Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Bamaleik-
húshátíð í
Reykjavík
BARNA- og brúðuleikhússam-
tökin á íslandi (UNIMA og ASS-
ITEJ) efna til leikhúshátíðar
fyrir börn dagana 17. og 18.
febrúar í Reykjavík. Allir sem
þátt taka í hátíðinni gefa vinnu
sína en ágóðinn mun renna
óskiptur til eina barnaleikhúss-
ins sem enn starfar í Sarajevo
í Bosníu-Hersegóvínu.
Leikhús þetta hefur verið
starfrækt á stríðstímanum með
um 25 manna starfsliði. Hefur
það að mestu sloppið við
skemmdir, þótt dag einn hafi
sprengja sprungið við inngang-
inn — fimm mínútum eftir að
tvö hundruð börn höfðu farið
inn til að fylgjast með sýningu.
En þótt leikhúsið sé í heilu lagi
er mörgu áfátt. Má þar nefna
tæknibúnað, ljósabúnað, hljóð-
kerfi og sitthvað fleira.
Leikhússljórinn, Nermin
Tulic, var kunnur leikari í
Sarajevo fyrir stríð. í júní 1992
hrifsaði sprengja af honum báða
fætur fyrir utan heimili hans.
Engu að síður hefur Tulic ekki
látið deigan síga og tók nýverið
þátt í uppfærslu á verki eftir
Jarry í hjólastól. Um þessar
mundir er hann staddur á Ítalíu,
þar sem hann hefur fengið
gervifætur og er að læra að
ganga á nýjan leik.
Hugmyndin að fjáröflun þess-
ari er runnin undan rifjum ít-
alska leikstjórans Massimos
TÖNLIST
Listasafn íslands
KAMMERTÓNLEIKAR
Kammersveit Reykjavíkur, Marta
Halldórsdóttir, Martiai Nardeau og
Bemharður Wilkinson fluttu tónlist
eftir Webem, Varése, Berio, Cmmb
og Jón Leifs. Mánudagurinn
12. febrúar 1996.
SAGNFRÆÐINGUM ber sam-
an um að sögu þeirrar nútímatón-
listar, sem hlotið hefur einkennis-
nafnið „modeme“ tónlist, megi
rekja til Debussy og að nokkru
leyti til rómantískra tónskálda,
eins og t.d. Mahlers, sem segja
má að sé guðfaðir Vínarskólans
síðari. Schönberg, Berg og Webem
vora aldir upp í rómantík en bratu
af sér hlekki hefðbundinna vinnu-
aðferða og leituðu nýrra leiða í
tónsköpun sinni. Með tilkomu nas-
ismans í Þýskalandi varð ekki um
frekari framþróun að ræða varð-
andi tónlist og listsköpun yfirleitt
en við endalok hans varð eins kon-
ar „tónsmíðasprenging“ og sóttust
þýsk tónskáld þá af sveltri ástríðu
eftir öllu því nýjasta og hrundu
af stað þróun, sem enn í dag er í
gangi.
Að hindra framþróun hugmynd-
anna er rangt, hvort sem menn
eru sannfærðir um vangildi þeirra
og telja sig kunna skil á öðram
sannleik og varð þessi hefting á
listsköpun aftur einkar ljós, er
múrskil austurs og vesturs í Evr-
ópu voru brotin niður. Hugmynda-
fræðileg átök á sviði listsköpunar
hafa oft tekið á sig trúarlegan
svip og það á einnig við um boð-
bera „modernismans". Reyndar
hefur „modernisminn" rannið sitt
skeið og er nú til endurmats, sem
líklega mun leiða til nýrrar hug-
myndafræði. Trúlega mun sú hug-
myndafræði styðjast við nýja hljóð-
gjafa, og endurmat á tónskilaboð-
um þeim sem hægt er að senda
hlustendum.
Að þessu leyti, þ.e. til endur-
mats á „modernismanum“, voru
tónleikar Kammersveitar Reykja-
LISTIR
Schuster sem starfað hefur
innan vébanda leikhússins í
Sarajevo. Setti hann sig í
samband við ASSITEJ og
UNIMA á íslandi. Schuster
mun sjálfur sjá um að ágóð-
inn af fjáröfluninni, sem
fram fer víða um lönd, kom-
ist í réttar liendur.
Lofsvert framtak
Morgunblaðið/Ásdís
ÞESSIR koma fram á hátíðinni.
Dagskrá
barnaleikhúshátiðarinnar:
Laugardagur 17. febrúar
Möguleikhúsið við Hlemm:
Kl. 16 sýnir Möguleikhúsið Ævin-
týrabókina.
Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11:
Kl. 15 sýnir Brúðubíllinn Af hverju?
og Trúða og töframenn.
Sunnudagur 18. febrúar
Möguleikhúsið við Hlemm:
Kl. 14 sýnir Furðuleikhúsið Hlina
Kóngsson.
Kl. 16 sýnir Þjóðleikhúsið Loft-
hrædda öminn.
Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11:
Kl. 14 sýna 10 fingur Englaspil.
Kl. 16 sýnir Sögusvuntan Smjörbita-
sögu.
íslenska brúðuleikhúsið við Flyðru-
granda:
Kl. 15 sýnir íslenska brúðuleikhúsið
Kabarett.
Hallveig Thorlacius hjá
Sögusvuntunni, sem annast
hefur undirbúninginn hér á
landi, segir að framtak ítal-
ans sé vissulega lofsvert.
Þá sé henni ekki kunnugt
um að fjáröflunin hafi ann-
ars staðar farið fram með
þessum hætti, það er barna-
leikhúshátíð. Hallveig segir
jafnframt að hátíðin sé vel
til þess fallin að ýta undir
frekara samstarf barna- og
brúðuleikhúsanna hér á
landi.
Flest verkanna sem sýnd
verða á hátíðinni hafa eingöngu
verið færð upp í skólum og á
barnaheimilum. Fæst eru á al-
mennum markaði. Að sögn Hall-
veigar er hátíðin því öðrum
þræði liður í því að koma þessum
sýningum á framfæri.
Ólöf Sverrisdóttir hjá Furðu-
leikhúsinu, sem einnig tekur
þátt í hátíðinni, tekur í sama
streng. „Það er nauðsynlegt að
vekja athygli á starfi þessara
leikhópa, sem er í miklum blóma
um þessar mundir.“
Fjölmargir aðilar koma að
átakinu auk leikhópanna. Má
þar nefna menntamálaráðuneyt-
ið, Þjóðleikhúsið, Hitt húsið,
Barnaheill, Dagvist barna og
Félag íslenskra leikara. Verð
aðgöngumiða á allar sýningar
er 500 krónur.
Stórkost-
1 eg upp-
rifjun
víkur sérlega áhugaverðir, auk
þess að vera frábærlega vel fram-
færðir. Þrír höfundanna (Webem,
Varése og Jón Leifs) era fæddir
fyrir aldamótin og teljast til fram-
kvöðla á sviði „moderne" tónlistar
en tveir (Berio og Cramb), báðir
fæddir 1925, teljast til eftirstríðs
tónskáldanna, er hrifust af „þýsku
byltingunni".
Tónleikamir hófust á Konsert
op. 24, eftir Anton Webern, af-
burða fögra verki fýrir flautu, óbó,
klarinett, hom, trompett, básúnu,
fíðlu, víólu og píanó, sem var mjög
vel flutt undir stjóm Bemharðs
Wilkinsonar. Sé þróun tónlistar
hugsuð í samhengi, hafa fáir tón-
höfundar bætt nokkra markverðu
við það sem Webem gerði í mótun
tónskipunar, hljóðfalls og blæ-
brigða. Eftir Edgard Varése var
flutt verkið Octrande, sem er sam-
ið fyrir flautu, klarinett, óbó, fag-
ott, hprn, trompett, básúnu og
kontrabassa, kraftmikið verk er
var hressilega flutt og lauk flutn-
ingi aldamótamannanna með
kvintett op. 50 fyrir flautu, klari-
nett, fagott, víólu og selló, eftir
Jón Leifs. Þetta fallega verk var
mjög vel fiutt og þó í því gæti
sérkenna Jóns, er það án þjóðlegra
tilvísanna, nema í síðasta þætíin-
um, þar sem bregður fyrir gaman-
sömu tónbroti er minnir á hryn og
tónferli íslenskra rímnalaga. Notk-
un hljóðfæranna er sérkennileg
og mátti oft heyra undarlega
þrengingu á tónsviðinu, þar sem
háradda hljóðfærin léku á lágsviði
sínu en lágradda hljóðfærin á há-
sviði sínu.
Á seinni hluta tónleikanna voru
verk eftir Berio og Crumb. Seren-
ata I, eftir Berio, er samin 1957
en upp úr 1960 tóku menn að fjar-
lægjast tólftónatæknina, sem bæði
hvað innihald og stíl þótti of bind-
andi. Að þessu leyti fór eins fyrir
Schönberg og Wagner en sá síðar-
nefndi reyndi að spá fyrir um tón-
list framtíðarinnar (Das Kunstw-
erk der Zukunft), sem auðvitað
gekk ekki eftir. Það var trú Schön-
bergs, að ólærðum tónlistaraðdá-
endum framtíðarinnar yrði jafn
tamt að syngja tólftónatónstigann
og hvem annan dúr og moll tón-
stiga. Trúlega þætti Schönberg
jafn lítið til koma, þess sem eftir-
menn hans gera í dag og sem for-
verar hans gerðu um og eftir alda-
mótin. Einleik í verki Berios lék
Martial Nardeau og gerði af snilld
og þó serenaðan væri á köflum
svolítið stirðleg, lék 14 manna
hljómsveitin verkið ágætlega undir
stjóm Bemharðs.
Síðasta verkið á tónleikunum
nefnist Madrigals I-IV og er eftir
Georges Cramb, samið á árunum
1965-69. Textinn er sóttur í kvæði
eftir Lorca. í tónferli sönglínunnar
er textinn ýmist brotinn upp í stök
bókstafshljóð og endurtekningar
einstakra orða og setningarhluta
en þó kemur textinn í heild mjög
vel fram og var að auki sérlega
vel mótaður af söngkonunni. Marta
Halldórsdóttir söng þessa fallegu
en sérkennilegu tónlist af hreinni
snilld. Cramb þarf ekki mörg hljóð-
færi til samleiks við röddina og
stillir oftast upp tveimur hljóðfær-
um, eins og t.d. kontrabassa og
víbrafón, flautu og slagverki,
hörpu og slagverki en í fjórða
madrigalnum era öll fjögur hljóð-
færin samankomin. í verki Crumbs
er tónsmíðin oft við jaðar tónferlis,
þar sem við taka hljóðgerðir og
blæbrigði, allt gert af næmi fyrir
sérkennilega fallegum blæbrigðum
hljóðfæranna en yfir þessu hljóð-
umhverfí svífur söngurinn.
Flutningur Kammersveitar
Reykjavíkur var í alla staði frábær
og tónleikamir í heild stórkostleg
upprifjun, er spannaði sögu „mod-
emismans", allt frá 1900 til 1970.
Jón Ásgeirsson
AÐSEÍMDAR GREINAR
Útskýring á
„einkennilegum
fullyrðingum“
ÉG ÞAKKA Kristjáni Baldurs-
syni fyrir athugasemd hans í Morg-
unblaðinu 3. febrúar sl. við grein
mína í í blaðinu 27. janúar. Ég
kann því vel þegar menn ganga
hreint til verks og koma athuga-
semdum sínum á framfæri á rétt-
um vettvangi.
Um leið gefst mér tækifæri til
þess að útskýra betur það sem
erfítt er að tjá og má vissulega
kalla „einkennilegar fullyrðingar".
Skal nú reynt að halda umræðunni
áfram í von um að hún skili okkur
báðum áleiðis að dýpri skilningi á
miklum leyndardómi.
Það er ekki nýtt að menn hnjóti
um leyndardóma trúarinnar. Marg-
ur er leyndardómurinn sem eigi
verður útskýrður nema að litlu leyti
fyrir okkur mönnum og þá helst
með mynd- og tákn-
máli. Margt er það í
trúnni sem hefur á sér
tvær hliðar. Á jólum
syngur íslenska þjóðin
fagra játningarsálma
eins og t.d. þenna:
Fjármenn hrepptu
fögnuð þann, / þeir
fundu bæði Guð og
mann, / í lágan stall
var lagður hann, / þó
lausnarinn heimsins
væri. / Með vísnasöng
ég vögguna þína
hræri. (Sb. 72.3, let-
urbr. mín). Sálmurinn
Heims um ból, tjáir
sama leyndardóm,
nefnilega þann að „signuð mær son
Guðs ól“ (leturbr. mín). María
fæddi „frumglæði ljóssins". Hann,
sem í upphafi skóp ljósið, varð
maður í Jesú Kristi.
Þjóðkirkjan, segirÖrn
Bárður Jónsson, er
manngerð stofnun.
Það var hann sem stofnaði
kirkju sína, kirkju Krists. Það kann
að vera að ég hafi ekki gert nógu
skýran greinarmun á kirkju Krists,
sem ósýnilegum veraleika og Þjóð-
kirkjunni sem nú þjáist vegna
deilna. Sú fyrrnefnda mun aldrei
undir lok líða. Þjóðkirkjan, söfnuð-
ir hennar og aðrir söfnuðir, sem
félagsleg fyrirbrigði, geta risið og
hnigið fyrir tilstilli manna. En það
sem er andlegt og eilíft verður
ekki skaðað af hinu tímanlega og
takmarkaða. Máttur heljar mun
ekki verða kirkju Krists yfirsterk-
ari, ekki vegna presta hennar og
biskupa, heldur vegna Krists.
Hann er sterkari en hel.
Þegar Kristján Baldursson talar
um að menn geti haft áhrif á kirkj-
una á hann við kirkjuna sem stofn-
un og þar er ég honum sammála.
En ég er honum ósammála þegar
hann segir: „Kirkjan er ekki verk
guðs heldur manna...“ Með því er
aðeins hálf sagan sögð.
Lúther glímdi við að skilgreina
þann leyndardóm að kirkjan væri
í senn jarðnesk og himnesk. Hann
talaði m.a. um hina sýnilegu og
ósýnilegu kirkju (Herman Amberg
Preus, The Communion of Saints,
1948). Og hann var ekki einn um
það. Allt frá dögum Ágústínusar
kirkjuföður höfðu guðfræðingar
brotið heilann um þennan leyndar-
dóm. Lúther hélt því ekki fram að
til væru tvær kirkjur en hann not-
ar þessi hugtök til þess að reyna
að skilgreina kirkjuna. Hin sýni-
lega er ekki hin eiginlega kirkja
(með stórum staf). Lúther gengur
út frá því að hin eiginlega kirkja
sé í raun ósýnileg. Það er vilji
Guðs að fólk safnist saman um
Guðs orð og sakramentin og myndi
söfnuði. Hið ytra skipulag, form
kiijunnar, er manngerð stofnun,
byggð af lýð Guðs, sem rammi um
gjafir Guðs. Lúther tekur meira
að segja svo djúpt í árinni að hvergi
í guðspjöllunum sé gefið til kynna
að slík kirkja sé stofnsett af Guði.
En þar með er ekki sagt að samfé-
lag trúaðra sé ekki raunverulegt
og lifandi. Það er hluti hinnar
ósýnilegu kirkju. Hin sýnilega
kirkja er ytra tákn þess sem æðra
er og meira. Táknið vísar til hinn-
ar ósýnilegu kirkju. Guð einn þekk-
ir þá sem henni tilheyra. Við treyst-
um ekki eða trúum á hina sýnilegu
kirkju, hún er aðeins verkfæri okk-
ar manna, vettvangur
til þess að þjóna Guði
og náunganum.
Traust okkar er á
hinni ósýnilegu, eilífu,
andlegu kirkju. Kirkj-
an sem stofnun, leið-
togar hennar og bygg-
ingar, mun hverfa, en
Kirkjan, hið andlega
samfélag mun vara að
eilífu „og máttur helj-
ar munu ekki á henni
sigrast“ (Matt 16.18).
Þess vegna geta
kristnir menn tekið
undir postullegar trú-
aijátningu og sagt:
„Ég trúi á heilaga, al-
menna kirkju." Við treystum því
að kirkjan sem andlegur veruleiki
sé til og að hún sé í almáttugri
hendi Guðs. Um leið standa kristn-
ir menn frammi fyrir því að endur-
skoða og þróa það form, sem sett
hefur verið utan um starfið á hverj-
um tíma. Þjóðkirkjan er manngerð
stofnun, verkfæri til þjónustu við
Guð og menn. Öll slík form þarfn-
ast stöðugrar endumýjunar eins
og Lúther minnti rækilega á.
Hér að framan var minnst á
Ágústínus kirkjuföður. Til er saga
sem kennd er við hann og reynslu
hans af heilabrotum um trúna.
Ágústínus var biskup í N-Afríku
á 4. öld. Dag einn var hann á
gangi á strönd Miðjarðarhafsins
og sá þar snáða sem grafið hafði
holu í flæðarmálið. Biskupinn
spurði snáðann hvað hann ætlaði
að gera við holuna og hann svar-
aði að bragði: Ég ætla auðvitað
að veita Miðjarðarhafinu í hana!
Ágústínus brosti með sjálfum sér,
en þá rann það upp fyrir honum,
að hann var að bisa við jafnvon-
lausan hlut, að veita alvisku Guð
inn í sinn takmarkaða haus. Auð-
vitað var ég sjálfur í sporum snáð-
ans og biskupsins þegar ég gerði
tilraun til þess að útskýra leyndar-
dóm kirkjunnar í stuttri blaða-
grein. Hvorki ég né aðrir geta tjáð
þann leyndardóm, nema á mjög
svo brotakenndan hátt. Sagan er
sögð til þess að minna okkur öll,
sem glímum við leyndardóma
trúarinnar, á þá staðreynd að við
skiljum ekki allt í þessu lífi. Við
sjáum hlutina aðeins „í skuggsjá,
í ráðgátu" eins og postulinn orðar
það (I.Kor 13.12 ), en í fyllingu
tímans munum við fá að sjá „aug-
liti til auglitis“. Allt til þess tíma
munu menn glíma við „einkenni-
legar fullyrðingar" trúarinnar sem
oft hefur lítið annað að segja en
þetta: Guð ég skil þig ekki til fulls,
en ég treysti þér.
Höfundur er prestur og stnrfnr
sem fræðslustjóri þjóðkirkjunnar.
Örn Bárður
Jónsson