Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 37
AÐSENDAR GREINAR
Nýskipan í fisk-
veiðistjórnun
Sigurður
Ingólfsson
Hvers vegna að
kalla yfir sig öll
þessi vandamál?
DAGLEGA megum
við íslendingar sitja
undir fréttum af
vandamálum og vand-
ræðum í stjórnun á
auðlind okkar, þ.e.
fiskveiðunum. Vest-
firðingar vilja eitt
stjómunarkerfið á
meðan Norðlendingar
vilja annað, togaraút-
gerðir vilja kerfi sem
er þeim hagstætt, bá-
taútgerðir annað sem
kemur betur út fyrir
þær og smábátaútgerðir enn eitt
sem gefur þeim meira. Frystihúsin
vilja kerfi sem gefur þeim hlutdeild
í auðlegðinni og sveitarfélög og
landshlutar vilja kerfi sem tryggir
þeim hlut í auðlindinni. Svona er
endalaust hægt að telja upp aðila
sem vilja fá nokkuð í sinn hlut og
ekki er ráðherra öfundsverður af
því að reyna að hanna kerfi þar sem
öllum þessum kröfum er fullnægt.
Og takið eftir eigendur auðlegð-
arinnar, þú og ég, við erum ekki
spurðir. A meðan hagsmunaaðilar
bítast um eign okkar er ekki talað
við okkur.
Og hver er svo útkoman? Jú, fisk-
veiðistjórnun sem allir eru óánægð-
ir með nema sægreifarnir sem sóp-
að hafa eign okkar til sín í formi
veiðiheimilda, mest gefins en til
viðbótar með kaupum á eign okkar
frá öðrum sem hana fengu gefna.
Hveijum er þetta til hagsbóta?
Jú, fáeinum aðilum sem safna til
sín öllum veiðiheimildunum eða
megninu af þeim í krafti stærðar
sinnar og styrks og munu innan
skamms tíma stjórna þessari auð-
lind okkar að vild af sömu ástæðu.
Þetta er ekki til hagsbóta fyrir
eigendurna, þig og mig, við munum
aldrei fá neina leigu fyrir afnot af
eign okkar, við okkur er ekki einu
sinni talað.
Þetta er ekki til hagsbóta fyrir
minni aðila í fiskveiðum, þeir munu
engan kvóta fá, hann verður ekki
á lausu, og þeir munu hverfa af
sviðinu.
Þetta er ekki til hagsbóta fyrir
landsbyggðina. Einstök byggðarlög
munu ekki hafa bolmagn til að
hafa áhrif á hvar verður byggð og
hvar ekki, það verður í valdi þeirra
fáu sem eiga kvótann. Þeir munu
jafnvel geta nýtt aðstöðu sína til
að þvinga byggðarlög til sérstakra
vildarsamninga við sig, gegn því
að koma með einhveija starfsemi á
svæðið.
Ég vil bjóða út afnot
af eign minni!
Af hveiju í ósköpunum hefur
útboðsleiðin ekki verið rædd? Að
bjóða út veiðiheimildir kallar fram
raunverulegt markaðsgjald, gjald
sem bæði kaupandi og seljandi
sætta sig við. Það uppfyllir þannig
þær kröfur sem flestir eru sammála
um að séu þær eðlilegu í viðskiptum
í dag.
Með því að bjóða út veiðiheimild-
irnar hafa allir sömu
möguleika á að eignast
afnotaréttinn hvort
heldur eru trillukarlar,
útgerðir togara, sveit-
arfélög, Vestfirðingar,
Sunnlendingar eða þú
og ég. Þannig beinir
markaðurinn veiði-
heimildunum til þeirra
sem borga best og hafa
væntanlega að jafnaði
bestu afkomuna og eru
veiðarnar þannig að
jafnaði stundaðar þar
sem þær gefa best af
sér.
Veiðiheimildirnar
má framleigja og getur
þannig myndast um þær markaður
með sitt eigið breytilega gengi.
Ég vil leigja til
afmarkaðs tíma!
Með því að leigja út afnotin til
ákveðins afmarkaðs tíma fæst stöð-
ugt rétt leigugjald. Með því að leigja
afnotin til afmarkaðs tíma er aldrei
vafi á því að við eigum fískinn í sjón-
um, þú og ég, þ.e. íslenska þjóðin,
Enginn skaði væri af því þó að
leigjandinn væri erlendur, eigninni
yrði skilað að leigutíma loknum og
tekjur kæmu inn í landið. Engin
áhætta þyrfti að fylgja því, þar sem
leigjandinn getur sett þau skilyrði
sem hann vill, fyrir leigunni, svo sem
þau að landa afla hér á landi o.þ.h.
Auðveldar veiðistjórnun!
Með því að hafa leigutímann til
5 ára, sem virðast að mörgu leyti
eðlileg tímamörk, og þannig fyrir-
komið að 20% gengju til baka ár-
lega væru útboð stöðugt í gangi
og má auðveldlega dreifa þeim nið-
ur á árið þannig að stöðugt væru
að koma inn heimildir sem væru
þá að nýju settar á markað. Þetta
tryggir að útgerðir ættu stöðugt
möguleika á að afla sér nýrra heim-
ilda í stað þeirra sem þær þyrftu
að skila inn og þá á því verði sem
markaðurinn byði upp á á þeim
tíma.
Veiðistjórnun færi fram í gegn-
um þessi útboð þannig að þegar
draga þyrfti úr veiðum kæmi minna
á markað af heimildum en skilað
væri inn, og þegar auka mætti
heimildir væri meira boðið út. Vafa-
laust myndi verðið á hveijum tíma
eitthvað stjórnast af þessu fram-
Ég vil leigja veiðiheim-
ildir til afmarkaðs tíma,
segir Sigurður Ingólfs-
son, og nýta tekjurnar
í þágu alþjóðar.
boði, en það myndi þó fyrst og síð-
ast taka mið af markaðsverði afurð-
anna á hveijum tíma.
Ég vil fá leigutekjur!
Tekjur þær sem til verða vegna
útboða á veiðiheimildum, e.t.v. að
frádregnum kostnaði við eftirlit
með veiðunum, á að nýta í þágu
þjóðarinnar. Hvort það verður í
formi lægri skatta eða á annan
hátt skiptir e.t.v. ekki máli, en það
verður að láta tekjurnar koma skýrt
fram og það verður að ráðstafa
tekjunum á sýnilegan hátt og í allra
þágu.
Hvað eiga hagsmunaaðilar
og sljórnmálamenn þá að
pexa um?
Þeir geta ekki lengur rifist um
hvort trillukarlar eiga að fá að róa
þennan daginn eða hinn. Þeir hafa
ekki lengur tækifæri til að rífast
um hvort aflamark eða úthald eigi
best við. Þeir geta ekki lengur rætt
um réttlæti þess að binda kvóta við
svæði eða sveitarfélög eða alls ekk-
ert og ekki er lengur tækifæri til
að hygla einhveijum þar sem hann
fór svo illa út úr fiskveiðistjórnunar-
kerfinu o.s.frv. Ekki verður heldur
ástæða til að eyða eins miklu púðri
í að deila um hversu mikið má taka
af fiskinum i sjónum.
Eitt verður þó ekki tekið frá þess-
um aðilum, þ.e. þeir verða áfram
að sjá um að umgengnin um eign-
ina okkar, þinnar og minnar, sé í
lagi, og það ætti að duga í þó nokkr-
ar umræður og pex. Til að tryggja
að umgengnin sé í lagi, þarf áfram
að vera virkt eftirlit og reyndar
miklu markvissara en nú er. Eftirlit-
ið þarf að uppfylla ýtrustu kröfur,
sem kalía á úthald eftirlitsaðila með
tilheyrandi „útgerð" og það þarf
að beita harðari refsingum, sem
fyrst og fremst fælust í sviftingu
veiðiheimilda eftir fyrirfram settum
reglum sem væru háðar broti.
Höfuadur er framkvæmdastjóri.
Fyrirtæki - stofnanir
Haldið verður sérstakt hraðlestramámskeið fyrir starfs-
menn fyrirtækja og stofhana. Námskeiðið hefst n.k.
þriðjudag, 30. janúar. Kennt verður þijá þriðjudaga í röð
kl. 17:00-19:30.
Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091.
Fax 564-2108
HRAÐI-ESTRARSHÓIJNN
við hjálpum
MEÐ ÞINNI
hjálpj
I ú getur tekið þátt í að viðhalda lífsvon karla,
kvenna og barna í neyð með því að hringja
í síma 562 6722 og gerast styrktarfélagi
Hjálparsjóðs Rauða kross íslands.
Weetab/x
Myldu það bara
- efþú vílt brjóta upp línurnar
V
Fislétt
en samt gróft og hollt fyrir meltinguna.
Weetabix - hjartans mál!
í.
Ei MiQíCiMWÍ pH?| .1 sTOtNán»« ...blabib - kjarni málsins!
'ramlög þín renna óskipt til hjálparstarfs
Rauða kross íslands erlendis. |
Þú færð reglulega upplýsingar um
hvernig við verjum fénu.
Þú ákveður hve mikið, hve oft og hvenær þú greiðir.
+
RAUÐI KROSS ISLANDS