Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 31
MORGUNBIAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 31
Brodský er spurður hvort ekki sé
erfitt að yrkja á framandi tungu:
„,,Nei,“ sagði hann, „það skiptir mig
engu, hvort ég yrki á ensku eða rúss-
nesku, þó að rússneskan sé náttúrlega
móðurmál mitt.““
í „Félaga orði“ er greint frá því
að Brodský hafi viljað „komast eitt-
hvað í burtu, inn á öræfi, þar sem
allt væri öðruvísi en alls staðar ann-
ars. Að vísu hægði á tímanum í
Reykjavík, en hann væri þess fullviss
að tíminn stöðvast inni á öræfum."
Svo spurði Brodský hvort hann gæti
séð Heklu í öræfaferðinni og var svar-
að að hann gæti snert hana: „Hann
sagði: „En þá springur hún í loft
upp.““
Matthías vitnar í bréf, sem Brodský
skrifaði McDuff síðar og sagði að „ís-
land væri einmana. Það væri eins og
að upplifa draugagang að koma til
þessa óraunverulega lands, þar sem
fólkið minnti sig á vofur".
Kannski er ég fæddur útlagi
Brodský sagði árið 1987 að sig
dreymdi enn um að geta vitjað föður-
landsins, en bætti við: „Hver veit.
Kannski er ég fæddur útlagi.“
Hann lýsti hlutskipti rithöfundar í
útlegð í Ijóði frá 1975 og líkti honum
við dýr, sem
lifir eins og fiskur í sandinum: skriður inn í
runnana og stendur upp bognum fótum,
gengur burt (slóð hans eins og skrifuð lína)
í átt að meginlandinu miðju.
Útlegðin var honum ávallt áleitið
umhugsunarefni eins og sést af ljóðinu
Erlendis, sem birtist s.I. nóvember
bæði í bókablaði Times og Morgun-
blaðinu í þýðingu Jóhanns Hjálmars-
sonar:
Farmiðar eru dýrir. Sama gildir um hótel.
Mannanöfn spanna frá Rita til Juanita.
Lögreglumaður á göngu beinir til þín orðum:
„Þú ert persona non grata á terra incopita."
Alexander Solzhenitsín hélt aftur
til Rússlands eftir að Sovétríkin
hrundu árið 1991, en Brodský sneri
ekki aftur. Hann fylgdist vel með
straumum og stefnum í rússneskri
menningu gegnum vini og fjölskyldu
í St. Pétursborg, en Michel Aucoutier,
þýðandi ljóða Brodskýs og rússnesku-
prófessor við Sorbonne-háskóla, sagði
að fyrir Brodský hefði það verið líkt
og að hverfa til fortíðarinnar að snúa
aftur til Rússlands.
Hvað sem því líður urðu margir
fyrir vonbrigðum yfir því að Brodský
skyldi ekki koma úr útlegðinni þegar
Sovétríkin liðu undir lok og í gær hóf
Galína Starovojtova, þingmaður og
vinur Brodskýs, herferð fyrir því að
aska skáldsins yrði flutt til Rússlands
svo hann gæti fengið legstað í St.
Pétursborg.
Fréttin af andláti Brodskýs birtist
fyrst í Rússlandi þár sem hans var
víða minnst.
Rússneskir rithöfundar stóðu hljóð-
ir í eina mínútu í minningu Brodskýs
á árlegum fundi rithöfundafélagsins
Pen í gær.
„Sól rússneskrar ljóðagerðar er
hnigin til viðar," skrifaði fréttastofan
Itar-Tass og greip þar til lýsingar, sem
hingað til hefur verið höfð um Alex-
ander Pushkin. '
Var kallaður mikill
í lifanda lífi
„Hann var eina rússneska skáldið,
sem hlotnaðist sá heiður að vera
kallaður mikill í lifanda lífi, og einn
aðeins fjögurra Nóbelsverðlaunahafa
í sögu rússneskra bókmennta,“ sagði
sjónvarpsþulurinn Jevgení Kiseljov í
fréttaskýringaþættinum Itogi.
Skáldið Jevgení Rein sagði að
Brodský hefði verið síðasta stórskáld
klassískra rússneskra bókmennta og
setti hann á stall með Pushkin,
Akhmatovu, Alexander Blok og
Mikhaíl Lermontov.
„Á okkar dögum er ekkert nafn
mikilvægara rússneskri tungu," sagði
Rein. „Sem skáld gæddi hann
rússneskan kveðskap nýju lífi.“
Skáldið Jevgení Jevtúsjenkó sagði
að við andlát Brodskýs hefði orðið
skarð fyrir skildi í rússneskri
ljóðagerð, sem skipaði sérstakan sess
í hjörtum Rússa þótt hún hefði misst
eitthvað af þeim áhrifamætti, sem hún
hafði í tíð Sovétríkjanna.
„Við þurfum á skáldum að halda
til að viðhalda hefð borgaralegrar
ljóðagerðar og gagnrýni á yfirvöld,
einkum nú þegar bandarískt rusl er
að kaffæra hinn rússneska anda og
arileifð," sagði Jevtúsjenkó.
Rætt um framtíð jafnaðarstefnunnar á fundi í Keflavík
Löng eða stutt skref
í átt til sameiningar
JÓN Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins og
Svanfríður Jónasdóttir vara-
formaður Þjóðvaka ræddu um
framtíð jafnaðarstefnunnar á fundi
sem Samband ungra jafnaðarmanna
stóð fyrir í Keflavík á laugardag, en
tilefnið var viðræður flokkanna
tveggja sem hófust í síðustu viku.
Svanfríður sagði þar að ef frjáls-
lyndir, víðsýnir og umbótasinnaðir
jafnaðarmenn ættu að ná saman yrði
að búa það afl til. „Ég held að það
sé hægt að búa þann vettvang til úr
núverandi stjórnarandstöðuflokkum,"
sagði Svanfríður.
Hún bætti við að ef menn hefðu
trú á að þessi vettvangur hefði afl
til að ná völdum og hafa áhrif, þá
kæmu þeir til iiðs við hann, einnig
fjálslyndir umbótasinnar sem nú
væru í Sjálfstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki.
Svanfríður sagðist vilja sjá árangur
á þessu sviði strax í næstu sveitar-
stjórnarkosningum og eftir 3‘A ár
þegar næst á að kjósa til Alþingis.
Barist um fylgið
á miðjunni
Jón Baldvin sagði nauðsynlegt að
skapa sterkt afl jafnaðarmanna til að
losa það fylgi, sem væri á miðju stjórn-
málanna, úr herkví hagsmunaaflanna.
Baráttan væri um fylgið á miðjunni
og 60% af því fylgi hefði skilað sér
til Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks í síðustu kosningum, m.a. af
því að Alþýðuflokkurinn hefði gengið
til þeirra klofinn.
Jón Baldvin sagði það vera sitt mat
að ekkert réttlætti að þingflokkar
Alþýðuflokks og Þjóðvaka störfuðu í
tvennu lagi. Því hefði hann stungið
upp á því í blaðaviðtali fyrir skömmu
að þingflokkarnir yrðu -------------
sameinaðir og það gæti
orðið rétt byijun og veru-
legt skref fram á veginn.
í framhaldi af þeirri
sameiningu sagðist Jón
Baldvin telja eðlilegt að ' “—■—-
nýi sameinaði þingflokkurinn efndi
til viðræðna um samstarf við þing-
flokka Alþýðubandalags og Kvenna-
lista í tilteknum stórmálum fram að
næstu kosningum. Því yrði haldið
opnu hvort það gæti endað í kosn-
ingabandalagi stjórnarandstöðu-
flokkanna eða frekari samruna fyrir
kosningar. Reynslan af samstarfinu
yrði prófsteinn á það.
„Það er ákveðin hætta á því að
umræða um sameiningu jafnaðar-
manna, sem leiðir ekki til neinna að-
gerða, orki þveröfugt á upphaflegan
, Morgunblaðið/Björn Blöndal
ÞÖTT handaband Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svanfríðar Jónasdóttur hafi verið vinsamlegt í Kefla-
vík á laugardag er óvíst að sameining íslenskra jafnaðarmanna í einum sljórnmálaflokki sé á næsta Ieiti.
Vill sjá árang-
ur í næstu
sveitarstjórn-
arkosningum
tilgang. Hún er þreytandi af því að
hún leiðir ekki til athafna. Ég held
að það sé óraunsætt að slíkt geti gerst,
einfaldlega eins og hendi sé veifað,
að stíga stærra skref að svo stöddu.
Og ég vara við því að stíga einhver
skref sem gætu síðan reynst verið
ranghugsuð og endað með brotlend-
ingu“.
Baneitrað skref
Svanfríður sagði að sér fyndist
nánara samstarf Alþýðuflokks og
Þjóðvaka vera nánast aukaatriði mið-
að við það sem skipti mestu máli.
Enda þótt þessir tveir hópar stjórn-
málamanna tækju ákvörðun um að
vinna öðru vísi saman en hingað til,
þá hefði í raun ekkert gerst vegna
þess að því fylgdi engin pólitísk ný-
sköpun.
„Þetta væri eins og tæknileg fram-
kvæmd, en pólitík snýst ekki bara um
tæknilega framkvæmd. Pólitík snýst
líka um það að skapa forsendur fyrir
umræðu, jafnvel fyrir tilteknum átök-
um sem gætu fætt af sér eitthvað
nýtt. Það vil ég sjá gerast," sagði
Svanfríður.
Hún sagðist telja að menn yrðu
strax að stíga stærra skref til að skapa
forsendur fyrir áframhaldandi vinnu
og hún vildi marka stefnuna öðru vísi.
Menn gætu ekki horft fram hjá því
að það væri samkeppni á milli stjórn-
málaflokka. Og hætta væri á því, ef
fyrsta skref Jóns Baldvins yrði látið
nægja, að það gæti spillt
andanum milli þingflokks
jafnaðarmanna og þing-
flokks Alþýðubandalagsins.
„Ég er ansi hrædd um
að þetta fyrsta skref gæti
-... reynst okkur baneitrað og
jafnvel koinið í veg fyrir það sem Jón
Baldvin kallar næstu skref,“ sagði
Svanfríður.
Jón Baldvin sagði það alls ekki
vaka fyrir Alþýðuflokknum að efna
til fjandskapar við Alþýðubandalagið
með tillögun um sameiningu Þjóðvaka
og Alþýðuflokks. Það skref myndi
ekki spilla fyrir samstarfi stjórnmála-
flokka og það væri ekki tæknilegt
formsatriði heldur myndi það vekja
mikla athygli í íslenskri pólitík og
væri skilaboð um að menn vildu breyta
íslenska flokkakerfinu.
Rifist um leiðir
Einn fundargestur sagði sorglegt
hve menn eyddu miklum tíma í að
rífast um leiðir' að markmiðunum.
Ekki skipti máli hvort tekið væri stórt
eða lítið skref til að byrja með og því
væri spurning hvort það sýndi ekki í
raun hve lítil alvara væri á bakvið,
ef leiðirnar væru látnar skipta svona
miklu máli.
Þessu svaraði Jón Baldvin þannrg
að allur alvarlegur ágreiningur’innan
stjórnmálahreyfinga væri á endanum
um leiðir. Sagan sýndi, að tilraunir
til að ráðast að flokkakerfinu með því
að kljúfa flokka og stofna nýja flokka,
hefðu mistekist og væru víti til varn-
aðar.
Það versta sem gerst gæti nú
væri að vekja upp væntingar um að
hægt sé að stíga allt í einu skrefi
og uppfylla þannig óskir manna og
væntingar, vegna þess að slíkt væri
ógerlegt.
„Er það praktísk tillaga að þing-
flokkar Alþýðuflokks, Þjóðvaka og
Alþýðubandalags, með eða án
Kvennalista, geti eftir einhver svona
samtöl runnið saman í einn þing-
flokk? Nei, ég einfaldlega veit betur.
Og það er vegna þess, að ég hef
engan áhuga á að fjandskapast við
Alþýðubandalagið sem flokk, erfa við
það einhverjar fortíðardeilur, velta
þeim upp úr einhverjum fortíðarmi-
stökum eða kljúfa það, sem ég legg
það ekki til,“ sagði Jón
Baldvin.
Hann benti á að Hjör-
leifur Guttormsson þing-
maður Alþýðubandalags
hefði nýlega skrifað í
biaðagrein að meira bil —......
yæri á milli Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags en nokkurra annarra ís-
lenskra flokka og því væri fjarstæðu-
kennt að ætla að efna til flokkslegs
samruna þessara flokka.
Jón Baldvin sagði að Hjörleifur
væri ekki einn um þessi sjónarmið í
Alþýðubandalaginu heldur væri þetta
partur af sögulegri arfleifð. Ef nú
kæmi fram tillaga af hálfu Alþýðu-
flokks um að sameina þessa flokka
án nokkurs aðdraganda væru menn
að setja fram eitthvað sem þeir vissu
að væri ósatt og óraunhæft.
Samvinnan
auðveldari í
stórum flokki
en litlum
Jón Baldvin sagði hins vegar þýð-
ingarmikið út frá langtímasjónarmið-
um um sameiningu jafnaðarmanna
að gera upp og leysa klofningsmál
Þjóðvaka og Alþýðuflokks. Rökin
fyrir því að það ætti að vera fyrsta
skrefið væru m.a. þau að það væri
hægt.
„Við getum ekki vænst þess að
samskonar sameining geti átt sér stað
við Alþýðubandalagið, sennilega
hvorki af hálfu Alþýðubandalags né
heldur hugsanlega þingflokks Alþýðu-
flokks. Það þarf einfaldlega að þróast
á lengri tíma,“ sagði Jón Baldvin.
Svanfríður sagði að nú stæðu yfir
viðræður Alþýðuflokks og Þjóðvaka
og flestir væru með það á hreinu að
á einhveiju stigi málsins kæmi Al-
þýðubandalagið að því borði.
Hún sagðist vera viss um, hvort
sem menn væru að tala í vikum,
mánuðum eða árum, að jafnaðarmenn
gætu á endanum gengið nokkuð sam-
stíga í áttina að þessu sameiginlega
markmiði.
Ekki ég sem fór
Fundarmenn vildu vita hvort líklegt
væri að Jóhanna Sigurðardóttir og Jón
Baldvin gætu starfað saman á ný og
hvort hætta væri á að persónulegir
hagsmunir kæmu í veg fyrir endan-
iega sameiningu. Jón Baldvin sagðist
viðurkenna að samstarf sitt og ann-
arra í forustu Alþýðuflokksins við
Jóhönnu hefði ekki verið gott síðustu
árin sem hún var í flokkn-
um. En hann sagðist vera
tilbúinn að vinna með fólki
í stjórnmálum ef menn
virtu' leikreglur og sættu
sig við þá niðurstöðu sem
—— fengist hveiju sinni með
lýðræðislegum aðferðum. Og Jón
sagðist persónulega aldrei hafa haft
þá afstöðu til Jóhönnu, að hann gæti
ekki unnið með henni í pólitík. „...enda
var það ekki ég sem fór“.
Svanfríður sagði að mun auðveld-
ara væri fyrir fólk að vinna saman í
stórum flokki en litlum, þrátt fyrir
einhvern skoðanaágreining. Gallinn
við litlu flokkana væri sá að átökin
gætu ekki verið málefnaleg til lengdar
heldur yrðu þau alltaf persónuleg á
endanum, þegar einstaklingar en ekki
hópar stæðu á bak við skoðanirnar.
Forustumenn Alþýðu-
flokks og Þjóðvaka eru
sammála um það mark-
mið að sameina íslenska
jafnaðarmenn í sterkri
stjórnmálahreyfingu.
Hins vegar eru þeir ekki
sammála um hve fyrstu
skrefín í átt til samein-
ingarinnar eiga að vera
stór. Guðmundur Sv.
Hermannsson fylgdist
með fundi í Keflavík um
helgina þar sem þessi
mál voru á dagskrá.