Morgunblaðið - 14.02.1996, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
LANDAÐ úr Pétri Jónssyni, sem kom á dögunum með fullfermi af rækju til Akureyrar.
Mikil aukning í rækjulöndun
Á SÍÐASTA ári var landaður
afli í Akureyrarhöfn tæplega
68.100 tonn, eða um 7.500
tonnum meiri en árið 1994.
Langmest var landað af loðnu
í fyrra, eða um 37.400 tonnum.
Skipakomum fjölgaði um 19
milli ára, voru 882 í fyrra en
863 árið 1994. Þá voru vöru-
flutningar um höfnina um
8.000 tonnum meiri á síðasta
ári en árið áður. Rekstrartekj-
ur hafnarinnar námu tæplega
91 milljón króna og jukust um
7 milljónirfráárinu 1994.
Mesta aukningin í lönduðum
afla milli ára var hlutfallslega
í löndun á rækju og ígulker-
um. Á síðsta ári var 5.673
tonnum af rækju landað á
Akureyri á móti 3.200 tonnum
árið áður. Um 47 tonnum af
ígulkerum var landað í fyrra
en 24 tonnum árið áður. Hins
vegar var heldur minna land-
að af frystum fiski á Akureyri
í fyrra en árið 1994. Þá var
landað um 10.500 tonnum af
frystum fiski en rúmlega
9.800 tonnum í fyrra.
Komur fiskiskipa til Akur-
eyrar voru 494 í fyrra, komur
vöruflutningaskipa 226, kom-
ur skemmtiferðaskipa 38, fe-
rjukomur voru 109 og komur
annarra skipa 15. Mesta aukn-
ingin var í komum skemmti-
ferðaskipa en árið 1994 voru
þær 24.
Vöruflutningar um Akur-
eyrarhöfn árið 1995 voru
150.802 tonn og þar af olía rúm
45.000 tonn. Árið áður voru
vöruflutningar 142.043 tonn og
þar af olía um 44.500 tonn.
Hring-vegur, Jök-
ulsá-Víðidalur
Samið við
Héraðsverk
VEGAGERÐ ríkisins hefur samið
við Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum
sem átti sjöunda lægsta tilboðið í
Hringveg, Jökulsá-Víðidalur.
Alls buðu 23 fyrirtæki í verkið
og voru öll tilboð undir 80% af
kostnaðaráætlun Vegagerðarinn-
ar, sem hljóðaði upp á tæpar 162
milljónir króna. Vegagerðin hafn-
aði fimm lægstu tilboðunum og
Klæðning í Garðabæ sem var með
sjötta lægsta tilboðið féll frá því
þar sem fyrirtækið er með mörg
verk í gangi og átti einnig lægsta
tilboð í veg yfir Gilsfjörð.
Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp
á rúmar 99 milljónir króna, sem
er 61,3% af kostnaðaráætlun.
Vegarkaflinn sem um ræðir er
rúmlega 13 kílómetra langur og
nær frá Jökulsárbrú á Fjöllum í
Víðidal. Vinnu við undirbyggingar
og neðra burðarlag á að ljúka fyr-
ir 15. október næstkomandi en að
fullu er gert ráð fyrir að því verði
lokið fyrir 1. september á næsta
ári.
Börn og bænir
í Glerárkirkju
SAMVERA um efnið „Börn og
bænir“ verður í Glerárkirkju í
kvöld, miðvikudagskvöldið 14.
febrúar, kl. 20.30.
Á samverustundinni gefst for-
eldrum og öllum sem áhuga hafa
tækifæri til að fræðast og hug-
Ieiða mikilvægi þess að rækta trú-
arlíf barna sinna. Fjallað verður
meðal annars um heimilisguð-
rækni og trúarþroska, en trúarlíf
barna heist í hendur við það að
þau fái að kynnast guðrækni og
bænum sem eðlilegum hluta dag-
legs lífs.
Ráðstefna um
atvinnumál
EYÞING og Háskólinn á Akur-
eyri stefna að ráðstefnuhaldi um
atvinnumál á Fiðlaranum á Akur-
eyri föstudaginn 29. mars næst-
komandi.
Ætlunin er að ræða um það
sem efst er á baugi í atvinnumál-
um landsmanna og þessa lands-
hluta. Reynt verður að skyggnast
inn í framtíðina og sjá hvaða
atvinnumöguleikar kunna að
bjóðast. Áhersla verður lögð á
tengsl atvinnulífs og menntunar.
Sjö fyrirlesarar úr atvinnulíf-
inu munu haida erindi og einnig
mun forsætisráðherra ávarpa
ráðstefnuna.
Ráðstefnan er ætluð sveitar-
stjórnarmönnum, forsvarsmönn-
um fyrirtækja og áhugafólki um
atvinnu- og menntamál.
Nokkuð um
umferðar-
óhöpp
MARGIR ökumenn á Akureyri
hafa átt í nokkrum vandræðum
í hálkunni síðustu daga. Frá því
á föstudag hefur lögreglunni ver-
ið tilkynnt um ein 16 umferðaró-
höpp í bænum.
Á mánudag var tilkynnt um 6
umferðaróhöpp. í tveimur þeirra
urðu minni háttar meiðsl á fólki
en í öllum töluvert eignatjón. Á
sunnudag var tilkynnt um eitt
umferðaróhapp, þrjú á laugardag
og sex sl. föstudag. Þá var ekið
á fjögurra ára barn í Grænugötu
á laugardag. Móðir barnsins fór
með það tii skoðunar á FSA en
meiðsli þess voru ekki talin alvar-
leg.
Gallerí+ í Brekkugötu 35
Nýtt listagallerí
Ríkissaksóknari vísar frá
kæru vegna miðasölu á HM
NÝTT listagallerí verður opnað í
Brekkugötu 35 á Akureyri næstkom-
andi laugardag. Það eru hjónin Pálína
Guðmundsdóttir og Joris Jóhannes
Rademaker sem reka þetta gallerí
sem hlotið hefur nafnið Gallerí+. Það
er í þremur litlum herbergjum í kjall-
aranum og er gengið inn að sunnan-
verðu. Lítil lofthæð, 2 metrar, ekki
síst í dyragáttum krefst þess að gall-
eríið verði rekið sem heimilisgallérí
og gestir þurfa því að hringja við
innganginn á þeim tímum sem gallerí-
ið er opið, á laugardögum og sunnu-
dögum frá kl. 14 til 18. Galleríið er
lokað á virkum dögum.
Pálína og Joris eru bæði myndlist-
armenntuð í Hollandi en fluttu þaðan
tii Akureyrar 1991. Hefur þeim fund-
ist vanta vettvang fyrir ný listform
og tilraunir í listum og er Gallerí+
ætlað að gegna því hlutverki. Það
verður því ekki hefðbundið sölugallerí
heldur staður þar sem reynt verður
að teygja á landamærum listarinnar
í leit að nýjum landvinningum og
vettvangur listsköpunar sem vekur
áhorfandann til umhugsunar og um-
MENNINGARSAMTÖK Norðlend-
inga gangast fyrir söngvarakeppni á
komandi vori til hvatningar fyrir nem-
endur í klassískum söng.
Keppnin er opin ungum klassískum
söngvurum og söngnemendum sem
fæddir eru 1966 eða síðar og búsett-
ir eru á starfssvæði samtakanna.
Keppt verður í tveimur flokkum,
styttra og lengra kominna og verða
viðfangsefnin bæði skyldir- og val-
verkefni. Keppnin er haldin í sam-
vinnu við Ríkisútvarpið á Akureyri
ræðu. Þá er galleríinu ætlað að vera
vettvangur fyrir yngri listamenn og
framsækna og eða þá listamenn sem
bijóta nýtt land undir listina.
Reynt verður að fá erlenda listamenn
til að sýna og einnig verður reynt að
fylgja vissum listamönnum í þróun
þeirra og gefa þeim kost á að koma
reglulega og sýna, en sýningaraðstað-
an er listamönnum að kostnaðar-
lausu. Galleríið býður upp á fleiri
möguleika í sýningarhaldi t.d. ýmiss
konar hönnun, tísku, húsagerðarlist,
skartgripum, ljóðlist, ristlist auk mál-
aralistar.
Hlynur fyrstur
Hlynur Hallsson verður fyrstur til
að sýna í Gallerí+, en sýning hans
nefnist „þijú herbergi" og verður hún
opnuð næstkomandi laugardag, 17.
febrúar, kl. 14. Næst sýna Eygló
Harðardóttir og síðan Gunnar
Straumland. Síðar á árinu sýna Þor-
valdur Þorsteinsson og Joris Radema-
ker. Hver sýning stendur yfir í fjórar
helgar.
og gefur Búnaðarbanki íslands á
Akureyri keppnisverðlaunin. Kepp-
endur þurfa að senda inn þátttökutil-
kynningar fyrir 31. mars ásaint hljóð-
ritun á snældu fyrir forkeppni og
velur dómnefnd úr þeim fyrir aðal-
keppnina sem fram ferð dagana 8.
og 9. júní næstkomandi.
Nánari upplýsingar um keppnis-
reglur og tilhögun eru veittar á skrif-
stofu Menningarsamtaka Norðlend-
inga í Hrísalundi 1 - Lóni, frá kl.
13 til 14 frá mánudegi til fimmtudags.
RÍKISSAKSÓKNARI hefur vísað
frá kæru Handknattleikssam-
bands íslands á hendur Halldóri
Jóhannssyni um ætlaðan fjár-
drátt. Einnig vísaði Ríkissaksókn-
ari frá kæru á hendur Ingólfi Jóns-
syni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra,
sem átti samstarf við Halldór.
Þorsteinn Hjaltason, lögmaður
Halldórs, segir að hugsanlega
verði höfðað skaðabótamál á
hendur HSÍ.
Haildór gerði samning við HSÍ
um einkasölurétt á aðgöngumiðum
á HM 95 í handknattleik sem fór
fram á íslandi síðastliðið sumar. í
ágústmánuði sl. suraar kærði HSÍ
Halldór til RLR fyrir fjárdrátt á
20 milljónum kr.
I niðurstöðum Ríkissaksóknara
segir að rannsóknagögn gefi ekki
tilefni til frekari aðgerða.
Halldór Jóhanns-
son íhugar
á skaðabótamál
hendur HSÍ
„Þegar Halldór var búinn að
selja aðgöngumiða fyrir ákveðna
upphæð átti hann, samkvæmt
samningnum, að fá sín umboðslaun
og greiða auglýsingar og annan
kostnað við miðasöluna af sínum
hluta. HSÍ hélt því fram að Hall-
dór hefði átt að skila öllum pening-
unum, einnig sínum hlut, og fram-
kvæmdanefnd HSÍ hefði átt að
endurgreiða honum sinn hluta. Á
þessu byggði HSI sína kæru,“
sagði Þorsteinn.
Hann sagði að kostnaður Hall-
dórs vegna auglýsinga hefði verið
meiri en þær 20 milljónir króna
sem HSÍ krafðist að Halldór skil-
aði sambandinu.
„Ég hef verið í erfiðri stöðu og
verið úthrópaður sem stórglæpa-
maður sem hafi stolið 20 milljónum
kr. frá íþróttahreyfingunni. Þetta
hefur haft mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir það sem ég hef unnið
að, bæði ferðaskrifstofu sem ég rek
og teiknistofu mína. Mitt mannorð
hefur verið einskis virði í rúmlega
hálft ár. Nú er búið að hreinsa
mannorð mitt en ég á eftir að skoða
hvort ég geti leitað réttar míns fjár-
hagslega með skaðabótamáli og
eins vil ég að samningur minn við
HSÍ verði tekinn upp og skoðaður
og gengið verði frá þessu máli
gagnvart framkvæmdanefnd HSÍ
og HSÍ,“ sagði Halldór.
Menningarsamtök Norðlendinga
Söngvarakeppni í vor