Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 1

Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 43. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússneskir hermenn beijast við uppreisnarmenn Segja mikilvægt vígi Tsjetsjena fallið Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI herinn sagði í gær að hann hefði náð bænum Novogroz- neskíj, mikilvægu vígi tsjetsjenskra uppreisnarmanna, á sitt vald eftir fimm daga bardaga. Fréttastofan Ítar-Tass hafði eftir Níkolæj Tkatsjev, hershöfðingja og yfir- manni rússneska herráðsins í Tsjetsjníju, að átökunum hefði lokið síðdegis í gær og mannfall hefði orðið á báða bóga. Yfirlýsingin hefur ekki fengist staðfest. Haft var eftir Vjatsjeslav Tíkhom- írov hershöfðingja, yfirmanni rúss- nesku hersveitanna í Tsjetsjníju, að hermenn hans hefðu orðið allt að 170 tsjetsjenskum uppreisnarmönn- um að bana og 30 rússneskir her- menn hefðu fallið í hörðum bardög- um í bænum Novogroznenskíj. Rússneski herinn saðgi að allir óbreyttir borgarar hefðu verið á braut, en það hefur verið dregið í efa og hafa komið fram menn, sem segjast enn eiga ættinga, sem láti fyrir berast í kjöllurum í bænum. Rússneskir hershöfðingjar hneigj- ast til að ýkja mannfallið meðal andstæðingabna og tölur Tíkhom- írovs voru ekki staðfestar. Tíkhomírov sagði að herinn hefði reynt án árangurs að ræða við upp- reisnarmennina í Novogroznenskíj, höfuðvígi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, sem er um 60 km frá Grozníj. Sagðir hafa undirbúið gísiatöku Öryggissveitir meinuðu frétta- mönnum fara að bænum. Rússar segja að Aslan Maskhadov, yfirmað- ur hers tsjetsjenskra aðskilnað- arsinna, hafi verið í Novogrozn- enskíj síðustu vikurnar. Tsjetsjensku herforingjarnir Shamil Basajev og Salman Radújev voru þar einnig í janúar þegar þeir slepptu rúmlega 40 gíslum, sem uppreisnarmenn tóku með sér á flótta undan rúss- neskum hersveitum í nágrannahér- aðinu Dagestan. /níerfax-fréttastof- an hafði eftir heimildarmanni í rúss- neska hernum að uppreisnarmenn- irnir í Novogroznenskíj hefðu verið að undirbúa fleiri árásir og gíslatöku í Rússlandi. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hef- ur sagt að frekari blóðsúthellingar í Tsjetsjníju minnki líkur á að hann nái endurkjöri í kosningunum í júní og lofað að binda enda á þær fyrir kosningarnar. Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra á síðar í vikunni að leggja fram tillögur um hvernig leiða eigi átökin til lykta. Múslimum vísað á bug KRÓATI í borginni Mostar, með Hitlersgrímu, bendir ógnandi í átt að borgarhluta múslima í gær og æpir „Burt, múslimar!“. Eðlilegar samgöngur milli borgarhlutanna voni leyfðar formlega í gær, en skömmu eftir að tálmum var rutt brott kom til átaka. Ráðist var á þrjá múslima sem óku inn í hverfi Króata. Gagnrýnt var að króatísk- ir lögregluþjónar, sem áttu að annast gæslu, létu ekki sjá sig. Reuter Stöðvast norska síld- arvertíðin? Ósló. Morgunblaðið. ÚTFLUTNINGUR Norðmanna á frystri síld í Austur-Evrópu er um það bil að stöðvast vegna mikilla ísalaga í Eystrasalti. í Noregi eru frystigeymslur að fyllast og útlit fyrir, að síldveið- arnar stöðvist víða vegna þess, að ekki er hægt að taka á móti meiru. Þessi vandræði koma upp á sama tíma og skipin hafa verið að ausa upp síldinni sem aldrei fyrr og talsmenn norska síldar- samlagsins segja, að vegna þessa sé vertíðinni að ljúka hjá mörgum frystihúsanna. Geymslupláss sé búið og frysti- skip komist ekki til hafna við Eystrasalt. Vonsku- veður í Evrópu ÓVEÐUR geisaði um mestalla Evrópu í gær. Frost var frá Svíþjóð til Spánar. Samgöngur lömuðust í norðurhluta Þýska- lands og voru taldir ellefu hundruð árekstrar. Kona varð úti í nágrenni Lille. Hvassviðri var á Bretlandi og lét maður á mótorhjóli lífið þegar hann ók á tré, sem hafði rifnað upp með rótum. í bænum Cleethorpe á norðausturströnd Englands gengu öldur á land. Hér sést kona í bænum freista þess að komast inn í bifreið sína á með- an öldurnar skella á brimgarð- inum. ■ Samgöngur/19 Reuter Gorbatsjov í forseta- framboð MIKHAÍL Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, kveðst ætla að bjóða sig fram til for- seta Rússlands í kosningun- um sem haldnar verða 16. júní. í viðtali við breska dagblað- ið The Times sagði hann að með framboðinu vildi hann stöðva „bolsévika" jafnt til hægri sem vinstri. „Ég hef á tilfinningunni að í Rússlandi sé mjög hættulegt tímabil framundan og það hjálpaði mér að taka ákvörð- un,“ sagði Gorbatsjov. Hann kvaðst myndu til- kynna framboð sitt opinber- lega þegar hann hefði safnað einni milljón undirskrifta, sem krafist er til að menn fái að gefa kost á sér. Hann sagðist bjóða sig fram þrátt fýrir að um 30 frambjóðendur væru um hituna og mótbárur Raísu, konu sinnar. Samkvæmt skoðanakönn- un, sem birt var á sunnudag, nýtur Gorbatsjov aðeins stuðnings eins prósents al- mennings og er tíundi í röð- inni. „Fæstir vita að ég býð mig fram og samt er ég meðal tíu efstu,“ sagði Gorbatsjov. Saddam Hussein náðar landflótta tengdasyni Amman. Rcutcr. SADDAM Hussein, forseti íraks, náðaði í gær tvo landflótta tengda- syni sína, sem sneru í gær aftur til íraks frá Amman ásamt fjölskyldum sínum, sex mánuðum eftir að þeir flúðu til Jórdaníu. Talsmaður íraska byltingastjórn- arráðsins sagði að Hussein Kamel Hassan, sem flúði ásamt Saddam Kamel, bróður sínum, og eiginkon- um, hefði verið fyrirgefið og yrði farið með hann sem venjulegan borgara. Áður hafði Kamel Hassan, skrifað íraska leiðtoganum bréf og óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalandsins. Kamel Hassan kvaðst ekki hafa sett skilyrði fyrir heimförinni og Snúa aftur til íraks frá Jórdaníu ekki óttast um líf sitt þótt yfirvöld í írak hefðu lýst honum sem föður- landssvikara eftir að hann flúði og hvatti til þess að stjórn landsins yrði steypt af stóli. Kamel Hassan stjórnaði leynilegri vígvæðingu íraks. „Samsærið gegn írak veldur því að nauðsynlegt er að ég verði ekki áfram utan heimalandsins," sagði Kamel Hassan. Kamel Hassan hafði gist í einni af höllum Husseins Jórdaníukonungs og sagt var að hann hefði verið óánægður með einangrunina þar. Hussein tók honum tveim höndum í ágúst og virtist telja hann líklegan arftaka Saddams. Bandaríkjastjórn og íraskir stjórnarandstæðingar virtu hann hins vegar ekki viðlits og vera hans í Jórdaníu virtist tor- velda konungi að sameina íraska andstæðinga Saddams. „Ljóst er að við komuna til Amm- an gerði hann sér vonir um að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, en hún virðist hafa neitað að ræða við hann og litið á hann sem óaðskiljan- lega hluta stjórnarinnar," sagði vest- rænn stjórnarerindreki í Amman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.