Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hörð gagnrýni á Neyðarlínuna hf. frá landssamböndum lögreglu- o g slökkviliðsmanna
Krefjast breyttrar
eignaraðildar
HÖRÐ gagnrýni á áform um Neyð-
arlínuna hf. kom fram á fjölsóttum
fundi sem landssambönd slökkvi-
liðsmanna og lögreglumanna stóðu
fyrir í gær. Formaður Landssam-
taka slökkviliðsmanna lagði fram
kröfu um að eignaraðild Neyðarlín-
unnar hf. verði breytt, slökkviliðs-
og lögreglumenn verði starfsmenn
vaktstöðvar fyrirtækisins og fari
með verkstjórn, og fulltrúar lands-
sambandanna fái sæti í samstarfs-
nefnd dómsmálaráðuneytis um
þetta mál.
Guðmundur Vignir Óskarsson
formaður Landssambands slökkvi-
liðsmanna rakti formálann að
stofnun Neyðarlínunnar hf. og full-
yrti að undanlátssemi við hagsmun-
aðila hafi verið höfð í fyrirrúmi í
málinu og sagði vaxandi óánægju
gæta bæði hjá fagfélögum og sam-
keppnisaðilum þeirra fyrirtækja
sem að Neyðarlínunni standa.
Eignaraðild smekksatriði
Hann sagði eignaraðild sam-
bærilegra fyrirtækja á Norðurlönd-
um sýna aðrar áherslur en hér á
landi, en þar hafi opinberir aðilar
tögl og hagldir. Hér eigi einkafyrir-
tæki hins vegar meirihluta í því
fyrirtæki sem annast eigi neyðar-
þjónustu landsmanna, eða um 72%
ásamt félagasamtökum.
Þórhallur Ólafsson aðstoðarmað-
ur dómsmálaráðherra kvaðst telja
það vera smekksatriði hvort rekst-
ur á borð við samræmda símsvörun
neyðarþjónustu sé á vegum hins
opinbera eða í höndum breiðs
starfshóps. Um það séu mismun-
andi skoðanir, en hins vegar sé það
grundvallaratriði með stofnun
fyrirtækisins að aðskilja neyðar-
símsvörun frá viðbragðsaðilum.
Hann hafí ekki orðið var við sér-
stakra hnökra á framkvæmd sam-
ræmdrar símsvörunar undatjfarnar
vikur og virðist hún hafa gengið
stórslysalaust fyrir sig.
Þórhallur sagði staðhæfíngar um
að stofnun fyrirtækisins bæri keim
af „einkavinavæðingu" vart vera
svaraverðar, dreifíng eignaaðildar
að Neyðarlínunni hf. væri aukaat-
riði og ekki skipti máli hverjir eigi
fyrirtækið, svo framarlega sem sú
þjónusta sem það veitir sé í góðum
höndum og fullnægjandi gagnvart
landsmönnum. Varðandi kröfu um
að slökkvi- og lögreglumenn starfi
hjá Neyðarlínunni sjái hann ýmsa
vankanta á að opinberir starfsmenn
séu starfsmenn einkafyrirtækis.
Honum þykir hins vegar eðlilegt
að fulltrúar landssambandanna fái
sæti í samstarfsnefnd ráðuneytis-
ins og þegar hafi verið gerðar ráð-
stafanir til að svo megi verða.
Þórhallur sagði dómsmálaráðu-
neytið ekki hafa komið að samn-
ingaviðræðum um stofnun Neyð-
arlínunnar hf. og pólitísk ákvörðun
um hana hafi verið tekin fyrir ári
á Alþingi.
Ráðherra tók ákvörðun
Þessu mótmælti Lúðvik Berg-
sveinsson alþingismaður, sagði að-
ÞRETTÁN slökkviliðsmönnum
frá Slökkviliðinu í Reykjavík sem
ætluðu á fund landssamband-
anna var skipað að snúa aftur
til vinnu, en þeir höfðu skilið
eftir lágmarks fjölda manna á
vakt. Þrír menn voru vakthaf-
andi í Tunguhálsi og fjórir í aðal-
stöð slökkviliðsins.
Vernharður Guðnason aðstoð-
arvarðsljóri og fulltrúi starfs-
manna segir þennan viðbúnað
hinn sama og þegar slökkviliðs-
menn hafa sótt námskeið og
fundi fyrir utan vinnustað, og
hafi ekki verið gerðar athuga-
semdir við þetta áður.
Öryggi ekki ástæða
„ Við erum alveg tilbúnir í út-
kall þegar svo stendur á og ekki
síst í þessu tilviki, þar sem við
vorum allir á sama stað. Slökkvi-
liðsstjóri viðurkenndi fyrir mér
þegar við komum til baka að
ákvörðunin haf i ekki byggst á
stoðarmann ráðherra fara með
rangfærslur og vitnaði í samþykkt-
ir þar sem segir að dómsmálaráð-
herra sé heimilt að semja við opin-
berar stofnanir, sveitarfélög og
einkaaðila um fyrirkomulag, fjár-
mögnun og þátttöku í rekstri sam-
ræmdrar símsvörunar. „Ákvörðun
um einkavæðingu er dómsmálaráð-
herra og einskis annars,“ sagði
Lúðvík.
Hann kvaðst vera sannfærður
um að ríkið eigi að annast lög- og
öryggisgæslu til að tryggja velferð
borgara og ákvörðun ráðherra um
að einkavæða starfsemi sam-
ræmdrar neyðarsímsvörunar sé að
hans mati óumdeilanlegt brot á
öryggissjónarmiðum, heldur hafi
fundurinn og skoðanir þær sem
fram kæmu á honum, gengið
gegn stefnu borgaryfirvalda og
slökkviðliðs varðandi málefni
Neyðarlínunnar hf. Slökkviliðs-
stjóri kvaðst ekki geta liðið það
að við værum á öndverðum meiði
við stefnu hans og borgarinnar
í vinnutímanum, þ.e. á þeim tíma
megum við ekki hafa skoðanir á
málum,“ segir Vemharður.
Hann sagði að slökkviliðsmenn
hyggist fá slökkviliðsstjóra til að
staðfesta bréflega ástæður þess
að þeim var meinað að sælqa
fundinn. í kjölfarið verði það
borið undir borgarstjóm hvort
það sé stefna borgaryfirvalda að
meina starfsmönnum að sækja
fundi af þessu tagi og hafa eigin
skoðanir í vinnutíma.
Hrólfur Jónsson slökkviliðs-
stjóri segir mennina þrettán
hafa farið án þess að ræða það
við sig, og hann hafi talið að
þeirri sátt sem ríkt hafi um það
sjónarmið til þessa.
„Þetta vekur upp spurningar
hvort frekari einkavæðingarhug-
myndir séu uppi á þessu sviði. Mér
er því gjörsamlega óskiljanlegt
hvernig aðstoðarmaður dómsmála-
ráðherra getur komist svo að orði
í grundvallarmáli sem þessu að það
sé smekksatriði hveijir eigi fyrir-
tækið,“ sagði hann. Hann sagði
ummæli ráðherra þegar frumvarpið
var rætt á Alþingi ekki hafa bent
á neinn hátt til að einkavæða ætti
öryggisþjónustu þessa, þvert á
móti hafi öll gögn málsins bent til
að framkvæmdin ætti að vera á
annan veg.
aðalvarðsljóra vakthafandi
vaktar væri alveg Ijós stefna
yfirmanna Slökkviliðsins í
Reykjavík til fundarhalds af
þessum toga.
Gegn yfirlýstri stefnu
„Á þessum fundi hélt nokkur
einlitur hópur framsögu og
þarna var boðað til fundar sem
greinilega er ætlað að berjast
gegn yfirlýstri stefnu bæði yfir-
manna slökkviliðsins og Reykja-
víkurborgar. Það hefur verið
afstaða borgaryfirvalda og liðs-
ins að menn séu ekki í vinnutím-
anum að hamast gegn stefnu
yfirboðara sinna. Við getum ekk-
ert sagt við því hvað menn gera
í frítíma sínum og þá er þeim
frjálst að halda eins marga fundi
og þeir vilja. Við gerum greinar-
mun á fundum sem þessum og
kynnisfundum og skoðanaferð-
um sem eru til hagsbóta fyrir
slökkviðliðið," segir Hrólfur.
Lúðvík sagði að eftir að fyrirtæki
hafi verið einkavædd sé engin leið
að hafa opinbert eftirlit með því
hveijir kunni að eignast þau síðar
og miðað við þau verkefni sem
Neyðarlínunni hf. sé ætlað að sinna,
sé eðlileg krafa að eigendur þess
séu ijárhagslega sterkir. „Sam-
kvæmt upplýsingum frá hlutafé-
lagaskrá eru að minnsta kosti tvö
þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að
Neyðarlínunni hf. skráð með
400-500 þúsund kr. í hlutafé,“ sagði
Lúðvík og kvað fátt standa í vegi
fýrir því að óprúttnir aðilar eignuð-
ust slík fýrirtæki og fengju um leið
aðild að þeirri öryggisþjónustu sem
Neyðarlínan hf. stundar.
Hann fullyrti jafnframt að engar
sannanir liggi fyrir um að hið opin-
bera hafí fjárhagslegan ávinning
af því að því að fela einkaaðilum
umræddan rekstur.
Fagfólk annist þjónustu
Katrín Fjeldsted læknir og vara-
þingmaður í Reykjavík kvaðst líta
á sig sem móður hugmyndarinnar
um samræmda símsvörun neyðar-
þjónustu, en fyrir tæpum tíu árum
lagði hún fram tillögu í borgarráði
um að einfalda símakerfi neyðar-
þjónustu í borginni. Þá hefði engan
getað grunað að jafn mikill styr
myndi standa um hugmyndina og
nú hefði komið í ljós. Hún sagði
það sæta furðu að opinberir aðilar
telji eðlilegt að framselja öryggi
almennings til hagsmunaaðila og
áhugamanna. Verkefni þeirra eigi
að vera önnur og kunnátta sú sem
þeir hafi yfir að ráða tengist
neyðarþjónustu lítt.
Hún telur það miður að jafn já-
kvætt skref og samræming neyðar-
þjónustu sé, leysist upp í gróusögur I
um sameiningu fyrirtækja, athuga-
semda frá Samkeppnisstofun og
umræðu af því tagi sem komið
hefur fram. Hún kvaðst sem lækn-
ir og höfundur hugmyndarinnar
telja mikilvægt að þrautþjálfað fag-
fólk komi að störfum af þessu tagi
og að aðeins tvær stéttir komi í
raun til greina, slökkviliðsmenn og !
lögreglumenn. j
Gestur Þorgeirsson formaður
Læknafélags Reykjavík'ur og Berg-
sveinn G. Alfonsson varðstjóri
lögðu áherslu á mikilvægi þess að
menntaðir starfsmenn stæðu að
neyðarþjónustu.
Meinað að sækja fundinn
Einstaklingum auðveldað að ná tökum á fjármálum
Niðurfelling meðlags
og samið um skatta
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, fjár-
málaráðherra og dómsmálaráðherra
kynntu þijú lagafrumvörp í ríkis-
stjórn í gær, sem öll miðast við að
auðvelda einstaklingum að ná tökum
á fjármálum sínum, að sögn Páls
Péturssonar félagsmálaráðherra.
Frumvörpin fjalla um heimild til að
fella niður höfuðstól skulda vegna
meðlagsgreiðslna, heimild til að
semja um greiðslu á tekju- og eigna-
FUNDUR hagsmunaráðs Orators,
félags laganema í Háskóla íslands,
var haldinn í gær til að fara yfir próf
í almennri lögfræði, en 91% stúd-
enta, sem þreyttu prófið, féll.
Að sögn Stefáns Auðólfssonar,
varaformanns Orators, er erfitt að
fullyrða um það hvort prófið hafi
verið of þungt eða frábrugðið því,
sem verið hefur. Stefán sagði að
væntanlega yrði ekki kveðið upp úr
sköttum og um réttaraðstoð við ein-
staklinga sem leita nauðasamninga.
Páll Pétursson segir að hvað varði
Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem
innheimtir meðlagsgreiðslur, hafi
henni verið heimilt að fella niður
vexti og dráttarvexti vegna meðlags-
greiðslna í vanskilum. „Þess eru hins
vegar dæmi, að menn hafa alveg
hætt að reyna að greiða meðlögin,
þar sem skuldin hefur undið upp á
um slíkt fyrr en að prófsýningu lok-
inni.
Stefán sagði að fallið hefði að
þessu sinni verið mjög mikið. Þó
bæri á það að líta að undanfarin ár
hefðu stundum allt að 90% nemenda
fallið, þótt hlutfallið hefði ekki farið
yfír 90% áður.
Ranghermt var í Morgunblaðinu í
gær að laganemum gæfist kostur á
að endurtaka prófið að vori.
sig og niðurfelling vaxta nægir ekki,“
segir ráðherra. „Með þessu frum-
varpi er mönnum gefinn kostur á að
byija með hreint borð. Nú eru skuld-
ir við stofnunina hundruð milljóna
og hluta þeirra má afskrifa með þess-
um hætti, því þær fást aldrei greidd-
ar. Að sjálfsögðu hefur þetta engin
áhrif fyrir þann sem meðlagið fær.“
Aðstoð við nauðasamninga
Um heimild fólks til að semja um
skattskuldir, aðrar en vegna vörsiu-
skatta, s.s. virðisaukaskatts, segir
Páll að þetta sé enn ein aðgerðin til
að auðvelda fólki að endurskipu-
leggja og ná tökum á íjármálum sín-
um. Þá verði fólki nú heimilað að fá
allt að 250 þúsund króna aðstoð, til
að greiða kostnað við að leita nauða-
samninga, svo ekki þurfí að koma
til gjaldþrots.
Félagsmálaráðherra segir að öll
þessi atriði skipti miklu fyrir starf-
semi Ráðgjafarstofu um ijármál
heimilanna, sem ríki, sveitarfélög,
samtök launafólks, þjóðkirkjan og
fleiri aðilar aðrir standa að. Ráðgjaf-
arstofan, sem verður í Lækjargötu,
tekur til starfa á föstudag.
Stúdentar í lagadeild
ráða ráðum sínum
Morgunblaðið/Albert Kemp
Oft veltir lítil þúfa
þungu hlassi
MÚSIN, sem fór yfir veginn á
milli bæjanna Vattarness og
Kolmúla í Reyðarfirði á mánu-
daginn, datt heldur betur í lukku-
pottinn, því hún og stórfjölskylda
hennar hafa nóg að bíta og
brenna það sem eftir er vetrar.
Vegarölt hennar setti japanska
loðnueftirlitsmenn, sem voru á
leið yfir á Fáskrúðsfjörð á
Suzuki-jeppa, svo út af laginu,
að þeir nauðhemluðu, bíllinn
þeyttist út af veginum og valt á
hliðina. Þegar hann stöðvaðist
sneri hann í sömu átt og hann
kom úr. Japanirnir sluppu
ómeiddir frá óhappinu, en loðnu-
sýnin, sem þeir voru með aftan í
jeppnum, köstuðust út úr bílnum
og dreifðust vítt utn músarhaga.
I
i
i
!
i
!