Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 19

Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 19 Hilmar í góðum félagsskap á verðlaunapalli TÁR úr steini, myndin um Jón Leifs, varð hlutskörpust í keppni um titilinn „besta norræna myndin“ á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hófst 2. febrúar og lauk sunnudaginn 11. febrúar. Kristín Bjarna- dóttir segir frá niðurstöðum keppninnar. ÚRSLITIN voru tilkynnt í lokahófi á laugardagskvöldið og Hilmar Oddsson stjórnandi myndarinnar var þar staddur í eigin persónu. í viðtali við sænska sjónvarpið sama kvöld, lét hann það berast um land allt að ferskir vindar blása í ís- lenskri kvikmyndagerð. Spurning- unni um hvort hann hefði átt von á því að vinna sigur í keppninni, svaraði Hilmar með diplómatísku neii, „ég kom til landsins í gær, og þá voruð þið þegar komin með sig- urvegara." Myndin „Tár úr steini“ var sýnd á föstudaginn, seinust í röðinni af átta norrænum myndum sem tóku þátt í keppninni. í keppninni áttu íslendingar, Danir, Færeyingar og Finnar eina mynd hver, en bæði Svíar og Norð- menn voru með tvær myndir. Þar voru á ferðinni myndir sem höfðu verið frumsýndar í heimalandinu á síðastliðnu ári. Skilyrði fyrir þátt- töku var m.a. að kvikmyndaleik- stjórarnir ættu ekki að baki meira en tvær myndir í fullri lengd. í dómnefnd voru um hundrað manns, almennir áhorfendur, sem fyrirfram höfðu tryggt sér miða inn á mynd- irnar átta og jafnframt óskað þess að láta álit sitt í ljós. Störfum nefnd- arinnar var þannig háttað að horft var á eina keppnismynd dag hvern, frá föstudegi til föstudags, í gæða- kvikmyndahúsi Gautaborgar númer eitt, Bio Capitol. Um fímm einkunnir var að ræða, hægt að gefa eitt til fimm jarðar- ber. Og þar til röðin kom að íslensku myndinni hafði sænska myndin Sommaren eða „Sumarið" eftir Kristian Petri haldið sér í efsta sæti með 3,90 jarðarber að meðaltali, frá því hún var sýnd sunnudaginn 4. febrúar. Þar sem dómnefndin var að mestu leyti sænsk má geta sér þess til, að talsvert hefur þurft til að kollvarpa tilfínningum hennar og fá hana til að láta efsta sætið í hend- ur íslendingi. í Gautaborgarpóstin- um laugardaginn 10.2. áður en úr- slitin voru opinberuð, var sagt frá Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson og henni lýst í fáum orðum sem stórfenglegri mynd. En vandi keppinautarins, höf- undar „Sumarsins“ Kristian Petris, var orðaður þannig: „Það væri lag- legt ef sigurmyndin kæmi einmitt frá þeirri eyju í Atlantshafi þar sem önnur keppnismynd Kristian Petris hefst.“ Þar var átt við heimildar- myndina Atlanten, sem var annað framlag Svía til keppninnar og sem reyndar vann til annarra verðlauna, eða Norrænna kvikmyndaverðlauna Gautaborgar-Póstsins. Að þeirri mynd standa, ásamt Kristian Petri, sem einnig er rithöfundur og hefur skrifað einar þijár ferðasögur, þeir Magnus Enquist og kvikmynda- tökumaðurinn Jan Röed. Myndin er um eyjarbúa og frásagnir þeirra. En einnig um ferðalag: frá Islandi í norðri til Suðurgeorgíu í suðri, með viðkomu á Azóreyjum, Kap Verde, og Sankti Helenu . . . Mynd sem féll í kramið hjá dómnefnd Gautaborgar-Póstsins, en sem datt niður í sjöunda sæti hjá áhorfenda- dómnefndinni, með einkunina 3,18. Norska myndin Morketid eftir Maroline Frogner lenti í þriðja sæti, með einkunnina 3,68. Merketid, með undirtitlinum „kvinners mote með nazismen“ er heimildarmynd, þó með leiknum atriðum. Uppistað- an er viðtöl við 10 konur sem voru í norsku andspurnuhreyfingunni á árum síðari heimstyijaldarinnar. Þær segja frá reynslu sem þær gengu í gegnum fyrir meira en fimmtíu árum síðan, m.a. í þýskum fangabúðum, um aðdraganda og afleiðingar. Karoline Frogner notar m.a. það bragð, þegar hún blandar leiknu efni og heimildum, að láta aldraða heimildarkonu sína ganga inn í atriði þar sem verið er að leika frásögnina, lífsreynslu gömlu kon- unnar. Leikarinn spyr hana spurn- inga sem áhorfandinn annars sæti uppi með: Var þetta svona í raun- veruleikanum? Er þetta eitthvað líkt? Mynd Karoline er bæði nöturleg og athyglisverð og ég gat ekki varist þeirri hugsun að betri undir- búning, sögulegan og tilfinninga- legan, fyrir Tár úrsteini hefði varla verið hægt að hugsa sér. Þótt myndirnar sem slíkar séu engan veginn sambærilegar í listrænu til- liti byggjast báðar á lífsreynslu ólíkra .einstaklinga á svipuðum tíma og að þluta til í sama landi. Tár úr steini var ekki kynnt sem heimildarmynd, aftur á móti sem mynd er fyrst og fremst fjallar um tónlist. Engu að síður voru spurn- ingar að lokinni sýningu á þá leið að augljóst var að áhorfendur tóku söguna til sín sem staðreynd. „Hvernig voru viðbrögðin eftir að Jón Leifs hélt þessa útvarpsræðu. Hvernig brugðust íslendingar við?“ Og „var hann nazisti eða var hann það ekki?“ Og Hilmar Oddsson sat fyrir svörunum og sannfærði áhorfendur um að hann kunni sinn efnivið, þekkti sína söguhetju. Hin norska myndin var Eggs eftir Bent Hamer, leikin mynd, um tvo aldraða bræður í afskekktu húsi, um daglegar venjur þeirra sem raskast við heimsókn fullorðins son- ar, sem skyndilega kemur inn í til- veru þeirra. Framlag Finna var myndin Kivenpyörittáján kylá eða öðru nafni „Síðasta brúðkaupið“ eftir Markku Pölönen, frá Dan- mörku kom mynd eftir Jorn Faursc- hou, Farligt venskab, og frá Fær- eyjum kom myndin Maðurinn ið slapp at fara eða „Maðurinn sem fékk að fara“. Höfundurinn, Katrin Ottarsdottir mun vera fyrsti og eini færeyski kvikmyndaleikstjórinn, en hún fékk menntun sína í Dan- mörku. Mynd hennar sem er tekin upp í Þórshöfn, þótti mér bera vott um grallaralegan húmor og þótt myndin lýsi hjónabandi í upplausn, vegna ungrar sænskrar stúlku (!) þá fjallar hún ekki síst um viðbrögð og viðhorf heimamanna gagnvart því sem erlent er og um erlend áhrif sem geta haft óafturkallanleg- ar afleiðingar. Finnska myndin „Síðasta brúð- kaupið“ einkennist einnig af per- sónulegum húmor, kannski öllu bijálæðislegri, en sú mynd gerist í litlu finnsku sveitaþorpi í byijun áttunda áratugarins. Að sögn höf- undarins, Markku Pölönen þá „ákvarðaðist hinn sálfræðilegi rammi myndarinnar þegar í stríðs- lok. Hinir stríðsþreyttu menn sem komu heim frá víglínunni fengu smá skika af fóstuijörðinni „að launum". í vissum tilfellum voru launin endalaus vinna . . .“ Draum- ur bændanna um tilgang vinnunn- ar varð svo að engu með næstu kynslóð, börnin vildu eitthvað ann- að. En öllum þessum myndum skaut Tár úr steini sem sagt ref fyrir rass í hugum og hjörtum áhorfenda, því meðaltalið úr einkunnagjöfínni varð 4,17, og augljóst að einhveijir hafa gefið henni hæstu einkunn, öll jarð- arberin sín fímm. Þegar sjónvarps- viðtalið við Hilmar kom á skjáinn á laugardagskvöldið, var einnig sýnt brot úr myndinni og síðan birtust úrslitin að sjálfsögðu í sunnudags- blöðunum. Þá kom viðtal við Hilmar í sunnudagsblaði Gautaborgar- Póstsins, þar sem hann var meðal annars spurður að því hvernig hefði staðið á því að Jón Leifs, „sem var giftur konu af ættum gyðinga, hefði verið ásakaður um njósnir í þágu nazista“. Forvitni um líf tónskáldsins hefur því bersýnilega verið vakin og þá væntanlega um leið á tónlist hans. Myndina þarf tæplega að kynna fyrir Islendingum, hún var best sótt af öllum íslenskum mynd- um á síðastliðnu ári, en meðhöfund- ar Hilmars að handritinu voru þeir Hjálmar H. Ragnarsson og Svein- björn I. Baldvinsson og myndatöku- maður Sigurður Sverrir Pálsson. Á laugardagskvöldið kom einnig I ljós að sem bestu sænsku mynd ársins 1995 höfðu áhorfendur kosið seinustu mynd Bo Widerbergs Lust och fágring stor, svo segja má að Hilmar hafí verið í góðum félags- skap á verðlaunapallinum að lokinni fyrstu erlendu frumsýningu á Tár úr steini. Listasafn Reykjavíkur verði alþjóðlegt safn LÖGÐ hefur verið fram í borgarráði tillaga um nýtingu Hafnarhúss- ins, þar sem gert er ráð fyrir að um 3.500 fer- metra húsnæði verði keypt af hafnarsjóði og fengið Listasafni Reykjavíkur til um- ráða. Gunnar Kvaran, forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, sagði í Morgunblaðinu í gær að ef af yrði væri hugsanlega hægt að útvíkka hugsunina að baki safninu og setja það í alþjóðlegt sam- hengi, sem hann kvaðst telja að væri næsta skref. „Okkur skortir nú áþreifanlega þær sam- ræður við heimslistina sem þarna skapast grundvöllur fyrir.“ Gunnar kveðst með þessum orð- um einkum hafa átt við að tíma- bært sé að safnið kosti kapps um að eignast listaverk eftir erlenda listamenn og að þróunin verði sú að Listasafn Reykjavíkur verði al- þjóðlegt safn. „Það mætti kannski telja óeðlilegt að listasafn sem á verk eftir fjölda íslenskra lista- manna með óyggjandi tengsl við hinn alþjóðlega list- heim — bæði hug- myndafræðileg og per- sónuleg — endurspegl- aði ekki þennan raun- veruleika." Lán eða gjafir Gunnar leggur hins vegar áherslu á að Listasafn Reykjavíkur hafi ekki burði til að festa kaup á verkum af þessum toga. Þess vegna verði að freista þess að fá hingað til lands gjafir eða lán. „Það er mikil hefð fyrir því í hinum alþjóðlega listheimi að söfn geymi listaverk í ákveðinn tíma, auk þess sem brögð eru að því að þekktir listamenn gefi verk sín í slík söfn til að styrkja eigin ímynd.“ Gunnar segir að Errósafnið, sem hugsanlega mun hafa varanlegt aðsetur í Hafnarhúsinu, yrði jafn- framt óyggjandi tengiliður við um- heiminn sem gefí jafnframt tilefni til að endurskilgreina inntak Lista- safns Reykjavíkur. Þá segir Gunnar að frekara sam- starf við erlenda listamenn sé jafn- framt fýsilegt. „Á síðastliðnum misserum höfum við í auknum mæli reynt að fá erlendar sýningar hingað til lands. Skemmst er að minnast sýninga á verkum eftir Míró, Roden og Hendricks, auk þess sem nú standa yfir á Kjarvals- stöðum sýningar á verkum Oliviers Debré og Komars og Melamids. í lok marsmánaðar ætlar siðan einn þekktasti sýningarstjórinn af yngstu kynslóðinni, Svisslendingur- inn Obrist, að búa til fyrir okkur alþjóðlega forskriftarsýningu undir yfirskriftinni Do it.“ Gunnar Kvaran Aðalfundur 1996 Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal félags- ins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 23. febrúrar 1996 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Óski hiuthafar eftir að ákveðfn mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist féiagsstjórn með nægilegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera slíkt skriflega. HAMPIÐJAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.