Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 35
AÐSENDAR GREINAR
Eru ráðamenn þjóðarinnar
loks að vakna af
vondum draumi - eða hvað?
ER ÞAÐ tilfellið að ráðamenn
þjóðarinnar séu að átta sig á
vandamáli unglinganna vegna
fíkniefnavandans, sem nú veður
yfir landsbyggðina.
Það er mjög gleðilegt í byrjun
nýs árs, þó seint sé í rassinn grip-
ið. Það er svo langt síðan ég og
fleiri hafa varað við eitrinu, án
árangurs. Fjölmiðlar hafa tekið við
sér og er það gott mál. Það hlaut
eitthvað að gerast þegar dauðsföll
unglinga vegna eitursins koma
upp á yfirborðið og foreldrar farn-
ir að tjá vandræði sín opinberlega.
Það finnst mér að hefði mátt koma
fyrr. Einnig eru fyrrverandi fíkni-
efnaneytendur farnir að tjá sig.
Þetta vandamál „Eitrið“ hefur
verið í felum hjá mörgum fjöl-
skyldum. Verið að leyna vandan-
um í lengstu lög. Það hefur verið
vandamálið. Foreldrar skammast
sín kannski fyrir eiturefnanotkun
barna sinna og halda að allt lagist
með aldri og þroska, en því miður
er það ekki þannig með eitur-
neyslu, frekar aukning, þegar eitr-
ið hefur verið notað í nokkurn tíma
ánetjast unglingarnir. Þessi eitur-
efni sem nú eru í tísku valda árás-
arhneigð, án þess að unglingarnir
geri sér grein fyrir hegðun sinni
fyrr en kannski eftir á. Ég held
að allar þessar árásir, sem eru
hryllilegar og valda næstum
dauða, séu vegna fíkniefnanotkun-
ar. Foreldrarnir finna kannski lykt
af víni þegar unglingarnir koma
loks heim undir morgun illa á sig
komnir, en fatta ekki að eitrið er
með í spilinu. Þettá' hefur lengi
verið vitað um eiturnotkun fdllorð-
inna. Brennivínið „blóraböggull"
til að fela vímuna af eitrinu og
árásargirnina. Þetta þurfa lögregl-
an og aðrir að athuga.
Nú reynir á dómsmálaráðuneyt-
ið. Það verður að efla lögregluna,
en ekki að fækka í henni eins og
hefur verið gert. Sérstaklega þarf
að fjölga í fíkniefnalögreglunni og
gefa henni tíma til að rannsaka
mál niður í kjölinn til að ná þeim
sem skaffa peningana til að kaupa
eitrið í Hollandi og víðar. Það get-
ur tekið langan tíma að ná til
þeirra.
Það verður að auka fjármagn
til lögreglunnar. Já, og tollvarð-
anna, því allt þetta eitur kemur
með flugvélum. Það er löngu vit-
að, en ekkert gert til að stöðva
fyrir alvöru innflutninginn á eitr-
inu. Ströng gæsla á Keflavíkur-
flugveili er númer eitt. Það verður
að fjölga mikið tollvörðum þar og
einnig þurfa að vera þar menn frá
fíkniefnalögreglunni. Leita miklu
betur á fólki og í farangri þess.
Farþegar verða bara að sætta sig
PARKETSLIPUN
Sigurðar Ólafssonar
Við gerum gömlu
gólfin sem ný
Sími: 564 3500 - 852 5070
við að tefjast vegna leitar að eitr-
inu, þar sem þetta er að verða
þjóðarböl. Maður reiknar með að
almennilegt fólk sætti sig við það,
þótt hvimleitt sé.
Það þarf að auka athvarf fyrir
vímuefnasjúklinga, en ekki að
leggja slík heimili niður. Veita
miklu meira fé til þessara mála
Fíkniefnavandinn veður
yfír landið, segir
Sveinn Björnsson,
og mál er að vakna
til varnar.
og sjá ekki eftir þeim
peningum til að
vernda æskuna í land-
inu. Nú loksins virðast
augu ráðamanna hafa
opnast fyrir vandan-
um og er það vel. Það
þarf að láta hendur
standa fram úr erm-
um.
Nú er lag, eins og
sagt var. Allir virðast
fúsir til aðgerða, en
síðan fór í verra með
yfirlýsingu dómsmála-
ráðherra í gær, sem
hefur skipað nefnd
vegna vandans af eitr-
inu. í henni er fólk
sem veit hvað um er
Sveinn
Björnsson
að vera í þessum mál-
um, en á ekki að skila
skýrslu sinni fyrr en í
júní. Það finnst mér
langur tími og sýnir
að dómsmálaráðherr-
ann skilur ekki vand-
ann. Nóg væri að
þessi nefnd fengi þrjá
mánuði eða enn
skemmri tíma til að
skila skýrslu sinni,
þar sem hún veit allt
um þessi mál. Svona
seinagangur gengur
ekki.
Höfundur er fyrrver-
andi rannsóknarlög-
reglumaður.
Námskeið sem borgar sig frá fyrsta degi:
UmsjónTölvuneta
Ef þú vilt minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt
er þetta námskeið fyrir þig. Námskeið
fyrir þá sem vilja sjá um rekstur tölvuneta!
36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr.
Námskeið á þriðjudögum og laugardögum
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuráögjof • námskeið • utgáta
Grensásvegi 16 • sími 568 8090
hk 95094 Raögreiðslur Euro/VISA
NISSAN
Rúmgóði fjölskyldubíllinn
Nissan Almera er hlaðinn auka-
og öryggisbúnaði eins og:
- Innbyggðri þjófavöm
- Loftpúða í stýri (SLX gerðir)
- Hemlaljósi á kistuloki
- Stereó hljómflutningstækjum og auðvitað er bíllinn
afgreiddur á vetrardekkjum með hlífðarmottum á gólfi.
. 'w.jr • >c f f . # 3
miið og reynsluakið bíl með einstaka akstursei,
og sannfœrist um kosti nýju fjölliðafjöðrunarinnar
MkS.
Bílasýning laugardag og
sunnudag kl. 14-17
3 UfS
'■,
Ingvar
Helgáson
Sœvarhöfða 2
Sími 525 8000