Morgunblaðið - 14.02.1996, Side 30

Morgunblaðið - 14.02.1996, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -k t Ástkær eiginmaður minn, NIELS HÖBERG-PÉTERSEN, Vesturgötu 20, lést í Landspítalanum 13. febrúar. Inge Björg Höberg-Petersen. t Elskuleg móðir okkar, KATRI'N GUNNARSDÓTTIR kennari, Efstasundi 12, Reykjavík, lést aðfaranótt þriðjudagsins 13. febrúar. Sigrún Arthursdóttir, Gunnar Arthursson, Rannveig Arthursdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, Kristján AGNAR ÓLAFSSON, Eiríksgötu 21, Reykjavík, lést á heimili okkar 12. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrfður Eyja Pétursdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, ALBERT HANSSON, Gnoðarvogi 36, Reykjavík, lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík 10. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Theódórsdóttir, Bjargmundur Albertsson, Alda Guðmannsdóttir, Valgerður Albertsdóttir, Guðjón Þór Steinsson, Sigurbjörg Albertsdóttir, Björn Reynisson, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR INGIMARSSON þýðandi, Asparfelli 12, lést á heimili sínu aðfaranótt mánu- dagsins 12. febrúar. Áslaug Jónsdóttir, Þórunn H. Óskarsdóttir, Michael Pantano, Hrafnkeli S. Óskarsson, Margrét Lisa Óskarsdóttir, Árni J. Baldursson, Ingimar Óskarsson Jonason, Sigurjón Þ. Ásgeirsson, Sólrún H. Jónsdóttir, Hlynur V. Ásgeirsson, Patricia M. Bono og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, sonur og bróðir, BJARNI SVEINBJARNARSON framkvæmdastjóri, Dalsbyggð 1, Garðabæ, varð bráðkvaddur sunnudaginn 11. febrúar sl. María Tómasdóttir, Tómas Bjarnason, Guðný Björk Eydai, Bjarni Gautur Tómasson, Sigurður Jökull Tómasson, Arnar Orri Bjarnason, Unnar Snær Bjarnason, Sveinbjörn Jónsson, Elínborg Ólafsdóttir, Haukur Sveinbjarnarson, Sigriður Sveinbjarnardóttir, Erna Sveinbjarnardóttir. GÍSLIÁGÚST GUNNLA UGSSON + Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heimili sínu, Ölduslóð 43 í Hafn- arfirði, 3. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Víðistaðakirkju Hafnarfirði 12. febrúar. MEÐ FÁUM orðum langar mig að minnast svila míns, Gísla Ág- ústs Gunnlaugssonar, sem lést langt fyrir aldur fram 3. febrúar sl. Það eru óvægin örlög sem sumir þurfa að lúta og er þá ekki spurt hver og hvenær eða svarað hvers vegna. Viijastyrkur og þrá til að lifa, elska og vinna getur fengið miklu áorkað og bar Gísla lengi vel á móti straumnum en að lokum sigr- aði hinn þungi máttur sjúkdómsins sem hafði gengið á þrek hans und- anfarin 5 ár. Gísli hafði til að bera einstaka persónueiginleika. Hann var hvers manns huglúfi, áhugasamur um velferð og velgengni allra í kringum sig og á sama tíma kröfuharður og metnaðarfullur vinnuþjarkur. Gam- ansemi og grín var honum í vöggu gefið og fram á síðasta dag hafði hann húmor fyrir sjálfum sér sem ávallt létti vinum og vandamönnum í geði þrátt fyrir alvarlegt ástand hans. Hann var þess vegna um- kringdur vinum sem sóttu eftir fé- lagsskap hans fram á síðasta dag því hann hafði alltaf eitthvað að gefa og ávallt var eitthvað til hans að sækja. Mér er sérstaklega minnisstæður sá tími sem við hjónin áttum í heim- sóknum okkar á heimili Gísla og Berglindar þegar þau bjuggu í Bonn og Stokkhólmi. Þar, sem hér heima, var gestrisnin ætíð í fyrirrúmi og miklum tíma varið í að s_ýna okkur umhverfi og menningu. A ferðalagi um Þýskaland og Sviss og_ á ísilögðu Eystrasaltinu á leið til Álandseyja með Berglindi, Gísla og Ásgeiri syni þeirra nutum við sögulegs fróðleiks hans og skemmtunar sem ávallt og æ síðan varð af þegar sest var nið- ur með þeim hjónum. Þá var skraf- að um þjóðmál, pólitík og fólk af þekkingu og gamansemi sem þeim einum var lagið enda sameiginlegt áhugamál þeirra. Þá voru gjarnan eldaðir gómsætir réttir en Gísli hafði alla tíð gott skynbragð á góðan mat og var sjálfur virkur þátttakandi í matargerðinni. Gísli var alltaf virkur í íþrótta- starfi, æfði m.a. handbolta með FH og síðar HK. Þegar hann hætti beinni þátttöku í íþróttunum og son- urinn tók við gekk hann í stjórn- unarstörfin þar sem hann vildi veg síns félags sem mestan. Ófáa fót- boltaleikina horfði hann á bæði í sjónvarpi og á velli, hér heima og erlendis. Önnur félagsmál s.s. skóla- mál voru honum hugleikin og sat hann um áraskeið sem formaður skólanefndar Hafnarfjarðarkaup- staðar, formaður Sagnfræðingafé- lags íslands og um tíma var hann ritstjóri tímaritsins Sögu. Gísli var einstaklega afkastamik- ill fræðimaður. Hann skrifaði fyrra bindi af sögu fæðingarbæjar Berg- lindar konu sinnar, Ólafsvíkur, og tileinkaði henni og syni þeirra þá bók. Hann hefur fyrir löngu unnið sér alþjóðlegrar viðurkenningar fyr- ir sögulegar rannsóknir sínar og vinnubrögð. Hann var vísindamaður af bestu gerð og vönduð og nákvæm vinnubrögð voru einkunnarorð hans. Eftir liggja ótai ritsmíðar sem kom- andi kynslóðir munu njóta góðs af. Fram á síðasta ár fór hann með rannsóknir sínar á alþjóðlegar ráð- stefnur til kynningar og naut þá sem hér heima frábærrar umhyggju og hjálpar félaga sinna í sagnfræðinni, Olafar og Lofts. Það var aldrei neinn bilbug að fínna hjá Gísla þegar vinnan var annars vegar. Þrátt fyrir fötlun sína voru fáir dagar sem hann ekki mætti til vinnu og til marks um óbilandi áhuga og andlegt þrek var eitt af hans síðustu verkum að skapa sér heimasíðu á inter-net- inu. Þar mátti finna langa ritverkaskrá, ný- legar greinar um skyld efni auk metnaðarfullr- ar kennsluáætlunar fyrir komandi tíma. Einnig var hann búinn að skipuleggja ráð- stefnuferðir á árinu og gera viða- miklar rannsóknaráætlanir fyrir komandi ár. Alltaf sýndi hann áhuga á þeim verkefnum sem ég hafði með höndum í mínu starfi þótt ólík væru. Hann spurði, fræddist og fylgdist með sem var mér verðmæt hvatning og örvun til áframhaldandi rann- sókna. Eftir að krafta þraut naut hann góðrar hjálpar margra til að geta áfram haldið vinnu sinni og til að geta dvalið heima sem var honum einnig svo mikils virði. Að ógleymd- um dugnaði og þrautseigju mág- konu minnar og Ásgeirs sonar þeirra við ummönnun Gísla heima fyrir lögðu margir hönd á plóginn, bæði skyldir og óskyldir. Faðir hans af nærgætni og óendanlegri um- hyggju átti þar stóran hlut. Sama er að segja um starfsfólk Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins sem á þakkir skyldar fyrir persónu- lega og nærgætna þjónustu við Gísla og fjölskyldu hans. Elsku Berglind, Ásgeir, Sigrún Ingibjörg og Sæunn. Ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð vegna fráfalls ykkar ástkæra eiginmanns og föður. For- eldrar Gísla og systkini ásamt fjöl- skyldum þeirra, foreldrar Berglind- ar og margir vinir og ættingjar eiga um sárt að binda og sendum við þeim öllum samúðarkveðjur. Sorgin er sár en eftir lifír minningin og þakklæti fyrir að fá að kynnast góðum dreng. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigurveig Þóra Sigurðardóttir. Ég var nýfarinn til starfa að morgni laugardagsins 3. febrúar sl. þegar konan mín hringdi og tjáði mér að okkar kæri vinur Gísli Ág- úst væri látinn. Þó svo að ekki þyrfti slíkt sérstaklega að koma á óvart i ljósi hans miklu og langvarandi veikinda þá vorum við engan veginn undir þessi tíðindi búin þegar þau komu. Upp í hugann komu minning- arnar allt frá því að tveir drengir sex og átta ára fara fyrst til sum- ardvalar á Kálfatjörn. Þar áttum við Gísli ásamt ótal öðrum mörg ánægjuleg sumur við leik og störf. Við Gísli vorum í herbergi hjá Gunn- ari húsbónda okkar og var þar oft glatt á hjalla. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar okkur var sagt að fara að sofa og ljós voru slökkt, þá var Gísli kannski djúpt sokkinn í lestur góðrar bókar og notaði hann þá vasaljós til að geta haldið lestrin- um áfram. Var hinn mikli fræðimað- ur sem Gísli seinna varð þá eflaust farinn að gera vart við sig. Eftir að okkar góðu árum á Kálfatjörn lauk sáumst við sjaldnar um tíma en dag einn hringdi síminn og það var Gísli og sagðist vera að flytja inn á Ásvallagötu og bað mig að hjálpa sér örlítið sem var auðsótt mál. Kynnti hann mig þá fyrir Berg- lindi konu sinni. Síðan gerist það kvöld eitt að hringt er dyrabjöllu hjá okkur Addý að Miðvangi 12 og þegar ég opna dyrnar stendur Gísli brosandi og segir „Bara að láta þig vita að við Berglind vorum að kaupa íbúðina fyrir ofan ykkur“. Varð þetta upphaf mikilla vináttubanda fjölskyldna okkar. Var samgangur mikill milli íbúðanna og fannst dótt- ur okkar stundum ekki skipta máli hvort hún átti heima uppi eða niðri. Síðan fluttu Gísli og Berglind til útlanda, fyrst til Þýskalands og síð- an til Svíþjóðar. Fórum við þá og heimsóttum þau á báða staðina og áttum ógleymanlegar stundir. Var Gísii einkar ötull leiðsögumaður hvort sem um var að ræða útsýnis- eða verslunarleiðangur og nutum við þess í hvívetna. Fyrir alla þessa löngu og góðu vináttu erum við Addý ævarandi þakklát. Elsku Berglind, Ásgeir, Sigrún Ingibjörg og Sæunn, við Addý og börnin sendum ykkur og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að vera með ykkur í ykkar miklu sorg. Megi minningin um Gísla Ágúst Gunnlaugsson ætíð lifa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Friðrik og Ásthildur. Þegar okkur bárust þær sorglegu fréttir að elskulegur vinur okkar, Gísli Ágúst, hefði dáið friðsamlega í svefni aðfaranótt síðastliðins laug- ardags var mér mjög brugðið, þó svo ég vissi að hveiju stefndi þegar þessi ógnvænlegi sjúkdómur var annars vegar. Við þessi tiðindi leituðu ósjálfrátt minningar á hugann um fyrstu kynni okkar Gísla, en við kynnt- umst fyrir meira en tveimur áratug- um þegar Gísli kom til náms í sagn- fræði við háskólann í Norwich á Englandi. Ég var sjálf nýlega sest að í borginni og komin með fjöl- skyldu og var frekar ókunnug í framandi landi og saknaði minna heimahaga. Þegar ég frétti að von væri á íslenskum nemanda í háskól- ann var ég afar lukkuleg og eftir- væntingarfull og hringdi samdæg- urs og Gísli kom og bauð honum í kvöldmat. Gísli mætti stundvíslega og þegar ég heilsaði honum og fann ákveðið og hlýtt handaband hans og mætti þessari viðkvæmu hlýju og glettni í augunum vissi ég um leið að okk- ur Gísla myndi semja vel. Strax fyrsta kvöldið man ég að Gísli sagði mér ítarlega frá mörgu skemmtilegu sem á daga hans hafði drifíð og eins fékk ég strax að heyra nokkra vel valda brandara sem svo sannarlega kitluðu hláturtaugarnar. Þegar frá þessum fyrsta degi myndaðist mikill og góður vinskapur milli Gísla og okkar fjölskyldu. Gísli varð í rauninni einn af fjölskyldunni en ekki bara einn af minni litlu fjöl- skyldu heldur vinur stórfjölskyldu minnar, því alltaf var Gísli fyrsti maður sem allir okkar gestir voru kynntir fyrir og sýndi hann öllu mínu fólki einstakan áhuga og gerði sér far um að aðstoða það á allan hátt og ekki síst skemmta því, jafnt móður minni og móðursystrum, systkinum, frændfólki og vinum að ógleymdum börnum mínum. Gísli var hvers manns hugljúfi, heillandi persóna, skemmtilegur og yndisleg- ur drengur. Ég vissi um leið og ég kynntist Gísla að hann var „á föstu“ eins og sagt var og síðan kom að því að Berglind kom til hans til Norwich. Berglind kom geislandi af lífí og krafti. Slyömmu síðar bað ég Gísla og Berglindi að passa son okkar, sem þá var þriggja vikna, eina helgi sem þau samþykktu strax og er mér mjög minnisstætt þegar þau komu til að skila barninu á sunnudags- kvöld. Voru þau afar glaðvær og sæl og ljómuðu öll er þau tilkynntu okkur að Steini sonur okkar hefði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.