Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 29
MINNINGAR
SIGURÐUR VIÐAR
SIGMUNDSSON
+ Sigurður Viðar
Sigmundsson
fæddist á Leirhöfn
á Melrakkasléttu
12. nóvember 1940.
Hann lést á Akur-
eyri 3. febrúar síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Einarsstaðakirkju i
Reykjadal 10. febr-
úar.
ÉG KYNNTIST Sig-
urði Viðari fyrst á
Laugum þar sem hann
kenndi sund á nám-
skeiði vorið 1966. Eitthvað þóttu
mér aðstæður framandi og ógnvekj-
andi við þessa hyldjúpu sundlaug.
Beygður í huga bar ég mig upp við
Sigurð Viðar um að ég frestaði
sundnáminu og að hann æki mér
heim. Hann brást við eins og ætíð
með hlýju og hvatningu, taldi mér
hughvarf og kenndi mér að synda.
Sigurður Viðar var kennari á
Laugum í meira en þrjá áratugi.
Fyrst kenndi hann íþróttir og ýmsar
almennar námsgreinar og síðan
stærðfræði. Eftirminnilegir eru
íþrótta- og leikfimitímar með Sig-
urði Viðari í gamla Þróttó. Hann
var slíkur afreksmaður að gaman
var að sjá hann leysa erfiðustu
æfingar sem voru á fárra manna
færi. Gilti þar einu hvort hann vó
sig upp á slá með annarri hendi,
færi heljarstökk og flikk-flakk,
gengi upp Þróttótröppurnar á hönd-
um eða sýndi það sem til stóð að
kenna hveiju sinni. Sigurður Viðar
kenndi og þjálfaði lið Laugaskóla í
blaki um árabil. Lið hans urðu oft
íslands- og skólameistarar. Fyrir
atbeina hans var blak höfuðíþrótt
Laugaskóla árum saman og komu
þaðan margir blaksnillingar.
Sigurður Viðar var einstaklega
fjölhæfur íþróttamaður og keppti
um árabil fyrir UMSE í frjálsum
íþróttum. Hann vann til fjölda verð-
launa á íslandsmótum, Landsmót-
um UMFÍ, Norðurlandsmótum óg
héraðsmótum. Meðal afreka hans
má nefna þrístökkið á Landsmótinu
á Eiðum 1968 sem mældist 14,37
metrar. Hið veglega verðlaunasafn
Sigurðar Viðars ber
þess gott merki hversu
mikill keppnismaður
hann var.
Veiðar hvers konar
voru Sigurði Viðari
mjög hugleiknar. Ég
var svo lánssamur að
fá að njóta leiðsagnar
hans í veiðum eins og
svo mörgu öðru. Hann
gat lesið straumlag og
séð út legustaði laxa í
ánum svo undrun
vakti. Því var það oft
svo, að þegar aðrir
urðu ekki varir kom
Sigurður Viðar heim með kvótann
sinn úr Reykjadalsá eins og ekkert
væri.
Við fórum saman í margar veiði-
ferðir. Sérstaklega er mér minnis-
stæð ferð í Gilið eins og það er
kallað í Reykjadalsá. Skammt höfð-
um við farið niður með ánni þegar
6 laxar voru á landi og vógu þeir
sanmtals um 60 pund. Lá nú fyrir
að koma aflanum upp í bílinn sem
var ærin leið og mjög á fótinn. An
þess að segja orð axlaði Sigurður
Viðar alla laxana og lagði á bratt-
ann. Ég trítlaði á eftir með veiði-
stangirnar. Dró fljótt í sundur þó
ekki þjökuðu mig byrðarnar. Bað
ég þá Sigurð Viðar að doka ögn.
Sneri hann sér þá við, leit á mig
og glotti lítillega og gekk síðan í
einum áfanga upp að bílnum. Þegar
ég kom var hann búinn að ganga
frá aflanum og kominn með kaffi-
bolla í hönd.
Síðustu árin störfuðum við Sig-
urður Viðar náið saman og gáfum
út bókina Saga Landsmóta UMFÍ
1909-1990. Utgáfa þessi var hon-
um mjög hugleikin. Fannst honum
mikilvægt að hið metnaðarfulla
starf ungmennafélaganna, þar sem
landsmótin gegna lykilhlutverki,
yrði varðveitt í vandaðri bók sem
væri þá tiltæk komandi kynslóðum.
Á meðan á vinnslu þessarar viða-
miklu útgáfu stóð kynntist ég kjarki
hans og áræðni, þar sem hann hik-
aði ekki við að voga fyrir hugsjónir
sínar.
í kjölfar þeirrar útgáfu kom ég
að máli við Sigurð Viðar og sagði
honum að aldrei hefði komið út
heildarútgáfa af íslendingasögum á
enskri tungu. Undraðist hann þetta
mjög og sagði að svo mætti ekki
vera öllu lengur. Afréðum við félag-
arnir þá að láta til skarar skríða
og gefa út vandaðar þýðingar ís-
lendingasagna í heildarútgáfu og
fá til liðs við okkur þá fræðimenn
sem gerst mundu þekkja til fræð-
anna og best væru til þess fallnir
að þýða þennan þjóðararf okkar
íslendinga á enska tungu. Þýðingar
þessar, sem fyrirtæki okkar, Bóka-
útgáfan Leifur Eiríksson, stendur
fyrir, munu koma út á þessu ári.
Því miður auðnast Sigurði Viðari
ekki að sjá þennan draum sinn
rætast, en eitt er víst, að hans verð-
ur minnst fyrir framlag sitt til þess-
arar útgáfu.
Síðustu mánuði barðist Sigurður
Viðar við erfiðan sjúkdóm. Hann
vissi að hveiju stefndi en hugsaði
um það fyrst og fremst hvernig
hann gæti stutt fjölskyldu sína og
vini.
Ég þakka mannkostamanninum
Sigurði Viðari fyrir samleið okkar
í leik og starfí og mun leitast við
að byggja á þeirri undirstöðu sem
hann gaf mér.
Elsku Jónína, Þröstur, Björg og
Ingi, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Megi Guð styrkja ykkur.
Jóhann Sigurðsson,
Lækjamóti.
Alltaf er erfitt að kveðja einstakl-
inga sem tekist hefur að móta líf
manns á einhvern hátt. Vissulega
hafði ég fylgst með Sigurði Viðari
undanfarna mánuði úr fjarlægð og
vitað að hann átti erfitt vegna bar-
áttu sinnar við illvígan sjúkdóm, en
að svo snögglega væri komið að
leiðarlokum því átti ég ekki von á.
Sigurður Viðar var kennari minn
á Laugum fyrir um 15 árum síðan.
Sigurður kenndi mér stærðfræði og
fórst það einkar vel úr hendi. Áður
en ég kom að Laugum hafði stærð-
fræði verið mín uppáhalds náms-
grein, en þegar maður skiptir um
skóla er viss kvíði í ungum nemend-
um gagnvart nýjum kennurum.
Gagnvart Sigurði er þó hægt að
segja að nálægð hans við námsefn-
ið og nemendur ollu því að áhugi
minn á námsgreininni fór síst
minnkandi.
Sigurður var vel liðinn af nem-
endum og hafði metnað til að ljúka
þeim verkum vel sem hann tók að
sér. Sérstaklega er mér minnisstætt
hve vel skipulagður undirbúningur
hans gagnvart samræmdu prófun-
um var og veit ég að árangur nem-
enda hans var alla tíð góður.
Oft þegar ég hitti „gamla“
Laugaskólanemendur minnast
menn elju Sigurðar í kennslu og
allir eru á sama máli að Sigurður
hafi verið einn besti stærðfræði-
kennarinn sem þeir hafi haft á
skólaárum sínum.
Sigurður var í forsvari fyrir blak-
lið skólans á námsári mínu á Laug-
um og lagði þar metnað sinn í að
byggja upp vel spilandi lið, enda fór
það þannig að skólaliðið tók þátt í
Islandsmóti yngri flokka og stóð
þar fremst í flokki.
Ég hitti Sigurð oft eftir að ég
lauk námi í Laugaskóla og var hann
ætíð jafn áhugasamur um kennslu
og kennslustörf. Þegar við kveðjum
Sigurð þá veit ég fyrir víst að
Laugaskóli hefur séð á eftir einum
af sínum bestu máttarstólpum.
Reykdælingar allir eiga eftir að
minnast Sigurðar fór giftudijúg
störf í þágu sveitarinnar.
Með Sigurði er genginn einn sá
mætasti maður sem ég hef kynnst.
Ég sendi ættingjum Sigurðar Við-
ars samúðarkveðjur og vona að Guð
styrki þá í sorg sinni.
Gunnar Svavarsson
verkfræðingur
Við viljum í nokkrum orðum
minnast Sigurðar Viðars Sigmunds-
sonar, fyrrum kennara okkar við
Héraðsskólann á Laugum, sem fall-
inn er frá langt um aldur fram. Sig-
urður, eða Siggi Viðar eins og hann
var alltaf kallaður, var glæsilegur
maður á velli, hraustlegur og bar
það með sér að hann var mikill
íþróttamaður. Hann var auk þess
mikill reglumaður og því kom það
nokkuð á óvart að frétta að hann
ætti við alvarleg veikindi að stríða.
En maðurinn með ljáinn fer ekki í
manngreinarálit og spyr ekki að
aldri. Eftir nokkurra mánaða erfítt
sjúkdómsstríð lauk Siggi Viðar jarð-
vist sinni. Þau ár sem við vorum við
nám í Laugaskóla höfðum við mikil
samskipti við Sigga Viðar sem þá
var yfírkennari við skólann. Hann
hafði umsjón með okkur sem vorum
á viðskiptabrautinni og nemenda-
verslunina rákum við undir öruggri
handleiðslu hans. Hann kenndi okk-
ur stærðfræði og fag sem nefnt var
hagnýt skrifstofustörf.
Á Laugum er rekið kvikmynda-
hús. Þar er alvöru bíósalur þar sem
sýningar voru öll fimmtudags- og
sunnudagskvöld. Siggi Viðar rak
bíóið og sá hann svo um að alltaf
væri verið að sýna nýjustu myndirn-
ar, oft áður en þær voru sýndar á
stöðum eins og t.a.m. á Akureyri.
Okkur segir svo hugur að ekki hafi
margir heimavistarskólar í sveit
staðið Laugaskóla framar í bíó-
menningunni.
Eitt atvik af mörgum er okkur
félögum mjög minnisstætt frá sam-
skiptum okkar við Sigga Viðar.
Við höfðum um nokkurt skeið haft
áhuga á að eignast gott hljóðkerfi
fyrir nemendafélag skólans. Dag
einn komumst við að því að nokkuð
gott tæki væri hugsanlega til sölu
í Reykjavík en gallinn var hins
vegar sá að eigandinn var að fara
af landinu og því þurfti að taka
ákvörðun um kaupin strax. Eftir
að við höfðum aflað okkur helstu
upplýsinga um tækið og áætlað
söluverð þess, gengum við á fund
Sigga Viðars til að fá samþykki
hans og fjárveitingu fyrir þessum
kaupum. Hann hafði í raun ekki
við annað að styðjast í þessu máli
en það sem við sögðum honum.
Með því að samþykkja erindi okkar
var hann því að sýna okkur mikið
traust, því að hér var um allháa
fjárhæð að ræða á mælikvarða lít-
ils skólafélags. Þetta litla atvik
kom upp í hugann þegar við frétt-
um af andláti Sigga Viðars. Með
þvi trausti sem hann sýndi okkur
gaf hann okkur meira en hægt var
að sýna á prófblaði að vori.
Nú i vor verða liðin 10 ár síðan
við lukum námi við Laugaskóla og
til stendur að hittast á Laugum af
því tilefni. Það er skrýtið að hugsa
til þess að koma í gamla skólann
án þess að hitta Sigga Viðar þar
fyrir, svo samofínn er hann staðn-
um og skólanum í hugum okkar.
Laugaskóli hefur misst öflugan liðs-
mann og mikilhæfan kennara.
Mestur er þó missir eiginkonunnar
og barnanna þriggja og vottum við
þeim sem og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Að lokum viljum við þakka Sig-
urði Viðari Sigmundssyni fyrir
samfylgdina og það veganesti sem
hann veitti okkur á leið okkar út
í lífið.
F.h. 2. árs nema á Laugum vetur-
inn 1985-1986,
Magnús Kristjánsson,
Finnbogi Hilmarsson.
ÁSLAUG
VALDEMARSDÓTTIR
+ Áslaug Valde-
marsdóttir
fæddist á Húsavík
31. júlí 1933. Hún
lést á Fjórðungs-
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 4. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Akureyrar-
kirkju 12. febrúar.
Kveðja frá Inner
Weel klúbbi Akur-
eyrar
HÚN Áslaug er farin
frá okkur og munum
við klúbbsystur sakna hennar sárt.
Fyrir um einu ári greindist hún
með sjúkdóm þann sem varð henni
að fjörtjóni. Áslaug var ein af
stofnendum klúbbsins og alla tíð
ein af virtustu félögum okkar.
Aldrei var Áslaug að trana sér
fram, en þrátt fyrir það varð hún
fljótt kosin til að gegna ábyrgðar-
stöðum í klúbbnum. Hún varð rit-
ari klúbbsins 1980-1981 og for-
seti var hún kosin 1983-1984. Hin
hæga og ljúfa framkoma hennar
og samviskusemi gerði það að
verkum að fólk laðaðist að henni.
Smekkvísi hennar var rómuð og
bar heimili hennar og eiginmanns
þess ótvírætt merki, enda voru þau
höfðingjar heim að sækja. Hin
mikla rósemi Áslaug-
ar, sem hún átti svo
mikið af, átti eftir að
hjálpa henni er hún á
sl. ári fékk þann úr-
skurð að hún væri
haldin ólæknandi sjúk-
dómi, en hún ákvað að
beijast til þrautar og
aldrei var kvartað.
Sagt er að mennirnir
ákveði en Guð ráði.
Áslaug var gift Áskeli
Einarssyni, fyrrv.
framkvæmdastjóra
Fjórðungssambands
Norðurlands. Eignuð-
ust þau tvö börn, Ólafíu og Einar,
en einn son átti hún áður, Valdi-
mar. Þetta er búinn að vera erfiður
tími fyrir fjölskylduna, en hún stóð
heil að baki móðurinni og það
hjálpaði henni mikið í þessum veik-
indum. Við munum Áslaugu okkar
fyrst og fremst fyrir hvað hún var
góð manneskja, þú heyrðir hana
aldrei tala illa til nokkurrar mann-
eskju, heldur varði hún hana ef á
einhvern var hallað. Áslaug vann
síðustu ár ævi sinnar sem skólarit-
ari í Glerárskóla og vann hún sitt
starf þar með sömu háttvísinni og
annars staðar.
Við Inner Weel konur sendum
að lokum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til eiginmanns hennar,
barna og annarra ættingja og biðj-
um guð að styrkja þau í þeirra
miklu sorg.
Snert hörpu mína, himinboma dís,
svo hlusti englar pðs í paradís.
Við götu mína fann ég ijalarstúf
og festi á hann stieng og rauðan skúf.
Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Ég heyri í fjarska vilitan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinboma dís,
og hlustið, englar guðs, í paradís.
(Davíð Stefánsson.)
Áslaug Valdemarsdóttir var
búin að vera ritari í Glerárskóla
rúman áratug. Nokkrir kennarar
skólans voru henni málkunnugir
fyrir þann tíma, því að tvö börn
þeirra hjóna, Ölafía og Einar,
höfðu gengið í skólann. Einn
starfsbróðir minn orðaði það einu
sinni við mig, að það væri erfitt
þegar kennari væri veikur, en þó
tækist nú oftast að bjarga því við
með því að fá annan kennara eða
taka forföllin sjálfur, en þegar rit-
ari skólans væri veikur þá væri
fyrst alvara á ferðum. Þau árin,
sem skólinn var fjölmennastur, var
ritari aðeins í hálfu starfi og það
var erfitt. Það var því ánægjulegt
þegar leyfi fékkst til að ráða rit-
ara í hálft starf í viðbót. Við vorum
svo heppin að til þessa starfs réðst
Áslaug Valdemarsdóttir. ' Hún
hafði áður unnið á símanum hjá
Sambandsverksmiðjunum og var
því þaulvön símaþjónustu, sem er
mjög mikilvæg í þessu starfi. Ás-
laug var svo áhugasöm og dugleg,
að hún var ekki búin að vera lengi
í starfi þegar hún kunni á öll tæki
til ritvinnslu og fjölföldunar og á
sinn prúða og rólega hátt var hún
fljót að setja sig inn í fjölbreytta
vinnu ritara í fjölmennum grunn-
skóla.
Ég hygg að allir geti verið mér
sammála um, að Áslaug var prúð
og hógvær kona, jafnlynd og elsku-
leg við alla. Áslaug var hlédræg,
en hún var glaðlynd og kát í vina-
hópi. í samskiptum sínum við kenn-
arana var hún ákaflega lipur, alltaf
boðin og búin til að koma til móts
við óskir þeirra á glaðlegan og lipr-
an máta. Nemendur gátu treyst
því, að hún tæki vel á móti þeim
þegar þeir komu til að kaupa mjólk-
urmiðana sína eða báðu um að fá
að hringja. Ritari í grunnskóla get-
ur nefnilega aldrei reiknað með því
að geta sest niður og unnið sleitu-
laust að einhveiju verkefni, það er
eilíf truflun allan daginn, síminn,
afgreiðsla á ýmsu, fínna þetta og
fínna hitt o.s.frv. Allri truflun tók
Áslaug af alkunnu rólyndi og prúð-
mennsku.
Um þetta leyti í fyrra stóð fyrir
dyrum verkfall grunnskólakenn-
araog við vorum öll upptekin af
þeirri tilhugsun, hvernig færi með
nemendur okkar, ef til verkfalls
kæmi. Við vorum hrædd og óörugg
um framtíðina og hvað hún bæri
í skauti sér. Við getum gert ýmsar
áætlanir og það er sjálfsagt, en
við vitum ekki með neinni vissu,
hvort við fáum tíma til að fram-
kvæma þær. Það er gaman að sitja
með sumum og gera áætlanir, því
að þeir eru svo áhugasamir og
glaðir, hlakka svo til að taka til
starfa og ganga að verki með til-
hlökkun, sem hrífur aðra með sér.
Þannig manneskja var Áslaug
Valdemarsdóttir.
Hjá ritara safnast oft verkefni,
sem erfítt er að sinna, þegar skóli
er í fullu starfí. Venjulega skipta
tveir ritarar með sér deginum, en
þennan tíma var hinn ritarinn veik-
ur svo að Áslaug vann allan dag-
inn. Þetta var mikill álagstími og
ýmsar blikur á lofti. Þegar ljóst var
að til verkfalls kæmi hlakkaði Ás-
laug til að geta unnið að ýmsum
verkefnum, sem henni fannst hafa
dregist úr hömlu að gera, s.s. fjöl-
földun ýmiss konar, búa til bækur,
endurnýja verkefni o.fl. o.fl. Þessu
hafði hún nær lokið í byrjun mars,
þegar hún varð að hætta vegna
sjúkdóms þess, sem nú hefur borið
hana ofurliði.
Sl. vor gerðumvið okkur vonir
um að hún kæmi aftur til vinnu
með haustinu en sú von brást. Hún
tók veikindum sínum af miklu hug-
rekki og fádæma stillingu og barð-
ist hetjulega allt til síðustu stund-
ar. Hún kom á litlu jólin hjá okkur
í skólanum 20. desember sl. og
gladdist með okkur, svo að engan
gat grunað hve stutt var eftir.
Fyrir hönd starfsfólks Glerár-
skóla þakka ég Áslaugu samvinnu,
sem aldrei bar skugga á. Eigin-
manni, börnum og fjölskyldum
þeirra vottum við einlæga samúð.
Vilberg Alexandersson.