Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 13
LAIMDIÐ
Farsími
Lítill og þunnur,
fer vel í vasa.
Einn sá vinsælnsti
í Þýskalandi í dag!
Esrrn’
-frjáls cins ogfuglimt
DANSAÐ af kappi í Skólarappinu.
Lífleg
árshátíð
í Sólvalla-
skóla
Selfossi.
YNGRI deildir Sólvallaskóla
á Selfossi héldu árshátíð í lok
síðustu viku. Hver bekkj-
ardeild kom þar fram með
atriði af ýmsu tagi.
Yngstu nemendurnir
sungu og þeir eldri fluttu
leikrit og söngleiki, þar á
meðal Gaggó Vest og Skóla-
rapp. 7. bekkingar fluttu leik-
ritið Lalli ljósastaur og var
því vel tekið enda fóru leikar-
arnir á kostum.
Mikill fjöldi áhorfenda
fylgdist með sýningunni og
fagnaði hressilega hveiju atr-
iðinu af öðru. í lokin sýndi
hópur nemenda fimleika af
ýmsu tagi og í þeim hópi voru
tveir líflegir trúðar.
Árshátíðin er fjáröflun fyr-
ir 7. bekkina sem fara í ár-
legt ferðalag á hverju vori.
Nemendur lögðu heilmikið á
sig, seldu veitingar í hléinu
ásamt foreldrum og tóku þátt
í skipulagningunni með kenn-
urum og skólastjóra.
Stefna á útflutning á pastaréttum
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson.
BJÖRN Roth og Gunnar Helgason.
Gáfu Seyðfirðing-
um myndir af öllum
húsunum í bænum
Stöðvarfirði - Fyrirtækið JG mat-
væli ehf. hefur verið starfrækt hér
á Stöðvarfirði frá því í byijun hóv-
ember á síðasta ári. Þetta fyrir-
tæki var áður starfrækt á Reykja-
víkursvæðinu og þá undír nafninu
Pasta og var þar í rekstri í um
þijú ár, þá í eigu Garðars Sigurðs-
sonar.
Við stofnun JG matvæla ehf.
kaupir Jóhann Jóhannsson á
Stöðvarfirði sig inn í reksturinn
og flytja þeir félagar þá fyrirtæk-
ið á Stöðvarfjörð þar sem fram-
leiðsla er nú komin í fullan gang
er varan komin in í dreifingu og
sölu til á þriðja hundrað aðila. Auk
þessa framleiða þeir sem undir-
verktakar ferskt pasta fyrir önnur
matvælafyriitæki hér innanlands.
Fyrirtækið JG matvæli ehf. hefur
nú þegar sent fyrstu prufusend-
inguna á pastaréttum erlendis í
neytendaumbúðum og er stefnt
að því að ná fótfestu og hefja út-
flutning á þessu ári. í framleiðsl-
Morgunblaðið/Bjarni Gíslason
GARÐAR Sigurdsson og Jóhann Jóhansson, eigendur JG matvæla.
unni eru sex pastaréttir í neytend-
aumbúðum og eru það pastaréttir
sem saman standa af tveimur fisk-
réttum, þremur kjötréttum og ein-
um grænmetisrétti.
Hráefni í framleiðsluna er
pastamjöl og frosið grænmeti sem
flutt er beint inn til Stöðvarfjarðar
erlendis frá. Kjötvaran er frá kjöt-
vinnslunni hér á Austurlandi og
fiskur nánast nýdreginn úr sjó frá
útgerðarfyrirtækjum héðan úr
fjórðungnum.
Héraðsprent sf. á Egilsstöðum
sá um hönnun og framleiðslu um-
búða ásamt Jósef L. Marinóssyni
ljósmyndara og Ingvari H. Guð-
mundssyni matreiðslumeistara sem
sá um skreytingar fyrir ljósmyndun
réttanna. JG matvæli ehf. mark-
aðssetja þessa nýju framleiðslulína
sína undir merkinu Pasta 2000.
Þegar fyrirtækið hóf starfsemi hér
á Stöðvarfirði í haust voru tveir
starfsmenn en nú þremur mánuð-
um seinna eru starfsmenn fjórir.
Þeir félagar eru nú á næstu
dögum að fara út í kynningarátak
til að kynna framleiðsluna. Byrjað
verður á Reykjavíkursvæðinu
þann 16. febrúar nk. og síðan
áfram í öðrum landsfjórðungum.
Seyðisfirði - Nýlega afhentu
listamennirnir og feðgarnir
Björn og Dieter Roth endanlega
gjöf sína til Seyðfirðinga í tilefni
af 100 ára afmæli Seyðisfjarðar-
kaupstaðar. Gjöfin samanstend-
ur meðal annars af skyggnu-
myndum sem teknar hafa verið
af öllum húsum í kaupstaðnum.
Myndir voru teknar af húsunum
fyrst í desember 1988 og síðan
aftur í júní 1995. Myndunum
hefur verið raðað í hringekjur
og fylgja tvær skyggnusýninga-
vélar með þannig að hægt er
að sýna báðar myndaraðirnar í
einu. Einnig fylgir myndaskrá
og trékassi utan um allt saman
sem Gunnar Helgason smíðaði.
í sumar sem leið buðu þeir
feðgar gestum og gangandi upp
á sýningu á þessum myndum
sem hluta af hátíðarhöldunum
vegna 100 ára afmælis Seyðis-
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson.
Dieter Roth.
fjarðarkaupstaðar. Á sýningunni
voru einnig myndir af sjoppum
og bensínstöðvum við hringveg-
inn. Sýningin var í einu af elstu
húsum kaupstaðarins, Engros,
húsi netagerðarinnar og voru
myndirnar sýndar með hjálp fjöl-
margra sýningarvéla samtímis.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson.
KASSINN utan um gjöfina sem Gunnar Helgason smíðaði.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
YNGSTU bekkjardeildirnar
sungu nokkur lög.
GÖMLU konurnar í Lalla
ljósastaur fóru á kostum.
.000
SALLY
MÖRKINNI 3 • SÍMI S88 0640