Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Hagnaður Islandsbanka hf. um 331 milljón á síðasta ári
Framlag í afskriftarreikning
minnkaði um helming
íslandsbanki hf. Úrrekstri 1994 -1995
1994 millj.kr. 1995 millj.kr. Breytingar millj.kr. Breytingar %
Vaxtartekjur 6.160 6.197 +37 +7%
Vaxtagjöld 3.099 3.378 +279 +9%
Hreinar vaxtartekjur 3.061 2.819 -242 -8%
Aðrar rekstrartekjur 2.031 1.662 -369 -18%
Hreinar rekstrartekjur 5.092 4.481 -611 -12%
Önnur rekstrargjöld 3.383 3.341 -42 -1%
Framlag í afskriftareikn. 1.529 831 -698 -46%
Skattar 5 22
Hagnaður 185 331 +146 +79%
ÍSLANDSBANKI hf. og dótturfélög
hans skiluðu alls um 331 milljónar
króna hagnaði á síðasta ári sam-
kvæmt rekstraryfirliti bankans sem
bankaráð fjallaði um á fundi sínum
í gær. Þetta er umtalsvert betri
afkoma en árið 1994 þegar hagnað-
ur var 185 milljónir sem skýrist
fyrst og fremst af mun minna fram-
lagi í afskriftarreikning útlána.
Þannig nam framlagið í fyrra alls
um 831 milljón en var 1.529 milljón-
ir árið áður.
Samkvæmt frétt frá bankanum
urðu töluverðar breytingar á þróun
helstu rekstrarliða. Þannig minnk-
aði vaxtamunur um 242 milljónir á
árinu eða úr 4,9% árið 1994'í 4,5%.
Þá minnkuðu aðrar rekstrartekjur
um 369 milljónir og vegur þar
þyngst að þóknunartekjur drógust
saman um 314 milljónir milli ára.
Rekstrarkostnaður bankans lækk-
aði um 1% milli ára eða um 42
milljónir. Eigið fé bankans var í lok
sl. árs 4.897 milljónir.
Árið 1995 að mörgoi leyti gott
„Við teljum að árið 1995 hafí að
mörgu leyti verið gott ár,“ sagði
Valur Valsson, bankastjóri íslands-
banka í samtali við Morgunblaðið.
„Hagnaður fer langleiðina í að tvö-
faldast frá fyrra ári og framlög í
afskriftarreikning lækka um helm-
ing. Minni afskriftir skila sér að
stórum hluta til viðskiptavina í
lægri vaxtamun og lægri þjónustu-
gjöldum."
Aðspurður um hvort Iækkun
tekna væri ekki áhyggjuefni hjá
bréfa Landsbankans, þar sem
forsendur sem lágu að baki kaup-
unum fyrir tæpum áratug stóðust
ekki. Ekki liggur endanlega fyrir
hversu háa fjárhæð hér er um
að ræða, en eftir því sem næst
verður komist nemur hún um 20
milljónum króna. Jafnframt var
bankinn dæmdur til að greiða
allan málskostnað í héraði og
fyrir Hæstarétti, alls 950 þúsund
krónur.
Forsaga málsins er sú 'að á
tímabilinu 29. desember 1987 til
13. janúar 1988 keypti lífeyris-
sjóður Dagsbrúnar og Framsókn-
ar 20 veðskuldabréf, samtals að
höfuðstól 10 milljónir króna, fyr-
ir milligöngu Samvinnubréfa
Landsbankans. Bréf þessi báru
veð í jarðhæð fasteignar að Foss-
hálsi 27 og var andvirði hennar
talið vera 47,6 milljónir króna,
miðað við að hæðin væri 1.400
fermetrar að stærð, samkvæmt
mati fasteignasala sem Lands-
bankinn hafði kvatt til í des-
ember 1987.
Sami fasteignasali var fenginn
til að meta eignina að nýju tæp-
lega tveimur árum síðar og kom
bankanum sagði Valur að lækkun
vaxtamunar kæmi alls ekki á óvart.
„Einnig áttum við von á því að tekj-
ur af þjónustugjöidum færu lækk-
andi með tilkomu debetkortanna.
Þar er á ferðinni ódýrari valkostur
en viðskiptavinir nutu áður. Annar
þáttur er sá að þóknun af gjald-
eyrisviðskiptum var felld. niður
þannig að þau hafa verið ódýrari
fyrir viðskiptavini. Þetta er einnig
umtalsvert."
Á síðasta ári var því lýst yfir að
stefnt væri að því að ná frekari
sparnaði og hagræðingu með sam-
í dómi Hæstaréttar segir að
verðmæti fasteignarinnar hafi
ekki verið á þann veg sem kaup-
andi skuldabréfanna hafi gert
ráð fyrir og beri Landsbankinn í
þessu tilliti ábyrgð á þeirri sér-
fræðilegu álitsgerð, sem unnin
hafi verið á hans vegum.
Hæstiréttur staðfestir enn-
fremur þá niðurstöðu héraðs-
dóms að forstöðumaður verð-
bréfafyrirtækis Landsbankans
hafi „eigi sýnt næga aðgæslu við
meðferð þeirra veðskuldabréfa,
sem gagnáfrýjandi[lífeyrissjóð-
urinn] keypti fyrir milligöngu
hans. Forstöðumaðurinn bjó yfir
sérfræðilegri þekkingu og
reynslu í verðbréfaviðskiptum og
mátti gagnáfrýjandi því treysta
á ráðgjöf hans.“
Hæstiréttur kemst þar af leið-
andi að þeirri niðurstöðu að
Landsbankinn beri fjárhagslega
ábyrgð á því tjóni sem Iífeyris-
sjóðurinn hafi orðið fyrir vegna
þessa. Því skuli bankinn endur-
greiða lífeyrissjóðnum kaupverð
bréfanna að viðbættum vöxtum
og dráttarvöxtum.
einingu höfuðstöðvanna á Kirkju-
sandi. Valur var spurður hvernig
það hefði gengið eftir.
„Það er rétt að við gerum ráð
fyrir því að sameining höfuðstöðva
á Kirkjusandi muni skila sér í auk-
inni hagræðingu. Þeirri sameiningu
lauk ekki fyrr en seint á síðastliðnu
ári þannig að hagræðið af henni
sést ekki í reikningi síðasta árs.
Við vonumst til þess að í framtíð-
inni muni þetta skila sér. Það varð
lækkun á kostnaði á heildina litið
þrátt fyrir töluverðar launahækkan-
ir á síðasta ári. Við teljum að lækk-
SAMNET Símans (ISDN) hefur
verið formlega opnað fyrir al-
menna símnotendur. Með Sam-
netstækninni margfaldast nota-
gildi símans, eða öllu heldur sí-
malínanna, sem liggja inn í hvert
hús. Hægt er að flytja margfalt
meira af gögnum um símann en
áður og hægt er að skipta símal-
ínunni upp í rásir sem fleiri en
eitt tæki geta tengst, t.d. sími, fax
og tölva. Fyrst um sinn mun sam-
netið helst nýtast aðilum með
mikinn gagnaflutning en símnot-
endum verður fljótlega gert
kleift að nýta sér ýmsa kosti þess
í almenna símakerfinu.
Samnetið hentar vel til að
flytja myndir og gögn milli tölva.
Þá er hægt að halda myndsíma-
fundi en þá er mynd og hljóð flutt
með samnettsambandi milli tölva,
myndsíma eða sjónvarpa með
aukabúnaði. Meðfylgjandi mynd
var tekin í gær þegar Ólafur
Tómasson, póst- og simamála-
stjóri, kynnti tæknina fyrir blaða-
un kostnaðar við þessar aðstæður
sé jákvætt skref og stefnum að því
að halda áfram.“
Útlit fyrir batnandi afkomu
Um horfur á þessu ári segir Val-
ur að á þessari stundu bendi allt til
þess að afkoma fari áfram batn-
andi, en innan ársins geti verið mikl-
ar sveiflur eins og á síðasta ári. „Á
árinu 1995 var mjog léleg afkoma
fyrstu mánuðina. Hún batnaði mikið
um miðhluta ársins og var mjög góð
fram á haustið en síðustu mánuðina
var hún lakari en mánuðina á und-
an. Þessi sveifla innan ársins stafar
af ýmsu bæði af því að gengishagn-
aður af gjaldeyrisviðskiptum skilar
sér misjafnlega, verðbólga hefur
áhrif, kostnaður leggst til misjafn-
lega, gengistap eða gengishagnaður
verður af verðbréfum og vaxtaþróun
getur haft áhrif."
Valur segir að íslandsbanki hafí
látið markaðsvexti og samkeppni
ráða vaxtaþróun bankans. „Það fer
ekkert milli mála að markaðsvextir
hafa hækkað undanfarnar vikur
meðal annars vegna þess að Seðla-
bankinn taldi ástæðu til að óttast
þenslu og eins var markaðurinn með
vissar verðbólguvæntingar. Ef það
gengur til baka þá á ég von á því
að markaðsvextirnir lækki og þá
munu okkar vextir lækka í kjölfarið.
íslandsbanki er núna með lægstu
útlánsvextina og hæstu innlánsvext-
ina. Því má bæta við að vaxtahækk-
un bætir ekki okkar afkomu og við
höfum því enga hagsmuni af háum
vöxtum.“
mönnum og gaf þeim kost á að
hringja „sjóntal."
Fyrsta ISDN-símstöðin
í gagnið
Fyrstu Samnets-símstöðvarnar
komust í gagnið í gær er fyrirtæk-
ið Símvirkinn gekk frá tengingum
á tveimur slíkum símstöðvum,
annarri í húsnæði Granda við
Grandagarð, en hinni í cigin hús-
næði. ISDN-símkerfi Pósts og
síma verður hins vegar opnað
formlega í dag. Haukur Hauks-
son, framkvæmdasljóri Símvirkj-
ans, segir að þessar símstöðvar
hafi það m.a. í för með sér að
tengitími við símkerfi fyrirtækja
styttist verulega.
„Enn einn kostur við kerfið er
sá að hægt er að kalla upp í sím-
stöðinni upplýsingar um kostnað
símlala og biðja um ýmsar út-
skriftir á þeim kostnaði. Þessi
þáttur er þó ekki virkur enn þar
sem Póst og síma vantar enn þann
hugbúnað sem nauðsynlegur er.“
Stjórnarformaður Olís
um erlenda fjárfestingu
Skortir rök-
stuðning
fyrir tak-
mörkunum
GÍSLI Baldur Garðarsson, stjórnar-
formaður Olís og fulltrúi Hydro
Texaco í stjórn félagsins, segir að
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
takmarkanir á óbeinni eignaraðild
erlendra aðila að sjávarútvegsfyrir-
tækjum, muni ekki hafa nein veru-
leg áhrif á stöðu Olís í dag. Hins
vegar kunni það að takmarka nokk-
uð fjárfestingarmöguleika félagsins
í framtíðinni.
Samkvæmt frumvarpinu má
eignarhlutur erlendra aðila í ís-
lenskum hlutafélögum, sem eiga
minna en 5% í sjávarútvegsfyrir-
tækjum, nema allt að 33%, en allt
að 25% ef eignarhlutur í sjávarút-
vegsfyrirtæki fer yfir 5%.
„Olís hefur átt litla eignarhluta
í nokkrum útgerðar- og fisk-
vinnslufélögum en þeir eru nánast
allir tilkomnir fyrir gildistöku nú-
gildandi laga og eiga því hvorki
ákvæði þeirra, né ákvæði frum-
varpsins við um þá.“
Takmarkanir á eignarhlut úr
lausu lofti gripnar
Gísli segir að það sé hins vegar
spurning hvort það eigi að skipta
máli hvort erlendir aðilar eigi 21%
í félagi, líkt og raunin er hjá Skelj-
ungi, eða 35%, sem er eignarhlutur
Hydro Texaco A/S í Olís. „Ef menn
vilja halda stjórnun sjávarútvegs í
höndum innlendra aðila, þá er eðli-
legt að miða við þá reglu sem gilt
hefur um þessi mál að hluta til frá
því 1922. Það er að útlendingar
megi ekki eiga meira í hlutafélögum
um útgerð en sem nemur 49%. Það
er rökrétt tala og skýrir sig sjálfa
með tilliti til ákvarðandi meirihluta.
Hinar tölurnar sem frumvarp ríkis-
stjórnarinnar flíkar, þ.e. 25% ann-
ars vegar og 33% hins vegar, eru
gjörsamlega úr lausu lofti gripnar
og eiga sér enga rökræna stoð.
Þetta frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar er í hróplegri andstöðu við þá
meginsstefnu sem mörkuð hefur
verið á undanförnum árum, þ.e. að
losa um viðskiptalegt ófrelsi sem
þjóðin hefur búið við og tileinka
okkur nútímaleg viðhorf. Stað-
reyndin er sú að þeim takmörkunum
sem lögleiddar voru árið 1992 hefur
ekki verið beitt og ætti því frekar
að afnema þær með öllu, heldur en
að plástra lögin með þessum hætti.“
Gísli segir að þrátt fyrir að þess-
ar breytingar hafi ekki áhrif á stöðu
félagsins í dag geti þær breytt
nokkru um fjárfestingarmöguleika
þess í framtíðinni, verði frumvarpið
að lögum. „Þetta kann að skerða
möguleika Olís til að stunda við-
skipti hér á landi með þeim hætti
sem hér tíðkast og það gæti einfald-
lega orðið til þess að skekkja sam-
keppnisstöðu félagsins."
------» ♦ ♦-----
Athugasemd
frá Bónus
VEGNA fréttar á viðskiptasíðu í
gær um fyrirhugaðar aðgerðir Sam-
keppisstofnunar vegna verðmerk-
inga á framleiðslustigi vill Jóhannes
Jónsson, kaupmaður í Bónus, taka
fram að í verslunum fyrirtækisins
er veittur afsláttur frá leiðbeinandi
smásöluverði við kassa.
Þannig er t.d. veittur 10% afslátt-
ur af verði unninna kjötvara við
kassa og 5% afsláttur af verði osta.
Þá eru egg verðmerkt sérstaklega
fyrir fyrirtækið. Sú fullyrðing Sam-
keppnisstofnunar að flestir stór-
markaðir hafi kosið að halda sig
við leiðbeinandi smásöluverð á þvi
ekki við um Bónus.
Landsbankinn greiði Lífeyrissjóði Dags-
brúnar og Framsóknar 20 milljónir króna
Onóg aðgæsla við
verðbréfamiðlun
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
Landsbanka Islands til þess að
endurgreiða Lífeyrissjóði Dags-
brúnar og Framsóknar kaupverð
veðskuldabréfa sem sjóðurinn
keypti fyrir milligöngu dóttur-
fyrirtækis bankans, Samvinnu-
þá á daginn að hæðin var um
1.165 fermetrar að stærð,
nokkru minni en upphaflegt mat
gerði ráð fyrir. Eðlileg lækkun á
verði eignarinnar vegna þessa,
að mati dómskvaddra mats-
manna, var 10,6 milljónir króna.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson.
Samnetið opnað í dag
I
I
.
I
I
I
í
1
I
I
i
I.
■
I
f
í
c
I
»