Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Hannes lék síðasta
afleiknum
SKÁK
Skákmiðstööin
Faxafeni 12:
LANDSBANKA-VISA
MÓTIÐ
Helgi Ólafsson sigraði Hannes
Hlífar Stefánsson í sjónvarpsein-
vígi á sunnudag og varð Islands-
meistari í atskák í fyrsta sinn.
Sextán hófu keppni í úrslitunum,
þar af sex stórmeistarar og þrír
alþjóðlegir meistarar.
LOKIN á sjónvarpseinvíginu urðu
söguleg. Fyrri skákin var afar dauf
jafnteflisskák, en Hannes sótti
hart með hvítu í þeirri seinni. Þeg-
ar hvor átti u.þ.b. þijár mínútur
eftir á klukkunni
var skákin að
miklu leyti ótefld
og nokkum veg-
inn í jafnvægi.
Eins og oft vill
verða skiptust
teflendur á mis-
tökum í tíma-
hrakinu, en
Helgi Hannes missti
Ólafsson gersamlega
þráðinn. Hann
nýtti sér það ekki þegar Helgi lék
af sér drottningunni og lenti í erf-
iðu hróksendatafli sem honum
tókst ekki að verja.
Kynnir var Hermann Gunnars-
son, en honum til aðstoðar í skák-
skýringunum var Jón L. Árnason.
Tæknilega hafa þessar útsending-
ar stöðugt verið að bátna og sjón-
varpsáhorfendur eru í raun mun
bétur inni í málum en þegar þeir
fylgjast með á venjulegu skák-
móti. Það er þó galíi þegar tafl-
mennirnir standa ekki á reitunum
í tímahraki og koma ekki á tölv-
uskjánum. Þá er vonlaust að átta
sig á því hvað er að gerast. Þegar
seinni skákinni lauk var þannig
ekki strax Ijóst fyrir áhorfendur
hvemig henni lyktaði. Það mátti
helst ráða af svipnum á keppend-
um.
Á þessu virðast helst tvær lausn-
ir, annaðhvort að þyngja taflmenn-
ina þannig áð erfiðara verði að
fella þá, eða þá að skákstjóri grípi
ávallt inn í þegar þeir detta út.
Atskákmótið gekk þannig fyrir
sig:
1. umferð:
Margeir Pétursson
- Sigurður Daníelsson 2-0
Hannes H. Stefánsson
— Gylfí Þórhallsson 2-0
Jóhann Hjartarson
— Halldór G. Einarsson 1 */*— ‘A
Helgi Ólafsson
- Bragi Þorfinnsson l'A-'A
Karl Þorsteins - Jón Ámi Jónsson 2-0
Þröstur Þórhallsson
- Bragi Halldórsson 2-0
Friðrik Olafsson
- Áskell Örn Kárason l'A-'A
Jón L. Ámason
- Sævar Bjamason l'A-'A
Fjórðungsúrslit:
Margeir Pétursson
- Jón L. Árnason l'A-'A
Hannes H. Stefánsson
- Friðrik Ólafsson 1 'A- 'A
Jóhann Hjartarson
- Þröstur Þórhallsson 0-2
Helgi Ólafsson
- Karl Þorsteins 2-0
Undanúrslit:
Margeir Pétursson
- Helgi Ólafsson 'A-l 'A
Hannes H. Stefánsson
— Þröstur Þórhallsson 2-1
Úrslit:
Hannes H. Stefánsson
- Helgi Ólafsson '/*— '/*
Seinni sjónvarpsskákin var æsi-
spennandi.
Hvítt Hannes H. Stefánsson
Svart: Helgi Ólafsson
Caro-Kann vörn
1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rd2 —
dxe4 4. Rxe4 - Rd7 5. Rg5 - Rgf6
6. Bd3 - e6 7. Rlf3 - Bd6 8. De2
- h6 9. Re4 - Rxe4 10. Dxe4 -
Rf6 11. De2 - b6 12. Bd2 - Bb7
13. 0-0-0 - Dc7 14. Hhel - Hd8!?
Eftir þetta er ljóst að svarti
; kóngurinn verður að standa á
miðborði eða kóngsvæng. Venju-
lega er langhrókað. Það gerði
Ld. Karpov gegn Andrei Sokolov
á heimsbikarmótinu i Belfort
1988, en hann tapaði þó þeirri
skák. Nú fær Hannes hættuleg
sóknarfæri.
15. Re5 - c5 16. Bb5+ - Ke7 17.
Bf4 - Be4 18. Dc4 - Bd5 19.
Dc3 - c4 20. Bg3 - Hc8 21. Ba6
- Re4 22. Hxe4?! - Bxe4 23. d5
- exd5 24. Bxc8 - Hxc8 25. f3
- f6 26. fxe4 - Bxe5 27. Bxe5 -
Dxe5 28. Da3+ - Dd6 29. Dxa7+
- Hc7 30. Db8 - d4 31. Dg8!? -
g5 32. Dg7+ - Ke6 33. Dxh6 -
Df4+ 34. Kbl - Dxe4 35. Dh3+
- g4?
Nú lendir svártur aftur í erfíð-
Ieikum. Hann má vel við una eftir
35. - Kf7.
36. Dg3 - Kd7 37. Df2
Bæði 37. Dc3! og 37. Hel! vom
sterkari leikir.
37. - d3 38. cxd3 - cxd3 39. Dd2
- Ke6??
Helgi leikur af sér drottning-
unni, en Hannes sér ekki 40. Hel,
sem hefði tryggt honum íslands-
meistaratitilinn. Rétt var 39. - f5!
40. Dxd3+ - Ke6 og upp kæmi
sama staða og í skákinni.
40. Dxd3?? - f5
Svartur er orðinn öraggur með
jafntefli, þótt hann sé peði undir
og endataflið teflir Hannes illa.
Eftir næsta leik hans snýst taflið
endanlega við.
41. g3? - Hh7! 42. Dxe4+? -
fxe4 43. Hd2 - Ke5 44. Kc2 -
e3 45. Hd8 - Hxh2+ 46. Kdl -
Ke4 47. b4 - Hxa2 48. Hf8 -
Kd3 49. Hd8+ - Ke4 50. Hf8 -
Hg2 51. Hf4+ Kd3 og hvítur gafst
upp.
Torfi er óstöðvandi
Torfi Leósson vann Sævar
Bjarnason, alþjóðlegan skákmeist-
ara, í níundu umferð á Skákþingi
Reykjavíkur á föstudaginn. Úrslit
í öðrum skákum á toppnum voru
hagstæð fyrir Torfa og hann hefur
nú heils vinnings forskot á næstu
menn. Torfi, sem er aðeins 17 ára,
hefur ekki verið talinn í hópi okk-
ar allra efnilegustu skákmanna
fram að þessu og hefur fyrst og
fremst teflt fyrir ánægjuna, m.a.
stundað það að beita gömlum og
djörfum fórnum í byijunum. En á
Guðmundar Arasonar mótinu í
Hafnarfirði í desember náði hann
frábærum endaspretti og móður-
inn er greinilega ekki ennþá runn-
inn af honum. Torfi á nú frábæra
möguleika á því að verða skák-
meistari Reykjavíkur. Eftir er að
tefla tvær umferðir. Sú tíunda fer
fram á miðvikudagskvöldið kl.
19.30 og sú síðasta á föstudags-
kvöldið á sama tíma.
Staðan eftir 9 umferðir:
1. Torfi Leósson 8 v.
2. -6. Sigurður Daði Sigfús-
son, Júlíus Friðjónsson, Björn
Þorfinnsson, Hrannar Baldurs-
son og Bergsteinn Einarsson 7
v.
7.-10. Sævar Bjarnason, Ein-
ar Hjalti Jensson, Áskell Örn
Kárason og Ólafur B. Þórsson
6 72 v.
11.-15. Haraldur Baldursson,
Bragi Halldórsson, Jóhann H.
Ragnarsson, Kristján Eðvarðs-
son og Ögmundur Kristinsson
IDAG
SKÁK
Umsjón Margcir
Pétursson
Hvitur á leik
STAÐAN kom upp á
Hoogovens-stórmótinu í
Wijk aan Zee í Hol-
landi. Vasíli Ivantsjúk
(2.735) var með hvítt og
átti leik, en Aleksei
Shirov (2.690), Lettlandi,
var með svart. Lettinn lék
síðast 20. — Hd8-d7 og
fór þar eftir ráðlegging-
um stórmeistarans
Beljavskís, Úkraínu, í ný-
legu hefti alfræðibókar-
innar um skákbyijanir.
21. Dg7!! (1 heftinu er
aðeins gefíð upp 21. Bxc5
— Bxc5 og siðan 22.
Dg7.) 21. - Bxg7 22.
fxg7 - Hg8 23. Rxc5 -
d4 (Eftir 23. - Hc7 24.
Rxb7 - Dxb7 25. Hdl
stendur svartur einnig
höllum fæti.) 24. Bxb7+
- Hxb7 25. Rxb7 - Db6
26. Bxd4! - Dxd4 27.
Hfdl — Dxb2 (Lakara
var 27. - Dxb2 28. Hxa7)
28. Rd6+ - Kb8 29.
Hdbl - Dxg7 30.
Hxb4+ - Kc7? (Betri
vöm var 30. — Ka8)
31. Ha6 - Hb8 32.
Hxa7+! (Einfaldara
en 32. Hb7+ - Hxb7
33. Re8+) 32. - Kxd6
33. Hxb8 - Dg4 34.
Hd8+ - Kc6 35. Hal
og Shirov gafst upp,
því hann getur ekki
varið peðið á c4.
Byijunin var Bot-
vinnik-afbrigði Slav-
nesku-varnarinnar: 1. d4
— d5 2. c4 — c6 3. Rc3
- Rf6 4. Rf3 - e6 5. Bg5
— dxc4 6. e4 — b5 7. e5
- h6 8. Bh4 - g5 ,9.
Rxg5 — hxg5 10. Bxg5
- Rbd7 11. exf6 - Bb7
12. g3 - c5 13. d5 -
Db6 14. Bg2 - 0-0-0 15.
0-0 - b4 16. Ra4 - Db5
17. a3 — exd5 18. axb4
— cxb4 19. Be3 — Rc5
20. Dg4+ — Hd7 og upp
er komin staðan á stöðu-
myndinni.
Ívantsjúk sigraði í A
flokki. Helgi Áss Grétars-
son stórmeistari stóð sig
með ágætum í B-flokki,
hlaut 5'A vinning af 11
mögulegum. Helgi gerði
jafntefli við stigaháa stór-
meistarann Bologan frá
Moldavíu í síðustu um-
ferð.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Fundir fyrir
vímuefna-
neytendur
ÓNEFNDUR vímuefna-
neytandi sem er óvirkur
hringdi í Velvakanda og
vildi benda fólki á að
hægt er að fara á fundi
þar sem óvirkir neytend-
ur styðja hveijir aðra.
Fundimir eru hjá NA-
samtökunum, Narcotic
Anonymous, og eru svip-
að uppbyggðir og AÁ-
fundir, þ.e. fólk getur
þar talað um mál sín
fijálst og óhindrað og
hópurinn stendur saman.
í kjölfar vímuefnaum-
fjöllunar flölmiðlanna
nýverið er ágætt að það
komi fram hvar þeir sem
við vanda eiga að stríða
geta sótt sér aðstoð.
Fundirnir eru haldnir á
mánudagskvöldum 'kl.
21 í Hinu húsinu (Gamla
Geysishúsinu) við Aðal-
stræti og á föstudags-
kvöldum kl. 21 í Templ-
arahúsinu við Eiríks-
götu.
Tapað/fundið
Næla tapaðist
NÆLA, sem er gamall
erfðagriþur, tapaðist við
Skipholt 70 miðvikudag-
inn 10. janúar sl. Hafí
einhver fundið næluna
er hann beðinn að
hringja í síma 562 2361.
Gæludýr
Síamsköttur
leitar að heimili
FJÖGURRA ára síams-
köttur, ljúfur og blíður,
fæst gefíns vegna sér-
stakra ástæðna. Uppl. í
síma 561 3398.
Með morgunkaffinu
FINNST þér skipta máli
hvernig fjárhagur okkar er?
Hversu mikið viltu lána?
HVERNIG væri að leyfa mér
að komast að, svo ég geti fylgst
með leiknum?
ÞAR sem Jónatan er einn
mikilvægasti viðskiptavinur
okkar, ætla ég að drekka úr
skörðótta bollanum í dag.
EN gaman að þú skulir vera
að skrifa æviminningar þínar.
Ertu ekki til í að hafa sam-
band við mig þegar þú kemur
að deginum sem ég lánaði þér
20 þúsund krónurnar?
Víkveiji skrifar...
HÉR í BLAÐINU birtist í fyrra-
dag auglýsing á síðu B 13
frá veitingahúsinu Aski við Suður-
landsbraut, sem er gott veitingahús
eins og þeir vita, sem þar hafa
borðað. í auglýsingu þessari segir
í fyrirsögn: Carvery aðeins á sunnu-
dögum.
Hvað skyldi þetta nú þýða? Geta
almennir íslenzkir blaðalesendur
áttað sig á því, hvað hér er verið
að auglýsa? Víkveiji stendur í þeirri
trú, að Morgunblaðið birti einungis
auglýsingar á íslenzku og alla vega
fylgi íslenzk þýðing með, ef auglýs-
ing er birt á erlendu tungumáli, þar
sem henni kann að vera beint til
hópa útlendinga hér á landi.
Hvað þýðir Carvery í þessu sam-
bandi? Hvers vegna er þetta erlenda
orð notað í auglýsingunni? Að vísu
má segja, að í meginmáli auglýsing-
arinnar komi fram, um hvað er að
ræða. Þar segir: „í boði er heil-
steikt nautakjöt, svínakjöt og
lambakjöt, sérstaklega niðursneitt
fyrir þig.“ En hvers vegna má fyrir-
sögnin ekki líka vera á íslenzku?
Og hvað veldur því að Morgunblað-
ið birtir auglýsingu með útlendri
fyrirsögn? Víkveija þætti fróðlegt
að fá svör við þessum spurningum.
xxx
AÐ HAFA orðið miklar fram-
farir í rekstri hinna einka-
reknu útvarpsstöðva með tilkomu
tveggja stöðva, sem senda aðallega
út klassíska tónlist. Sígilt FM á
heiður skilinn fyrir að hafa rutt
brautina en með fullri virðingu fyr-
ir þeirri stöð er Víkveiji þeirrar
skoðunar, að Klassík FM standi
feti framar. Tónlistarval á þeirri
stöð er til fyrirmyndar.
x x x
ASAMA TÍMA og útvarpsstarf-
semin hefur tekið stórstígum
framförum verður hið sama því
miður ekki sagt um sjónvarpsstöðv-
arnar. Að vísu hefur Víkverji ekki
aðgang að Stöð 3 og er þess vegna
ekki dómbær um þá sjónvarpsstöð
en svo virðist, sem aukin sam-
keppni hafi fremur orðið til þess
að auka útsendingar á lélegu efni
hjá íslenzka útvarpsfélaginu hf.
Það myndefni, sem í boði er hjá
Sýn er með þeim hætti, að það er
ekki umræðu vert. Þótt við og við
séu góðar myndir sýndar á Stöð 2
er alltof mikið af lélegu efni á þeirri
stöð, en kannski er það veruleikinn
í sjónvarpsstöðvum yfirleitt.
XXX
OG SENNILEGA er reynsla
flestra þeirra, sem aðgang
hafa að gervihnattastöðvum sú
sama og Víkveija, að lítið er horft
á þær stöðvar nema í algeram und-
antekningartilvikum. Sky sjónvarps-
stöðin er augljóslega nær áhugamál-
um okkar íslendinga í fréttaflutningi
en CNN. Síðastnefnda stöðin virðist
einungis áhugaverð, ef eitthvað er
um að vera í heiminum. En yfírleitt
er fréttaflutningur þessara steðva
beggja svo yfírborðslegur að þangað
er lítið að sækja.
Getur það verið, að sjónvarpsver-
öldin hafi ekki upp á annað að
bjóða?