Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögur um að leggja niður og sameina norrænar samstarfsstofnanir Starfsemi haldið áfram með verkefnastyrkjum SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norðurlanda ákváðu á fundi í Helsinki í gær að starfsemi allra þeirra norrænu stofnana, sem rætt hefur verið um að leggja niður, verði haldið áfram þótt það verði hugsanlega í öðru formi, til dæmis með verkefnastyrkjum. Tillögum sérfræðingahóps, sem lagði til að nítján stofnanir yrðu lagðar niður, hefur verið breytt talsvert. Ráðherrafundurinn ákvað að aðalmarkmiðið væri að gera þá starfsemi, sem stofnanirnar hefðu með höndum, skilvirkari. Væri stofnunarformið ekki það bezta til að ná því markmiði, mætti leggja niður vissar stofnanir en veita styrki til annarra aðila á viðkomandi sviði norræns sam- starfs. Framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, Pár Stenbáck, hefur lagt fram nýjar tillögur, byggðar á skýrslu sér- fræðinganefndar, sem lagði til að nítján norrænar samstarfsstofn- anir yrðu lagðar niður þar sem þær uppfylltu ekki kröfurnar um „norræn not“, þ.e. að starfsemin þjónaði ekki núverandi markmið- um Norðurlandasamstarfsins. Færri stofnanir lagðar niður Tillögur Stenbácks voru ræddar í fyrsta sinn á ráðherrafundinum í gær. Þær gera ráð fyrir að í stað þess að nítján stofnanir verði lagð- ar niður verði sumar stofnanir sameinaðar, umboð annarra styrkt og þremur nýjum stofnunum kom- ið á fót, að hluta til í stað eldri stofnana, sem lagðar verða niður. í þeim tilfellum sem stofnanir eru lagðar niður á að tryggja með verkefnastyrkjum að norrænu samstarfi á viðkomandi sviði verði haldið áfram. Í fréttatilkynningu frá ráðherranefndinni kemur með- al annars fram að engri stórri stofnun á sviði menningarmála verði lokað. Blaðamannamiðstöðin endurskipulögð frá grunni í stað tveggja stofnana, sem sérfræðinganefndin lagði til að yrðu lagðar niður, leggur fram- kvæmdastjórinn til að hluti starf- semi þeirra haldi áfram innan tveggja nýrra stofnana, sem bera vinnuheitin „Norræna mál- og menningarstofnunin" og „Nor- ræna samtímalistastofnunin“. Þá er lagt til að tvær stofnanir í Stokkhólmi verði sameinaðar í eina, undir vinnuheitinu „Nord- Reg“. Lagt er til að þijár stofnanir verði endurskipulagðar frá grunni, þar á meðal Norræna blaðamanna- miðstöðin í Árósum. í einu tilfelli er lagt til að stofnun verði samein- uð lýðháskóla (Norræna alþýðu- kveðskaparstofnunin í Turku). Sex stofnanir verði hins vegar lagðar alfarið niður og starfseminni hald- ið áfram í formi samstarfsverk- efna með norrænum styrk. Reuter Björk í Beijing BJÖRK Guðmundsdóttir hélt tónleika með hljómsveit sinni i tólf þúsund manna íþróttasal í Beijing í gærdag að íslenskum tíma. Frá Beijing hélt hún siðan til Hong Kong og heldur tvenna tónleika þar á fimmtudags- og föstudagskvöld. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Aðeins 50 af 900 hús- bréfalánum til 40 ára AF um 900 afgreiddum og lofuðum húsbréfalánum það sem af er þessu ári eru aðeins fimmtíu til 40 ára og níu til 15 ára, en 841 eru hús- bréf til 25 ára. Þessar upplýsingar fengust hjá Húsnæðisstofnun ríkisins í gær, en í ársbyijun var heimilað samkvæmt lögum, sem Alþingi samþykkti, að hafa Iáns- tíma húsbréfalána mismunandi í stað eins og sama lánstíma til 25 ára sem verið hafði áður. Reglum um greiðslumat hefur hins vegar ekki verið breytt. Það miðast áfram við að lán séu greidd niður á 25 árum og gerir það að verkum að sá hópur sem gæti tek- ið lán stækkar ekki frá því sem var fyrir breytinguna. 17% minni greiðslubyrði húsbréfalána til 40 ára en af láni til 25 ára nýtist því einungis þeim sem uppfyllir það Greiðslumat vegna húsbréfa- láns miðast ein- ungis við 25 ára greiðslutíma skilyrði greiðslumats að geta stað- ið undir greiðslubyrði af láni til 25 ára. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, segir að varfærni ráði því að svona sé að málum staðið og menn hafi einnig haft áhyggjur af því að útstreymi úr húsbréfa- kerfinu myndi aukast þegar sá hópur stækkaði sem hefði mögu- leika á lántöku. Því hefði greiðslu'- matið ekki verið hreyft í þetta skipti, en um það gilti reglugerð. Þess vegna nægði að breyta ákvæðum hennar ef því væri að skipta og hann útilokaði ekkert í þeim efnum þegar reynsla væri komin af því hver viðbrögðin við lengri lánstíma yrðu. Fyrst og fremst til nýbygginga Grétar Guðmundsson, þjónustu- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, sagði að þau húsbréfalán sem tek- in hefðu verið til fjörutíu ára væru fyrst og fremst tekin vegna ný- bygginga. Væntanlega hefði þar áhrif að seljendur notaðra eigna væru ekki tilbúnir til þess að taka á sig meiri afföll vegna íengri láns- tíma 40 ára húsbréfa en væru á 25 ára bréfum. Arneyjin tók niðri Neskaupstað. Morgunblaðið LOÐNU SKIPIÐ Arney KE rakst á sker, er það var að koma með loðnufarm til lönd- unar á Vopnafirði á mánudag. Gat kom á stefni skipsins og er það nú komið í slipp á Nes- kaupstað, þar sem myndin var tekin í gær. Samningar á milli Reykjavíkurborgar og SÍM á lokastigi Myndlistarmenn fái rými á Korpúlfsstöðum Borgarráð Ekki var fjallað um Hafnarhúsið TILLAGA starfshóps um nýtingu Hafnarhússins var ekki lögð fram í borgarráði í gær, eins og til stóð. Í tillögu starfshópsins er gert ráð fyrir að um 3.500 fermetra húsnæði í Hafnarhúsinu verði keypt af Hafnarsjóði fyrir 110 milljónir króna og fengið Listasafni Reykjavíkur til umráða. Hugmyndin er að Errósafnið, gjöf Errós til Reykjavíkurborgar, fái var- anlegt aðsetur í Hafnarhúsinu, þar sem einnig yrðu sýningarsalir, lista- verkageymslur, skrifstofa Lista- safnsins og byggingarlistasafn. SAMNINGAR á milli Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra myndlistarmanna um út- leigu á húsnæði á Korpúlfsstöðum eru nú á lokastigi. Rætt er um að leigja myndlistar- mönnum um 680 fermetra húsnæði sem yrði skipt í 10 vinnustofur, að sögn Sólveigar Eg- gertsdóttur formanns SIM. Ekki er búið að ganga endanlega frá samn- ingum, en í viðræðum hefur meðal annars verið gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg sjái um að leggja hita, vatn og rafmagn í hús- næðið og stúka það niður í átta 50 fermetra vinnustofur og tvær sem yrðu stærri í sniðum. Búbót fyrir myndlistarmenn „SÍM er mjög ánægt með að borgin skuli koma til móts við myndlistarmenn í sambandi við vinnustofur, en þessi hugmynd hefur verið rædd lengi án þess að komast til fram- kvæmda. Það er mikil búbót fyrir myndlistar- menn að fá húsnæði á þessu verði sem er undir því sem tíðkast á almennum markaði," segir Sólveig. Rætt er um að leigja 680 fermetra húsnæði sem yrði skipt í tíu vinnustofur Gert er ráð fyrir að SÍM endurgreiði kostn- að við endumýjun húsnæðis á 16 mánuðum með leigugjaldi, um 150 krónum á fermetra, eða rúmum 1,6 milljónum á öllu tímabiiinu. Eftir það myndu myndlistarmenn greiða um 50 krónur á fermetra, eða 34 þúsund krónur á mánuði fyrir rýmið, fyrir utan rafmagn og hita, sem jafngildir 3-4 þúsund krónum fyrir góða vinnustofu. Þörfin talsverð „Þetta er þær hugmyndir sem eru til um- ræðu, með fyrirvara um að samningurinn er ekki frágenginn. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að he§a framkvæmdir fljótlega, þannig að með mikilli bjartsýni gæti þetta verið komið í gagnið um miðjan apríl,“ segir Sólveig. I SIM eru 360 félagar. Sambandið gekkst í fyrra fyrir könnun meðal myndlistarmanna á þörf fólks fyrir vinnustofur, sem um 60 manns tók þátt í. Af þeim töldu 40 sig þurfa á vinnustofu að halda, þar sem sú sem þeir höfðu væri í heimahusi, leleg eða ótrygg. „Þarna skapast vinnuaðstaða fyrir um 10 manns og er um langtímasamninga að ræða, eða sex ára til að byija með sem er mjög hagstætt þar sem venjan er sú að fólk sé að hrekjast úr einum stað í annan, auk þess sem leigan er sanngjörn. Staðsetningin hefur að vísu bæði kosti og galla, en þeir vega hvorir aðra upp,“ segir hún. Hún segir að við úthlutun verði m.a. farið eftir þvf hversu mikið og alvarlega umsækjend- ur vinna að myndlist, sinni til að tryggja há- marks nýtingu, auk þess sem höfð verði hlið- sjón af athafnasemi á því sviði og hugsanleg- um verkefnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.