Morgunblaðið - 21.02.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 13
FRÉTTIR
Krafa um að biskup
víki í deilumáli
Biskups-
stofa tekur
afstöðu síðar
BISKUPSSTOFA hefur enn ekki tek-
ið formlega afstöðu til kröfu Sigurð-
ar G. Guðjónssonar, lögfræðings séra
Flóka Kristinssonar, um að biskup
Islands víki vegna vanhæfí í Lang-
holtskirkjudeilunni, að því er fram
kemur í tilkynningu biskupsritara.
í tilkynningunni kemur fram að
afstaða verði tekin síðar og verði
byggð á lögfræðilegu mati Eiríks
Tómassonar.
Morgunblaðinu hefur ennfremur
borist tilkynning frá fjórum vara-
mönnum í sóknarnefnd Langholts-
kirkju. Fjórmenningarnir, Árni Geir
Pálsson, Haraldur Sigurðsson, Ólöf
Ólafsdóttir og Guðmundur Gíslason,
lýsa yfir furðu sinni á því að fundur
hafi verið haldinn í sóknamefnd
Langholtskirkju hinn 12. febrúar sl.
án þess að varamenn væru boðaðir
til fundarins.
„Það hefur verið ófrávíkjanleg
regla á undanförnum árum að sókn-
arnefnd hefur ætíð verið boðuð til
fundar heil og óskipt,“ segir í tilkynn-
ingunni og óskað er eftir útskýring-
um á þessari stefnubreytingu sókn-
arnefndar.
---------------
Fegurðarsamkeppni
íslands
Undankeppni
haldin á 7
stöðum
UNDIRBÚNINGUR fyrir Fegurð-
arsamkeppni íslands 1996 stendur
nú sem hæst. Að þessu sinni verður
undankeppni haldin sjö stöðum á
landinu.
Fyrsta keppnin að þessu sinni
verður haldin á Hótel Valskjálf á
Egilsstöðum laugardaginn 2. mars,
en þar fer fram Fegurðarsamkeppni
Austurlands. Fegurðardrottning
Suðurnesja verður valin í Stapanum
í Njarðvík laugardaginn 16. mars.
Laugardaginn 23. mars verður feg-
urðardrottning Vestíjarða valin í
Sjallanum á ísafirði. Föstudaginn 29.
mars verða tvær drottningar valdar,
fegurðardrottning Norðurlands í
Sjallanum á Akureyri og fegurðar-
drottning Suðurlands á Hótel Örk í
Hveragerði. Fegurðardrottning Vest-
urlands verður valin í Félagsheimil-
inu í Ólafsvík miðvikudaginn 3. apríl
og loks verður fegurðardrottning
Reykjavíkur valin á Hótel íslandi
föstudaginn 12. apríl.
Framkvæmdastjórn Fegurðar-
samkeppni íslands skipa Ólafur
Laufdal, Helena Jónsdóttir og Elín
Geirsdóttir.
Við blöndum
litinn...
DU PONT bílalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bíllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 553 8000
vio hjálpum
með þinni
Hjálparsjóður Rauða kross
Islands veitti 92 milljónum
króna til neyðar- og þróunar-
aðstoðar erlendis á síðasta
starfsári. Félagið svaraði
beiðnum um aðstoð frá
53 löndum.
Rauði kross íslands gegnir
mikilvægu hlutverki í skipulagi
Almannavarna ríkisins og á
síðasta ári veitti félagið tugum
fjölskyldna margs konar aðstoð
í kjölfar hörmulegra
náttúruhamfara.
50 deildir Rauða kross Islands
eiga fjóra af hverjum fimm
sjúkrabílum í landinu og árlega
eru nær 17 þúsund einstakl-
ingar fluttir í bifreiðum
deildanna.
Þúsund manna komu á nám-
skeið á vegum félagsins, flestir á
námskeið í skyndihjálp.
700 unglingar hafa dvalið í
Rauðakrosshúsinu - neyðar-
athvarfi fyrir börn og ung-
linga, og 34 þúsund manns
hafa hringt í trúnaðar-
símann - 800 5151.
Um 20 manns koma að
meðaltali á degi hverjum í Vin
- athvarf fyrir geðfatlaða.
Félagið hefur aðstoðað flótta-
menn hér á landi í áratugi.
Rauði kross fslands er helsti
styrktaraðili Alnæmissam-
takanna og styður við ýmsa
aðra starfsemi í þágu þeirra
sem minna mega sín.
Árlega dvelja um 800 manns
á Sjúkrahóteli RKÍ.
.og utan
Öskudagurinn er fjáröflunardagur
deilda Rauða kross íslands.
Þú getur lagt okkur lið með því
að kaupa penna í dag.
Félagið stendur að þróunar-
verkefnum í Lesótó, Mós-
ambík, Gambíu og Palestínu.
Árlega eru um 20 sendi-
fulltrúar við margvísleg
hjálparstörf erlendis.
RAUÐI KROSS ISLANDS
A plús, auglýsingastola ehl.