Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 42

Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórbjörn Aust- fjörð Jónsson fæddist á Hofi í Skagahreppi þ. 19. nóvember 1917. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur þ. 22. janúar síðast- liðinn. Foreldrar ^ hans voru Þorbjörg Halldórsdóttir og Jón Sölvason. Hann flutti með foreldr- um sínum að Finns- stöðum og síðan að Réttarholti á Skagaströnd. Þór- björn ólst þar upp ásamt yngri bræðrum sínum þeim Björg- vin, f. 22. feb. 1921, og Jens, f. 22. jan. 1927. Þeir eru báðir látnir. Hann kvæntist eftirlifandi ELSKULEGI, góði pabbi minn er dáinn. Alltaf er það svo að dauðinn kem- ur á óvart og maður er aldrei tilbú- inn að missa ástvini sína. Ég hélt að við fengjum að hafa hann pabba miklu lengur hjá okkur, þótt hann væri búinn að vera með Parkinson- sjúkdóm í nokkur ár og mikið versn- andi síðastliðið ár þá hafði hann svo frábæra hjúkrunarkonu sér við hlið, hana mömmu, sem í raun gerði það að verkum að við fengum að njóta nærveru pabba á heimili þeirra mun lengur en kannski geta hans sagði til um. Elsku pabbi minn, kveðjuorð mín til þín verða minningabrot mín sem stöðugt hafa verið að koma upg í hugann' síðustu tvær vikurnar. Ég sé svo vel í dag hvað það er nauð- synlegt að geta búið til góðar minn- ingar með bömunum sínum því einn daginn er það, það eina sem eftir er. Þú gafst mér mikinn fjölda góðra minninga. Ég man hvað mér fannst gott að leiða þig, höndin þín var svo stór og sterk og örugg enda vön erfiðisvinnu frá barnæsku. Ég sé þig fyrir mér í hlutverki prests að skíra dúkkumar mínar og vin- kvenna minna, eða jarða fugla og mýs sem ég hafði fundið og borið Jieim. Þú að kenna mér að dansa skottís eftir langa ganginum heima. Við að fara á fallegum sumarkvöld- um að veiða silung í net eða ég að suða um að fá að fara með þér í skektunni á grásleppu. Við að fara í okkar árlega berjamó á gamlar æskuslóðir þínar. Þú að leyfa mér að keyra og örvæntingarfullan svip mömmu þegar ég kom keyrandi heim í hlað, tólf ára gömul. Ég í nýju hlutverki sem móðir og þú í hlutverki besta afa í heimi. Það var ekkert sem þú vildir ekki fyrir börn- in mín gera og ég held að þú hafir eiginkonu sinni Guðmundu Árna- dóttur þ. 6. des. 1940. Þau eignuð- ust 3 börn, þau eru: 1) Birgir, f. 5. feb. 1944, hann á 3 börn og eina stjúpdótt- ur, sambýliskona hans er Guðrún Garðarsdóttir. 2) Guðrún Árný, f. 14. mars 1946, hún^er gift Sigurði Óla Sigurðssyni, eiga þau 2 syni. 3) Ásdís Björg, f. 29. ágúst 1961, hennar maður er Guð- brandur Sigurðsson, þau eiga 2 börn. Langafabörnin eru orð- in 10. Utför Þórbjörns fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst hún kl. 13.30. aldrei skammað mig fyrr en þau komu til sögunnar og ef þér fannst ég ekki gefa þeim nægilega kjarng- ott fæði. Elsku pabbi minn, minningarnar um þig eru óteljandi og yndislegt að hverfa til þeirra, ég ætla að vera dugleg að búa til góðar minn- ingar með börnunum mínum. Þín dóttir, Ásdís. Elskulegur tengdafaðir minn er dáinn. Ég kynntist honum Tóta þegar ég var nýbytjaður með henni Ásdísi, þá aðeins 17 ára gamall árið 1977. Tóti tók strax vel á móti mér og lét mig fínna mig mjög velkominn í fjölskyld- unni þó að ég væri að taka frá hon- um litlu dóttur hans, en Ásdís er langyngst þeirra systkina og síðust að heiman. Tóti var mér alla tíð góð- ur og traustur enda var hann mér ekki bara sem tengdafaðir heldur sem ákaflega góður vinur. Tóti var einstaklega vinnusamur, iðinn sem „maur“, handlaginn með afbrigðum og vandvirkur enda lá hann aldrei á Iiði sínu þegar við hjónin þurftum að framkvæma eitt- hvað, alltaf var Tóti mættur með verkfærin sín. Þótt Tóti væri orðinn illa haldinn af Parkinsonsjúkdómi þegar við fluttum í nýtt hús á Kjal- arnesi árið 1992 lét hann ekki standa á sér heldur var hann mætt- ur upp á Kjalarnes til vinnu. Þótt reynt hafí verið að fá hann til þess að taka því rólega þá náði hann að laumast til að mála allt húsið að utan á tveimur vikum. Mér er minnisstætt að sumarið eftir klædd- um við bílskúrinn að utan og Tóti og Gumma tengdamamma voru upp á Kjalarnesi að passa börnin fyrir okkur þar sem við vorum erlendis. Gumma var þá að sjálfsögðu upp- tekin við að passa börnin sem hún er mjög lagin við svo ekki gat hún haft auga á Tóta allan daginn, en hann laumaði sér að sjálfsögðu út í bílskúr. Þegar hún fór að huga að því hvað hann væri að dunda úti þá var hann að verða búinn að bera á eina hlið skúrsins að utan- verðu og hafði hann staðið uppi á óstöðugum búkka við vinnuna. Þar sem hún kom að honum hafði hann dottið aftur fyrir sig af búkkanum ofan í kartöflugarðinn og þar lá hann afvelta með málningarfötuna á hvolfi yfír sér og allur útataður í málningu. Þá varð tengdamamma reið og fór inn með þann gamla til þess að þrífa hann. Elsku besti Tóti minn, ég kveð þig með sorg og söknuði í hjarta en ylja mér við allar þær góðu minn- ingar sem þú gafst mér og fjöl- skyldu minni með nærveru þinni, glettni og hjartagæsku. Guð varðveiti sálu þína, þinn vin- ur og tengdasonur, Guðbrandur Sigurðsson. Mig langar að minnast elskulegs tengdaföður míns, Þórbjörns Jóns- sonar, með nokkrum orðum, en hann lést 22. janúar eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu. Þórbjöm var sonur hjónanna Þor- bjargar Halldórsdóttur og Jóns Sölvasonar sem lengst af bjuggu í Réttarholti á Skagaströnd. Þar ólst Þórbjöm upp ásamt yngri bræðrum sínum þeim Björgvin og Jens, en þeir em báðir látnir. Það mun oft hafa verið kátt í kotinu og mikil fyrir- ferð á þeim bræðrum. Þórbjöm fór snemma að vinna og eru þau mörg verkin sem hann hefur komið við á ævinni. Hann stundaði sjómennsku og fískvinnu í landi, og var það ekki bara á Skagaströnd heldur var farið á vertíðir á Suðurnesjum, þá fyrstu þegar hann var 15 ára gamall. Hann vann við húsasmíðar og húsa- viðgerðir, einnig var Þórbjörn í skipasmíðastöðinni við bátaviðgerð- ir og smíðar að ógleymdum plast- bátasmíðunum. Ásamt þessu var hann á vorin um margra ára skeið á grásleppuveiðum, en það var nú einmitt sjórinn og sjómennskan sem var hans líf og yndi. Það hefur því oft verið lítill svefn, en um það var ekki hugsað. Ég hef oft sagt það og ítreka það hér að Þórbjörn er sá duglegasti og iðnasti maður sem ég hef þekkt. Þegar við vorum að byggja rétti hann okkur oft hjálpar- hönd ef hann kom í bæinn og var þá ekkert gefíð eftir og unnið frá því eldsnemma á morgnana og fram á rauða nótt, stuttir kaffí- og matar- tímar (helst engir). Það var alveg sama hvað þurfti að gera hvort það var að gleija, setja upp í loft, flísa- leggja, smíða innréttingar, allt gat Þórbjörn og var áhuginn svo mikill að það hefði verið dauður maður sem ekki hefði hrifist með. Já, ég undraðist oft hvílík orka og eljusemi bjó í þessum manni. Margt var rætt þegar við vorum saman að vinna og var unun að hlusta á hann segja frá því Þórbjöm var mikill húmoristi. Við hlið Þórbjarnar stóð traust og góð kona, Guðmunda Ámadóttir, ættuð frá Kringlu á Ásum, en þau hófu búskap eftir að þau giftu sig 1940. Þau keyptu Flankastaði á Skagaströnd og byggðu þá upp og bjuggu þar til ársins 1980 er þau fluttu til Reykjavíkur og keyptu fljótlega íbúð á Maríubakka 12. Á heimili þeirra var alltaf gott að koma enda þeirra aðaláhugamál fjölskyld- an og ekkert var nógu gott fyrir hana. Þegar til Reykjavíkur kom vann Þórbjörn fyrst við húsasmíðar en síðustu starfsár sín var hann hjá lagerdeild Pósts og síma á Höfða. Fyrir nokkrum árum fékk hann Parkinsonsveiki og var oft ansi langt niðri af hennar völdum, en hugurinn var alltaf skýr og vel fylgst með öllu sem var að gerast bæði hér og erlendis. En alltaf hafa þó físk- og aflafréttir verið það sem hann hefur fylgst hvað best með. Hann stóð ekki einn og yfirgefínn í veikindum sínum því Guðmunda annaðist hann og hjúkraði af mikilli natni og elsku. Að lokum, kæri vinur, vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu á þeim rúmlega 30 árum sem við höf- um þekkst og aldrei borið skugga á. Ég bið góðan Guð að varðveita þig og vernda á nýjum leiðum. Við getum glaðst yfir öllum góðu minn- ingunum. Sigurður Óli. Til elsku afa míns. Afí kenndi mér að dansa, við döns- uðum stundum saman við lög í út- varpinu. Afí dansaði líka alltaf við Systu hund þegar hún kom í heim- sókn til hans. Með bestu lögum hans var Ljúfa Anna. Uppáhaldsspilið hans var kasína. Afi og ég fórum stundum í ferða- lag með strætó niður á Hlemm, þá keypti afí alltaf tópas handa mér. Þegar ég var lítil fórum við afi stund- um niður á tjörn og gáfum öndunum brauð. Það sem ég man best um hann var að hann var besti afí sem til er, alltaf góður við mig og vildi alltaf gera allt það sem mér fannst best. Ljóð til þín: Elsku afí minn/ ég elska þig af öllu mínu hjarta,/ ég dái þig./ Þú kyssir mig svo vel að það hlýnar inn með mér/ elsku afi minn, ég elska þig./ Þín elskandi dótturdóttir, Jóhanna Björt Guðbrandsdóttir. Kveðja til afa frá afastráknum hans, honum Birgi Þór Guðbrands- syni, sem segir: „Afi Tóti var vinur minn.“ Birgfir Þór. Mig langar til að minnast afa míns og nafna, Þórbjöms Jónssonar. Það var svolítið sérstakt að heita þessu nafni því ég vissi að ég og afí vorum þeir einu á landinu sem hétum því. Þegar ég var lítill bjuggu afí og amma á Flankastöðum, Skaga- strönd, gatan hét að vísu Banka- stræti en mér fannst það alltaf hálf- vitlaust því þar var enginn banki. Alltaf um páska og oft á sumrin dvaldi ég hjá þeim í litla húsinu und- ir höfðanum. Það var alltaf spenn- andi þegar ég vissi að ég væri að fara norður. Stundum fór ég með flutningabílnum eða rútunni og kom afi þá_ inn á Blönduós til að sækja mig. Árin mín á Skagaströnd munu seint gleymast og sjálfsagt eru þetta þeir tímar sem best eru geymdir í minningunni. Afi var alltaf eitthvað að sýsla og fengum við þá iðulega að fylgjast með. í smíðakompunni hans fengum við að valsa að vild og smíða það sem okkur langaði sjálf til. Oftast voru það skip og bátar af öllum stærðum og gerðum. Verkfærin var hann ekki spar á en vildi að vel væri um þau gengið, hann bar virðingu fyrir því sem hann átti. Afi var alltaf að kenna okkur eitt- hvað, með sögum fræddi hann okkur um staði sem hann hafði unnið á um vertíðar og báta. Hann hafði verið kafari og smiður, bóndi og sjóari og allt þetta sogaðist inn í okkur. Auðhlaupið var að því að fara þangað sem hann var að vinna, hann tók alltaf á móti okkur. Afí átti skektu og fékk ég iðulega að sitja í hjá honum. Sigldi hann þá kringum höfðann og setti mig þar í land en hélt síðan áfram sjálfur til að vitja um netin. Síðar þegar von var á afa til baka hljóp ég upp á höfða til að sjá hann renna í land og fékk síðan að hjálpa til við að ganga frá aflan- um. Síðar þegar afi og amma fluttu suður kynntist ég honum á annan hátt aftur, enda ég þá orðinn eldri. Ég held að afi hafí verið svolítill uppreisnarseggur í sér, hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær óspart í Ijós. Hann neitaði að láta troða á sér, rétt skyldi vera rétt, sagði hann þegar við ræddum saman um landsins gagn og nauðsynjar. Þrátt fyrir erfið veikindi afa hafði hann alltaf jafnmikinn áhuga fyrir fjölskyldunni. Hún var honum og ömmu allt. Að lokum vil ég þakka honum fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Guð geymi þig, afí minn. Þinn Þórbjörn. Afi minn og vinur, Tóti á Flanka- stöðum, er dáinn. Það er margt sem kemur upp í hugann á tímum sem þessum, minningar sem aldrei gleymast. Allar þær stundir sem ég eyddi sem strákur inn í smíðakompu afa heima á Flankastöðum. Afi var duglegur að koma með kubba og fjal- ir neðan úr skipasmíðastöðinni. Inni í smíðakompu breyttum við þessum óheflaða viði í glæsileg sjóskip af öllum stærðum og gerðum. Sum þeirra fengu meira að segja að reyna sig niðri við skúffugarð. Þar sem afi var með afburðum handlaginn og vann á þessum tímum við skipasmíð- ar á Skagaströnd urðu skipin okkar alltaf afar glæsileg og með öllum þeim græjum sem góð fley þurfa. Á Flankastöðum var alltaf glatt á hjalla, við afi tókum oft sporið þar inni í stofu. Síðast dansaði ég hægan vals við hann afa á gamlárskvöld síðastliðið. Hver dagur kom með ný ævintýri á Skagaströnd, skemmtilegast þótti mér að fara með afa niður í skemmu, en þar var hann með verbúð ásamt ÞÓRBJÖRN A USTFJÖRÐ JÓNSSON öðrum. Fyrir mér, litlum og mjóum strák að sunnan, var þetta einn alls- heijar töfraheimur. Hreinsandi net, stijúkandi selskinn eða skoðandi í krók og kima hlustaði ég á afa segja sögur um veiði. Og hann kunni sko að segja sögur, hann var búinn að vera veiðandi frá því hann var smág- utti. Stærsti fengur hans hefur án efa verið hún amma Gumma. Mér fannst og fínnst enn hann afí vera hjúpaður ævintýrablæ, fyrir mig var hann þessi fyrirmynd sem ég þráði að verða einhverntíma. Seint gleymi ég ferðinni sem við fórum á trillunni hans norður fyrir Höfða að vitja um grásleppunetin, hvað þá daginn sem hann kom með í eftir- dragi inn höfnina á Skagaströnd þennan feiknastóra hákarl, já, það var margt sem ég upplifði með hon- um afa og verð ég ævinlega í skuld við hann vegna þess. Það er ekki hægt að vera að minn- ast hans afa míns nema tala aðeins um húmor. En það var alltaf grunnt í hann hjá afa Tóta, hann var einstak- lega laginn við að sjá spaugilegu hliðina á flestu og var unun að hlusta á hann lýsa gömlum grallarasprek- um. Það var margt sem þeir vinirnir á Skagaströnd hafa brallað í gegnum tíðina. Nú eru þetta ljúfar minningar sem ég á örugglega eftir að segja mínum börnum, vonandi með sama eldmóð og hann afi. Ég er viss um að á þessari stundu er afi í hópi góðra vina, örugglega að leggja á ráðin um næstu veiðiferð. Með þessum orðum kveð ég hann afa minn og þakka fyrir öll þau ár sem við áttum saman og fyrir alla þá visku sem ég varð aðnjótandi. Elsku amma, ég votta þér mína innilegustu samúð, og þakka þér fyrir að vera sú manneskja sem þú ert. Þinn Óli. Hann afi okkar er dáinn. Það fyllti okkur tómleiki þegar við hugsuðum um að við ættum aldrei eftir að sjá hann aftur. Við eigum öll yndislegar minning- ar um hann afa frá því við vorum lítil á Skagaströnd og komum í heim- sókn að Flankastöðum og eins á full- orðinsárum í Reykjavík. í augum okkar var afí alltaf svo stór og sterkur og var mjög sárt að horfa á hann beijast við veikindi sín. Oft er sagt við börn þegar einhver deyr að hann sé farinn upp til guðs og að hjá guði sé gott að vera, þar sem allir eru frískir og glaðir. Við trúum því að afí sé þar og muni fylgj- ast með okkur og lífinu sem er fram- undan. Það er svo margt sem á eftir að minna okkur á afa í framtíðinni. Hann dró úr lausar barnatennur og klippti barnaskarann á sumrin og þegar langafabörnin vaxa úr grasi og missa tennur verður þeim sögð sagan þegar afí dró úr barnatennurn- ar og þegar línurnar úr vísunni „afi minn fór á honum Rauð“ heyrast minnumst við rauðu fólksvagnsbjöll- unnar sem hann afí átti. A okkar barnsárum héldum við að þessi vísa væri um afa. Elsku afi okkar, við vitum að þú ert sæll og glaður núna og við mun- um alltaf eiga góðar minningar um þig. Þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Megi guð vera með þér, elsku amma, og styrkja þig í þinni miklu sorg. Anna Þóra, Kristjana, Friðrik og Sunna. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi. Hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sigurðard.) Mig langar í örfáum orðum að minnast okkar kæra vinar Þórbjarnar Jónssonar sem lést 22. janúar sl. í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þegar vinur kveður leitar hugurinn aftur í sjóð minninganna, þær skjóta upp sýnum frá Skagaströnd sem öll ferðalög æskuára minna eru tengd við. Alltaf var sama tilhlökkunin að fara norður og var þá oftast gist í nokkrar næt-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.