Morgunblaðið - 14.02.1996, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Smáfólk
VE5, SIR.. I 0
LIKETOBUYA
0OK OF CRAY0N5
FOR MV D06..
HE NEED5 A BOX
UUITH L0T5 OF BLUE5,
AMP VELL0W5,
^AND 6REEN5.
HE LIKE5 TO COLOR
BI6 BLUE 5KIE5,
BRI6HT 5UN5, ANP
0EAUTIFUL LAWN5..
Já, herra, mig langar Hann þarf marga bláa,
til að kaupa einn gula og græna...
kassa af krítarlitum
handa hundinum
mínum...
Honum finnst gaman
að lita stóra bláa
himna, bjartar sólir og
fallegar grasflatir...
BRÉF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang:lauga@mbl.is
Toronto-
vakningin
Frá Guðbjörgu Þórisdóttur:
NÝ TRÚARLEG vakning breiðist
út um heiminn eins og eldur í sinu.
Aðallega í Hvítasunnu- og „char-
ismatískum“ (náðargjafa) kirkjum ,
en einnig inn í hefðbundnari kirkju-
deildir. Vakning þessi er af mörgum
nefnd: Toronto-vakningin, Toronto-
blessunin eða einfaldlega „nýja
vakningin" og „hin mikla úthelling
heilags anda í dag“. Rætur þessarar
nýju andlegu bylgju má rekja til
predikara sem heitir Rodney How-
ard Browne. Hann er þekktur fyrir
„hysterískar" hlátursamkomur og
mikinn yfirnáttúrulegan kraft. For-
stöðumenn og „pastorar" (prestar,
hirðar) ýmissa kirkna hafa sótt sam-
komur hans og opnað sig fyrir hin-
um svokallaða nýja anda. Þeir hafa
fengið sérstaka fyrirbæn og handa-
yfírlagningu frá Rodney, sem segir
að með því yfirfæri hann sína
„smurningu" yfír á þá. Þessum nýja
anda er líkt við „nýtt vín“ og segist
R.H.B. hafa opnað Jóelsbar og að
hann sé barþjónninn sem gefí drykk-
ina ókeypis. „Drekkið! drekkið! ,
drekkið í ykkur andann" („soak in
the Spirit") hvetur hann samkomu-
gestina. Forstöðumennirnir fara svo
heim í kirkju sína og söfnuði og
sömu hlutir fara að gerast þar!
Hvaða hlutir? Fólk fær t.d. óviðráð-
anlegan hlátur, oft „hysterískan“,
skjálfta, hristing, hoss og stapp,
„spastískar“ hreyfingar og þörf fyr-
ir að rúlla og velta sér um gólfið.
Þannig ástand getur jafnvel varað
í marga klukkutíma. Sumir dofna
og fara inn í annarlegt ástand, eins
konar andlega ölvun eins og það er
víst kallað. Þeir missa stjórn á lík-
amanum, vafra um og tala þvoglu-
kennt. Aðrir missa málið og verða
jafnvel ófærir um að hugsa í lengri
eða skemmri tíma. Fólk finnur mik-
inn þunga og máttleysi koma yfir
sig svo það hnígur niður. Sumir sjá
sýnir af englum sem flögra um allt.
Aðrir rymja og urra eins og dýr
(oft predikararnir sjálfír). Onnur
dýrahljóð eins og gelt og gól og
jafnvel gagg eru algeng. Fæðingar-
hríðir með líkamlegum rembingi og
tilheyrandi hljóðum er eftirsótt
reynsla, sem ákveðin tegund af fyr-
irbæn. Margir fá sýnir, spádóma og
nýjar opinberanir frá guði. Ein af
kenningunum sem komið hafa fram
í þessari vakningu er að urrið og
rymjið sé eins konar andleg fæðing.
Paul Cane, sem er af mörgum
kristnum talinn vera mikill spámað-
ur guðs, kennir að kirkjan sé í lík-
ingu við Maríu Mey að fæða hinn
„andlega Jesúm“. Hann segir: „Ég
segi ykkur, Jesús mun koma til
kirkjunnar áður en hann kemur eft-
ir henni“, (það er að sækja hana
við hina raunverulegu endurkomu).
(Paul Cane: Nov 88,Tape: „My fat-
her’s house“.) Sumir kenna að þessi
andlegi Jesús verði útvalinn postula-
og spámannahópur. Þeir hafí öðlast
smurningu og vald Jesú Krists og
verði þannig höfuðið yfír kirkjunni
sem kirkjan á að lúta sem Kristi!
Samkvæmt Op.12.5. muni síðan
þessi Jesús, sem kirkjan er að fæða
(oft nefndur „the corporate man-
child“), stjóma heiminum með járn-
sprota!
Vineyard-kirkjan í borginni Tor-
onto í Kanada er orðin fræg fyrir
að flæða í þessum nýja anda. Þaðan
kemur nafnið Toronto-vakningin.
Slagorð þessarar vinsælu en um-
deildu vakningar eru: Ný úthelling
heilags anda; Ný smurning; Heilag-
ur andi starfar öðruvísi í dag! Öðru-
vísi en hann starfaði í Jesú Kristi?
Er það ekki Jesús Kristur sem við
eigum að líkjast og feta í fótspor
hans? Gera sömu verk og hann
gerði. í 2 Tímóteusarbréfi 4.3. seg-
ir: „Því að þann tíma mun að bera
er menn þola ekki hina • heilnæmu
kenning, heldur hópa þeir að sér
kennurum eftir eigin fýsnum sírium
til þess að heyra það, sem kitlar
eyrun. Þeir munu snúa eyrum sín-
um burt frá sannleikanum og
hverfa að ævintýrum.“ Sú stað-
reynd að margir hinna kristnu safn-
aða hér á landi hafa tekið við þess-
ari blekkingu, sem stórkostlegri
úthellingu heilags anda, er bæði
óhugnanleg og hryggileg. (Tor-
onto-ráðstefnan, sept.’ 95.) Ég velti
því fyrir mér hvaða „víntegund"
þeir velja sér næst. „Vínið“ í Tor-
onto-blekkingunni er ekki frá guði
og það sem lýst er hér að framan
hefur ekkert með heilagan anda
að gera. Ég vil taka það fram að
ég er ekki að tala gegn skírn í
heilögum anda, náðargjöfum and-
ans, lækningum, smurningu heil-
ags anda, tungutali, spádómsgáf-
um né sönnum opinberunum guðs.
En þau andlegu öfl sem starfa í
þessari fölsku vakningu eru hættu-
íeg blekking og villa.
Þú sem hefur gefið Kristi lif þitt
láttu ekki afvegaleiðast. Mundu að
það er sannleikurinn sem gerir okk-
ur frjáls.
GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR,
forstöðumaður Borgar ljóssins,
kristins safnaðar,
Álfholti 24, Hafnarfirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Gólf listar yf ir rör
Vinna - efni - ráðgjöf
Einar Guðmundsson
pípulagningameistari
LAUFBREKKU 20 / DALBREKKU MEGIN - KÚP.
SÍMI 554 5633 - BRÉFSlMI 554 0356