Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 31

Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 31 h/IINNINGARl verið eina vitnið að trúlofun þeirra þessa helgi. Elsku Berglind, Ásgeir, Sigrún Ingibjörg og Sæunn svo og Sigrún, Gunnlaugur, Þorfinnur, Sigga og fjölskylda. Við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður, Paul, Anna Kristín og Þorsteinn. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, góður vinur í „tippsföreningen" er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Gísli var mikil driffjöður í félag- skap, er við köllum „tippsförening- en“. Nokkrir vinir og kunningjar, sem voru samtíma við nám og störf í Stokkhólmi og höfðu áhuga á fót- bolta, lögðu það í vana sinn að hitt- ast á laugardögum, fylla út tipps- miða og horfa saman á fótbolta. Fannst mönnum þetta kærkomið tækifæri í vikulokin að slappa vel af og gleðjast með löndum sínum. Gísli var ómissandi í þessum félags- skap og skemmtanin ekki nema hálf ef hans naut ekki við. Komu þar til óvenjulegir mannkostir og fjölhæfni Gísla. Hann var einlægur félagi og vinur í raun, sem allir virtu, en umfram allt var hann ætíð manna kátastur og gáskafyllstur, sífellt með spaugsyrði á vörum, sem smit- uðu allan hópinn og hélt uppi enda- lausri stemmningu. Hann var orð- heppinn með afbrigðum og skáld- mæltur. Hann var hirðskáld hópsins og liggja eftir hann nokkrir bráð- smellnir bragir um strákapör félag- anna, sungnir við lög er hann samdi. Þá var hann músíkalskur vel, góður söngmaður og spilaði undir á gítar. Hópurinn brallaði ýmislegt saman og fór m.a. í ógleymanlegar ferðir á fótboltaleiki í Þýskalandi og hélt áfram gamanmálum er heim til Is- lands var komið. í slíkum ferðum naut Gísli sín einkar vel, enda vel mæltur á þýska tungu, gagnmennt- aður og heimsmaður mikill. Það leyndi sér ekki að Gísli hafði dvalið langdvölum meðal erlendra þjóða, en þar hafði hann numið sagnfræði að stórum hluta. Hann mun hafa verið talinn afburðamaður í sinni grein og brautryðjandi á sviði rann- sókna í félagssögu. Eftir hann hefur birst mikið á prenti bæði hérlendis og á erlendum vettvangi, sem aflaði honum virðingar og gerði hann að eftirsóttum fyrirlesara víða um heim. Hann sjálfur var aldrei annað en lítillætið og miklaðist ekki. Eftir heimkomu tippara að námi loknu hittist hópurinn allreglulega og menn kættust saman sem fyrr. En þá dró ský fyrir sólu. Gísli greindist fyrir nokkrum árum með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm í taugakerfi er breytti hinum síhvika vini okkar í hreyfihamlaðan og málstirðan sjúkling. En andinn var óbreyttur og viljinn einbeittur. Gisli hélt áfram uppi húmomum í hópn- um þrátt fyrir veikindin, var hinn sterki í fötlun sinni og gerði okkur hinum léttara að sætta okkur við örlög hans. Gísli lét sig ekki vanta á fundi hjá „tippsföreningen“, en sá síðasti var haldinn rétt fyrir nýlið- in áramót. Hann sat í hjólastól en virtist njóta samvistanna vel þótt erfitt væri um tjáskipti við hann og dregið væri af honum. Ljóst var að hverju stefndi. Nú er hann horfinn frá okkur. Við kveðjum góðan vin og félaga. Við vottum eiginkonu hans, Berg- lindi, og bömum þeirra okkar dýpstu samúð. Félagar í „tippsföreningen". Hetjur hversdagsins Við kveðjum eina slíka með klökkum huga nú, sem krossinn þyngsta og stærsta varð að bera en alltaf sýndi hugprýði, æðruleysi og trú og alltaf vildi gott úr öllu gera. Unpr hlaut hann örlög grimm, oft varð nóttin köld og dimm, orrustan var upp á líf ög dauða. En hann lét aldrei bugast, hans sannfæring varsú að sigur ynnist loks í stríði nauða. „Við erum öll á sömu leið, ég aðeins hraðar fer af æðruleysi," sagði hann og brosti. „Það er svo margt sem enginn fær breytt í heimi hér. Við höfum ekki aðra betri kosti." Þannig lifði hann og dó, - þannig gladdist hann og hló þegar aðrir sáu bara myrkur. Hann lýsti okkur öllum með sinni sálarró og sýndi hveiju orkar andans styrkur. Hann hlaut í blóma lífsins að visna og missa mátt, en mannsandinn hann efldist þeim mun meira. Afrekshetjur hversdagslífsins hafa ekki hátt þótt hart sé stríð við mögn, sem engu eira. Kannski er mesta hetjan hér sem hljóð og auðmjúk kross sinn ber, en hreykir sér ei hátt og þykist digur. Hjá slíkum verður dauðinn að dáð, sem lýs- irþér og dauðastundin sjálf hans ^tærsti sigur. Blessuð sé minning míns góða frænda og Guð styrki ástvini hans. Ómar Þ. Ragnarsson. Lífið landaði okkur í Stokkhólmi á svipuðu árabili. Við höfðum aidrei sést áður en fyrr en varði vorum við orðin kunningjar og síðan vinir. Gísli Ágúst og Berglind, Einar Karl og Steinunn. Áhugamálin fóru sam- an, saga og stjómmál, bókmenntir, leiklist, tónlist og menningarlífið almennt í stórborginni. Auk þess reyndu strákarnir með sér í badmin- ton. Og við áttum böm á líku reki. Berglind var sendiráðsritari í ís- lenska sendiráðinu f Stpkkhólmi á þessum áram en Gísli Ágúst lagði stund á doktorsnám í sögu. Við bjuggum sitt í hvora úthverfinu beggja vegna borgarinnar og vík á milli vina en við hittumst þegar tækifæri gafst og aldrei varð þurrð á umræðuefnum. Gísli var snjall á mörgum sviðum, samræðulistin var eitt þeirra. Það var unun að sitja með Gísla og Berglindi að snæðingi og ræða um atburði líðandi stundar sem liðinna tíma. Hann var há- menntaður á sínu sviði og kom þvi skemmtilega frá sér sem hann kunni. Hann var skarpur og athug- ull, ákafur og brennandi af áhuga á viðfangsefnum sínum. En ekki bara á sínum viðfangsefnum heldur einnig á viðfangsefnum annarra. Hann var ástríðufullur rannsakandi mannlegs lífs. Og allt sem Gísli skoðaði, skoðaði hann með glampa í auga. Þess vegna var svo gaman að vera í návist hans. Hann var frá- bær og sérstæður húmoristi. Haustið 1988 varði hann doktors- ritgerð sína við Uppsalaháskóla. í doktorsveislunni urðum við áþreif- anlega vör við hve mikillar virðingar þessi ungi doktor naut í hópi sam- starfsmanna sinna og kennara í fræðigreininni. Þar var saman kom- inn hópur sagnfræðinga víðs vegar að sem mærðu þennan landa okkar í ræðum svo við reistum okkur upp í sætunum full af stolti eins og við ættum einhvern hlut í ritgerðinni hans. Gísli Ágúst var greinilega í hópi efnilegustu sagnfræðinga. Sérlega eftirminnileg er ræða Haralds Gustafssons, sem nú er doktor í íslenskri sögu í Lundi. Hann talaði m.a. um hendurnar á Gísla. Hann sagðist fyrst hafa veitt hönd- um hans athygli þar sem þær lágu fram á borðið hans á bókasafninu í Háskóla íslands. Þetta vora stórar og sterklegar markmannshendur. (Gísli var markmaður hjá FH um árabil.) En þetta voru líka fræði- mannshendur. Það sá hann á því að á meðan aðrir stúdentar vora lausir við lágu hendur Gísla kyrrar á borðinu. Við gáfum þessum fyrrverandi handboltamanni tösku með nýjum badmintonspaða í doktorsgjöf. „Það er verst að ég er að verða eitthvað svo kraftlítill og slappur í hægri hendinni," sagði hann. „Þú ferð að vinna mig, Einar!" Við héldum að hann hefði skrifað yfir sig í bili. Þegar við voram öll flutt heim, Bei’glind orðin ráðuneytisstjóri i fé- lagsmálaráðuneytinu og Gísli kom- inn á kaf í kennslu í Háskólanum, auk alls konar afskipta af íþrótta- og félagsmálum í heimabæ sínum, Hafnarfirði, héldum við uppteknum hætti að borða saman með fleiri vinum og bera saman bækurnar. Og haustið ’90 erum við hjá þeim á Ólduslóðinni og Gísli lætur vel af sér að vanda en gerir grín að bad- mintonhendinni, sem sé orðin svo máttlítil að hann verði að fara að læra að skrifa með vinstri hendi. Enn datt okkur ekki í hug að alvara væri á ferðum. Sú dauðans alvara sem þröngvar okkur til þess að skrifa um vin okkar í þátíð. Um þetta leyti var að koma í ljós að Gísli Ágúst var kominn með sjúk- dóm sem við höfðum aldrei heyrt getið um áður. MND. Sjúkdóm sem lamar þær taugar sem stjóma hreyf- ingum líkamans. Þau sögðu okkur að það ætti fyrir Gísla að liggja að lamast. Fyrst hendur, svo kannski fætur, en vonandi léti þar við staðar numið. Þau yrðu að búa sig undir marvíslegar breytingar á lífi sínu. Tveim haustum síðar, þegar lömun- in var farin að ágerast, sögðu þau okkur að þau ættu von á sínu þriðja barni. Gísli myndi fá barn í fertugs- afmælisgjöf. Við ætlum ekki að reyna að lýsa því ógnvekjandi sjúkdómsferli sem Gísli Ágúst gekk í gegnum. En á skömmum tíma var flest frá honum tekið. Rithöfundurinn missti afl handanna. íþróttamaðurinn missti afl handa og fóta. Kennarinn og samræðusnillingurinn missti málið. Líkami hans varð lömuð skel utan um briljant anda og það reginafl sem kallast líf. Því þrátt fyrir allt sem var frá honum tekið var hann óbugaður og átti ótalmargt að lifa fyrir. Áhuginn á fræðunum var ódrepandi, húmorinn, lífsþorstinn og ástin til Bergíindar og barnanna. Sömuleiðis elskan til foreldra og systkina sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að létta honum þessa miklu sjúkdómsraun. Faðirinn tók son sinn í fangið og studdi hann og bar til og frá vinnu allt til hans hinsta dags. Berglind virtist ausa af óþijótandi brunni ástar, úthalds og umhyggju. Ásgeir breyttist úr 13-14 ára unglingi í nær fullþroska karlmenni. Og þáttur aðstoðarkonu Gísla í kennslunni og fræðunum, Ólafar Garðarsdóttur, verður seint fullmetinn. Allir vildu halda í Gísla. Enginn vildi missa hann. Og það var ekkert fararsnið á honum. En dauðinn snýr á alla. Einnig þá sem eru afreksmenn á öllum sviðum. Hann svæfði Gísla Ágúst svefninum langa aðfaranótt 3. febr- úar. Það var dagur mikils missis. Fyrir sagnfræðina. Fyrir félaga og vini. Fyrir foreldra, systkini og íjöl- skyldu. Mestur er þó missir Berg- lindar, Ásgeirs, Sigrúnar Ingibjarg- *ar og Sæunnar litlu. Við vottum þeim og öllum sem syrgja Gísla Ágúst Gunnlaugsson okkar dýpstu samúð. Steinunn Jóhannesdóttir og Einar Karl Haraldsson. • Fleirí minningargreinar um Gísla Ágúst Gunnlaugsson bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. HÓTEL BORG Tökum að okkur erfidrykkjur Upplýsingar í símum 551 1440 og 551 1247 Séifræðingar í l)l«»iiiasUrey(iiigiini við öll (iidvila-ri Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 t Eiginkona mín, móðir okkar, fóstur- móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN SVANHILDUR HELGADÓTTIR, verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Þórður Ólafsson frá Odda, Helgi G. Þórðarson, Thorgerd E. Mortensen, Þórunn Þórðardóttir, Siguröur Þ. Guðmundsson, Kristin Einarsdóttir og niðjar. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN H.M. ÓLAFSSON, fyrrv. brunavörður, Bústaðavegi 75, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjuklinga. Theodóra Sveinsdóttir, Sigurður Sveinsson Hálfdanarson, Ásta Hulda Kristinsdóttir, Ögmundur Kristinsson, Áslaug Adda Sigurðardóttir, Smári Jónsson, Helga Hanna Sigurðardóttir, Ægir Steinn Sveinþórsson og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, uppeldis- bróðir, mágur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLl ÞÓR HJALTASON múrarameistari, Hringbraut 11, Hafnarfirði, er lést þriðjudaginn 6. febrúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að styrkja Krabbameinsfélag íslands. Reynheiður Runólfsdóttir, Guðrún Eyþórsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Hjalti Örn Olason, Ólöf Sigurrós Gestsdóttir, Ólafur Eyþór Ólason, Jóhanna Reynisdóttir, Ingibjörg Óladóttir, Steingrímur Pétursson, Sigurósk Hulda Svanhólm, Magnús Pétursson, Sigurgeir Halldórsson, Sigurdór Halldórsson, Kristín Ásgeirsdóttir, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur Arnarsson, Erla Björk Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJARNA ANDRÉSSONAR skipstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild 1A, Landakotsspítala. Guð blessi ykkur. Karen Andrésson, Alda Bjarnadóttir, Kristján Óskarsson, Kári Jóhannesson, Bjarni I. Kristjánsson, Bjarni B. Kárason, Örn Ó. Kristjánsson, Jóhann Ö. Kárason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fréfall og útför KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR, Húnabraut 18, Blönduósi. Kristófer Kristjánsson, Hulda Baldursdóttir, Stefán Jónasson, Sigurður Baldursson, Jóhanna Helgadóttir, Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir, Helgi Jóhannesson, Reynir Baldursson, Magnús H. Skarphéðinsson, barnabörn, barnabarnabörn, og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.