Morgunblaðið - 14.02.1996, Side 1

Morgunblaðið - 14.02.1996, Side 1
64 SÍÐUR B/C/D 37. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS John Bruton um möguleika á vopnahléi Sinn Fein get- ur ráðið miklu London. Dublin. Reuter. JOHN Bruton forsætisráðherra írlan'ds, sagði í gær í írska þinginu, að Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins (IRA) hefði bæði tengsl og áhrif innan hryðjuverkasveitanna til þess að fá IRA til að lýsa aftur yfir vopnahléi vegna tilrauna til að finna friðsamlega lausn deilumála á Norður-írlandi. helgi og sagði þá, að hún myndi aðeins kynda undir ófriði á ný. Á þingi á mánudag og í sjónvarps- ávarpi til bresku þjóðarinnar lagði Major hins vegar áherslu á, að kosningarnar myndu leiða strax til viðræðna um frið og hann tók einnig fram, að hann væri reiðubú- inn að ræða aðrar hugmyndir. ítreka andstöðu Hefur Bruton brugðist vel við ávarpi Majors en embættismenn írsku stjórnarinnar segja, að hún hafi ekki skipt um skoðun á kosn- ingunum. Talsmenn Sinn Fein og John Hume, leiðtogi Verkamanna- flokksins á N-írlandi, hafa einnig ítrekað andstöðu sína við kosning- ar. Rekja má andstöðu kaþólikka á N-írlandi við kosningar til gamla Stormont-þingsins, sem að meiri- hluta var skipað mótmælendum og gætti jafnan hagsmuna þeirra. Major sagði hins vegar í fyrradag, að nýtt þing myndi hvorki hafa löggjafar- né framkvæmdavald og aðeins sitja í stuttan tíma. Rússar loka fyrir rafmagn til Úkraínu Kiev.Reuter. HÆTTA þurfti starfsemi í tugum verksmiðja í Úkraínu í gær eftir að Rússar lokuðu fyrir rafmagn til landsins. Rafmagnslaust varð á heimilum víða í dreifbýli og stjórn- völd fyrirskipuðu að verksmiðjum yrði lokað í öllum héruðum lands- ins. Kolabirgðir eru litlar í Úkraínu eftir mikla kulda undanfarna tvo mánuði og tveggja vikna verkfall kolanámumanna, sem reyndar er að fjara út, hefur ekki bætt úr skák. Oksana Liven, talsmaður orku- málaráðuneytis landsins, sagði að nú væri ástandið slæmt. Hún sagði að Rússar hefðu lok- að fyrir rafmagn til Úkraínu á mánudagskvöld vegna aukinnar notkunar. Þetta er önnur lokunin á þremur mánuðum. „Það bendir fátt til þess að Úkraína verði sett í samband aftur á næstu dögum,“ sagði Liven. „Stjórnin íhugar að loka iðnfyrir- tækjum tímabundið til að koma í veg fyrir að kerfið hrynji." Segja friðarsamn- ingum teflt í voða Sarajevo, Pale, Moskvu, Amsterdam. Reuter. HÁTTSETTUR embættismaður í rússneska utanríkisráðuneytinu sagði í gær að framsal tveggja yfirmanna hers Bosníu-Serba til stríðsglæpadóm- stólsins í Haag gæti orðið friðarsamkomulaginu, sem náðist í Dayton í Bandaríkjunum, að falli. Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, beitti sér hins vegar fyrir því að leiðtogar Balkan-þjóðanna aðstoðuðu stríðsglæpadómstólinn við að sækja meinta stríðsglæpamenn til saka. Sambandssinnar á N-írlandi hafa ekki viljað setjast a,ð samn- ingaborði með Sinn Fein, stjórn- málaarmi IRA, írska lýðveldis- hersins, og IRA hefur ekki viljað afhenda vopn sín áður en samning- ar hæfust. Með kosningunum, sem kynntar voru í síðasta mánuði, er hins vegar stefnt að því að sneiða framhjá þessu hvorutveggja. John Bruton fordæmdi tillögu Majors um kosningar um síðustu Yfirheyrslur hófust í gær yfir serb- neska hershöfðingjanum Djordje Djukic og ofurstanum Aleksa Krsmanovic, sem voru fluttir í fang- elsi í Haag á mánudagskvöld með flugvél friðargæsluliðs NATO frá Sarajevo. Viðræðum hafnað Leiðtogar Bosníu-Serba mót- mæltu framsalinu og sögðust ekki ætla að taka þátt i viðræðum um vígbúnaðarmál sem fyrirhugaðar eru í Vín síðar í vikunni. Bosníu-Serbar hafa neitað að ræða við embættis- menn Bosníustjórnar frá því Djukic og Krsmanovic voru handteknir. Þeir eru sakaðir um að hafa drepið óbreytta borgara í stríðinu í Bosníu og stríðsglæpadómstóllinn ákveður bráðlega hvort þeir verða ákærðir. „Þetta eru hættulegar aðgerðir sem gætu eyðilagt friðarumleitanirn- ar og neytt annan aðilann til enn harkalegri aðgerða,11 sagði embætt- ismaður í utanríkisráðuneytinu í Moskvu um framsalið. „Þetta er ekki til þess fallið að skapa gagnkvæmt traust sem hlýtur að vera nauðsyn- legt til að koma á varanlegum friði.“ Bosníu-Serbar segja að handtaka yfirmannanna tveggja gangi í ber- högg við ákvæði Dayton-samkomu- lagsins um ferðafrelsi í Bosníu. Bos- níustjórn hefur nú samþykkt að láta hér eftir aðeins handtaka þá sem stríðsglæpadómstóllinn hefur beðið um að verði framseldir. Serbnesku föngunum er haldið í sérstakri deild fyrir stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í fangelsinu í Haag. Dómstóllinn hefur þegar ákært 52 menn - 45 Serba og sjö Króata. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, hefur fyrirskipað rannsókn vegna óstaðfestra frétta um að Rado- van Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hafi sloppið nokkrum sinnum í gegn- um varðstöðvar friðargæsluliðsins. Karadzic hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi. Samið um vatn Ósló. Reuter. FULLTRÚAR ísraels, Jórdaníu og stjórnar sjálfstjómarsvæða Palest- ínumanna náðu í gær sögulegu sam- komulagi um nýtingu vatns á landi sínu. Samkomulag af þessu tagi hefur ekki áður tekist milli ríkja í Miðaust- urlöndum. Það kveður á um samstarf um skilvirkari notkun vatnslinda og aðferðir og leiðir til þess að skapa nýjan vatnsforða, m.a. með vinnslu drykkjarvatns úr sjó. Reuter Dagur norrænna í Snæfjöllum SEGJA má að gærdagurinn hafi verið dagur Norðurland- anna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum skíðaíþrótta, sem nú fer fram í Snæfjöllum á Spáni. Áf fyrstu sex mönnum í risasvigi voru fimm frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Atle Skárdal frá Noregi, sem verður þrítugur nk. laugardag, varð heimsmeistari og vann sinn stærsta sigur á ferlinum. Á myndinni sneiðir hann tignar- lega fyrir eitt hliðið. Landi hans Kjetil-Andre Ámodt varð þriðji, en upp á milli þeirra komst Svíi, Patrick Jarbyn. í fjórða sæti varð Finni, Austurríkis- maður í því fimmta og í sjötta sæti varð þriðji Norðmaðurinn. ■ Norðurlandabúar/C4. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur hert á undirbún- ingi undir nýjar kosningar á Norð- ur-írlandi og svo virðist sem írska stjórnin sé ekki jafnandvíg þeim og áður. Ian Paisley, leiðtogi annars stjórnmálaflokks mótmælenda á N-írlandi, sagði í gær, að Major væri að leggja drög að áætlun um friðárviðræður að loknum kosn- ingum og sjálfur kvaðst hann bú- ast við, að allir flokkar myndu taka þátt í þeim. Viðræður í kjölfar kosninga Reuter MILAN Kucan forseti Slóveníu kom í gær í heimsókn til Sarajevo í Bosníu þar sem hans beið sér- stakur heiðursvörður. Á myndinni sér hreingerningakona um að dusta ryk af rauðum dregli fyrir framan heiðursvörð hermanna Bosníustjórnar. Framsali tveggja Serba til Haag mótmælt í Moskvu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.