Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 8

Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ l- FRÉTTIR Verkefnaáætlun menntamálaráðuneytis birt í gær Menntun standist saman- burð við það besta erlendis Morgunblaðið/Ásdís BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra kynnir samstarfsmönn- um sínum verkefnaáætlun ráðuneytisins á kjörtímabilinu. VARÐVEISLA og efling íslenskrar menningar, sögu og tungu er ann- að meginmarkmiða í verkefnaáætl- un menntamálaráðuneytis á yfir- standandi kjörtímabili, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra lagði fram í gær, að höfðu sam- ráði við ríkisstjómina. Hitt megin- markmiðið er að íslenska skóla- kerfið veiti menntun og þjónustu sem standist samanburð við það besta sem þekkist á alþjóðlegum vettvangi. í verkefnaáætluninni kemur fram að til þess að ná fyrra mark- miðinu sé nauðsynlegt að íslenska ríkið leggi sitt af mörkum. „Skal það gert með rekstri menningar- stofnana, sem ekki er á færi ein- staklinga að reka, og með stuðn- ingi við einstaklinga sem vinna að listsköpun, túlkun og kynningu á list,“ segir þar. Til að ná síðara markmiðnu verða námskröfur, námstími og kennsluhættir ís- lenskra skóla að taka mið af því, sem best gerist meðal nágranna- þjóða. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra segir að nauðsynlegt sé fyrir svo viðamikið ráðuneyti sem menntamálaráðuneytið að draga saman á einn stað öll þau verkefni sem unnið sé að í ráðuneytinu. „Hér er ekki endilega verið að kollvarpa neinu heldur er þetta gert meðal annars til þess að þeir sem eiga samskipti við ráðuneytið og starfa á vegum þess átti sig á meginlínum þess.“ Endurskoðun námskrár Stærsta verkefnið á sviði menntamála á kjörtímabilinu er endurskoðun námskrár fyrir grunn- og framhaldsskóla. Meðal annarra atriða sem lögð verður áhersla á í verkefnaáætluninni og ber keim af nýjabrumi er að auka beri frelsi nemenda til að velja á milli skóla og að leggja beri aukna áherslu á upplýsingatækni i menntakerfinu og menningarlíf- inu. Þá kemur fram að mótaðir verði staðlar bæði fyrir sjálfsmat grunnskóla og mat utanaðkomandi aðila á skólastarfi, auk þess þurfí að móta víðsýna stefnu um sí- menntun, endurmenntun og full- orðinsfræðlsu. Við námsgagnagerð verður lögð áhersla á að nýta kosti margm- iðlunar til að efla kennslu og auka fjölbreytni í skólastarfí. Einnig er tekið fram, að við framleiðslu námsgagna skuli taka mið af opin- berri stefnu um útboð og hlutverk Námsgagnastofnunar endurskoð- að í því ljósi. Varðandi framhaldsskóla og æðri menntastofnanir segir að mótaðar verði almennar reglur um verkaskiptingu milli framhalds- skóla, unnið sé að rammalöggjöf um háskólastigið, samið verði um stofnun listaháskóla og unnið sé að stofnun uppeldisháskóla. Ákvörðun um tónlistarhús Að því er varðar menningarmál segir í verkefnaáætluninni að á kjörtímabilinu verði tekin ákvörð- un um hvort reisa skuli tónlistar- hús. Að auka þurfi fjárhagslegt sjálfstæði menningarstofnana og svigrúm þeirra til að afla sér sér- tekna. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðun laga um lista- mannalaun sé hafin og endurskoð- un leiklistarlaga standi yfir. Tekið er fram að á sviði fjölmiðl- unar verði samkeppni að vera með þeim hætti að einkafyrirtæki standi jafnfætis þeim opinberu. Skilgreina beri hlutverk ríkisins á þessu sviði í ljósi breyttra að- stæðna og með menningarlegar skyldur þess að leiðarljósi. „Inn- heimta afnotagjalda Ríkisútvarps- ins hefur sætt gagnrýni og ber að huga að endurskoðun hennar við setningu nýrra úrvarpslaga,“ segir í verkefnaáætluninni. Fjáröflunardagur Rauða kross íslands Ágóði fer til bókakaupa sjúkrahúsa Sigurveig H. Sigurðardóttir SKUDAGUR hefur til langs tíma verið fjáröflunardagur hjá Rauða krossi íslands en deildirnar eru orðnar fimmtíu talsins og félagar átján þúsund. Bókabúð Máls og menn- ingar leggur Kvennadeild Rauða krossins í Reykja- vík lið að þessu sinni með svokallaðri bókahringrás. „Fólk getur komið og gef- ið bækur, sem það er hætt að lesa, í verslanir Máls og menningar í Síðumúla eða við Laugaveg. Síðan verða bækurnar seldar á 500 krónur kílóið fram á næsta mánudag. Allur ágóði sem verður af þess- ari sölu mun renna til Kvennadeildar Reykjavík- urdeildar Rauða kross ís- lands og verður honum varið til að bæta aðbúnað á bókasöfnum sjúkrahúsanna og kaupa á nýjum bókum fyrir þau. „Kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða krossins er þrjátíu ára á þessu ári og forráðamenn bókaverslunar Máls og menning- ar ákváðu að þessu sinni að gefa henni ágóðann af þessari uppákomu hjá verslununum", segir Sigurveig H. Sigurðardótt- ir, sem er formaður kvennadeild- ar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. „í dag, miðvikudag, og á laugardag verða fulltrúar frá kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins með kynningu á starfsemi sinni í báðum verslun- um Máls og menningar." Þrjú hundruð virkir sjálfboðaliðar ► Sigurveig H. Sigurðar- dóttir er fædd 1. september árið 1954. Hún lauk námi í félagsráðgjöf frá Gautaborg- arháskóla árið 1979 og starf- ar nú sem félagsráðgjafi hjá öldrunarlækningadeild Landspítalans. Sigurveig er formaður Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands og er varafor- maður Reykj avíku rdeildar Rauða krossins. Þá sinnir hún stjórnarformennsku í Foldabæ sem er stoðbýli fyrir aldraða með heilabilun. Eig- inmaður Sigurveigar er Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur og eiga þau þrjú börn. Sigurveig segir að Kvenna- deild Reykjavíkurdeildarinnar hafi um 700 sjálfboðaliða á sínum snærum og þar af sinna nálægt þijú hundruð þeirra virku sjálf- boðastarfi og vinna vikulega við bókasöfn eða sölubúðir á sjúkra- húsunum svo og við heimsóknir til aldraðra. Auk þess hittast margar konur vikulega til að föndra fyrir jólabasar og sumar baka líka fyrir hann. Basartekj- um er varið til bókakaupa og lögð er áhersla á að fá inn á bökasöfnin nýjar bækur, sérstak- lega fyrir jólin. „Að meðaltali lánum við út rúmlega tuttugu þúsund bækur og hljóðbækur á hveiju ári. Við rekum bókasöfn á stóru sjúkrahúsun- --------- um, sjúkrahóteli Rauða krossins og Grensásdeildinni." Sigurveig segir að ágóða af sölubúðum kvennadeildarinnar sé varið til kaupa á ýms- ——— um lækninga-, og rannsóknar- tækjum fyrir sjúkrahúsin.“ Heimsækja aldraða vikulega Heimsóknarþjónusta til aldr- aðra hefur í rúm tuttugu ár ver- ið rekin á vegum deildarinnar og nú eru það um 20 aldraðir sem eru heimsóttir vikulega af konum í deildinni. „Það kemur fyrir að aldraðir hringi sjálfir til okkar og biðji um aðstoð við innkaup eða annað í þeim dúr Nálægt þrjú hundruð kon- ur sinna viku- legu sjálf- boðastarfi en einnig fáum við ábendingar frá sjúkrahúsum þegar verið er að útskrifa roskna sjúklinga,“ segir Sigurveig. „Konurnar okk- ar fara og lesa fyrir aldraða, fara í stuttar gönguferðir með þeim eða bara sitja og spjalla.“ Námskeið fyrir sjálfboðaliða - Hvaða skilyrði þurfa sjálf- boðaliðar ykkar að uppfylla? „Þetta eru konur á öllum aldri, alveg frá þrítugu og upp úr. Þær hafa samband við kvennadeild- ina ef þær hafa áhuga á sjálf- boðastarfi og við höfum af og til verið með námskeið þar sem veitt er fræðsla af ýmsum toga fyrir þær konur sem vilja koma og vinna með okkur. „Þetta er mjög góður félags- skapur og gefandi að fá að vinna að þessu ________ sameiginlega markm- iði við að aðstoða þá sem með þurfa.“ Sigurveig segir að félagsstarf kvennadeildarinnar sé líka blóm- legt, konurnar hittist þrisvar til íjórum sinnum á ári og fá þá til sín fyrirlesara með fræðslu-, eða skemmtiefni. Á sumrin er farið út fyrir bæinn í dagsferð og síðan hittast auðvitað margar konur vikulega þegar þær koma saman til að föndra. Þá hafa verið haldin bridsnámskeið og námskeið í skyndihjálp fyrir fé- lagskonur af og til.“ I. I I » | 1 i i 6 8 1 fl e e i t | N < M N m I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.