sölu íhelstu bókabúðum ogkostar 1.190 kr. Utgefandi er Siðfræðistofnun Háskóla Islands og Háskólaút- gáfan annast dreifingu. Póstsendum samdægurs Biostep inniskór Verð: 7.295,- Tegund:9819 Stærðir: 40-46 Litir: Svartur, brúnn Ath.: Fótlaga, breiðir og þægilegir Ioppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg, sími 552 1212 Peugeot á aðeins 1.668.000 kr. M| Það er staðreynd að Peugeot er sérlega þægilegur í akstri. Sætin, fjöðrunin og aksturseiginleikarnir [« eiga engan sinn líka. Ekki nóg með að Peugeot sé þægilegur bíll, heldur er hann með fallegt og klassískt yfirbragð, uppfyllir ströngustu öryggiskröfur og er sérlega vel búinn: • Kraftmikil 1800 cc bensínvél • VÖkva- og veltistýri með loftpúða • Hliðarárekstravörn og bílbeltastrekkjarar • 470 lítra farangursrými, stækkanlegt í 1640 lítra • Fjarstýrðar samlæsingar • Upphituð framsæti • Einnig fáanlegur með einstakri dieselvél á aðeins 1.695.000 kr. Komdu í Jöfur og reynsluaktu Peugeot 405 skutbíl. Þá kemst þú að raun um að allt sem sagt er um ágæti Peugeot á svo sannarlega við rök að styðjast. 19 4 6-1996 Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 1 K&frl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.