Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 15

Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 15 AKUREYRI i + Tvær milljónir poka af lausfrystum karfa hjá UA Pökkunarsamstæða þrefaldar afköstin Morgunblaðið/Kristján SIGURVIN Jónsson húsvörður í Lundarskóla gætti þess að nem- endur færu ekki ofan í holu sem grafin var þar sem flæddi inn. Málþing kennara Mótmæla aðför að starfs- öryggi SAMEIGINLEGT málþing Bandalags kennara á Norður- landi eystra og svæðafélags Hins íslenska kennarafélags á Norðurlandi eystra var haldið í Lóni við Hrísalund á Akur- eyri um helgina. Kjara- og réttindamál voru efst á baugi á málþinginu, en fundurinn mótmælti harðlega þeirri aðför að starfsöryggi og lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna sem felast í ákvæðum í frumvarpsdrögum að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og lög- um um samskipti á vinnu- markaði. „Samkvæmt framan- greindum lagadrögum er ver- ið að afnema nær öll núver- andi réttindi starfsmanna rík- isins og skerða stórlega sjálf- stæðan samningsrétt stéttar- félaga þeirra. Fundurinn telur að hér sé um fólskulega árás á launafólk að ræða og krefst þess að þegar verði fallið frá þessum áformum,“ segir í ályktun fundarins. Vatnflæddi í kjallara Lundarskóla VATN flæddi inn í kjallara Lund- arskóla og var allt á floti i gær- morgun þegar kennarar komu til starfa. Hörður Ólafsson skólastjóri í Lundarskóla sagði að drenlögn umhverfis skólabygginguna hefði gefið sig, þannig að grunnvatn kringum það hækkaði og komst inn um rör á veggjum hússins. „Það var vatn í kjallara annarr- ar álmu skólans, það fór um endi- langan ganginn og eitthvað inn í skólastofur," sagði Hörður. Ekki var hægt að kenna í tveimur fyrstu kennslustundum gærdags- ins í þessum skólastofum á meðan vaskur hópur gangavarða og kennara þurrkaði upp bleytuna. Börnum sem áttu að vera í þessum kennslustofum var kennt í sam- komusal skólans. Skemmdir urðu ekki verulegar inni í skólanum að sögn Harðar. Unnið var að viðgerðum í gær. PÖKKUN á lausfrystum karfa í eins kílóa pokum hefur vaxið hröð- um skrefum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa en í gær var þeim áfanga náð að búið var að fylla í tvær milljónir poka. Karfi í þessum neytendaumbúðum er einkum seldur til Þýskaland en líka Frakk- lands. ÚA hóf framleiðslu á þessari afurð árið 1993 þegar fyrirtækið framleiddi um 7 tonn, en árið eft- ir fór hún upp í 461 tonn. Á síð- asta ári nam framleiðslan um 1.353 tonnum. „Við höfum varla undan að pakka, það er alltaf unnið fram á kvöld,“ sagði Gunnar Aspar, fram- leiðslustjóri ÚA. Mikið af karfa hefur borist að landi að undan- förnu, en þijár síðustu vikur hafa skipin verið að koma með karfa að miklum meirihluta í aflanum. í vikunni bárust þannig um 320 tonn af karfa í 400 tonna heildar- afla. Að jafnaði hefur verið pakkað í einn gám á dag eða um 12,4 tonn. Pökkunarsamstæða eykur hagkvæmni og afköst Útgerðarfélag Akureyringa hefur keypt fullkomna pökkunar- samstæðu sem verður tekin í notk- un í næsta mánuði. Með tilkomu hennar verður lausfrystingin mun hagkvæmari og afköst munu auk- ast. Pökkunarstöðin afkastar allt upp í tvö þúsund kíló á klukku- stund sem er um þrefalt meira en í núverandi kerfi. Þá má nefna að yfirvigtin í lausfrystingunni hefur verið um 2% en gert er ráð fyrir að hún lækki niður undir núll þeg- ar pökkunarlínan verður tekin í notkun. Miðað við allt að tvö þús- und kílóa framleiðslu og meðal- talsverð um 240 krónur á kíló mun minni yfirvigt færa félaginu um 7-10 milljónir króna í auknar tekj- ur á ári. Þá býr vélasamstæðan einnig til poka um afurðimar og nemur spamaðurinn miðað við að kaupa poka um þremur milljónum króna Morgunblaðið/Kristján RAGNHEIÐUR Björgvinsdóttir, Ingibjörg Ásta Björnsdóttir, Oddný Jósefsdóttir og Gunnar Aspar með pokann, sem fyllti tveggja milljóna poka markið í framleiðslu á þessari afurð, laus- frystum karfaflökum. á ári. Einnig má nefna að sam- stæðan verður notuð til að pakka þorskbitum í 10 punda, 5 og 6 kílóa pakkningar fyrir Bandaríkja- markað, Þýskaland og Frakkland og mun það hafa umtalsverðan spamað í för með sér í umbúða- kostnaði. Pökkunarsamstæðan kostar uppsett um 30 milljónir króna. Stefnt að vaktavinnu Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, sagði að þessi fram- leiðsla yrði aukin fengist til þess nægt hráefni, en neytendur hefðu tekið vömnni vel. Þróunin hefði verið sú á síðustu ámm að tækni- væðingin hefði sífellt orðið meiri og í framtíðinni væri stefnan að taka upp vaktir til að nýta tækin betur. Föstumessa FYRSTA föstumessa vetrar- ins verður í Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. febrúar og hefst hún kl. 20.30. Sungið verður úr Passíusálmunum og fögur lít- anía verður flutt. ClFullmarlcI) • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gæðaframleiðsla. • Urvals verð. J. áSTVRLDSSON HR Skipholti 33, 105 Reykjoá, sími 552 3580. íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Eiríkur Björn ráðinn EIRÍKUR Björn Björgvinsson var á bæjarstjórnarfundi í gær ráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi á Ak- ureyri. Hann tekur við starfinu af Hermanni Sigtryggssyni sem gengt hefur stöðunni í röska þrjá áratugi. Eiríkur er fæddur árið 1966, hann hefur síðustu misseri starfað sem íþrótta- og tómstundafulltrúi á' Egilsstöðum. MAZDA 4 ImrÖa kt 1.346.000 Aðmr geróir kosta frá kr. UIO.OOO Komdu, skoðaðu og taktu i MAZDA 323. því stuttur reynsluakstur segir meira en mörg ord. Það segja þeir éem valiötofa MAZDA eftir rxkilegan samanburð við aðnt bfla! OPIÐ FRÁ KL. 9-18, LAUGARDAGA 12-16 RÆSIR HF SKIT.AGÖTI 59 - SÍMl 561 9550

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.