Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 35
!
I
I
I
I
(
i
(
(
(
(
I
i
i
i
FRÁ undankeppni sem fram fór í Þróttheimum.
Karaokekeppni félags-
miðstöðva á morgun
HALDIN verður Karaokekeppni
félagsmiðstöðva á Hótel íslandi
fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.
Komið er að úrslitum keppninnar
en undankeppni hefur farið fram
í 15 félagsmiðstöðvum á suðvest-
urhorni landsins.
Þetta er í 5. keppni sinnar teg-
undar, fyrstu tvær fóru fram í
Gæðastjórn-
un og fram-
leiðslutækni
TÆKNIFRÆÐINGAFÉLAG ís-
lands og Verkfræðingafélag íslands
gangast fyrir ráðstefnu um tækni
og vinnslu í sjávarútvegi að Hótel
KEA á Akureyri 17. febrúar nk.
Fjölmargir aðilar munu flytja fyrir-
lestra á ráðstefnunni. Þar verður
meðal annars fjallað um gæða-
stjórnun og framleiðslutækni.
Tækni sem nýjungar í búnaði fyrir
skip og fískvinnslu. Fjallað verður
um nýjungar í skipahönnun. Einnig
verður fjallað um stefnumótun og
kennslu í sjávarútvegsfræðum. Að
loknum fyrirlestrum verða pall-
borðsumræður.
Leikskólakenn-
arar vilja tak-
marka áhorf
barna
STJÓRN Félags íslenskra leikskóla-
kennara ályktaði eftirfarandi á
stjórnarfundi þann 8. febrúar sl.:
„Stjórn Félags íslenskra leik-
skólakennara fagnar aukinni um-
ræðu um málefni barna og ungl-
inga bæði í fjölmiðlum og manna
á meðal. Innihald umræðunnar er
þó ekki ánægjulegt þar sem um
ofbeldi og aukna neyslu vímuefna
er að ræða.
Hlutverk fjölmiðla sem áhrifa-
valdur í uppeldi er mikið. Skorar
stjórn Félags íslenskra leikskóla-
kennara á dagskrárstjóra að sýna
metnað sinn í vönduðu vali á efni
og sjá til þess að dagskrá sé laus
við ofbeldi þann tíma sólarhrings
sem vitað er að börn horfa mikið á
sjónvarp.
Stjórnin vill ennfremur vísa til
ábyrgðar foreldra og hvetja þá til
þess að setja mörk varðandi áhorf
barna þar sem framboð á erlendu
efni lengist stöðugt og samkeppni
um tíma þeirra eykst.
Stjórn Félags íslenskra leikskóla-
kennara hvetur opinbera aðila, sam-
tök og alla sem málið varða að taka
höndum saman, sporna við þessari
óheillaþróun og standa stöðugt vörð
um velferð barna.“
Danshúsinu Glæsibæ, næstu tvær
í félagmiðstöðinni Þróttheimum
og nú á Hótel Islandi. Keppt er
bæði í einstaklings- og hópa-
keppni.
Miðaverð er 300 kr. og eru
miðar til sölu í félagsmiðstöðv-
um. Einnig er hægt að kaupa
miða á Hótel íslandi fimmtudag-
Kvöldganga
í Orfirisey
KVÖLDGANGA Hafnargöngu-
hópsins í kvöld miðvikudagskvöld,
verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og
verður gengið með höfninni út í
Orfirisey og til baka um vesturbæ-
inn.
Á fimmtudagskvöldum verður
farið úr Sundahöfn frá Sundakaffi.
Á föstudagskvöldum frá Ártúns-
höfða frá húsi Ingvars Helgasonar
fhf.
Á mánudagskvöldum verður far-
ið frá Skeljanesi við Birgðastöð
Skeljungs. Reiknað er með að
gönguferðirnar taki um l‘/2 klst.
Heimild er fyrir að nota bílastæði
ofangreindra staða og stutt er í
biðskýli SVR frá þeim.
Fundur um
fjármál
Reykjavíkur
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna, heldur opinn fund um
fjármál Reykjavíkurborgar í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20:30.
Frummælandi verður Kjartan Magn-
ússon, varaborgarfulltrúi.
í frétt frá Heimdalli segir að á
fundinum verði rætt um þá þróun
sem orðið hafi í fjármálum borgar-
innar á undanförnum árum í víðu
samhengi. Fjallað verði um útgjöld
til einstakra málaflokka, auknar
álögur R-listans á borgarbúa og
hallarekstur borgarsjóðs. Reynt
verður að svara þeirri spurningu
hvort hallarekstur verði viðvarandi
og hvort skilyrði séu til að lækka
álögur á Reykvíkinga.
A eftir erindi frummælanda gefst
fundarmönnum færi á að koma með
fyrirspurnir og athugasemdir. Að-
gangur er ókeypis og öllum heimill.
Aðgerðir í heil-
brig’ðismálum
ÓLAFUR Örn Haraldsson, Siv Frið-
leifsdóttir og Hjálmar Árnason,
þingmenn Framsóknarflokksins,
munu standa fyrir hádegisverðar-
fundi á Hótel Borg fimmtudaginn
15. febrúar nk. Hefst fundurinn kl.
12 og stendur til kl. 13.30.
Frummælandi verður Ingibjörg
Pálmadóittir, heilbrigðisráðherra. A
fundinum mun hún ræða um mark-
mið og aðgerðjr í heilbrigðismálum.
FRETTIR
Dagbók Lögreglunnar
Lögregla
hindruð í starfi
9.-12. febrúar
Vitni vantar
SJÓNARVOTTA vantar að þremur
ákeyrslum í Reykjavík.
Ekið á svarta jeppabifreið sem
stóð á bílastæði framan við World
Class við Fellsmúla miðvikudaginn
7. febrúar milli kl. 9 og 13. Skrán-
ingarnúmer jeppans er SN-700.
Ekið var á gráan Daihatsu
Charade, árgerð 1990, LZ-720 fyr-
ir utan Flúðasel 85 aðfaranótt 7.
febrúar og hægri framhurð
skemmd. Ekið var framan á sama
bíl sl. mánudag eftir klukkan tvö
þar sem hann stóð við Búnaðar-
bankann við Hlemm.
Þeir sem hafa upplýsingar um
þessar ákeyrslur eru vinsamlegast
beðnir um að gefa sig fram við
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Grafarvogur
Fundur um
fíkniefni
FRÆÐSLUFUNDUR um vímuefni
og varnir gegn þeim verður haldinn
í febrúar. Fundarstaður er Félagm-
iðstöðin Fjörgyn í kvöld, miðviku-
daginn 14. febrúar, kl. 20.
Fyrirlesarar verða Ólafur Guð-
mundsson og Jón Arnar frá for/arn-
ardeild Fíkniefnalögreglunnar. For-
eldrar og forráðamenn barna og
unglinga í Grafarvogshverfum eru
velkomnir.
Myndakvöld
Ferðafélagsins
SÝNT verður frá tveimur sumar-
leyfisferðum sem farnar voru sl.
sumar á næsta myndakvöldi Ferða-
félags íslands sem haldið verður í
kvöld í Mörkinni 6 kl. 20.30.
Fyrir hlé sýnir Eysteinn Sigurðs-
son frá Litlu hálendisferðinni sem
farin var í ágústlok. Farið var um
Sprengisand, Vesturdal og yfír í
Austurdal (gist í Hildaseli) og
Fögruhlíð. Bólu-Hjálmar kemur
talsvert við sögu í Austurdal og
mun Eysteinn krydda myndsýning-
una með frásögnum af honum.
Eftir hlé sýna Þór Halldórsson
og Páll Steinþórsson frá ferð á hin
litríku Lónsöræfi er farin var
22.-27. júlí.
Þorra- og vættaferð verður í
Biskupstungur 17.-18. febrúar.
Brottför laugardag kl. 8. Skíða- og
gönguferðir. Gisting í góðu húsi í
Uthlíð.
Valentínusar-
kvöld á Kaffi
Reykjavík
V ALENTÍNU S ARKV ÖLD verður
haldið á Kaffi Reykjavík í kvöld,
miðvikudagskvöldið, 14. febrúar.
Spænski söngvarinn Gabriel
Gancia San Salvador leikur og
syngur fyrir gesti til kl. 1. Allar
konur fá ástardrykk frá Austur-
bakka og blóm frá Blómálfinum.
■ NEFND utanríkisráðuneytis-
ins vegna 50 ára afmælis Samein-
uðu þjóðanna og félag Sameinuðu
þjóðanna á Islandi hafa gefíð út
bækling um samtökin. í fréttatil-
kynningu segir m.a. að bæklingur-
inn sé sniðinn að þörfum skólafólks,
en gagnast einnig sem almennt
upplýsingarit um Sameinuðu þjóð-
irnar. Jafnframt er íjallað um starf
Islands innan samtakanna og mikil-
vægi þeirra fyrir íslenska hags-
muni.
■ ÁRLEGA senda skiptinema-
samtökin AFS á íslandi á annað
hundrað ungmenni til fjölmargra
landa í heiminum. Eftir áramót
héldu 16 ungmenni til Ástralíu og
Suður-Ameríku. Eins og undanfarin
ár halda flestir skiptinemar utan á
tímabilinu júní til ágúst. Frestur til
að skila inn umsóknum fyrir sumar-
brottför rennur út fljótlega og er
áhugasömum bent á að hafa sam-
band við skrifstofu ÁFS.
I VEÐURBLÍÐUNNI um helgina
var talsvert annríki hjá lögreglu-
mönnum. Mikið var um ölvun og
afskipti af ölvuðu fólki. Vista
þurfti 28 í fangageymslunum sem
ekki telst margt yfir helgi. Þá var
tilkynnt um 48 umferðaróhöpp.
Meiðsli á fólki urðu í þremur til-
vikum. Innbrotin voru mörg eða
18, um helmingur innbrot í bif-
reiðir.
Fótgangandi kona á sextugs-
aldri varð fyrir bifreið á Miklu-
braut við Lönguhlíð á föstudags-
morgun. Hún var flutt á slysa-
deild með sjúkrabifreið. Skömmu
eftir hádegi var fernt flutt á slysa-
deild eftir harðan árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum
Breiðholtsbrautar og Suðurlands-
vegar.
Lömdu mann með kylfu
Á föstudag var leit gerð að
tveimur mönnum sem höfðu lamið
annan í andlitið með kylfu í versl-
un við Laugaveg. Ástæða verkn-
aðarins er óljós en gerendurnir
hafa báðir komið við sögu fíkni-
efnamála.
Þrír ungir menn, 15 og 16 ára,
voru handteknir eftir að tilkynnt
hafði verið um innbrot í verslun í
Árbæjarhverfí. Mennirnir, sem all-
ir voru ölvaðir, höfðu komist út
úr versluninni með vindlinga. Tveir
þeirra viðurkenndu innbrotið.
Skömmu eftir miðnætti á föstu-
dag voru 5 unglingar fluttir á
lögreglustöðina eftir að tilkynnt
hafði verið um rúðubrot í verslun
í Rimahverfi. Nokkuð hefur borið
á að sumt fólk í hverfinu kunni
ekki að umgangast umhverfi sitt
með þeirri virðingu sem því ber.
Foreldrarölt er ekki í hverfínu en
það hefur einmitt skilað góðum
árangri við þessar aðstæður.
íbúi handtók innbrotsþjóf
Tiikynnt var um að maður hefði
verið laminn í húsi aðfaranótt
laugardags. Hann var fluttur á
slysadeild. Gerandinn viðurkenndi
verknaðinn. Um nóttina var til-
kynnt að eldri maður hefði ráðist
að stúlku í Vesturbænum. Hún
náði að komast undan í nálægt
hús og varð ekki meint af. Þá
veittist farþegi að leigubifreiðar-
stjóra í Grafarvogi síðla nætur.
Maðurinn var handtekinn. Undir
morgun reyndi maður að brjótast
inn í íbúð við Barónsstíg. íbúi
hússins brá skjótt við og hélt hon-
um þangað til lögregla kom.
Aðfaranótt laugardags var
maður fluttur á slysadeild eftir
að hafa verið hrint aftur á bak á
Lækjartorgi með þeim afleiðing-
um að hann féll aftur fyrir sig
og lenti með hnakkann á gang-
stéttinni. Sá sem það gerði var
handtekinn og vistaður í fanga-
geymslunum. Á meðan lögreglu-
menn voru að gera að sárum þess
slasaða bar þar að ölvaðan mann
á þrítugsaldri og fór hann að
skipta sér um of af störfum þeirra.
Endaði það með því að fjarlægja
þurfti manninn af vettvangi og
færa á lögreglustöðina.
Lögreglumenn þurftu einnig að
handtaka tvo ölvaða unga menn
á Lækjartorgi aðfaranótt sunnu-
dags og færa á lögreglustöð.
Mennirnir reyndu að hindra þar
handtöku ölvaðs manns, sem af-
skipti þurfti að hafa þar af vegna
háreysti og óspekta. Mennirnir
voru fullir iðrunar eftir á, en
munu að öllum líkindum eiga þess
kost að ljúka máli sínu með
greiðslu sekta. Refsing liggur við
því að tefja eða hindra störf lög-
reglumanna á vettvangi. .
Mannsöfnuður í
Austurstræti
Fátt fólk var í miðborginni
þangað til vínveitingahúsum var
lokað aðfaranótt laugardags. Fólk
safnaðist saman í Austurstræti
og hékk þar það sem eftir lifði
nætur. Einn unglingur var færður
í athvarfið og sóttur þangað af
foreldri sínu. Fjórir voru færðir í
fangamóttöku, þar af tveir vegna
líkamsmeiðinga.
Aðfaranótt sunnudags þurfti
að handtaka 10 manns í miðborg-
inni, aðallega vegna ölvunar. Sex
þeirra þurfti að vista í fanga-
geymslunum.
Skömmu eftir miðnætti á laug-
ardag var tilkynnt að 15 ára pilt-
ur hefði orðð fyrir hnífsstungu í
húsi í austurborginni. Þegar lög-
reglumenn komu á staðinn hafði
sá sári farið þaðan. Hann fannst
skömmu síðar í strætisvagnabið-
skýli skammt frá. Tveggja cm
grunnur skurður var á maga pilts-
ins. Ástæða verknaðarins var
sögð vera leikur með hníf í partíi.
Pilturinn var fluttur á slysadeild-
ina þar sem gert var að sári hans.
Um svipað Ieyti var tilkynnt
um mann sem ætlaði að kasta sér
í sjóinn við Miðbakka. Tveir bátar
voru mannaðir og sendir til leitar.
Auk þess voru gerðar ráðstafanir
til að fá kafara og sjúkrabifreið
á staðinn. Þegar þetta stóð yfir
fannst maðurinn á ferli í miðborg-
inni. Um einhvern misskilning
virtist hafa verið að ræða.
Tveir menn stungnir
Hnífur stakkst í sköflung á
rnanni um borð í bát skammt utan
við höfnina aðfaranótt sunnu-
dags. Þegar í land var komið var
hann fluttur á slysadeild til að-
gerðar.
Á sunnudagsmorgun var mað-
ur stunginn með hnífi neðarlega
í bakið og í læri þegar hann var
á leið ásamt öðrum út úr húsi í
vesturbænum. Komið hafði til
stympinga þar innan dyra eftir
samkvæmi, en þegar viðkomandi
hugðist yfirgefa staðinn var hann
stunginn. Averkinn var ekki al-
varlegs eðlis. Vitað er hveijir voru
þarna að verki.
Á sunnudag voru lögreglumenn
kvaddir á slysadeild vegna ölvaðs
kvenmanns, sem veist hafði að
einum hjúkrunarfræðingnum,
sem hafði verið að reyna að að-
stoða viðkomandi vegna meiðsla.
Varð að færa konuna á lögreglu-
stöðina og síðan vista.í fanga-
geymslu.
Fólk nýtti sér
útivistaraðstöðu í nágrenni
höfuðborgarinnar.
Fjölmenni var t.d. bæði í Skála-
felli og í Bláfjöllum. Lítið var um
óhöpp. Sjö ára stúlka féll þó niður
um 5-6 metra úr skíðatoglyftu í
Skálafelli um miðjan dag á
laugardag. Óhappið varð eftir að
vír úr annarri lyftu festist í stúlk-
unni með fyrrgreindum afleiðing-
um. Stúlkan kenndi til eymsla í
hrygg, en var þó talin óbrotin.
Hún var flutt með sjúkrabifreið á
slysadeild. Þá þurfti þyrla Land-
helgisgæslunnar að fara í Skála-
fell á sunnudag til að sækja 12
ára dreng sem skíðað hafði þar á
stein og meiðst innvortis. Dreng-
urinn var fluttur á Borgarspítal-
ann.
Lögreglan á Suðvesturlandi
ætlar að fylgjast með skráningu
og búnaði eftirvagna á næstunni.
Ætlunin er að skoða vélsleðakerr-
ur sérstaklega.