Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 7
FRÉTTIR
Nýtt tóbaksvarnafrumvarp gerir ráð fyrir að bannað verði að selja yngri en 17 ára tóbak
Tillaga um reyk-
ingabann í skólum
BANNAÐ verður að reykja í leikskólum,
hvers konar dagvistun barna, grunnskólum,
framhaldsskólum og sérskólum og í hús-
næði sem ætlað er til félags- og tómstunda-
starfs barna og unglinga, samkvæmt frum-
varpi um breytingar á tóbaksvarnalögum,
sem heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á
Alþingi.
Þá verður einnig bannað að selja eða af-
henda tóbak til einstaklinga yngri en 17 ára
en það aldurstakmark er nú 16 ár. Er aldurs-
takmarkið í frumvarpinu miðað við að sölu-
bannið nái til allra grunnskólanema.
Frumvarpið byggir á öðru frumvarpi til
nýrra heildarlaga um tóbaksvarnir, sem lagt
var fram á Alþingi snemma á síðasta ári,
en fékk þá ekki afgreiðslu. í athugasemdum
með nýja frumvarpinu kemur fram, að í ljósi
neikvæðrar þróunar varðandi reykingar ungl-
inga sé nú lögð áhersla á að breyta ákvæðum
um aðgengi að tóbaki, svo sem um reyking-
ar á ýmsum stöðum til að styrkja baráttuna
gegn reykingum þessa aldurshóps.
Til viðbótar við reykingabann í skólum
gerir frumvarpið einnig ráð fyrir reykinga-
banni í heilbrigðisstofnunum, með þeirri
undantekningu einni, að leyfa megi reyking-
ar sjúklinga í vissum tilfellum. í greinargerð
með frumvarpinu segir, að undanþáguheim-
ildir frá sambærilegum ákvæðum í núgild-
andi lögum hafi leitt til slappleika í fram-
kvæmd þeirra og sé gert ráð fyrir að undan-
þágumar falli úr gildi.
Munn- og neftóbak bannað
Ymis önnur nýmæli eru í frumvarpinu.
Þar er meðal annars kveðið á um bann við
að framleiða hér á landi tónlistarmyndbönd
þar sem tóbaksneysla er áberandi. Hægt
verði að svipta smásala leyfí til tóbakssölu
við ítrekað brot við banni gegn tóbakssölu.
Bannað verður að selja eftirlíkingar af sígar-
ettum eða öðrum reykfærum.
Þá verður munntóbak og fínkornað nef-
tóbak bannað hér á landi. Samhljóða ákvæði
var í eldra frumvarpinu og sætti það mik-
illi gagnrýni frá Inga Birni Albertssyni þá-
verandi alþingismanni vorið 1995 og leiddi
það m.a. til að frumvarpið dagaði uppi á
þinginu.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að 0,4% af
brúttósölu tóbaks verði varið til tóbaksvarn-
arstarfs, en þetta hlutfall er 0,2% samkvæmt
gildandi lögum. Fjármálaráðuneytið áætlar
að þetta gefi um 20 milljónir króna til tób-
aksvarna.
Bekkjarblaðið er
rekið með gróða
BEKKJARBLAÐIÐ heitir blað
sem Oddur Eysteinn Friðriks-
son, 12 ára strákur í Hlíðaskóla
í Reykjavík, hefur gefið út tvö
tölublöð af. Fyrsta tölublað
kom út þann 11. febrúar í átta
eintökum og annað tölublað
kom út í gær í 10 eintökum. í
blaðinu eru einkum myndasög-
ur og auglýsingar og Oddur
segist hafa Iagt út í útgáfuna í
von um ágóða. I öðru tölublaði
er einnig bryddað upp á nýjung-
um því þar er að finna frétt.
Oddur Eysteinn heimsótti rit-
stjórn Morgunblaðsins í gær.
„Eg hef lengi gengið með þessa
hugmynd,“ sagði hann aðspurð-
ur um hvers vegna hann hefði
ráðist í útgáfuna. „Ég veit um
fullt af fréttnæmum atburðum.“
Áskrifendur Bekkjarblaðs-
ins eru nú þrír bekkjarbræður
útgefandans. Auk þeirra hafa
auglýsendur tekið blaðinu
tveim höndum og hafa keypt
hver sitt eintakið.
Oddur Eysteinn sagði að út-
gáfa Bekkjarblaðsins stæði
undir sér og virtist ætla að
verða gróðavænleg. Hann
sagði að hvert eintak kostaði
50 krónur í framleiðslu en út-
söluverðið væri 75
krónur. Að auki eru
talsverðir tekjumögu-
leikar á auglýsinga-
markaðinum en heils-
íðuauglýsing í síðasta
tölublaði Bekkjarblaðs-
ins kostaði 300 krónur
og var talsvert um aug-
lýsingar í blaðinu.
„Þetta fyrirtæki er búið
að gera samning um að
kaupa auglýsingar í
fimm næstu blöðum,"
staðhæfir útgefandinn
hróðugur og bendir á
heilsíðuauglýsingu fyr-
irtækis í Kringlunni í
fyrsta tölublaði
Bekkjarblaðsins.
Oddur Eysteinn
stefnir að því að færa
út kvíarnar hægt og síg-
andi þannig að næsta
tölublað komi fljótlega
út í 12 eintökum og svo
aukist upplagið hægt og
rólega. Hann hefur þeg-
ar ráðið sér samstarfs-
mann til að undirbúa
með útgáfu næsta tölu-
blað Bekkjarblaðsins.
Meginefni Bekkjarblaðsins
eru myndasögur sem Oddur
Eysteinn hefur klippt úr og
þýtt úr erlendum blöðum.
Blaðið er unnið á Ijósritunar-
vél á vinnustað föður Odds
Eysteins.
Eins og fyrr sagði er útgáfa
Bekkjarblaðsins nú rekin með
talsverðum hagnaði en Oddur
Eysteinn kvaðst ákveðinn í að
láta arðinn renna í uppbygg-
ingu fyrirtækisins, kaupa
pappír í fleiri litum, plastmöpp-
ur að binda blaðið í og fleiri
nýjungar eru í bígerð. Meðal
annars eru uppi hugmyndir um
að blaðið verði prentað á leys-
erprentara innan tíðar og þá
jafnvel í lit.
Morgunblaðið/RAX
ODDUR Eysteinn með eintök af 1. og
2. tölublaði Bekkjarblaðsins.
Kosnir einróma
KJÖRNEFND Skinnastaðasókn-
ar í Öxarfírði hefur einróma kos-
ið Eðvarð Ingólfsson guðfræðing
sem prest í sókninni, en hann
var eini umsækjandinn.
í kjörnefnd sitja 12. Á Raufar-
höfn var Arnaldur Bárðarson
guðfræðingur sömuleiðis kosinn
einróma af kjörmönnum, en hann
einn í framboði. Kjörmenn voru
níu. Eftir er að ganga til kosn-
inga um frambjóðandann á
Tálknafirði, Svein Valgeirsson,
en búist er við að það verði gert
næstu daga.
Verði af kosningu Sveins,
verða prestarnir þrír vígðir til
starfa 25. febrúar næst komandi
í Dómkirkjunni.
Til haminqju,
mpð Pðsturoq sími,
Samnetið
Tðktu réttd ákvörðun
Nú er tækifærið til að nýta sér möguleika
Samnetsins til hraðvirkari boðmiðlunar, styttri
tengitíma og þar með hagræðingar í rekstri.
Búnaður frá viáurkenndum framleiðendum
Gagnaflutningar/Opin kerfi hf. bjóða þeim
heildarlausn sem vilja tengjast Samnetinu,
hvort sem í hlut eiga PC-notendur eða
fyrirtæki með viðameiri tölvukerfi.
Ráðqjöfog þekking
Gagnaflutningar/Opin kerfi hf. bjóða ráðgjöf,
kynningu og námskeið í notkun á Samnetinu.
í fararbroddi á sviði tölvujiekkinp o§ þjónustu
Gagnaflutningar/Opin kerfi hf. búa að mikilli
reynslu. Samnetsspjöld og tengibúnaður frá
viðurkenndum framleiðendum opna þér
greiða og örugga leið til stafrænna fjarskipta
um Samnetið hér innanlands og við útlönd.
Nýttu þérSamnetið ísamvinnu
við Gagnaflutninga/Opin kerfi hf.
OPIN KERFIHF
Whpt hewlett
AL'rJk PACKARD
Höfðabakka 9, Sími: 567 1000