Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
BJARNI
JÓN JÓNSSON
+ Guðmundur Bjarni Jón
Jónsson fæddist 2. nóvem-
ber 1926 í Bolungarvík. Hann
lést á heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði 28. janúar sl. og fór
útför hans fram frá Hólskirkju,
Bolungarvík, sl. laugardag.
GUÐMUNDUR Bjarni Jónsson
járnsmíðameistari lést í Hveragerði
■ 28. janúar sl. þar sem hann dvaldi
ásamt eiginkonu sinni, Fríðu Pét-
ursdóttur, til hressingar, en hann
átti við vanheilsu að stríða nokkur
undanfarin ár.
Ég vil minnast Guðmundar
nokkrum orðum. Kynni okkar og
samstarf hófust fyrir 32 árum er
ég flutti sem ungur maður til Bol-
ungarvíkur og hóf störf við fyrir-
tæki Guðmundar í Vélsmiðju Bol-
ungarvíkur hf. Það var nauðsynlegt
fyrir ungan mann sem var að feta
fyrstu sporin í nýjum heimkynnum
og stofna heimili, að geta leitað
með vandamál sín til manns sem
vildi leysa allra vanda. í Guðmundi
fann ég þann bakhjarl sem hverjum
manni er nauðsynlegur þegar ein-
hver mál koma upp, ekki síst þegar
maður flytur brott frá sínum nán-
ustu. 011 kynni mín af Guðmundi
sem atvinnurekanda og vini ein-
kenndust af ráðdeildarsemi, skilvísi
og hlýju í garð starfsfólks og við-
skiptavina.
Guðmundur var mikil félagsvera
sem endurspeglaðist í störfum hans
til fjölda ára fyrir Hólshrepp og í
bæjarstjórn, eftir að hreppurinn
hlaut kaupstaðarréttindi. Hann
starfaði í mörgum nefndum á veg-
um bæjarins og í hinum ýmsu fé-
lögum til margra ára. Á þeim vett-
vangi vérður Guðmundar minnst
og sárt saknað af félögum sínum.
Minningin um þig kæri vinur yljar
manni jafnt og sólin á Kanarí á
liðnum vetri en þá áttum við Björg
því láni að fagna að vera samvistum
við ykkur hjónin í vetrarfríi í þess-
ari paradís.
Það bar aðeins einn skugga á í
okkar samstarfi nýlega, sem því
miður tókst ekki að leysa vegna
ótímabærs fráfalls þíns. Mín eina
ósk er að Almættið komi því til þín
að í mínum huga verður þú ávallt
sami góði Gummi og þú varst í
þessu jarðlífi. Þín verður sárt sakn-
að og minnst sem góðs atvinnurek-
anda og félaga. Þetta atvik hefur
þó kennt mér eitt, að fresta ekki
til morguns því sem hægt er að
gera í dag.
Ég bið góðan Guð að vera með
þér, Fríða mín, og vera þér nálæg-
ur í sorg þinni. Við Björg sendum
þér og ij'ölskyldu þinni samúðar-
og vinarkveðjur.
Orn Jóhannsson.
Guðmundur B. var alla tíð stað-
fastur maður, sannur íhaldsmaður.
Síðastliðinn vetur lágu leiðir okkar
saman, við urðum nágrannar. í
augum hans var ég ekki bara ætt-
ingi heldur líka granni. Það leiddi
af sér bíltúra niðrá Bijót, fram
Syðridalinn að Skriðu. Eftir bíltúr-
inn var líka boðið uppá kaffi og
með því á ættaróðalinu Sólbergi.
„Fríða mín, það er kominn gestur,
hann vill kaffi," við frændurnir
settumst niður ýmist í bókaher-
bergi eða borðstofu og ræddum um
forfeður okkar, faðir hans dó tæp-
lega sextugur, varð bráðkvaddur,
Guðmundur keypti síðar Sólberg
sem faðir hans hafði byggt, hann
fór með mig um húsið, lýsti lífinu
á Sólbergi, sjálfur hafði ég verið
þar áður sem ærslafullur krakki.
Allir hlutir höfðu sál í hans augum
enda hagleikssmiður bæði á járn
og timbur. Lýsingar hans á hvernig
foreldrar hans brutust áfram heill-
uðu, hveijum hlut var þannig lýst
að ég yrði að minnast þeirra allra
með stórum staf. Heimsóknir urðu
þannig ógleymanlegar.
Óðalshöfðinginn Guðmundur B.
hafði að eigin sögn svipaðan hjarta-
galla og faðir hans, sagðist hafa
fengið nokkur ár vegna framfara
í læknavísindum, hann lét að því
liggja að bestu heilbrigðisráðherr-
BALDUR
HELGASON
+ Baldur Helgason fæddist á
Ekru í Stöðvarfirði 26.
febrúar 1919. Hann Iést í
Reykjavík 2. febrúar síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Hafnarfjarðarkirkju 13. febr-
úar.
HANN Baldur er dáinn. Við höfum
misst afburða vin og góðan dreng.
Við sem eftir lifum eigum alltaf
erfitt með að skilja þennan síðasta
hluta lífsins, þó svo að við vitum
öll að hann er óumflýjanlegur. Við
eigum fullt af spurningum en afar
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
HÖTEL LÖFTLEIDIR
fátt um svör. Það er eðli mannsins
að leita svara, en svör við þessum
spurningum fást aðeins hjá Guði
sjálfum og best að fela þær honum.
Á svona stundum eigum við ekki
bara spurningar heldur eigum við
einnig mikið af minningum. Minn-
ingarnar, sem við í fjölskyldu Har-
aldar B. Bjarnasonar eigum um
Baldur eru ákaflega góðar.
Baldur var alveg sérstakur fjöl-
skylduvinur sem tókst á sinn ein-
læga og hlýja hátt að laða það
besta fram hjá hveijum manni. Af
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur mátti sjá að þar fór maður
með stórt hjarta og mikið næmi
fyrir öðrum samferðamönnum.
Vinskapur hans og stuðningur við
Harald frænda okkar var einstakur
í gegnum árin. Hugulsemi Baldurs
og næm tilfinning fyrir fólki átti
ekki síst þátt í því að treysta þessi
vinabönd. Þetta var vinskapur sem
skilaði þeim báðum mikilli ánægju
og gleði. Baldur var alltaf boðinn
og búinn að leysa vanda allra þeirra
sem til hans leituðu og gerði það
af einlægni. Með þessu vann hann
hug og hjarta allra sem umgengust
hann, jafnt barna sem fullorðinna.
Baldur kom oft í sumarbústað
fjölskyldunnar á Grafarbakka í
Hrunamannahrepp. Sá staður var
honum einstaklega hugleikinn og
naut hann þess að dveljast þar.
Hann talaði oft um það hve sér-
stakt það væri að geta dvalið upp
til sveita og notið þess að vera úti
MINNIIMGAR
arnir væru sjálfstæðismenn, sér í
lagi vinur hans Matti Bjarna. Við
útidyrnar fékk ég yfirleitt bók til
aflestrar, „svo þú sofir betur,
frændi".
Eitt sinri áritaði hann bók handa
mér, niðjatal Sveins á Hesti auk
annarra rita um forfeður okkar. Á
ættarmóti síðastliðið sumar upp-
lifðum við frændfólk hans og ætt-
ingjar frásagnargleði hans og
innra þrek. Þannig var að eldri
bróðir hans, Pétur Friðrik, lá hel-
sjúkur syðra, það kom því í hans
hlut að halda hátíðarræðu. Búið
var að reisa tjaldbúðir og stórt
sýslumannstjald á Miðdalsodda í
Syðridal. Um kvöldið sátum við
öll að snæðingi. Úti var grenjandi
rigning, dæmigert íslenskt veður.
Guðmundur B. dró fram lágar
tröppur, steig á stokk og tók af
skarið á kjarngóðri vestfirsku.
Hann var með engar vífilengjúr
frekar en fyrri daginn. Ræðuna
sem skrifuð var sá hann ekki
vegna aðstæðna. Það kom ekki að
sök. Allir sem í tjaldi voru áttu vin
í Guðmundi B. Hugur húsbóndans
á Sólbergi var alltaf hreinn, ætt-
ingjar voru allir hreyknir að eiga
slíkan vin.
Eftir ræðuna teygði einn sig yfir
langborðið og þakkaði honum fyrir,
Guðmundur B. gaf ekkert útá hól-
ið, teygði sig í vænan sviðasultu-
bita og bað vininn vel að lifa. Hann
lét aldrei sterka drykki inn fyrir
sínar varir, hugur hans alltaf
hreinn. Var alltaf allsgáður. Mér
leið vel þetta kvöld og okkur öllum.
Það hélt áfram að rigna, um nótt-
ina urðu sumir að fella tjöld og
fara út í Bolungarvík, þeir vissu
að eitt hús stóð öllum opið og inn-
an dyra byggju hjón á Sólbergi
með allt til reiðu, þá sem endranær.
Einar Garðar Hjaltason.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Bolungarvíkur
Guðmundur Bjarni Jónsson járn-
smíðameistari og fyrrum fram-
kvæmdastjóri í Bolungarvík hefur
nú kvatt þennan heim langt um
aldur fram. Skarð er fyrir skildi í
Lionsklúbbnum okkar. Guðmundar
Bjarna verður sárt saknað af klúbb-
félögum. En þrátt fyrir að hann
hafi ekki gengið heill til skógar um
árabil, var hann frá stofnun klúbbs-
í náttúrunni. Hann kom samt ekki
í sveitina til að sólunda tímanum
og liggja í leti út á túni. Hann
naut þess að geta tekið til hendinni
úti við og hlúð að náttúrunni á
sama hátt og hann hlúði að mann-
fólkinu. Hann fór oft í gönguferðir
um umhverfið, tók gjarnan með sér
veiðistöng og renndi fyrir silung.
Ef heppnin var með átti hann það
til að bjóða öllum viðstöddum upp
á grillaðan, nýveiddan silung í lok
slíkrar gönguferðar. Hann sinnti
ekki síður bömunum en fullorðna
fólkinu. Það var spennandi fyrir
börnin að vera með Baldri því allt-
af var hann til í að taka þátt í öll-
um mögulegum leikjum sem þau
stungu uppá. Því var oft kátt á
hjalla í sumarbústaðnum þegar
Baldur var þar.
Þær eru margar og góðar minn-
ingarnar um þennan ljúfa mann.
Sérhver minning um hann vermir
og hleypir birtu inn í líf okkar sem
þekktum hann.
Haraldur og fjölskylda mun ætíð
minnast Baldurs með mikilli virð-
ingu og þökk. Virðingu vegna
þeirrar lífssýnar sem hann hafði.
Þökk fyrir allt það sem hann gerði
fyrir okkur og einstaka vináttu
hans. Með Baldri er horfinn á braut
góður maður. Með athöfnum sínum
og orðum minnti hann okkur sífellt
á hvað það er sælla að gefa en
þiggja. Hversu mikil gleði felst í
náungakærleika og hvað hann gef-
ur lífinu ríkt innihald.
Við viljum senda dætrum Bald-
urs og ættingjum öllum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi Guð
vera með ykkur öllum.
Fjölskylda Haraldar B.
Bjarnasonar
ins og allt til dauðadags einn öflug-
asti og áhugasamasti félaginn.
Guðmundur Bjarni kynntist fyrst
Lionshreyfingunni á ísafirði, er
hann vann þar við iðn sína. Hann
gerðist fyrst félagi í Lionsklúbbi
Isaíjarðar, en var síðan einn helsti
hvatamaður að stofnun Lions-
klúbbs Bolungarvíkur eftir að hann
flutti aftur til Bolungarvíkur árið
1958. Klúbburinn var stofnaður
árið 1959. Móðurklúbburinn var
Lionsklúbbur ísafjarðar og gerðist
Guðmundur einn af stofnfélögum
og sat í fyrstu stjórninni sem gjald-
keri. Hann var formaður klúbbsins
starfsárið 1963-1964 og aftur
gjaldkeri starfsárið 1985-1986,
auk þess að gegna fjölda annarra
trúnaðarstarfa. Guðmundur var
Lionsmaður af lífi og sál, og gerði
göfugar hugsjónir og markmið Li-
onshreyfingarinnar að sínum.
Hann var upphafsmaður að mörg-
um góðum verkum sem Lionsmenn
tóku að sér, og alla tíð var hann
fyrstur manna á vettvang þegar
unnið var að Ijáröflun eða við önn-
ur sjálfboðastörf. Hann hvatti fé-
lagana eindregið til þess að hliðra
til öðrum störfum vegna Lions-
starfsins, og sýndi einstakt for-
dæmi í þeim efnum. Það sýnir
kannski best einlægan áhuga hans
á starfinu, að öll þau ár sem hann
starfaði í klúbbnum fékk hann við-
urkenningu fyrir 100% mætingu.
Eftirminnilegastur verður Guð-
mundur Bjarni okkur Lionsmönnum
vegna þátttöku sinnar í umræðum
á fundum klúbbsins. Þar tók hann
alla tíð virkan þátt, og hafði skoðun
á þeim málum sem rædd voru.
Mörgum fundinum bjargaði hann
með umfjöllun sinni um hin ólíkustu
málefni, og var þá oft stutt í grínið.
1 öllu starfi Guðmundar Bjarna
innan Lionsklúbbsins, var áhugi
hans á uppbyggingu bæjarfélags-
ins og velferð íþúanna sem rauður
þráður. Á vettvangi sveitarstjórnar
fékk hann tækifæri til að sinna
þeim hugðarefnum sínum, en hann
sat samfellt í hreppsnefnd og síðar
bæjarstjórn Bolungarvíkur um
tuttugu ára skeið.
Árið 1990 var einróma samþykkt
í Lkl. Bolungarvíkur að gera Guð-
mund Bjama að Melvin Jones fé-
laga, sem er æðsta viðurkenning
sem Lionsklúbbur getur veitt með-
limum sínum.
Við leiðarlok er 36 ára fórnfúst
og árangursríkt Lionsstarf í þágu
Bolvíkinga þakkað af heilum huga,
um leið og einlægar samúðarkveðj-
ur eru fluttar eiginkonu, börnum
. og öllum aðstandendum.
F.h. Lionsklúbbs Bolungarvíkur,
Hafliði Elíasson.
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinimir gömlu heima.
Þó leið þín sem áður þar liggi hjá,
er lyngið um hálsa brumar,
mörg höndin sem kærast þig kvaddi þá,
hún kveður þig ekki’ í sumar.
Og andlitin, sem þér ætíð fannst
að ekkert þokaði úr skorðum
- hin sömu jafnt langt og lengst þú manst -
ei ljóma nú við þér sem forðum.
Og undrið stóra, þin æskusveit,
mun önnur og smærri snýast.
Og loksins felst hún í litlum reit
af leiðum, sem gróa og týnast.
(Þorst. Vald.)
Mig langar að segja svo margt
um hann Gumma frænda, eins og
við köllum við hann alltaf, en
hugurinn er alveg tómur. Þetta
kom svo snöggt og allt of stutt
stórra högga á milli. Það verður
svo hljótt þegar svona kátir og
hressir menn kveðja. Ég man fyrst
eftir Gumma og Fríðu þá þau áttu
heima á Isafirði. Að fara þangað í
þá daga var nú meiri háttar ferð-
lag, það er svipað og þegar núna
er farið frá íslandi til Parísar. Allt-
af þótti okkur eitthvað sérstakt við
jólagjafírnar sem komu alla leið frá
Isafirði. Þegar afi á Sólbergi dó,
keyptu Gummi og Fríða húsið og
fluttu í víkina okkar og hafa búið
þar síðan, þá byijaði strax mikill
samgangur, enda mjög náin vinátta
milli pabba og Gumma bróðir hans.
Krökkunum þeirra þótti mjög gam-
an að koma í sveitina til okkar.
Einn af krökkunum var Nonni,
hann vildi helst flytja fram í Meiri-
Hlíð og hann var meira og minna
hjá okkur öll sumur. En þá voru
komnir tveir með sama nafni svo
hann var kallaður Nonni litli.
Gummi og Fríða eiga sumarbústað
í Hafnardal í Ísaíjarðardjúpi en
mamma og pabbi eiga bústað á
Uppsalaeyri í Seyðisfirði, sem líká
er í djúpinu. I þessum fallegu sum-
arbústöðum var dvalist mest allt
sumarið, þar var oft mannmargt og
glatt á hjalla. Hafnardalurinn er
ekki við þjóðveginn. Þegar ekið er
suður var maður alltaf að flýta sér,
en síðasta sumarið sem pabbi minn
gat verið í djúpinu buðum við
mömmu og pabba í ferð inn í Hafn-
ardal. Það var ógleymanleg ferð og
Gummi frændi hafði svo gaman að
sýna okkur allt sem hann var búinn
að byggja upp og öll trén sem þau
höfðu gróðursett og hlúð að. Nú eru
þær einar, Fríða og mamma, hvor
á sínu óðalinu, en þær eiga okkur,
öll börnin, sem ekki er svo lítið.
Elsku Fríða nafna mín, guð
geymi þig og varðveiti í þessari
miklu sorg. Við huggum okkur við
það að hann fékk hægt andlát,
enda var hann búinn að beijast svo
mikið við þennan erfiða hjartasjúk-
dóm. Ég bið hann líka að styrkja
börnin ^ykkar, þau Nonna, Björgu,
Betu, Ásu, Rögnu og Ingu og fjöl-
skyldur þeirra og systkini pabba
og Gumma. Ekki má heldur gleyma
mömmu minni, sem er alveg ein-
staklega dugleg.
Far þú í friði, elsku frændi minn.
Hafðu þökk fyrir allan þann hlýhug
og áhuga sem þú hefur sýnt mér
og minni fjölskyldu í gegnum okkar
útgerðarferil, bæði í Bolungarvík
og í Olafsvík.
Þín frænka,
Friðgerður.
INGIBJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR
+ Magnea Ingibjörg Magnús-
dóttir fæddist á Húsavík
hinn 21. október árið 1950. Hún
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri hinn 30. janúar síðast-
liðinn og fór útförin fram frá
Húsavíkurkirkju 6. febrúar.
ÉG VARÐ þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Ingibjörgu Magnúsdótt-
ur og starfa með henni í næstum
heilan áratug. Hún var einstök
kona og bæði einlægari og hjarta-
hlýrri en fólk er flest. Svo var hún
alltaf svo sérlega jákvæð og bjart-
sýn og lífsglöð að þeir sem kringum
hana voru hlutu að njóta þess ríku-
lega. Ingibjörg var að auki ákaflega
duglegur og traustur starfsmaður
og alltaf boðin og búin að ganga
erinda blaðsins síns, hvernig sem
á stóð hjá henni sjálfri. Slíkur
starfsmaður er fjársjóður hveiju
fyrirtæki.
En skyndilega er Ingibjörg okkar
horfin af sjónarsviðinu. Við sem
eftir sitjum erum snauðari en orð
fá lýst. Ég vil að skilnaði færa
Ingibjörgu hjartans þakkir fyrir
samfylgdina og vona að sú kveðja
berist henni eftir þeim leiðum sem
ekkert okkar þekkir. Þorbirni, son-
unum þremur, sonardótturinni
Ingibjörgu og öðrum aðstandend-
um færi ég hugheilar samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð styrkja
ykkur og styðja í sorginni.
Fyrir hönd fyrrum vinnufélaga
á Degi,
Bragi V. Bergmann.