Morgunblaðið - 14.02.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Flóttamönnum frá Norður-Kóreu fjölgar stöðugt
Reuter
Útlent sælgæti í Kína
SÚKKULAÐI, sem framleitt
er af sameiginlegri verk-
smiðju Kínverja og sviss-
neska fyrirtækisins Vochelle,
var kynnt nýlega í Peking.
Stúlkurnar tvær á myndinni
beittu nútímalegum kynn-
ingaraðferðum í gær og
deildu út blómum og pappírs-
hjörtum til viðskiptavina í
stórmarkaði í borginni til að
minnast Valentínusardagsins.
Umbætur á
þýska eftir-
launakerfinu
Bonn. Reuter.
ÞÝSKA stjórnin hefur komist að
samkomulagi við verkalýðsfélögin
og vinnuveitendur um umbætur á
eftirlaunakerfinu. Ryður það
brautina fyrir umbótum á mörgum
öðrum sviðum, sem
aðilar vinnumark-
aðarins eru sammála
um, að séu nauðsyn-
legar til að ná niður
atvinnuleysinu.
Samkomulagið
dregur úr líkum á,
að lífeyriskerfið
verði gjaldþrota
1997 eins og stefndi
í en það hefði gert þýsku stjórn-
inni erfitt fyrir með að uppfylla
skilyrði væntanlegs myntband-
slags um að ríkissjóðshalli sé innan
við 3%.
Úr 60 í 63 ár
í Þýskalandi hafa launþegar
getað farið á eftirlaun sextugir í
fyrsta lagi en á næstu þremur
árum verður aldurinn hækkaður í
63 ár og eftirlaunin lækkuð. Þetta
mun þó ekki gilda um þá, sem eru
um það bil að öðlast þessi rétt-
indi, og eftirlaunaþegum verður
leyft að gegna hlutastarfi og hafa
í tekjur allt að 70% af fyrri launum.
Samkomulag
um að hækka
aldursmörk
o g lækka
greiðslur
Norbert Bliim, vinnumálaráð-
herra Þýskalands, sagði í viðtali
við dagblaðið Bild Zeitung fyrir
fáum dögum, að lífeyriskerfið
stefndi í gjaldþrot vegna þess, að
tekjurnar væru miklu
minni en útgjöldin.
Væri ástæðan meðal
annars atvinnuleysið
og einnig, að margir
atvinnurekendur
hefðu séð sér hag í
að fá fólk til að fara
á eftirlaun strax og
lög leyfðu. Væri það
ódýrara fyrir þá en
að sitja uppi með of marga starfs-
menn á fullum launum.
Sigur samstöðunnar
Samkomulaginu um eftirlaunin
hefur verið fagnað enda lögðu all-
ir áherslu á, að það væri lykillinn
að frekari umbótum og forsenda
fyrir því, að „Samtök um atvinnu-
sköpun“ næðu tilgangi sínum. Að
þeim standa stjórn og stjórnarand-
staða, vinnuveitendur og verka-
lýðsfélög og þau þykja lýsandi
dæmi fyrir þá áherslu, sem er í
Þýskalandi á samstöðuna, ólíkt
því, sem er handan landamæranna
í Frakklandi.
Reuter
Seoul. Reuter.
SUNG Hye-rim, fyrsta eiginkona
Kims Jong-ils, leiðtoga Norður-
Kóreu, hefur leitað hælis erlendis,
líklega í Suður-Kóreu. Var þetta
haft eftir suður-kóreskum
embættismanni í gær en
Sung hefur að undanförnu
dvalist í Sviss. Ekki var
upplýst hvar hún væri nið-
urkomin nú.
Sung, sem er 58 ára að
aldri, var fyrsta eiginkona
Kims Jong-ils og er móðir
elsta sonar hans, Jong-
nams, en langt er síðan
leiðir þeirra skildu. Þau eru
þó ekki í raun skilin að
lögum.
„Eiginkona Kims og
þijár manneskjur með
henni hafa leitað hælis. Við
erum með þetta mál til
athugunar en getum ekki
veitt nánari upplýsingar að sinni,“
sagði embættismaðurinn, sem ekki
vildi láta nafns síns getið. Kvaðst
hann ekki geta útilokað, að fólkið
fengi hæli í Suður-Kóreu.
í Moskvu frá 1983
Hin þijú eru eldri systir Sung,
Sung Hey-rang, frænka hennar,
Lee Nam-ok, og ónefndur að-
stoðarmaður. Sást síðast til þeirra
í Sviss 20. janúar en suður-kór-
eski embættismaðurinn sagði, að
Sung hefði átt við ýmis vandamál
að striða í Norður-Kóreu.
SUNG Hye-rim á þrítugsaldri. Hún var fyrsta
eiginkona Kims Jong-ils, sem tekið hefur við
ríkiserfðum í Norður-Kóreu.
Suður-kóreska dagblaðið Chos-
un Ilbo sagði í gær, að fólkið hefði
komið til Sviss frá Moskvu þar sem
Sung hefði verið undir læknis-
hendi frá 1983. Kvaðst blaðið hafa
haft milligöngu um símtal milli
Sung Hey-rang og sonar hennar,
Lee Han-young, sem flýði til Suð-
ur-Kóreu 1982, og hefði þá Sung
sagt syni sínum, að þau hygðust
fara frá Moskvu til einhvers þriðja
lands seint i janúar. „Við getum
hist, við getum hist. Ég mun gera
allt til að við hittumst, bíddu min,“
sagði Sung.
Neydd til að skilja og
giftast Kim
í blaðinu sagði, að Sung
Hye-rim, sem er fyrrver-
andi leikkona, hefði verið
gift þegar hún hitti Kim
Jong-il 1967. Hefði hann
neytt hana til að skilja og
giftast sér. Soninn Kim
Jong-nam áttu þau 1971.
Sérfræðingar í málefnum
Norður-Kóreu í Seoul
segja, að Kim, arftaki
„Leiðtogans mikla“, föður
síns Kim Il-sungs, hafi átt
tvær aðrar konur, fyrrver-
andi einkaritara sinn og
dansmey.
Talið er, að Kim Jong-il hafi
öll ráð í sinni hendi í Norður-
Kóreu þótt hann hafi ekki enn
tekið formlega við tveimur emb-
ættum, sem faðir hans gegndi,
stöðu aðalritara kommúnista-
flokksins og forsetaembættinu.
Að undanförnu hefur farið mikl-
um sögum af hungursneyð í land-
inu og stjórnin í Pyongyang hefur
farið fram á alþjóðlega aðstoð.
Eigínkona Kims
Jong-ils sögð flúin
Moskvu. Reuter.
Endurminningar fyrrverandi blaðafulltrúa Jeltsíns Rússlandsforseta
Valdasjúkur og
ekki lýðræðissinni
VJATSJESLAV Kostíkov, fyrrum
blaðafulltrúi Borís Jeltsíns, segir
Rússlandsforseta valdasjúkan mann
sem beri enga virðingu fyrir lýðræð-
inu.
Kostíkov er 55 ára og herma
blaðafregnir í Rússlandi að innan
tíðar muni endurminningar hans
koma út. Þær nefnast „Forsetinn
kvaddur" og greinir höfundurinn
þar m.a. frá störfum sínum innan
Kremlarmúra en í þijú ár var hann
í hópi talsmanna Jeltsíns. Höfund-
urinn fer hörðum orðum um Alex-
ander Korzhakov, hershöfðingja og
yfirmann lífvarðasveita Rússlands-
forseta, sem almennt er talið að sé
með valdamestu mönnum í Rúss-
landi nú um stundir.
Kostíkov sagði í sjónvarpsviðtali
að Jeltsín væri ekki og hefði aldrei
verið lýðræðissinni. Hann væri þvert
á móti maður sem sæktist eftir völd-
um og bæri virðingu fyrir þeim.
„Hann er maður sem þekkir hið
óskoraða vald og hefur unun af að
beita því. Valdið er hugmyndafræði
hans og besti vinur. Gyðja valdsins
er eiginkonan, ástkonan og viðfang
allrar ástríðu hans,“ sagði Kostíkov
í viðtalinu sem tekið var á skrif-
stofu hans, hvar myndir hanga af
honum og Jeltsín, sem teknar voru
við margvísleg tækifæri er Kostíkov
var í þjónustuliði forsetans.
Blaðafulltrúinn fyrrverandi, sem
oftlega fór hörðum orðum um and-
stæðinga Jeltsíns áður fyrr og líkti
þeim gjarnan við skordýr eða úr-
gangsefni af ýmsum toga, sagði að
afturhaldsöfl og umbótasinnar tækj-
ust á um hylli Jeitsíns. Nú væri á
hinn bóginn Ijóst að harðlínumenn
væru í mikilli sókn líkt og aukin
völd Korzhakovs væru til marks um.
Undirsátar Jeltsíns gerðu hvað þeir
gætu til að skjalla forsetann og
sannfæra hann um eigið mikilvægi.
„Það er skeifilegt þegar tiltekinn
maður öðlast sannfæringu fyrir því
að hann sé mikilmenni og gjörsam-
lega ómissandi." Það er vitanlega
afar mikil hætta á ferðum þegar
reynt er að breyta forsetanum í ein-
vald liðinna tíma,“ bætti Kostíkov
við.
Líklegt þykir að fjendur Jeltsíns
hugsi sér gott til glóðarinnar og að
bókinni verði óspart beitt gegn hon-
um í baráttunni fyrir forsetakosn-
ingamar. Sífellt fleiri hallast að því
að Jeltsín, sem er 65 ára, sækist
eftir endurkjöri en Rússar ganga
að kjörborðinu í júnímánuði.
Þegar Kostíkov sagði af sér sem
blaðafulltrúi Rússlandsforseta í nóv-
ember 1994 var hann skipaður sendi-
herra í Páfagarði. Óstaðfestar fréttir
herma að hann hafí nú afsalað sér
sendiherratigninni og höfðu rúss-
neskir ijölmiðlar eftir starfsmönnum
utanríkisráðuneytisins að „fram-
ganga hans [sæmdi ekki] fulltrúa
rússneskra stjómvalda erlendis."
Mótmæla
kosningum í
Bangladesh
SHEIKH Hasina, leiðtogi helsta
stjórnarandstöðuflokksins i
Bangladesh, sést hér aka um í
rickshaw eða reiðhjólavagni í höf-
uðborginni Dhaka í gær. Flokkur
Hasina, Awami-bandalagið, hvatti
til tveggja sólarhringa allsherjar-
verkfalls til að mótmæla fyrirhug-
uðum kosningum á morgun,
fimmtudag. Rickshaw verður þá
eina samgöngutækið sem leyft
verður að nota. 16 manns hafa
fallið og mörg hundruð særst í
átökum vegna kosninganna að
undanförnu. Stjórnarandstaðan
hyggst hunsa kosningarnar þar
sem þær geti ekki farið heiðarlega
fram meðan Begum Khaleda Zia
forsætisráðherra sé við völd.