Morgunblaðið - 21.02.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.02.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 17 Virgin vill 80% íleigu- flugfélagi London. VIRGIN-fyrirtækið hefur skýrt frá því að það hafi undirritað viljayfir- lýsingu um kaup á 80% hlutabréfa í leiguflugfélaginu EuroBelgian Airlines SA í Brussel. Áður en samkomulag getur orðið að veruleika verður það að hljóta samþykki stjórna viðkomandi fyrir- tækja og ríkisstjórna hlutaðeigandi landa. Heimildarmenn segja að verð hlutabréfanna verði umm 43 millj- ónir punda. Virgin-fyrirtækið, sem á flugfé- lagið Virgin Atlantic Airways, hefur átt í viðræðum um kaup á Euro- Belgian vegna áhuga Richards Bransons stjórnarformanns á fé- lagi, sem geti boðið ódýr fargjöld á leiðum evrópskra ríkisflugfélaga. „Richard héfur lengi haft áhuga á að koma á fót ódýru flugfélagi í Evrópu,“ sagði talsmaður Virgin. „EuroBelgian Airlines er eitt ódýr- asta flugfélag Evrópu.“ Belgískt hótelfyrirtæki, City Hot- el SA, á 51% í EuroBelgian, en eign- arhaldsfyrirtækið NEI í Luxemborg 49%. EuroBelgian tók til starfa 1991 og heldur uppi áætlunarflugi á fjór- um leiðum og „umtalsverðu leigu- flugi“ með farþegaþotum af gerð- inni Boeing 737. Tekjur 1995 námu 5 milljörðum belgískra franka. Virgin segir að ef samningar takist verði EuroBelgian í eigu nýs fyrirtækis, Virgin European Air- ways, sem verði aðskilið frá Virgin Atlantic. -----» ..♦---- Viðræður um breytt eignarhald á Kaupþingi VIÐRÆÐUR hafa verið í gangi að undanförnu milli Búnaðarbankans og níu annarra hluthafa Kaupþings hf. um breytingar á eignarhaldi á fyrirtækinu. Búnaðarbankinn á helming hlutafjárins á móti Spari- sjóðabankanum, Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis, Sparisjóði Hafnarfjarðar og sex öðrum spari- sjóðum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur það sjónarmið ver- ið ríkjandi a.m.k. af hálfu Búnaðar- bankans að ekki sé heppilegt að eiga aðeins helming í fyrirtækinu. Vegna þeirra aðstæðna sem nú hafi skapast á fjármagnsmarkaðn- um sé æskilegt fyrir bankann að eiga annað hvort allt fyrirtækið eða selja sinn hlut til meðeiganda sinna. ----------♦ ♦ ♦---- Hagnaður Norsk Hydro eykst Ósló. NORSK HYDRO A/S hermir að hagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi aukizt um 36% í 1.38 milljarða norskra króna, þar sem hækkað verð á tilbúnum áburði og jarðgasi hafi vegið á móti lækkuðu verði á áli og efnum. Hreinar tekjur á árinu jukust um 77% í 7.1 milljarð norskra króna. Norsk Hydro telur að hagnaður muni halda áfram að aukast 1996, þar sem verð á áburði fari hækk- andi og fyrirtækið hagnist á lækk- uðum rekstrarkostnaði og aukinni olíu- og gasframleiðslu. FRÉTTIR: EVRÓPA Frammistaða Itala viðunandi • • • Róm. Reuter. LEIÐTOGAFUNDUR- INN um málefni Balk- anskága, sem haldinn var í Róm um helgina, er talinn hafa aukið hróður ítala, sem nú fara með forystuna inn- an ráðherraráðsins. Kosningabaráttan, sem nú er í uppsiglingu í landinu, gæti þó gert þann góða árangur að engu. Oscar Scalfaro, for- seti Ítalíu, hefur boðað til kosninga þann 21. apríl og næstu tvo mán- uði má því búast við að allt verði í uppnámi í ítölskum stjómmálum. Lamberto Dini forsætisráðherra hef- ur ítrekað bent á að það séu mistök að efna til kosninga á meðan ítalir séu forystuþjóð ESB og jafnvel er talin hætta á að ekki verði búið að mynda nýja stjórn þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma saman til fundar_ í Flórens í júní. I júnílok taka Irar við formennsk- unni í ráðherraráðinu. Ríkisstjórnar flestra Evrópuríkja eru raunar fegnar því að sama ríkis- stjórnin sitji lungann úr formennsku- tímabili ítala og sumir hrósa jafnvel frammistöðu stjórnarinnar. Stjómarerindreki sagði að skipun sérstakra embættismanna í utanrík- isráðuneytinu til að sjá um einstaka mála- flokká, s.s. Miðjarðar- hafið og Kýpur, sýndi að ítalir væru staðráðn- ir í að ná árangri. „Það er enn skamm- ur tími liðinn, en þeir hafa þegar haldið leið- togafund um Bosníu, sem allir eru sammála um að hafí verið mjög árangursríkur," sagði hann. Gagnrýni Bandaríkjamanna Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt Evr- ópusambandið fyrir getuleysi á síðustu mánuðum og meðal annars lét Richard Holbrooke aðstoðarutanríkisráðherra þung orð falla vegna deilu Grikklands og Tyrk- lands um eyjar í Eyjahafi, þar sem Bandaríkin urðu að grípa í taumana. „Þeir hafa ekki gert nein meiri- háttar mistök þrátt fyrir ummæli Holbrookes," sagði evrópskur stjórn- arerindreki. Bandaríkjamenn hafa hins vegar einnig gagnrýnt hvernig haldið var á málunum á Bosníufundinum um helgina og sagði háttsettur embætt- ismaður að stór hluti fundartímans hafi farið í innbyrðis karp ESB-ríkj- anna. ennþá Reuter Lamberto Dini Forseti þingmannasamkundu NATO Austur-Evrópuríki fái aðild að varn- arstefnu ESB Brussel. Reuter. VEITA ætti Austur- og Mið-Evrópu- ríkjum, sem fengið hafa fyrirheit um aðild að Evrópusambandinu, bráða- birgðaaðild að öryggis- og varnar- málastefnu þess, að mati Karsten Voigt, forseta þingmannasamkundu Atlantshafsbandalagsins, NATO. „Af hveiju getum við ekki boðið þeim sams konar aukaaðild í varn- armálum og þau hafa nú í efnahags- rnálurn?" sagði Voigt á blaðamanna- fundi að loknum fundi þingmanna- samkundunnar í Brussel. Níu ríki, Pólland, Rúmenía, Búlg- aría, Ungveijaland, Tékkland, Sló- vakía, Litháen, Lettland og Eistland, hafa gert svokallaða „Evrópusamn- inga“ við ESB sem veita þeim auka- aðild að sambandinu og kveða á um fulla aðild síðar meir. Ríkin eiga einnig aðild að friðar- samstarfí NATO, sem margir líta á sem biðsal væntanlegra aðildarríkja bandalagsins. Rússland er eindregið andvígt NATO-aðild þessara ríkja, en hefur hins vegar virzt láta sér tengsl þeirra við ESB í léttu rúmi Hggja. Þetta, segir Voigt, er meginrök- semdin fyrir því að veita ríkjunum aðild að sameiginlegri öryggis- og utanríkismálastefnu Evrópusam- bandsins — sem reyndar hefur enn ekki slitið barnsskónum — þótt þau hafi ekki fengið fulla aðild að sam- bandinu. „Fyrir flest þessara ríkja er meginhindrunin í vegi aðildar [að Evrópusambandinu] á sviði efna- hagsmála. Hins vegar eru engar slík- ar hindranir í öryggismálum. Hvers vegna ættum við ekki að færa þeim þá hugarró, sem þetta myndi hafa í för með sér?“ sagði Voigt. I nýlegri skýrslu, sem þingmanna- samkunda NÁTO hefur gefið út, er komizt að svipaðri niðurstöðu; þar segir að ekki eigi að útiloka að Aust- ur- og Mið-Evrópuríkin fái bráða- birgðaaðild að öryggis- og utanríkis- málastefnu ESB. I skýrslunni segir jafnframt að á þessu ári verði NATO að móta skýra stefnu um undirbún- ing fyrir inntöku nýrra aðildarríkja og í árslok verði að taka ákvörðun um það hvaða ríki eigi að taka inn og hvenær. Fyrstu nýju aðildarríkin gætu þá gengið í Atlantshafsbanda- lagið árið 1998. Máfager vegna ESB-reglna ÞRJÓSKA skriffinna í Brussel gæti orðið til að máfum í Gauta- borg fjölgaði verulega. Þrátt fyrir ábendingar sænskra stjórnvalda hefur verið gefin út tilskipun um að ekki megi skjóta máfa eftir síðasta dag aprílmánaðar, Sænskir sérfræðingar hafa hins vegar bent á að margir máfar hafi ekki náð að verpa í apríl, þrátt fyrir reglur ESB. Áður voru máfar og aðrir vargfuglar veiddir fram í miðjan maímánuð. Er talin hætta á að þeir máfar sem lifi út aprílmánuð muni í kjöl- farið verpa og fjölga máfum Gautaborgar. „Gróflega áætlað teljum við að þetta muni leiða til helmings fjölg- unar unga á ári,“ segir Ingvar Johannesson, dýraverndarsér- fræðingur i Gautaborg. Að hans mati eiga veiðireglur að byggja meira á almennri skyn- semi en minna á reglugerðargleði frá Brussel. Hvernig bíl mundir þú fá þér eftir ad hafa unnið rúmlega 40 milljonir i Víkingalottóinu? Lfin Til mikils cið vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl. 17.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.